Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. 13 máttarvöld, er maðurinn ráð- villtur. Allar gerðir hans verða heimskulegar, fáránlegar og til- gangslausar." (Or ritgerð um Kafka, „Dans les Armes de la Ville“) Absúrdistaleikhúsið ristir að því leyti dýpra en t. d. heimilda- leikhúsið, að það fæst við upp- runa vandamála mannkynsins, en absúrdistaleikhúsið fæst við vandamálin eins og þau liggja fyrir á tilteknum tíma, með til- búna lausn á hverju þeirra. Ann- að leikhúsið fæst við að lækna sjúkdóminn, hitt við að þekkja sýklana og e. t. v. mynda þann- ig mótefni, svo að síður verði um sýkingu að ræða. Annað fæst við „metafísik", hitt við „etik“. Aðferð absúrdistanna við að fjalla um mannlífið á meta- físiskum grundvelli er að bregða upp fyrir áhorfendum ýktri og því nokkuð afskræmdri mynd af hálfgeggjuðum heimi, og sýna viðbrögð persóna við grundvall- arnáttúrum veraldarinnar, eins og þær speglast í vitund höf- undarins, og gefa áhorfendum þannig til kynna hina undarlegu stöðu mannsins f umhverfi sínu. Áður hafa menn fengizt við að stilla öðrum fyrir sjónir hlut- skipti mannskepnunnar á rökvís- an og skipulegan hátt, og þær til- raunir ver(ið teknar sem algild- ur sannleikur af mörgum. En absúrdistar reyna aðeins að sýna öðrum eigin hugmynd um mann- lífið á mjög persónulegan hátt, án nokkurrar tilhneigingar til alhæfingar. Helztu fulltrúar þeirrar bók- menntastefnu, sem áhrifaríkust hefur orðið í óbundnu máli á þessari öld og nefnist „existen- zíalismi“, Jean Paul Sartre og Albert Camu~ hafa m. a. í leik- ritum fengizt við svipaðar lýs- ingar og absúrdistarnir. Þeir (þ. e. Sartre og Camus) túlka óviss- una um eðli tilverunnar, tak- markað samband manna á milli með orðum og undarlegar nátt- úrur mannlífsins. En þeir fjalla um þversagnakennd og óregluleg viðbrögð manna á hefðbundinn og rökvísan hátt. í leikritum þeirra (t. d. „Le Diable et le Bon Dieu“ eftir Sartre og „La Poutain Respetueise“ eftir Ca- mus) er ringulreið mannlegra samskipta túlkuð í svo skipuleg- um atburðum og skynsamlegum, þaulhugsuðum texta, að vinnu- brögðin bera boðskapinn ofur- liði. Absúrdistar, t. d. Beckett og Ionesco, sem hafna alveg „vel uppbyggðum" leikritum og rök- vísi málsins eða samfylgni þess við hugsun í samskiptum pers- óna, eru því í leikhúsinu miklu áhrifameiri talsmenn skoðana Sartres og Camus en þeir sjálfir. Hið „fáránlega“, sem absúrd- istaleikhúsið dregur nafn sitt af, lýsir sér einkum á tvennan hátt; í fyrsta lagi sýna leikritin fárán- leika mannlífs, sem eytt er í stöðugum sljóleika og án vitund- ar um nokkur sannindi eða verð- mæti utan vanaramma hvers- dagslífsins. Þetta er t. d. megin- inntak „Sköllóttu söngkonunn- ar,“ „Stólana“, „Jacques“, „Nas- hyrninganna“ og fleiri leik- rita Ionescos. En þjóðfélags- ádeila, árás á forheimskun og og vanaþrælkun smáborgaranna í löndum Vesturálfu, sem kalla sig velferðlarríki af því að fáir svelta, er hvorki sterkasta ein- kenni absúrdistaleikhússins né athyglisverðaeta framlag þess, þótt þetta kunni að eiga greið- asta leið til