Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967.
17
Einsemd
er liv. i
Einsemd erlivens loge
inst i di mannesjel,
der ingen ord som s&rar,
trör i hel.
Einsemd er hjartans brot med
alle menneskebond.
Einsam til hugens tempel
leitar di ánd.
Einsemd er der du stille
böyer dit hovud ned.
Einsemd.
er fred.“
Svend Rönning er kunnur fyr
ir tvær góðar skáldsögur: „Önsk
er meg deg“, en fyrir þó bók
fékk hann verðlaun Gyldendals,
1960, og „Auroras sönn,“ sem
nýlegav ar getið um hér í blað-
inu. í nýju bókinni hans eru
fimmtán smásögur, og er efni
þeirra allra sótt til Suður-Ame-
ríku. Hún nefnist „Sydkorset."
(Tiden, Oslo).
Fyrsta sagan, „Vaya con Di-
os, amigo“, er býsna lík byrjun-
inni á „Auroras sönn“ — fjallar
bersýnilega um sama drenginn,
enda lýsing persónanna nálega
eins. — „Syng for meg, Jimmy
boy,“ önnur sagan er um æsku-
mann, léttadreng á skipi, og
fyrstu reynslu hans af negrum
þeim er hafa þá atvinnu að leið
beina sjómönnum í Port of
Spain, höfuðborg eyjarinnar
Trinidad. Hann er kvíðinn og
hræddur, en allt fer vel; negr-
arnir eru kátir karlar og glettn-
ir, vilja hafa nokkuð fyrir snúð
sinn, en gera engum mein.
Feðgar tveir verða leiðsögu-
menn hans um borgina og
skemmta honum vel, þó nokkuð
á óvæntan hátt. Sagan er vel
gerð, og sýnir kunnáttusemi
höf. — Hið sama má segja um
þriðju söguna: „Bottlenose", en
þar kemur Norðmaður við sögu,
skipstjóri á hvalveiðibát. Stýri-
maður hans er fyrrv. þýzkur
nazisti, og lenda þeir í brös-
um. Höf. lætur auðvitað Norð-
manninn sigra, en rök sögunn-
ar eru hæpin, og lesandinn er
vantrúaður á báðar persónulýs-
• ingarnar, en sagan er mætavel
úr garði gerði hvað frásögn og
spennu viðvíkur.
Þá er „Gravata og Domingo“,
smellin saga, er fjallar um sjó-
mann er skreppur í land af skipi
sínu, einhvers staðar í Suður-
Ameríku. Morguninn eftir vakn-
ar hann í fangelsi, með lítinn,
taminn apakött um hálsinn.
Grín og gaman, en ekki sér-
staklega 'sannfærandi. — Betri
bókmenntir er „Losense pá
’San Louis“; þar eru góðar lif-
and persónur og prýðileg efnis-
meðferð. — „Juni og jakaréen
er saga um ótta í hinni frum-
stæðustu mynd, frábærlega vel
gerð og eftirminnileg. Lýsingin
á villimanninum og hugarstríði
hans er bókmenntaleg perla. —
„Tre-to-en“ fjallar um norskan
sægarp, sem er kominn heim
eftir langa útivist; góð saga um
mátt hjátrúarinnar, og ágæt
persónulýsing. — Næstu sögurn
ar tvær eru snotrar og dável
saman settar, án mikilla til-
þrifa. — „Hombre" er eilítið
ruglingsleg saga um flótta og
dauða, en eigi að síður eftir-
minnileg. — „Den femte knekt
en“ er saga frá hvalveiðunum
llm vinstri - hægri
handar akstur
„MEÐ LÖGUM skal land byggja"
sagði einhver herramaður í
gamla daga.
Á Alþingi hafa verið sam-
þykkt lög, að einhvern tíma á
árinu 1968 (sérfróðir menn
munu eiga að velja daginn) skuli
vinstri handar akstur á vegum
okkar breytast yfir í hægri þann
ig, að þumalfingurreglan „varúð
til vinstri" gæti orðið „hugaðu
að þér til hægri".
Dálítil blaðaskrif með og móti,
urðu í sambandi við umræður
og lagagjörð þessa máls á sín-
um tíma, eins og að sjálfsögðu
er heilbrigt í lýðfrjálsu landi.
— Þögn breiddist síðan yfir mál-
ið, en sérfræðifólk hefur unnið
að undirbúningi breytingarinn-
ar.
