Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MSAÍ 1967. 3 annað. Og ég vissi að mér yrði aldrei kleift að starfa sem rit- Ihöfundur í Sovétríkjunum. Sp.: Svetlana, hér er önnur spurning frá Carl Pelleck frá „The New York Post“. „Sagt Ihefur verið að þér hyggist fljót- lega hitta að máli rithöfunda og Iháskólakennara, svo að þér getið Ikynnzt bandarískum mennta- tnönnum og menntalífi. Hafið þér éhuga á að hitta einhvern sér- stakan?“ Sv.: Ja — ég hafði nú ekki gert neinar áaetlanir um slíka fundi í bráð. Ef til viil siðar. Ég iheld hér hljóti að vera um ein- hvern misskilning að ræða, því eð ég hafði hugsað mér rólegt Ikyrrlátt líf, helzt í dálítilli ein- angrun. Mig langar að vinna — mig langar að skrifa. Að hitta ifólk — ef til vill hitti ég þröng- an hóp kunningja og vina, sem ég hef eignast hér og ef til vill stækkar hann smám saman. En ég hef ekki hugsað mér að hitta margt fólk nú á næstunni. Ef til vill getur orðið af því seinna. Sv.: Hér er spurning frá Oriönu Fallaci frá timaritinu „L’Europeo" í Ítalíu. „Sagt hefur verið, að þér fáið fyrir bók yðar eina milljón Bandaríkjadala, skattfrjálsa. Ef þetta er satt — eða hver sem upphæðin kann að vera — hvernig finnst yður til- hugsunin um að verða nú allt í einu auðug kona, eða með öðr- ■um orðum það sem kallað er ikapitalisti". Sv.: ójá, í fyrsta lagi seeir Marx, að rithöfundar séu ekki kapitalistar, vegna þess að störf þeirra séu sérstaks eðlis. Mér sikilst, að ég muni fá fyrir bók mína aliháa fjárupphæð — en ég hef ekki hugsað mér að nota hana í eigin þarfir. Ég held þess hafi þegar verið getið í dag- blöðunum. en ég get endurtekið það hér. Ég hef í hyggju að gefa verulegan hluta fjárins til Ind- lands, til indverska þorpsins Kalakankar, sem er fæðingar- staður eiginmanns míns. Ég hef \erið þar — ég hef séð hvernig lífskjör fólksins þar eru. Því þætti mér vænt um að geta stofnað einskonar Brijesh Singh- minningarsjóð, sem yrði notaður til þess að hjálpa bændunum í þessu þorpi. Ennfremur hafði ég hugsað mér að gefa nokkra fjárupphæð til Sviss. lands sem sýndi mér mikla elskusemi og vinsemd. Vildi ég, að féð yrði notað til barnaheimila. í Sviss eru hús, þar sem búa munaðarleysingjar frá öllum löndum heims og vildi ég, að féð rynni að einhverju leyti til þeirrar starfsemi. Loks hafði ég hugsað mér að láta hluta fiárins renna til þessa lands. — Ég hef ekki ákveðið hvernig því verði bezt varið — en það verður sennilega til ein- hverskonar félagslegrar aðstoðar. lÉg hef ekki ætlað mér að verða auðug kona, því að meðan börnin mín lifa hógværu lífi heima, svo ekki sé meira sagt, er mér ger- samlega ómögulegt að lifa í mun- aði hér. Ég býst við, að þið skiljið það. Gybinga- vandamálið Sp.: Hér er spurning frá Mr. Gershon Jacobson frá „The New York Day“ sem er blað Gyð- Snga“. Mikið hefur verið rætt og ritað um aðstöðu Gyðinga í Sov- étríkjunum. Sagt hefur verið að trú Gyðinga og menning hafi verið bæld niður eða beitt of- sóknum. Getið þér sagt okkur eitthvað um þetta". Sv.: Ég veit ekkri mikið um frúarbrögð Gyðinga. Allt og sumt, sem ég get sagt er, að ég átti alltaf marga vini í Rúss- landi meðal fólks af Gyðinga- œttum, — og það eina, sem ég hef sjálf séð og veit með vissu, er, að það kemur stundum fyrir í menntastofnunum og háskólum, að mjög hæfum og greindum Gyðingaungmennum er ekki veitt innganga, en í stað þeirra Ihleypt inn ungmennum af öðrum þjóðernum, sem ekki eru eins góðum gáfum eða hæfileikum gædd. Þetta veit ég, að er stað- reynd. Sp.: Hér er önnur spurning frá Leonard Fried frá „The Suffolk Sun“. „Hvernig lízt yður á 'bandarískar nútímabókmenntir og á hverjum bandarískra rit- 'höfunda hafið þér mest dálæti?“ Sv.: Ja — ég held, að Hem- ingway sé enn minn eftirlætis- rithöfundur bandarískur. Við í Rússlandi þekkjum lítið til 'bandarískra nútímarithöfunda. 'Ég vona að ég kynnist þeim og verkum þeirra hér. Jú — ég hef mjög gaman af Salinger. Sp.: Hér er önnur spurning frá Gabe Pressman frá NBC: „I 'fyrstu yfirlýsingu yðar sögðuð þér, að í yðar augum skipti ekki máli, hvort menn væru kapital- istar eða kommúnistar, heldur aðeins hvort menn væru góðir eða slaemir. Haldið þér að sá dagur sé skammt undan, að leið- togar Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna taki höndum saman og sameinist um þá lífsstefnu? Og hversu flmtt haldið þér að það gæti orðið?