Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. 9 Gððu öflin sameinist ALLTAF er mikið skrafað og skrifað hér um æskulýðinn, bindindismálin og allskonar mannleg vandamál yfirleitt. Því langar mig að leggja orð í belg og koma mínum hugsunum og hugmyndum á framfæri, eins og fleiri. Mér kom I hug fyrir nokkru síðan, er ég var viðstödd kapp- ræður um stóriðju og hve fjarska mikilvægt þetta hlyti að teljast fyrir okkur íslendinga, að „Mað- urinn lifir ekki á brauði einu saman“. Mundi það ekki þurfa að haldast í hendur, að reyna að þroska sjálfan sig eitthvað and- lega, samhliða öllum þessum veraldlega auði, sem á að falla okkur i skaut. Hví þá ekki að koma hér líka upp orkuverum til að nýta skipulega sjálfa lífsorku okkar, betri mann. Reglulegum stór- iðjuverum á þessu sviði eins og öðrum. Vissulega er þessi „iðn- rekstur" rekinn í stórum stíl, nú þegar, en væri ekki hægt að sameina betur öll þessi góðu öfl og þá mætti ná enn betri ár- angri, með því að stofna hér landssamband allra góðgerðar- líknar- og framfarafélaga. Sjálf- sagt hefur fleirum en mér dott- ið það í hug og komið því á framfæri, en þetta er ekki orðinn veruleiki ennþá og ætti því ekki að skaða, þó fleiri hefðu máls á því. Ég tek hér aðeins eitt einasta dæmi, SÍBS, máli mínu til stuðnings, hve miklu sá fé- lagsskapur hefur áorkað. Það er reginmunur á, hvað ein lítil deild úti á landi gæti gert, án smbands við hinar og hve mikið öll aðstaða breytist við að vera í sjálfu landssambandinu. Við eigum svo margt af góðu fólki, sem fórnar öllum sínum kröft- um og öllu lífsstarfi, í allskonar félagsskap, í þágu þess góða. Ég nefni hér aðeins örfá nöfn þessa fólks, í fljótheitum, en listinn gæti vist orðið býsna langur, ef allir ættu að teljast upp: Aðalbjörg Sigurðardóttir, Sess- elja í Sólheimum, Sigríður J. Magnússon, Arelíus Níelsson, Haukur, Brandur Jónsson, Pétur Þórður Benediktsson, Sigurður Sigurðsson, Grétar Fells, Öskar Clausen, Ásbjörn Ölafsson o. fl. o. fl. Stjórn „stóriðjunnar" væri vel skipuð þess háttar fulltrúum með fleirum og þangað ætti að vera hægt að koma með góðar hugmyndir, fyrir þá sem hefðu áhuga á því. Ég set hér nokkur orð, sem ég las nýlega, um frægan sænsk- an lækni: „Dr. Carlsson hefur meiri trú á því sem kemur í veg fyrir sjúkdóminn, en á einhverj- um enn óþekktum undralyfjum“, og síðar; „Auka þarf fræðslu og upplýsingastarfsemi.“ Þarna á Dr. Carlsson við áfengissjúkdóm- inn, en þetta á ekkert síður við alla aðra sjúkdóma, bæði and- lega og líkamlega. Því þyrfti nýja stjórnin að snúa sér fyrst að börnunum. (Og þar mundi Aðalbjörg áreiðanlega segja að hjálpin þyrfti að berast þó nokk- uð áður en þau fæðast.) Börn allt frá 10—11 ára aldri hafa mjög mikla athafnaþrá, en einmitt á þessum aldri vill oft illa fara, ef ekki er rétt á haldið. þá byrja mörg börn að verða lausari við heimilið, byrja að reykja, stunda sjoppuráp og alls- kyns óknytti og foreldrar og kennarar missa þá oft tökin á þeim. Aldurstakmarkið í bófa- félögum barna virðist vera á hraðri niðurleið. Svo miklu meira þyrfti að gera til að leið- beina þeim og vekja áhuga þeirra á bættri tómstundaiðju, áður en hugurinn beinist að ýmsu óæskilegu atferli. Ég álít að stofna ætti sem allra flesta tómstundaklúbba og sem allra fyrst, svo eitthvað væri fyrir alla. Öll þessi peningasöfnan barna undanfarið sýnir aðeins að þau þrá að gera eitthvað til gagns og góðs. Látum þennan og þennan skóla. taka að sér viss verkefni, sem biða óleyst. Segj- um t. d. að verða „verndarar" félagsskapar einhverra vand- ræða- eða