Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAl 1967. Þráinn Bertelsson KVIKMYNDAÞÁTTUR L >AÐ ER hverjum manni Ijóst, hversu erfitt er að fjalla um óáþreifanlegt efni, kerfisbinda það og raða þvi skipulega niður, og sennilega er það óðs mann æði að ætla sér að taka eina list- grein og skipa henni í flokka, ekki sízt, þegar naumast verður með orðum sagt í hverju dul- magn listarinnar yfirleitt er fólgið. Þó er jafnvel ennþá fjar- stæðukenndara að hyggjast spá nokkru með vissu fyrir um fram- gang og þróun á einhverju ein- stöku sviði innan hinna sjö greina listarinnar. í heimi fjármála skiptast á skin og skúrir, og slungnir fjár- málaspekúlantar sjá stundum fyrir, hvað vofir yfir, og hegða sér í samræmi við það. Kvik- myndalist er sú Iistgrein, sem er hvað háðust efnahagssveiflum og markaðshorfum, því að hún er að nokkru Ieyti á valdi peninga- manna og duttlungafullra banka- stjóra, sem af skiljanlegum ástæðum hafa meiri hug á því að ávaxta fé sitt fljótt og vel heldur en ausa fjármunum yfir lítt veraldlega þenkjandi draum- óramenn, sem vilja skapa nýstár- leg listaverk án minnsta tillits til smekks almennings. í>ótt listamenn séu ef til vill óút- reiknanlegir, sem samt ekki með öllu útilokað að skyggnast inn £ hugi fjáraflamanna og með hlið- sjón af því er hægt að spá í stórum dráttum um væntanlega stefnu og framtíð kvikmynda- listarinnar, sem nauðug viljug kúrir undir væng þeirra. Listinni er markaður bás. Mál- verkið hvílir þögult innan ramma síns. Bókmenntir tjá að- eins það, sem verður með orð- um sagt. Ljóðlist er þröngur stakkur skorinn og aðrar list- greinar eiga sér takmörk. Þessi takmörk eru listamanninum að- hald og ögun, hann berst og vinnur að þv, að ná valdi yfir forminu og efríínu. Hann leitast við að tjá hugsanir sínar, skynj- anir eða tilfinningar innan tak- marka þeirrar listgreinar, sem hann hefur valið sér. Kann reyn- ir að kynna sér til hlítar sitt sér- svið og gemýta alla kosti þess, því að sá maður, sem etritar við að laga umhverfi sitt eftir sjálf- um sér, lemur höfðinu við stein, þótt eigi sé þar með sagt, að menn geti ekki gefið umhverfi sínu sinn persónulega blæ. —- Þannig er fjármagn ein hlið þeirrar girðingar, er markar svið kvikmyndarlistarinnar. Listmálara er ekki lifsnauðisyn að selja nema brot málverka sinna, það er kleift og það þekk- ist, að rithöfundar, leikarar, skáld og hljómlistarmenn vinni önnur störf til að geta sinnt list sinrii í tómstundum, en enginn maður er svo hátt launaður, að hann hafi efni á að gera kvik- myndalistaverk utan starfstíma síns. Filmur, vélar, útbúnaður og handverksmenn útheimta reiðufé, greiða verður rekstrar- kostnað kvikmyndavera og kvik- myndahúsa, forstjórum og fram- leiðendum nægir ekki ein nautn þess að hafa átt þátt í sköpun listaverks. Þessvegna verður kvikmynd vart gerð án tillits til fjármála- hliðar og viðhorfa almennings, og þessvegna er kannski hægt að skyggnast lítið eitt fram á veg- inn og segja fyrir um í hvaða áttir líklégast er, að þróun kvik- mynda beiniet á komandi ára- tug. 1L Til eru bækur af hinum ólík- legustu tegundum; skáldsögur, glæpasögur, ævisögur, barna- bækur, kéllingabækur, táninga- bækur, ferðasögur, ljóðabækur, fornrit, klámbækur, gamansög- ur, draugasögur, stríðssögur og svo framvegis, og hið sama er að segja um kvikmyndir, þær eru til