“ Sv.: Ég get ekkert um það sagt, hvað leiðtogarnir gera. Þér ættuð að spyrja þá um það. Sp.: Hér er spurning frá June L. Aulick frá „The Christian Herald". „Eru margir Rússar þeirrar skoðunar, að trúin á Guð sé þeim mikilvæg til að mæta erfiðleikum lífsins?“ Sv.: Ég held þeir séu margir. Sp.: Hér kemur svo spurning frá Brij Lal frá ABC útvarps- 'stöðinni. „Gerið þér ráð fyrir, að fleiri rússneskir rithöfundar mundu vilja fara frá Rússlandi til þess að geta tjáð hugsanir sínar fríálsir? Sv.: Ég veit það ekki, — ég veit það ekki. Allt og sumt, sem ég get sagt er, að margir þeirra, margir þeirra fá aldrei birt það, sem þeir skrifa. Það er mikið af góðum skáldskap. góðum smá- sögum og skáldsögum, sem við þekkium aðeins af orðspori, — því að mikið af nútímaskáldskap Rússlands er aldrei birt. Sp.: Þá er hér spurning frá 'Lindu Carlton frá blaðinu „News- day“: „Hafið þér haft samband við börn yðar síðan þér komuð til Bandaríkjanna og ætlið þér að hafa áfram samband við þau?“ Sv.: Nei, ég hef ekki haft sam- 'band við þau og veit ekki enn 'hvernig ég á að fara að því. Ég náði símsambandi við son minn, meðan ég var í Sviss — en þegar ég reyndi aftur að hringja til hans, þremur dögum seinna, náði ég ekki sambandi við númerið. Og ég er næsta viss um. að þau fá ekki bréf, sem ég sendi þeim. Ferðalagið Sp.: Spurning frá Leonard Fried frá „The Suffolk Sun“: „Hvernig greidduð þér ferðalag- ið frá Rússlandi?" Sv.: Frá Rússlandi? Sp.: Já. Sv.: Nú ég keypti einfaldlega flugfarmiða til Indlands — eða ■eigið þér við ferðalagið áfram — Ihingað? Sp.: Hér er þá spurning frá Steve Flanders frá WCBS út- 'varpsstöðinni: „Haldið þér, að Tit Boris Pasternaks verði nokk- •urn tíma gefin út í heild í Sovét- ríkjunum?" Sv.: Ég vona, að sá timi komi — því það er til mestu skammar, að ekki skuli birt öll verk •svo mikilhæfs rithöfundar. „Dr. Zívago“ hefur enn ekki verið gefin út í Rússlandi. Sp.: Hér er spurning frá Mary McGrory frá „The Washington Star“: „Hvernig leið yður, þegar Sovétstjórnin fordæmdi stefnu og aðgerðir föður yðar?“ Sv.: Ja — ég hef þegar sagt, að mér finnst ekki, að þeir ættu að ásaka einn mann um þá glæpi, sem svo margir áttu þátt 'í að drýgja — og mér finnst það ekki hafa verið rétt að skella skuldinni á einn mann fyrir at- burði, sem voru í raun réttri gerðir flokksins í heild. Sp.: Hér kemur spurning frá Lenore Hershey frá tímaritinu McCall’s: „Hverja munduð þér telja veigamesta af öllum þeim ástæðum, sem leiddu til þess aS þér ákváðuð að koma til Banda- ríkjanna?" Sv.: Ég held, að veigamesta atriðið hafi verið fráfall eigin- manns míns. Því að ég var hon- um mjög háð. Ég elskaði hann, virti hann og hann átti það skii- ið. Og þegar honum var neitað um sjálfsögð mannréttindi í Sov- étríkjunum hafði það mikil áhrif á hann — og mig. Þegar hann lézt fannst mér ég sjálf hafa tek- ið algerum stakkaskiptum. Ég hætti að geta umborið ýmislegt, sem ég áður hafði litið á og tekið með umburðarlyndi. Sp .: Þessi spurning er frá Paul Wohl frá „Christian Science Monitor“: „Teljið þér, að unnt sé að samræma grundivallar hug- ■myndir trúarinnar og hugmyndir kommúnismans? Teljið þér að kommúnismi og trúarbrögð geti •farið saman?“ Sv.: Ég held ekki, að stétta- barátta og bylting geti sam- ræmzt kærleikghugsjóninni — nei, — ég held þetta tvennt geti ekki farið saman. Sp.: Spurning frá Doug Edel- son Wins News, Westinghouse 'Broadcasting: „Þegar faðir yðar lézt, heyrðist um það orðrómur, bæði hér og í Sovétríkjunum, að Ihann hefði verið myrtur. Teljið iþér, að þessi orðrómur hafi átt 'við nokkur rök að styðjast?" Sv.: Ég hef þegar sagt, að þið munið geta lesið um síðustu daga föður míns og fráfall hans í bók 'minni, sem kemur út í haust. En ég get svarað því tiL, að mér Virtist augljóst, að hann væri Framhald á bls. 4 TVOFALT CUDO EINANGRUNARGLER FRA 1.MAI 1967 io •LAMLEIÐSLA CUDO EINANGRUNARGLERS BYGGIST Á YFIR 30 ÁRA RANNSÓKNUM OG REYNSLU. SÍVAXANDI EFTIRSPURN OG STÓRAUKIN SALA SÝNA, AÐ EKKERT GLER HENTAR BETUR ÍSLENZKU VEÐURFARI. CUDOGLER HF SKULAGÖTU 26 SÍMAR12056 “20456 -24556

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.