Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. Ingmar Bergman og Persona Gautaborg: AUGLÝSINGAR íslenzku dag- blaðanna gefa til kynna að hin nýja kvikmynd Ingmars Berg- mans Fersona hafi verið tekin til sýningar á Islandi. Ég sé einnig að kvikmyndagagnrýn- andi Morgunblaðsins ritar um myndina 17. marz síðastliðinn, — en því miður af miklu gá- leysi og furðu litlum skilningi. Raunar fjallar greinin meira um einhvers konar allsherjarafstöðu til þess máls hvort kvikmyndir eigi yfirleitt að birta opinskáar ástarlífslýsingar en um kvik- mynd Ingmar Bergmans. En því efni myndarinnar nyti sín betur nefni ég þessa grein að höfund- tir getur þess að sér þyki sem í skáldsögu en á kvikmynda- tjaldú Gríma mannsins. Svo vill til að sama dag sem hin nýja kvikmynd Bergmanns var frumsýnd hér í Svíþjóð í haust, kom efni hennar einnig fyrir almenningssjónar í bókar- formi (ef til of mikils ætlazt að þeir menn sem hafa atvinnu af því að skrifa um kvikmyndir í dagblöð þekki til slíkra hluta?). Bók Ingmar Bergmans (Persona, P. A. Norstedt & Söners förlag, skr. 19:—) er ekki aðeins óvenju- leg að formi, heldur einnig mjög sérstætt lestrarefni. Þetta er lít- il bók, aðeins 95 blaðsíður að stærð, og hefur ekki að geyma kvikmyndahandrit, að minnsta kosti ekki í venjulegum skiln- ingi, heldur einhvers konar hug- nýtir verkefni sitt til fulls í kvikmyndinni. Með orðum Berg- sýn skáldsins, áður en hann mans sjálfs: Vad jag har skri- vit tycks mig narmast likna en melodistamma, som jag tror, att jag med mina medarbetaris hjálp ska instrumentera under inspel- ningens g&ng. Vitaskuld er fróð- legt að bera saman texta bókar- innar og kvikmyndina, en bókina má engu að síður lesa sem sjálf- stætt listaverk. Orðið persóna er komið úr lat- ínu og merkir upphaflega gríma. í verki Bergmans fær orðið tvö- falda merkingu: gríman sem maðurinn ber fyrir sér og það sem að baki henni býr. Verkið fjallar í stuttu máli um persónu- skipti, hvernig einn pærsónuleiki dregur til sín annan og gerbreyt- ir honum. Þögnin. Leikkonan Elisabet Vogler þagnaði skyndilega á miðri leik- sýningu og fæst ekki til að mæla eitt orð upp frá því. Að öðru leyti virðist hún fullkom- lega heilbrigð. Ung hjúkrunar- kona að nafni Alma er fengin til að hjúkra henni. Hin unga hjúkrunarkona vantreystir sér að annast leikkonuna, en lækn- irinn telur henni hughvarf. Er líður á sumar, flytja þær til sumarbústaðar læknisins út við strönd fyrir opnu hafi, leikkon- unni virðist líða betur, og hjúkr- unarkonan sendir lækninum ýt- arlegar skýrslur um ástand sjúklingsins. En jafnframt þessu verður breyting á. Milli kvenn- anna tveggja skapast spenna, einhvers konar hljóð átök. Leik- konan bregzt trúnaði hjúkrunar- konunnar, sem hefur sagt henni frá eins konar kynferðisorgíu er hún hefur tekið þátt í, og maður leikkonunnar blandar þeim sam- an. Alma lætur það viðgangast. Og smám saman tekur hinn þögli persónuleiki leikkonunar að orka á hjúkrunarkonuna. Alma mætir þögninni í fýrstu með löngum orðræðum, en síð- an fer hún að missa tök á orð- um sínurn, þau eru ekki lengur „ekta“, henni finnst hún verða tilgerðarleg, kemst í mótsögn við sjálfa sig. Þegar eiginmaður leikkonunnar tekur hana fyrir konu sína, eru hamskiptin full- komnuð. En það sem gefur verki Bergmans fyrst og fremst dýpt og gildi er ekki aðeins umbreyt- ing ölmu. Leikkonan þagnar að því er virðist af því að hlutverk hennar valda henni viðbjóði, henni finnst þau hálfsönn eða blátt áfram ómerkileg. Hún vel- ur þögnina sem afdrep, svið raunverulegrar tilveru; snýr baki við leiknum. En Alma flýr frá veruleikanum til leiksins af því að hún heldur að með því móti verði hún sannari og raun- verulegri. Árangurinn er hjá báð- um hinn sami. Þær verða báðar sama persóna, sama gríma. Það táknar ekki að Alma verði frú Bibi Anderson, Liv Ullmann og töku myndarinnar Persona. Vogler, því að hún hefur einnig breytzt. Og þessum hamskiptum er lýst sem einhverju sem er fyrirfram ákveðið og óumflýjanlegt, eins og dulið afl knýji fram atburða- rásina. Bf til vill má segja að galdur endurtekninganna hægt og sígandi taki sér bólfestu í hugum persónanna og breyti þeim. Snýr baki við leikhúsinu. Ingimar Bergmann er um þessar mundir gestur þjóðleik- hússins norska og setur þar á svið Sex verur leita höfundar eftir