Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAI 19OT.
HEIMSOKN I SILDARVERK-
SMIÐJUNA Í ÞORLÁKSHÖFN
NÚ ER mikið talað um stór-
iðju á íslandi, og er þá einkum
átt við virkjunina við Búrfell
og væntanlega álverksmiðju,
»em rísa mun i nágrenni Hafn-
arfjarðar. Almennt mun talið
að stóriðja hafi aldrei verið til
hér á landi, þótt sumir vilji
fella áburðar- og sements-verk
smiðjurnar undir það heitL
En er það nú vísst að ekki hafi
verið til stóriðja áður og sé
raunar enn? Jú, það hefur ver
ið og er til stóriðja á fslandi,
og hefur verið um margra ára
skeið.
Á árunum eftir 1930, þegar
síldin veiddist fyrir Norður-
landi og síldarverksmiðjur
voru byggðar á Siglufirði og
víðar, þá var rekin stóriðja
hér og hefur svo verið síðan.
Og eitt sinn mun hafa verið
hægt að telja Siglufjörð einn
stærsta síldariðnaðarbæ i
heimi.
Það mun hafa verið nálægt
síðustu aldamótum að síld fór
að veiðast hér við land, eða
menn fóru að veiða hana, því
á miðunum hefur hún eflaust
verið frá alda öðli. Norðmenn
reistu hér fyrstu síldarbræðsl-
una að ég held á Siglufirði
1911. Ári seinna var byggð
þýzk verksmiðja á Sólbakka og
fyrsta íslenzka bræðslan verð-
ur til 1923 á Hesteyri, en þá
breytti Kveldúlfur h/f hval-
veiðistöðinni þar i síldar-
bræðslu. Á þessum fyrstu ár-
um síldarvinnslunnar voru
verksmiðjurnar yfirleitt í eigu
erlendra manna, einkum Norð-
manna og Þjóðverja. Seinna
urðu þær svo eign íslendinga,
einstaklinga eða félaga, en
193-0 hefst rekstur síldarverk-
smiðja ríkisins og eru rfkis-
verksmiðjurnar nú margar og
víða um land.
1 þessu sambandi er vert að
minnast þess að stóriðja hér á
landi er í upphafi byggð fyrir
erlent fé og af erlendum mönn
um, en verður síðar eign inn-
lendra manna. Ekki virðist
neinn fslen-dingur hafa óttast
þetta erlenda fjármagn á þess-
um árum, heldur miklu fremur
fagnað þessum aðgerðum enda
var þá mikill framfarahugur í
þjóðinni. Reynslan hefur sýnt
að þessi „erlenda íhlutun“
varð þjóðinni til mikillar hag-
sældar, og í dag er ekki ann-
ars að vænta en stóriðja byggð
fyrir erlent fé og rekin a.m.k.
fyrst af erlendum aðilum, verði
þjóðinni einnig til hagsældar.
Verksmiðjan í Þorlákshöfn.
Ég veit ekki hvað síldarverk-
smiðjurnar á Íslandi eru marg-
ar í dag, en síðustu árin hafa
verið byggðar ein eða fleiri
verksmiðjur á hverju ári svo að
segja um allt land. Ein nýjasta
verksmiðjan tók til starfa I
Þorlákshöfn á sL vori og er
hún eign Mjölnis h/f. Mér datt
i hug að líta þar inn og sjá
hvað þar væri ab gerast. Verk-
smiðjan er til húsa í stóru ný-
byggðu strengjasteypuhúsi,
sem stendur svo að segja í flæð
armálinu. Mikil gufa gýs upp
úr tveim stórum og miklum
reykháfum, og ég verð að segja
að lyktin er ekki sem bezt, en
þetta er sama lyktin og ég fann
í gamla daga á Siglufirði, þeg-
ar ég var stráklingur. Ég man
hvað allt fullorðna fólkið var
ánægt, þegar fór að rjúka úr
verksmiðjunum og lyktin að
berast um bæinn. Það var eins
og lifnaði yfir öllum. Þetta
kölluðu þeir „peningalykt‘“ og
síðan hefur mér alltaf fundizt
einhver hagsæld og velgengni
fylgja þessari lykt.