Nú þegar breytingin er innan
sjóndeildarhrings, vaða uppi
ýmsir pétrar og pálar með alls
kyns fullyrðingar á móti þessari
lögfestu breytingu, og mála jafn
vel skrattarin á vegginn, eins og
t.d. ágætur sálnahirðir hér í
borg, sem bókstaflega í greinum
„Velvakanda“ í Mbl. og víðar
stillti framherjum þessarar
breytingar til ábyrgðar fyrir
mannslífum, sem kynnu að verða
fórn þessarar breytingar (e.t.v.
ekki fhugað hvort viðk. slys
hefði orðið í V-akstri).
Á hinn bóginn hafa aðrir síð-
búnir mótmælendur haft í há-
vegum í rökvísi, að það sé al-
gjör óþarfi að eyða þessum
milljónatugum króna í nefnda
breytingu (tugirnir verða
hundruð, ef þetta er ekki fram-
kvæmt nú, — en seinna), þar
sem það sé enginn vandi að
víxla frá vinstri til hægri eða
„vice versa“ í umferð — það sé
engin slysahætta, — kostnaður-
inn sé sóun — betra að nota pen-
ingana til að gera betri vegi
o.s.frv., o.s.frv.
Hægri handar akstur verður
vonandi staðreynd, enda í sam-
ræmi við sjó- og loftferðareglur,
auk aksturreglna í flestum ná-
grannalöndum okkar. Sviar
munu breyta frá vinstri til
hægri á þessu ári, og hinir fast-
heldnu Bretar hafa hugleitt að
gera slíkt hið sama, og efasemda
mönnum þessa skerfs þeirra má
benda á, að neðri málstofa
brezka þingsins samþykkti ný-
lega lög — fyrsta skrefið til
tugakerfis í landinu — að sleppa
„shillingum“ í brezkri mynt og
láta vera 100 „pence“ í pund-
inu.
Hér á landi verða því miður
alltof mikið af árekstrum og um
ferðarslysum, og því e.t.v.
eðlilegt, að ýmsir áhyggjufullir,
ágætir menn séu hræddir við
aukningu slysa við breytingu á
slíkri grundvallarreglu sem V-H
Verður. Ég hef þá skoðun, að
breyting þessi verði til bóta. Sá
kostnaður, sem í þetta leggst, er
lítilræði miðað við það, hvað
það mundi kosta eftir 5-10 ár,
og smáræði miðað við að gera
það ekki.
Að lokum vil ég taka eftir-
farandi fram:
1. íslenzkir túristar eru í stór-
hættu í helztu nágrannalönd-
um vorum í hægri handar
reglu, auk stjórnenda flug-
véla og skipa, í og á landi
(miðað við, að úrelt sé að
aka eða ganga undir stjórn
undirmeðvitundarinnar, í
borg a.m.k.), þegar þeir ekki
eru í rólegri V-traffik, eins
og t.d. var á kreppuárunum
fyrir stríð. Þá má bæta því
við, að ísland í stórauknum
mæli, er að verða ferða-
mannaland, og sennilega flest
ir ferðamannanna fæddir og
uppaldir í hægri-handar um-
ferð, og því samkvæmt full-
yrðingum, sem sézt hafa á
prenti, stórhættulegir á göt-
um Reykjavíkur, sjálfum sér
og öðrum.
2. Beinn áætlaður kostnaður er
lítilræði miðað við getu og
krafta okkar íslendinga (ca
Vi varðskip).
3. Við skulum finna okkur eitt-
hvað annað til að rífast um.
— Af nógu er að taka.
Með virðingu,
Benedikt Bogason.
við strendur Suður-Ameríku,
skemmtilegur þáttur um hjátrú
og reynslu og reynsluskort: gam
all, sjóvanur Norðmaður og ung
ur, óreyndur, en drambsamur
Suður-Ameríkumaður. Auðvitað
sigrar Norðmaðurinn í átökum
þeirra! — „Andonas hevn“ er
saga um andleg átök milli
„menningarinnar" og villimanna
frumskógarins, vel sögð, en ekki
trúleg að sama skapi — „Nötte-
gjengen pá ’Merry Mew“ fjallar
einnig um átök milli „inn-
fæddra“ og aðskotadýrs, góð
saga. — „Fergemannen er ein
af beztu sögum bókarinnar,
raunsær þáttur — en jafnframt
slunginn dul og æfintýrablæ,
eins og allmargar þessara sagna.
