Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967.
Nokkur orð um æskulýðsmál
ÞRIÐJUDAGINN 18. apríl
greindi Morgunblaðið frá stjórn
arfrumvarpi, sem lagt var fram
á a^þingi, undir fyirsögninni:
„Skipulegur stuðningur til efl-
in-gar frjálsri aeskulýðsstarf-
semi í landinu." Grein þessi
vakti athygli mína og varð mér
tilefni til að rita þessar línur.
Öll sú ætlan og allur sá til-
gangur, sem býr að baki þess-
ari viðleitni ríkisvaldsins og
alþingis til þess að hlynna að
æsku landsins er góðra gjalda
verður, og ber vitni ábyrgðar-
tilfinningu um mjög svo mik-
ilvæg mál. Bkki er nema rétt
og sanngjarnt, að æska lands-
ins njóti að drjúgum hluta efna
og gæða þjóðarinnar.
Samkvæmt tillögum ríkis-
stjórnarinnar á að setja á stofn
„Æskulöðsráð ríkisins“, síðan
æskulýðsráð í hverju kjördæmi,
og loks er gert ráð fyrir æsku-
lýðsnefndum í hinum ýmsu
sveita- og bæjarfélögum. Nokk-
uð virðist þetta viðamikil yfir-
bygging, en samt ætla ég ekki
að gagnrýna einstök atriði til-
lagnanna, til þess ei málið of
skammt á veg komið og annað
enda mikilvægara I þessu sam-
bandi. Ég þykist sjá hér nokkr
ar hættur i vegi, sem mig lang-
ar til að benda á.
Hvers þarf æskan með?
Já, hvers þarf æskan með?
Við þurfum að gæta þess að
gefa henni ekki steina fyrir
brauð. Mistök í þessum efnum
eru dýr, ekki aðeins í fjármun-
um og erfiði, en umfram allt
í velferð og hamingju einstakl-
inga. Sorglegt yrði, ef dómur
framtíðarinnar um árangur af
þessum skipulega stuðningi við
æskuna, yrði eitthvað svipaður
og dómur okkar samtíðar um
uppeldishætti liðinna áratuga.
Gætum þess, að framtíðin þurfi
ekki að segja sem svo: Vanda-
málin eru enn óleyst, æskan er
enn ráðvillt og fleiri hafa orð-
ið illum öflum lífsins að bráð
en nokkru sinni fyrr.
Við þurfum að gæta þess að
misbjóða — (gott orð, að bjóða
það sem ekki á við) — ekki
æsku landsins. Það þarf að
leggja börnum til hjálpa þeim
og styrkja á marga vegu. Það
er eðlilegt. En það er móðgun
við æskufólk, að leggja því allt
upp í hendurnar. Slíkt drepur
alla sjálfsvirðingu.
Það er auðveldast og kostar
minnsta persónulega fyrirhöfn,
að leggja æskunni til, að gera
eitthvað fyrir hana. En það sem
hún þarf miklum mun fremur
með, er að eitthvað sé gert með
henni. Æska landsins þarf þess
með, að henni sé sýnd tiltrú,
veitt ábyrgð og nægilegt svig-
rúm til hollra og þroskandi at-
hafna. Þegar æskunni er falin
ábyrgð, felst að sjálfsögðu í því,
að hún beri ábyrgð, við sitt
hæfi, og hljóti hæfilegt og hollt
aðhald.
Margt og mikið er talað til
æskunnar, en margt æskufólk
fer þess á mis, að talað sé við
það og hlustað á það.
Að mínu áliti, þarfnast og
þráir æska landsins mjög per-
sónuleg kynni af sér reyndari
mönnum, frjáls kynni af þeim,
sem sýna persónu þeirra, áhuga
málum og vandamálum virðingu
og áhuga. Ekki af því að borg-
að sé fyrir það, heldur af því
að þeir hafi raunverulega vilja
til að gefa af sjálfum sér ná-
unganum til góðs.
Mestu lífsverðmætin, traust
til Guðs, kærleikur til með-
bræðranna og réttsýn trú á sjálf
an sig, verða aldrei keypt,
aldrei metin til fjár. Hið dýr-
mætasta, sem æskan þarfnast,
verður aldrei veitt með fjárveit
ingum, heldur þarf að koma til
móts við æskuna sem einstakl-
inga og á persónulegum grund-
velli.
Á færibandi þjóðfélagsins.
Enda þótt fjárveitingar komi
ekki að beinu gagni, þá koma
þær að gagni, þar sem féð not-
ast til að styðja beint að þeim,
sem raunverulega gefa æskunni
af tíma sínum og hæfileikum.