olnbogabarna okkar, með því að safna því, sem vantar til heimili þeirra. Alltaf eru þessi heimili að rísa upp og allt vantar til þeirra og enn fleiri heimili eru aðeins loftkastalar ennþá. Verkefnin eru óþrjótaidi og ég vil segja bæði innanlands og utan, — (hvað sem allir læknar segja,) landamæri fyrir- finnast ekki í svona sökum. Og ætli við yrðum nokkuð lengi að þiggja hjálp erlendis frá, ef hér geisuðu einhverjar landplágur? En nú vona ég að enginn skilji órð niín svo að ég vilji hér ein- hverja Hitlers- eða Mao-æsku. Enginn þarf að misskilja þetta, nema sá sem endilega vill það. Auðvitað á að láta börn sem mest í friði og lofa þeim sem bugast að vera börn. En þó ég nefni hér börn á barnaskólaaldri, er það aðeins byrjunin. Ég held ekki að væri neitt úr vegi að hafa hér nokkra þegnskylduvinnu unglinga, nóg væri víst að gera, við sjó- mennsku, vegavinnu eða svo eitthvað sé nefnt. Undanþegnir gætu þeir verið, sem stunda nám sitt vel. Hina gæti þá kannske farið að langa til að læra lika, sem ekki nenna því, ef þeir mega það. Svo eru stórir hópar fólks al- veg eins og börn að því leyti, að það vantar frístundaverkefni við sitt hæfi, en veit það oft ekki einu sinni sjálft. Ég kynntist einu sinni lítilega konu, sem er einn athafnasamasti meðlimur í stórum góðgerðarklúbb í Reykja- vík. Hún var þá um fimmtugt. Talið barst að tómstundagamni hennar, sem hún kvað eingöngu vera orðið þennan klúbb. Hún væri búin að vera í honum í 10 ár. Sagðist hafa gengið í hann út úr leiðindum. Var orðin leið á sjálfri sér, stundaði alltaf bíó og leikhús og var orðin leið á öllu saman. Þá var það, að ein kunningjakona hennar benti henni á þetta ráð við leiðindun- Margir láta sig líka engu skipta umhverfi sitt, utan sitt eigið heimili og fjölskyldu, nema þá helzt til að setja út á, bæði það sem aðrir gera og gera ekki. Það tekur engan þátt í neins- konar félagsstarfi og hugkvæm- ist ekki, að það gæti sjálft gert eitthvað líka, hvert á sínu sviðL Allt of mikið er til af svona nátttröllum, sem þyrftu að kom- ast á kreik, en fara það bara ekki af sjálfsdáðum. Líka rísa hér upp fögur hús og bygging- ar, en heilbrigður þroski sumra íbúanna virðist því miður oft þróast í öfugu hlutfalli við íbúð- ina. Væri líka ekki ráð að fara að stofna hér bílaklúbba fyrir unga bilþjófa. Mætti ekki nota eitthvað af eyðisöndunum hérna fyrir kappakstursbrautir og gefa þessum drengjum eitthvað af bil unum, sem standa óhreyfðir ár eftir ár í bílasölukirkjugörðun- um. Það þarf engan að furða þótt unglingar séu með bíla- dellu hér fyrst allir landsmenn eru undantekningarlítið með hana. Ég held að einhverjir pabbarnir mundu gefa gömlu bílana sína í þetta, ef þeir mættu svo sofa rólegir, en ættu ekki á hættu að þeim nýja yrði stolið. Yfirleitt má segja um alla góðgerðar- og líknarstarfsemi, að hún mætir velvilja og skiln- ingi og að starfsemin hjá þess- um félögum eykst og margfald- ast ár frá ári. En einn félags- skapur finnst mér þó á margan hátt undanskilinn reglunni og oft tvísýnt um árangurinn, en það er bindindishreyfingin. Margir hafa beinlínis horn í síðu hennar og á margan hátt er hún einskonar hornreka hjá okkur, miðað við önnur menningarfé- lög. En hvernig væri að reyna alveg nýjar aðíerðir á þeim vett- vangi. Hvernig væri að fá líka hinn stóra hóp fólks, sem drekk- ur og drykkjusjúklinga til að vinna bindindishreyfingunni gagn og það einnig með stórum fjárframlögum. Þetta virðist ekki vera neinn smáhópur (miðað við fólksfjölda!) og ekki hafa yfir svo litlum fjármunum að ráða ef dæma má eftir öllum þeim