í lítilli og velbúinni rann-
sóknarstofu hitti ég verk-
smiðjustjórann, Örn Sigurðs-
Sigurður Guðmundsson
son. Hann er þar að ræða við
verkstjórana, Vilmund Þor-
stéinsson og Pál Þorláksson.
Örn er gamalreyndur verk-
smiðjumaður. Eftir að hafa ver
ið vélstjóri á skipum Eim-
skipafélagsins og S.Í.S. um
margra ára skeið, gerðist hann
yfirvélstjóri við sildarverk-
smiðju ríkisins á Raufarhöfn og
starfaði þar í nokkur ár, en
réðst svo hingað verksmiðju-
stjóri, þegar þessi verksmiðja
tók til starfa. Það er nú svo
með verksmiðjustarfið, að yfir-
leitt eru það aðeins örfáir
menn, sem starfa í verksmiðj-
unum allt árið. Nýir menn
koma í byrjun hverrar
vertíðar, og oft er mikill hluti
þeirra skólamenn, sem vinna
yfir sumarið. en setjast svo á
skólabekk að haustinu. Það eru
því eflaust margir, sem þekkja
Örn og hafa unnið undir hans
stjórn. En þó munu hinir miklu
fleiri, sem munu eftir honum á
Melavellinum í Reykjavík fyr-
ir svo sem 10-15 árum og þá
sem einum slyngasta knatt-
spyrnumanni Vals.
Örn segir mér að verksmiðj-
an starfi að einhverju leyti á
öllum árstímum. Eftir áramót-
in er það loðnan, og nú er ein-
mitt verið að vinna það síðasta
af henni, svo eru það beinin
frá fiskvinnslustöðvunum hér.
Eftir miðjan maí má búast við
Suðurlands-síldinni, nú og þeg-
ar fram á sumarið kemur,
koma bátarnir að austan með
síld og getur það staðið fram að
áramótum og jafnvel lengur.
Sem dæmi má nefna að 8. jan.
sl. barst nokkurt magn hingað
af síld að austan. Örn segir enn
fremur að það séu ekki margir
fastir menn, hinir koma hingað
og þangað að. Raunar eru all-
flestir þeir fullorðnu hér í Þor-
lákshöfn aðfluttir frá hinum
ýmsu stöðum á landinu, því hér
var aðeins eitt bændabýli fyrir
svo sem 15 árum.
Vilmundur aðalverkstjórinn
er t.d. frá Þórshöfn og þar vann
hann í síldarverksmiðju, gerð-
ist seinna leigubílstjóri 1
Reykjavík, en er nú búsettur
hér.
Frá þrónum berst síldin með
sniglum inn í verksmiðjuna
og lendir fyrst í stórum gufu-
sjóðara, en þar er hún soðin
við 80-100° hita. Frá sjóðaran-
um fer svo þetta soðna mauk i
pressu og þar skilst efnið að
þannig að fasta efnið fer með
sniglum til þurrkaranna, en
vökvinn að skilvindunum.
í þýzka hernum.
Pressunni stjórnar Friðrik
Pétursson búsettur á Eyrar-
bakka. Ég kemst fljótt að því,
er ég ræði við hann, að hann
kann frá mörgu að segja, og
verður það ekki rakið hér að
þessu sinni, en ef til vill síðar.
Friðrik kom til íslands fyrir
15-16 árum og hét þá öðru
nafni, en nú er hann íslenzkur
rikisborgari og þá varð hann
að skipta um nafn. Annars er
hann fæddur 1 Þýzkalandi aust
arlega og var á sínum tíma kall
aður í her Hitlers, þá ungur
maður. Hann var einn af þeim,
sem hersátu París, en var
seinna sendur til að berjast
við Rússa, og hann segir að
það hafi nú ekki verið eins gam
an og spóka sig í sólinni í höfuð
borg Frakklands.