En grunur minn er sá, að þeg-
ar greitt hefur verið fyrir nefnd
arstörf, ferðalög, frímerki og
símtöl, þá verði farið að ganga á
framlagið sem átti að koma
æskunni til góðs.
Eins og er, eru unglingarnir
látnir fara í gegnum tiltölulega
þurra og ópersónulega „mennta-
vél“. Kennurum er greitt fyrir
að kenna, en lítið sem ekkert
fyrir að sinna félagslegum þörf-
um unglinganna. Margir sjá, að
við svo búið má ekki standa og
vaxandi skilnings gætir á því,
að maðurinn lifir ekki af ein-
um saman staðreyndum. En
gætum þess þá að falla ekki í
ræsið hinum megin vegarins
og útbúa næst handa æskunni
þurra og ópersónulega „tóm-
stundavél."
Lífi æskunnar verður ekki
bargað með tómstundaiðju. Það
er sama hve holl iðjan er, ef
hið innra líf einstaklingsins er
tómt, þá verður öll iðja til-
gangslaus. Án innra lífs, innri
þroska, án tilgangs og stefnu í
lífinu, án trúar, stirðnar lífið
og deyr. Einstaklingurinn glatar
persónu sinni og verður næst-
um sem hlutur, sem berst á
færibandi þjóðfélagsins úr
vöggu í vagn, að skólaborði, í
gegnum miðasöluna, fram fyr-
ir sýningartjaldið, út að sjoppu,
matborðs- og hjónarúms í enda
lausri hringiðu, sem rofin er
af eimstaka balli eða ferðalagi.
Allt þetta — sem annars get-
ur verið svo dýrmætt — verð-
úr okkur einskis virði, ef við
ætlum að njóta lífsins. Lífið er
ekki í þessu, ekki í hinu ytra.
Lifið er í okkar innra manni, í
vináttu, í lífi með öðrum, í því
að deila lífinu með öðrum. Það
að taka tillit til annarra er ekki
byrði, heldur hamingja.
Æskuna þjáir hið sama og þjá
ir okkar þjóðfélag almennt, per
sónuleysi, vegna þess, að mað-
ur án guðs, er maður slitínn
úr tengslum við líf sitt.
Fjöldi barna og unglinga er
vanræktur, ekki vegna skorts á
hreinlæti, góðum ytri aðbúnaði
né menntun, heldur vegna and-
legrar fátæktar, þar sem hinn
innri maður, miðja og öll und-
irstaða einstaklingins er van-
rækt.
Orð mín má ekki misskilja á
þann veg, að ég líti á fjárstyrk-
inn, framkvæmdir, nefndir og
viðleitni stjórnarvaldanna sem
eitthvað ónauðsynlegt eða gagns
lítið. Síður en svo. Lífið hlýtur
að hafa sinn ytri aðbúnað, og
ekki verður með öllu komizt
hjá starfi nefnda, kostnaði og
fyrirhöfn við hina ytri stjórn
mála. En við megum aldrei láta
okkur gleymast eina stund. að
hið ytra umstang er aðeins ker-
ið, en innihaldið skiptir mestu
máli.
Ólafsfirði, 28. apríl 1967.
Ingþór fndriðason.
Aberfan-rannsókn
Cardiff, Wales 28. apríl (AP).
LOKIÐ er í Bretlandi 76 daga
rannsókn á námuslysinu i Aber-
fan í Wales þegar gjallhaugur
féll niður á þorpið og gróf 116
börn í rústum barnaskólans þar.
Verður skýrsla rannsóknarnefnd
ainnar, sem er 2.500.00 orð, lögð
fyrir þingið, og væntanlega birt
fyrir júlílok.