af jafnmörgu tagi og jafn- ólíkar að gæðum, og fróðlegt væri að reyna að flokka þær niður í stórum dráttum: 1. flokkur: Skemmtilegar „arty" myndir. Með þessu er átt við myndir höfunda, sem setja listrænar kröfur ofar gróðasjónarmiðinu, en gera engu að síður myndir, sem venjulegur kvikmyndahússgestur getur haft ánægju af án þess að lesa fræði- ritgerðir um verk þeirra og ein- beita sér að þvi að ráða torráðin tákn og leita eftir duldum boð- skap. Sem dæmi um kvikmynda- stjóra, sem einkum gera myndir af þessum flokki, nægir að nefna Bunuel, Kurosawa, Renoir og jafnvel þá Truffaut og Godard. 2. flokkur; Leiðinlegar „arty“ myndir. Hér er um að ræða myndir, sem af eðlilegum ástæð- Innheimtustarf - Karl eða kona óskast nú þegar til að innheimta reikninga. Tilskilið er að um- sækjandi hafi innheimtu sem aðalstarf. Umsóknir sendist í pósthólf 529, merkt: „Innheimtustörf.“ Vor og sumartízkan 1967 Sumardragtir, Sumarkápur, Heilsárskápur, Teryleneregnkápur Kvöldkjólar úr alsilki og Diolen. Síðdegiskjólar úr crimplene, spin- lene og terylene. Alundco jerseykjólar, heilir, tvískipt- ir, þrískiptir. Einnig hentugir vinnukjólar úr léttum ullarefnum. Úrvalið aldrei meira — Verðið hag- stætt. Tízkuverzlunin CjLth uorun Rauðarárstíg 1. Sími 15077. Munið Bílastæðið við búðina. um fara fyrir ofan garð og neð- an hjá öllum almenningL í>ær eru langdregnar, atburðasnauðar og flóknar eins og verðlauna- krossgátur. Myndin „Fyrir ári í Marienbad“ er nærtækt dæmi um þennan flokk, en hana gerði Frakkinn Alain Resnais. Einnig má nefna „Þögnin" og „Persona“ eftir Bergman, en hann hefur nú í seinni tíð einkum gert myndir, þar sem hann teygir lopann í tvo tima án þess að komast að kjarna málsins, sem er raunar enginn. 3. flokkur: Góður Jistiðnaður. >essi flokkur er hvað yfirgrips- mestur. Honum tilheyra vandað- ar myndir, sem gerðar eru af hæfileika og kunnáttumönnum fyrir auðug kvikmyndafélög i gróðaskyni. Myndum í þessum flokki má skipta í marga undir flokka samkvæmt efni: a. Sakamálamyndir. Margir frábærir listamenn hafa spreytt sig á að gera myndir af þessari tegund, en þær njóta venjulega gífurlegra vinsælda, meðal höf- unda þeirra má nefna Orson Welles, Claude Chabrol, Georges Clouzot og sjálfan höfuðpaurinn Alfred Hitchcock, að ógleymdum John Huston, sem árið 1941 gerði „The Maltese Falcon", sem er ein frægasta sakamálamynd, er gerð hefur verið. b. Kúrekamyndir. Allt frá fyrstu dögum kvikmyndanna hefur „Villta vestrið“ notið mik- illa vinsælda, en það hefur haft i för með sér, að myndir, sem um það fjalla, eru gjarna hver annari likar. Einstöku mönnum hefur þó tekizt að lyfta þeim upp á hærra svið en algengast er. Helztir þeirra eru John Ford (Stagecoach ’39 og The Man Who Shot Liberty Valance ’61), George Stevens (Shane ’53), Henry Hathaway (Nevada Smith ’64) og Sam Peckinpah (Major Dundee ’64). c. Stríðsmyndir. Styrjaldir. Styrjaldir og það, sem þeim fylg- ir hefur löngum verið vinsælt srrkisefni. „Tíðindalaust á Vest- urvígstöðunum” er að líkindum einna frægust mynda um það efni og sömuleiðis mynd Jo>hn Fords, „They Were Expendable“. Á síðari tímum hafa vakið mikla athygli myndir þeirra Andrzej Wajda, Otto Preminger, Carl Foreman o. fl. d. Gamanmyndir. Með komu talmyndanna um 1930 má segja, að gullaldarskeið skopleikaranna hafi liðið undir lok. í stað hinna sýnilegu skopbragða (visual gags) komu orðaleikir og brand- arar (verbal gags). Nú á sjöunda tug aldarinnar virðist fáum mönnum það gefið, að gera skop- mynd, boðlega fólki, sem er læst og skrifandi. Jafnvel sjálfur meistarinn, Charles Chaplin, verður að sætta sig við, að gaml- ir aðdáendur umberi nýjasta framlag hans aðeíns vegna alls gamals og góðs. Þó eru til nú á dögum fáeinir menn, sem gera allgóðar gamanmyndir t. d. Billy Wilder, sem gerði „Einn, tveir, þrír ...