skilnings áhorfenda almennt. Því að baki fáránleika hegðunar og daglegs lífs er fár- ánleiki, sem liggur dýpra og þarf skarpari hugsun og meiri kjark til að horfast í augu við, — fár- ánleiki hlutskiptis mannsins í veröld, þar sem trúarmissir hef- ur svipt hann öryggi sínu. Þess- vegna ganga flestir absúrdistar svo langt að svipta persónurnar öllum grímum, skrautfjöðrum eða fíflahúfum, sem tilviljunin kann að hafa hlaðið á menn í þjóðfélaginu. í þessum verk- um stendur maðurinn nakinn og varnarlaus andspænis grund- vallarvandamálum tilverunnar: Maðurin'n andspænis tímanum, t. d. bíðandi milli fæðing- ar og dauða, eins og í leikrit- um Becketts; maðurinn and- spænis dauðanum í tilraun til uppreisnar gegn honum, eins og í „Tueur Sans Gages“ (Kauplaus morðingi) eftir lonesco; maðurinn flæktur í endalausar sjálfsblekkingar og felandi óumflýjandlega sann- leika, eins og í verkum Genets; þrá mannsins að eignast friðsæl- an og öruggan stað til að flýja á frá kulda og myrkri mann- lífsins, eins og í verkum Pinters; árangurslaust streð mannsins við að henda reiður á siðareglum og lögum þjóðfélagsins, eins og í verkum Arrabals. Því fer fjarri, að sá misliti hópur, sem sameiginlega hefur verið nefndur absúrdistaleikhús- ið, hafi náið samband innbyrðis eða telji sig tilheyra sömu eða nokkurri sérstakri stefnu. Leik- ritahöfundar þessir eiga þó svo mörg sameinkenni í grundvallar- atriðum viðfangsefnis og vinnu- bragða, að þeir eru oft nefndir í sömu andrá og hafa þvi hlotið^ samheiti til hægðarauka. Eitt sameinkennið er einmitt að telja sig standa einan í baráttunni. Eg hef að þessu sinni einkum reynt að gera dálitla grein fyrir sam- eiginlegum eða svipuðum við- horfum absúrdistanna til mann- lífsins og líkum viðfangsefnum, en mun síðar tala um uppbygg- ingu þessara leikhúsverka og efnismeðferð þeirra. í næstu grein mun ég hins vegar reyna að rekja nokkuð ættir absúrd- istaleikhússins. Ömólfur Arnason. 7VymoutR VALIAIMT 1967 BIFREIDAKAUPENDUR! Nú er rétti tíminn til að panta bifreiðina fyrir sumarið. Bjóðum vandlátum kaupendum hinn trausta og stórglæsilega 6-manna PLYMOLTH VALIANT V100, 2ja dyra Sedan, árgerð 1967, frá CHRYSLER fyrir aðeins um kr. 275.000.oo. Innifalið í áætluðu verði er m.a.: 1. Söluskattur 2. 6 cyl. 115 ha. vél 3. Miðstöð m. rúðublæstri 4. Styrktur fjaðraútbúnaður 5. Stærri dekk og felgur, 700x14 6. Alternator 7. Eftirgefanleg stýristúba 8. Tvöfalt hemlakerfi 9. Stoppað mælaborð 10. Bakkljós 11. Rúðusprauta — rafmagns 12. Sjálfstillandi hemlar. W CHRYSLER Vlymoutli Ásamt margs konar öðrum útbúnaði, er tryggir vður öruggan og þægilegan akstur. Munið, að VALIANT er rúmgóð 6-manna fjölskyldubifreið með óvenju góðu farangursrými. VALIANT er byggður til að þola íslenzka staðhætti. Tryggið yður VALIANT 1967 úr hagstæðri, en takmarkaðri sendingu, væntanlegri í maíbyrjun.Munið hagstæðustu greiðslukjörin og/eða uppí töku gömlu bifreiðarinnar. Gleðilegt sumar CHRYSLER-UMBOÐIÐ VÖKULL h;f Hringbraut 121, sími 10600 — Glerárgötu 26, Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.