Pirandello, en snýr að því búnu baki við leikhúsinu um óákveðinn tíma. Nýlega hafa birzt við hann tvö viðtöl,annað í sænska sjónvarpinu, hitt í Dag- ens Nyheter. í þessum viðtölum ræðst Ingimar Bergmann harka- lega á gagnrýnendur og yfir- stjórn menningarmála í Svíþjóð. Hann segir meðal annars að vera sín á stjórnarstóli þjóðleik- hússins í Stokkhólmi hafi verið algerlega misheppnuð, því að hann hafi haft bundnar hendur vegna skammsýni menntamála- ráðuneytisins í fjármálum. Hann mun hafa barizt ákaflega fyrir lækkuðu verði á aðgöngumiðum og meira segja gengið svo larugt að stinga upp á ókeypis aðgangi. Hann bendir á að fólk geti feng- ið ókeypis bækur á bókasönfum og málverk lánuð heim fyrir lít- ið gjald, en lei'khúsferð sé ennþá dýr munaður. Telur hann að það muni tiltölulega litlu fyrir ríkið að gefa fólki kost á ókeyp- is leiksýninguim. Gagnrýnendur fá það einnig ó- Ingimar Bergmann við upp- þvegið. Ingimar Bergaman sakar þá fyrst og fremst um að gera sig of merkilega og taka sig of hátíðlega. Mér þótti býsna skemmtilegt að hann skyldi aug- lýsa eftir gagnrýni, sem væri blátt áfram lýsing og skýring á því sem gerðist á sviðinu, með öðrum orðum þjónusta við al- menning í stað þess að vera að sperrast við að móta leiklistina. Það sé ekki hlutverk gagnrýn- enda að boða nýjar stefnur í leik húslist, heldur aðeins að lýsa og skýra. Barnaleikhús. Ingimar Bergman telur mesta nauðsyn á því í sænsku leikhús- lífi að koma upp góðu leikhúsi fyrir börn. Menn hlæja að mér, segir hann. beaar éa held bví fram, að bezta sýningin á Drama- ten meðan ég var leikhússtjóri hafi verið Dýrin í Hálsaskógi. Hvorki leikarar né gagnrýnend- ur hafa nokkurn áhuga á barna- leikritum. En þar eru leikhús- gestir framtíðarinnar, og eina leiðin til að leysa aðsóknar- vandamál leikhúsanna er að kenna börnum á ungum aldri að meta leikhús, smita þau með leikhúsinu og gera það að hluta úr lífi þeirra. í viðtalinu í Dag- ens Nyheter segir hann blátt áfram, að ef hann fái til um- ráða 10 milljónir sænskra króna á ári, þá sé hann reiðubúinn til að hefjast handa strax á morg- un við að skipuleggja og koma á fót barnaleikhúsi, er gangist fyrir sýningum um gervallt land- ið. Það er eina leiðin til að koma fólki í skilning um, hvað leikhús er, segir hann. Kvikmynd um stríðfT. Er Ingimar Bergmann var spurður um, hvað hann hefði nú á prjónunum, er hann sneri baki við leikhúsinu, þá sagðist hann vera að velta fyrir sér kvik- mynd um stríðið, það er að segja um hið saklausa fól'k sem lendir milli stríðandi afla. Hann ber ekki á móti því að stríðið í Vietnam hafi vakið þessa hug- mynd, en neitar með öllu að taka nokkra pólitíska afstöðu í mynd sinni. Hún á ekki að fjalla um málstað stríðsaðila, heldur um örlög fólksins sem verður fyrir herjum beggja, ruglast í ríminu, veit ekki hver er vinur þess og hver óvinur, vill aðeins fá að lifa í friði, rækta akur sinn, elskast, lifa. Það er þetta fólk sem stríð- ið bitnar á, um hina er mér sama. Trésmiðjur Þeir, sem vilja og geta tekið að sér að framleiða í fjöldaframleiðslu ákveðinn hlut til húsagerðar eftir erlendu patenti, leggi nöfn sín ásamt uppl. um vélakost og húsnæðisstærð inn á afgr Mbl. merkt: „903.“ Jörð til sölu Til sölu er jörðin Öxnalækur í Ölfusi, næsti bær við Hveragerði. Veiðiréttur í Varmá. Einnig mjög góð skilyrði til fisk- eldis í Öxnalæk. 400 ferm. nýtt, vel byggt hænsnahús er á jörðinni, sem má nota til hvers sem er. íbúðarhúsið er timburhús, tvær íbúðir. Allar nánari upplýsingar gefa Jakob Hansen, Öxnalæk, sími um Hveragerði svo og lögmenn, Tryggvagötu 8, símar 11164 og 22801. Tilboð óskast í byggingu 20 íbúða fjölbýl- ishús fyrir ísafjarðarkaupstað. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu ísa- fjarðarbæjar og skrifstofu vorri gegn kr. 2.000.00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð laugardaginn 27. maí 1967 kl. 5 e.h. í skrifstofu bæjarstjórans á ísafirði. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI7 SÍNII 10140 Laxaseiði Klakstöð Rafmagnsveitunnar við Elliða- ár, hefir til sölu á þessu vori gönguseiði, stór, ársgömul seiði, kviðpokaseiði. Viðskiptamenn stöðvarinnar eru vinsam- lega beðnir að leggja inn pantanir sínar hið fyrsta. Rafmagnsveita Reykjavíkur. Njörður P. Njarðvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.