“ og Blake Edwards, sem stjórnaði „Bleiki pardusinn“ og skot í myrkri". f sérflokki er þó franski leikstjórinn og leik- arinn Jacques Tati, sem er 1 miklu ríkara mæli skyldur gömlu skopmyndameisturunum en hinir tveir framangreindu. Ef til vill má einnig binda nokkrar vonir við hina frægu Bítla, sem kannski geta orðið Marx-bræður kvikmyndanna á komandi tím- um. e. Söngleikir. „Oklahoma", South Pacific", Stop the World" og fleiri söngleikir í svipuðum dúr hafa löngum notið mikillar lýðhylli, en einsdæmi mun þó vera aðsóknin að hinum nýjasta þeirra, „Sound of Music", sem er stjómað af Robert Wise þeim, sem gerði „West Side Story", en með aðalhlutverkið fer Jurie Andrews. í brezkum blöðum birtast annað veifið viðtöl við kéllingar, sem hafa unnið sér til ágætis að sjá kvikmyndina „Sound of Musik" 40, 60 eða 80 sinnum. f. Myndir eftir skáldsögum eða leikritum. Rithöfundar, sem slá í gegn í hinum enskumælandi heimi, þurfa ekki að lepja dauð- ann úr skel. Þeir fá höfðinglegar greiðslur fyrir útgáfuréttinn, en síðan margfaldast upphæðin, þegar inn fara að streyma greiðslur fyrir kvikmyndarétt- inn, rétt til að gera sjónvarps- þætti eftir bókinni, rétt til að kenna ýmsar vörur, allt frá tyggigúmmíi til undirfata, við söguhetjurnar. Dr. Zhivago eftir Pasternak er nærtækt dæmi um þetta, en um þá skáldsögu gerði David Lean nýlega dýra og íburðarmikla mynd. Einnig er algengt, að fræg leikrit séu kvik- mynduð. Nú síðast hefur vakið gífurlega athygli kvikmyndin „Hver er 'hræddur við Virginíu Woolf?" eftir samnefndu leikriti Edward Albees, en þar fara með aðalhlutverk hjónakornin frægu Elizabeth Taylor og Richard Burton, og fyrir skömmu var til- kynnt, að Tayior hefði hiotið hin eftirsóttu Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Burton og Taylor hafa einnig lokið við að leika i annari kvikmynd, sem gerð er eftir leikriti Shakespeares „Að temja skass", en henni stjórnar Framco Zeffirelli, og hafa gagn- rýnendur keppzt við að hæla honum. En annarrar tegundar er kvikmynd Ieikritsins Marat/Sade sem Peter Brook stjórnar, því að þar er leiksýningin á sviðinu að- eins tekin upp á myndsegulband, ef svo má segja, en ekki eru nýttir þeir möguleikar, sem kvikmyndir hafa fram yfir leik- hús. Þessari aðferð fá fslending- ar að kynnast áður en langt um líður, þvi að sjónvarpið hefur tekið upp einþáttunginn „Jón gamli" eftir Matthías Jóhann- esisen, og þá mun glögglegra koma í Ijós munurinö á leikriti og kvikmynd. Því ber vissulega að fagna, að hér á landi hefur skapazt aðstaða til að geyma á myndsegulböndum eftirminni- legar leiksýningar. g. Sögulegar myndir. Með til— komu sjónvarps gerbreyttist af- staða manna til kvikmynda. Nú var ekki lengur ástæða til þes« fyrir fólk, að kaupa sig inn 1 Hjólsagir frá V-Þýzkalandi nú fyrirliggjandi. Hagstætt verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.