„Alhygð“
og íslenzk
heimspeki
U M Alhygð Einars Benedikts-
sonar, sem Ævar Kvaran
las í útvarp 4. apríl er það fyrst
að segja, að hún lýsir stórgáfu*
legum hugmyndum hins mikla
skálds um ágæti tungunnar og
mátt hinnar réttu hugsunar og
það mannkynshlutverk íslend-
inga að koma á sambandi við
aðrar stjörnur. Er þetta því eftir
tektarverðara sem greinin er
skrifuð ekki allfáum árum eftir
útkomu Nýals dr. Helga Pjet-
urss, en Einar mun aldrei hafa
áttað sig á því, hvað þar var um
að ræða. Verður að líta svo á að
Einar Benediktsson hafi þarna
verið innblásinn af æðri mætti,
frá öðrum stjörnum, til að taka
undir með hinni íslenzku kenn-
ingu, þó að hann megnaði það
ekki af eigin ramleik, vegna
ýmsra fyrirframsannfæringa,
sem tálmuðu honum þar að sjá
hið rétta — og er þetta einmitt
eftir því sem búast mátti við
um skáld. Margt það sem snjall-
asf er hjá skáldunum, er haft
eftir Sókratesi, skilja þau sjálf
jafnvel síður en aðrir menn, og
vita ekki hvernig þeim hefur
vitnazt það. Og af þessu dregur
hann þá ályktun, að þeim væri
vizkan léð af einhverjum öðr-
um, betur vitandi, og þá líklega
einhverjum verum í líkingu við
Guði þá, sem Forn-Grikkir
trúðu á, og tvímælaulaust hafa
verið íbúar annarra hnatta.
Þorsteinn Guðjónsson.
Fimmburar
Kaupmannahöfn, 28. apríl
(NTB).
KONA ein f úthverfi Kaup-
mannahafnar á von á fimmbur-
um í maílok. Hafði hún tekið
hormónalyf, sem eykur líkurnar
fyrir fjöldafæðingum.
2
LESBÓK BARNANNA
LESRÓK BARNANNA
3
•inn og þú ert eiwhvers
apurður átt þú aðeins að
segja me. me,“.
„M-me-me“, jarmaði
Lamkin aftur.
„Einmitt! Aðeins me
me! Það er svarið við
öilu, sem dómarinn eða
sðrir segja.
„Ha-ha-ha-iha, það var
auðvelt. Ég skal muna að
•egja það“.
„Mundu það. Og
mundu eftir gullpening-
unum fimm.“
„É-é-ég man!“
Nú komu dómarinn,
hreppstjórinn, Lamkin,
Patelin og Vilhjálmur
rikL
Það var ViJhjálmiur
sem fyrstur tók til máls:
„Yðar hátign, herra
dómari, smalinn hérna,
ræfillinn hann Lamkin,
sta! lambi frá mér og át
það“.
Dómarinn hvessti aug-
ur. á Lamkin:
„Svo að þú tókst lamb
ið án þess að borga fyr-
ir það?“
„Me, me,“ jarmaði
Lamkin.
„HVað segirðu? Ég
spurði, hvort þú hefðir
tekið lamb frá húsbónda
þínum? Svaraðu mér!“
„Me, me, me.“
„Ertu snarvitlaus“
öskraði dómarinn. „Ég
spurði þig spurningar.
Svaraðu!"
„Me- me, me“.
„Þetta er hálfviti. Haf-
ið þér slíka menn til að
líta eftir hjörð yðar, Vil-
hjáimur riki?“
„Vissulega er hann
flón, yðar hátign, en
hann hefur samt kunnað
að tala hingað til. Hann
stal lambinu og hefuT
ekki greitt fyrir það. Þú
meðgengur það, Lamkin,
er það ekki?“
„Me, me, me.“
Dómarinn varð sótrauð
ur af reiði.
„Snáfaðu burtu", hróp
aði hann. „Ég eyði ekki
tíma mínum í flón og
hálfvita. Láttu mig aldrei
sjá þig framar. Og þér,
Vilhjálmur ríki, eruð mis
vitur að ráða slíkan fá-
bjána í þjónustu yðar.
Rétti er slitið!“ Dómar-
inn strunsaði út án þess
að virða þá frekar við-
lits.
Lamkin sneri á brott
og Patelin fylgdi á hæla
honum. Þegar þeir voru
orðnir einir, sagði lög-
maðurinn: „Var þetta
ekki gott ráð. Lamkin?
Jæja, hvar eru nú gull-
peningarnir?“
„Me, me, me, jarmaði
Lamkin.
„Er þetta allt oe sumt.
Dæmid hans Lása
ÞAÐ er ekki venjulegt
dæmi, sem drengurinn
hérna á myndinni hefur
reiknað. Lási litli var að
leika sér að því að reikna
dæmið allt öðru vísi. en
honum hafði verið sagt
að gera. Getið þið komizt
að raun um, hvernig
hann hefir fengið þessa
útkomu?
sem ég á að fá fyrir
hjáipinaV" spurði lögmað
urinn.
„Me, me, me," jarm-
aði Lamkin og tóik til
fótanna. Annað hafði
Patelin ekki af erkiflón-
inu honum Lamkin, sem
kunni sivo sem að bjarga
sér, þegar til kom.