Hann var einn í þeim hópi er
næstum því komst til Stalin-
grad og þar særðist hann illa á
vinstri handlegg og varð að
leggjast í sjúkrahús. Hann var
enn fatlaður maður er stríðinu
lauk og þá á heimaslóðum í
austurhluta Þýzkalands. Hann
segist ekki hafa verið búinn að
Friðrik Pétursison
gera sér ljósa grein fyrir
ástandinu eða skiptingu lands-
ins á þessum tíma. Hann ásamt
öðrum ungum manni tók sig
því til og stofnuðu viðgerðar-
stöð fyrir bíla og landbúnaðar-
vélar, en áður en hann var tek-
inn í herinn hafði hann lokið
vélfræðinámi. Nú gekk allt vel
fyrst í stað, en Adam var ekki
lengi í Paradís. Dag nokkurn
komu einhverjir ráðamenn og
sögðu þeim félögum, að þeir
gætu að vísu unnið áfram á
þessu verkstæði, en þeir ættu
það ekki lengur, heldur ætti
ríkið það og þeir fengu það
’kaup, sem þeim hæfði. Þeim fé
lögum leizt ekki á þessa ný-
breytni, en þögðu þó um sinra.
Skömmu síðar héldu þeir til
strandar, komust yfir gúmbát
og í svarta náttmyrkri réru
þeir á sjó fram og ætluðu að
komast ti’l Vestur-Þýzkalands.
En þeir félagar voru óheppnir.
Um nóttina versnaði veðrið og
þá hrakti til Danmerkur. Þeir
voru mjög illa haldnir, er þeir
komust þar á land og hittú fyr-
ir gamlan prest, er hjálpaði
þeim til Vestur-Þýzkalands.
Þaðan lá svo leiðin til íslands.
„En hér er gott að vera, og það
er fyrst hér á landi, sem end-
anlega var gert við höndina á
mér,“ segir Friðrik að lokum.
Vökvinn, sem pressast hefur
frá fastaefninu í pressunni, fer
eftir rörum að skilvindunum.
Þessi vökvi er að mestu leyti
vatn, en þó er einnig í honum
verðmætt efni, lýsið, og skil-
vidurnar hafa það hlutverk að
ná því frá vatninu, og síðan er
því dælt út í tank til geymslu
unz því er dælt um borð í tank
skip til útfluttnings.
Bílstjórinn og skilvindumaður-
inn.
Skilvindumaðurinn, eins og
hann er kallaður, vinnur mik-
ið ábyrgðarstarf því lýsið þarf
að vera hreint. Það er því skil-
ið, fyrst vatnið og mesti sorinn
frá, en síðan fer það, sem þá er
eftir og virðist í fljótu bragði
vera hreint, í gegnum skilvindu
og er þá full skilið. Skilvindu-
maðurinn hér er Garðar Þor-
Sendisveinn
óskast allan daginn. Þyrfti að hafa skellinöðru.
DENTALIA H.F., Laugavegi 178.
VESTURBÆR VESTURBÆR
Til sölu íbúðir
í nýlegu steinhúsi á bezta stað í Vesturbænum.
1 hæð: 151 fermeter, 6 herbergi og eldhús, bílskúrs-
réttur fylgir.
Jarðhæð: 100 fermetrar, 4 herbergi og eldhús (ör-
lítið niðurgrafin) báðar íbúðirnar hafa sérhitaveitu
og sérinngang, gata, gangstéttir og lóð fullfrágengin.
Upplýsingar í síma 13033 og 23834 kl. 7—9 næstu
kvöld.
Verkstjórarnir Páll Þorláksso n og Vilmundur Þorsteinsson og
Örn Sigurðsson.
Vigtarmennirnir Ellert Sölvason, Garðar Karlsson og Ilall-
björn Kristinsson.