millj- ónum króna, sem fara til áfeng- iskaupa hjá þessari litlu þjóð. Bindindlshreyfingin þarf að vera miklu sterkari og víðtækari en hún er. Og það þarf að verða ákjósanlegt að vera bindindis- maður hér. Að þessu má vinna á margvíslegri hátt en gert hefur verið hingað til. T. d. yrði miklu harðara tekið á ölvun við akst- ur og hverskonar afbrotum af völdum áfengis. Bindindismenn látnir sitja fyrir námsstyrkjum og þeim aðeins veittar eftirsótt- ar stöður o. fl. o. fl. En svo kem ég að nýju aðferðinni. Svo róttæk lög þessu viðvíkjandi gengju ekki í gildi fyrr en eftir tiltekinn árafjölda. Þá gætu fleiri en nú er, orðið sammála um áfengisvandamálið og um leiðir til úrbóta. Því eitt er að vera drykkjumaður sjálfur eða á móti vínbanni og annað að láta sér á sama standa um hvort börn okk- ar verði líka Bakkusi að bráð. Að mínum dómi vinnst ekkert við það að reyna að koma á ein- hverju öl- og vínbanni gagnvart þessari sár-þorstlátu kynslóð, heldur vera vel á verði gagn- vart þeirri næstu og helzt búa svo vel að henni að hana langi helzt aldrei í áfangi, er. ekki með boðum og bönnum. Á þennan hátt yrði reynt að koma í veg fyrir sjúkdóminn. Ég álít, að ef ætti að fram- fylgja vínbanni hér, sem ég tel mjög hæpið, muni fólk alltaf hafa ráð með að útvega sér þá annað í staðinn, sem minna fer fyrir — og væri það sizt betra. Þetta „stóriðjumál“ þarf ekki margra mánaða eða ára undir- búnings við, í ráðum og nefnd- um. Aðalatriðið er að hefjast strax handa á einhverju. Þetta er nokkuð sem ekki verður skipulagt á stuttum tíma og auð- vitað aldrei að fullu, því alltaf koma til ný vandamál og ný verkefni. Stjórnin þyrfti að taka í þjón- ustu sína alla krafta sem bjóð- ast. Þingmenn, vísinda- og tæknimenn, æskulýðsfulltrúa, sál- og uppeldisfræðinga, mann- fræðinga og síðast en ekki sízt fj ármálasnillinga. Mörgum mun án efa finnast þetta loftkenndar og nýstáurlegar hugmyndir. En við lifum líka svo sannarlega á spánnýjum tím- um, og á þessum tímum koma líka til spánný vandamál. Margrét Hansen, Öxnalæk um. Skrifstofustörf Opinber stofnun í Reykjavík óskar eftir að ráða ýmsa starfsmenn til skrifstofu- starfa. Margir launaflokkar koma til greina, ailt eftir menntun og hæfni. Enn- fremur vill stofnunin ráða til sín lögfræð- ing eða viðskiptafræðing. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 15. þ.m., merktar: „Opinber stofnun 906.“ Framboðslistar við alþingiskosningamar í Reykjavík, sem fram eiga að fara sunnudaginn 11. júní 1967, skulu afhentir í skrifstofu yf- irborgarfógeta, Skólavörðustíg 12, eigi síðar en miðvikudaginn 10. maí 1967. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík, 5. maí 1967. Kristján Kristjánsson, Sveinbjörn Dagfinnsson, Páll Líndal, Eyjólfur Jónsson, Jónas Jósteinsson. StarfssfúlStnaíélagið Sókn tilkynnir félagskonum að umsóknum um dvöl í Orlofsheimilinu að Ölfusborgum eru veitt móttaka á skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu alla virka daga kl. 4—6 síðdegis. Sími 14638. STJÓRNIN. Bifreiðkaupendur Úrvalið af notuðu bílunum er hjá okkur. Góð kjör — Bílaskipti. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. Keramik blómavasar Nýkomið stórkostlegt úrval af blómavös- um stórum og smáum. Úrvalið af pottaplöntum hefir aldrei ver- ið meira en nú, blómstrandi og grænar. Afskorin blóm. Blómaskreytingar við öll tækifæri. Einungis unnar af fagfólki. Blómaáburður. Blómamold. Olómaverzlun IVIichelsen Suðurlandsbraut 10, Reykjavík. Sími 31099. Blómaská'i IVSichelsen Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.