Loks er „Sydkorset" — dular-
full saga, bráðvel sögð og
skemmtileg aflestrar. —
Skemmtileg aflestrar er raunar
bókin öll. Frásagnargáfa og frá
sagnargleði höfundarins gefa
henni ljóma og lit, og bæta vel
fyrir það sem stundum skortir
á rökfestu og trúlegheit. Marg-
ar af persónunum eru ljóslif-
andi og sérstæðar, atburðalýs-
ingarnar og gerðar af snilld.
Þekking hans og skilningur á
frumstæðu fólki verkar sannfær
andi á lesandann, samúð hans
og samkennd með þeim sem
minnimáttar eru alveg óbrigðul.
Og hann kann að klæða hana
listrænu formi.
SVend Rönning er ekki tiltak-
anlega „norskur" rithöfundur,
en hann er fjarska viðfeldinn
og skemmtilegur. Listræna
leikni og kunnáttu hefur hann
einnig í ríkum mæli.
Athugasemd frú sijéra Meisiura-
félags járniðnaðurmauna
HERRA ritstjóri.
Vegna þeirra blaðaskrifa, sem
orðið hafa um laun járniðnaðar-
manna hér á landi og erlendis,
viljum vér koma eftirfarandi at-
hugasemdum og upplýsingum á
framfæri.
Þær tölur sem Málm- og
skipasmíðasamband íslands M
SÍ) tekur til samanburðar í yfir-
lýsingu sinni dags. 26/4 ’67 er
ekki ástæða til að vefengja sem
réttar út af fyrir sig. Hinsvegar
eru þessar tölur alls ekki sam-
bærilegar, þar sem tölurnar frá
V-Þýzkalandi eru yfir meðaltals
tekjur og væntanlega með yfir-
vinnu og ákvæðisvinnuhagnaði,
en þær tölur, sem hinsvegar eru
notaðar fyrir íslenzkan vinnu-
markað, eru lágmarkslaun sam-
kvæmt samningum, án þeirrar
yfirgreiðslu, sem er gegnum-
gangandi fyrir járniðnaðarmenn
á íslandi í dag.
Ef bornar eru saman sambæri-
legar tölur um raunveruleg
laun í dagvinnu annarsvegar og
tekjur á unna klst. hinsvegar,
verður samanburðurinn þannig:
Laun á klst. dagvinnu.
Hjá v.-þýzka fyrirtækinu,
sem mun framkvæma viðgerð á
Bjarma II.
DM 3.80—4.20, meðaltal
DK 4.00 kr. 43.36
Hjá ísl. viðgerðaverkst. kr. 69.83
Mismunur 26.47 kr./klst. eða 61%
Tekjur á unna klst. 1966.
Tekjur í V.-Þýzkalandi sam-
kvæmt upplýsingum í yfirlýs-
ingu MSÍ Dm 4.70 kr. 50.76
Tekjur sveina í ísl. vélsm.
frá 85.— til 95.— kr. eftir
verkstæðum, hér tekið
meðaltal: kr. 90.00
Mism. 39.24 kr./klst. eða 77%
f yfirlýsingu sinni bendir MSÍ
á, að í hinu þýzka meðaltali séu
nemar og ófaglærðir menn með-
taldir og er því l'íklegt, að mis-
munur á tekjum per. unna klst.,
sé ekki alveg þetta mi'kill og nær
því, sem er hér að ofan undir
„Laun á klst. í dagvinnu“, eða
um 61%. Það mun þvá hvergi
ofsagt, að launakostnaður is-
lenzkra vélsmiðja sé um 50%
hærri, en hjá þeirri v.-þýzku
skipasmíðastöð, sem mun fram-
kvæma viðgerðina á Bjarma II.
í viðgerð sem þessari, er vinnu
liðurinn mjög stór þáttur. Það
liggur því í augum uppi, að mis-
munur á launakostnaði hefur
veruleg áhrif á viðgerðarkostn-
að. Hinsvegar er því ekki að
neita, og eins og þegar hefur
komið fram, eru ýms fleiri atriði
sem orsaka þennan verðmun.
Hve mikil áhrif hinir einstöku
liðir hafa á þennan mismun, er
ekki hægt að segja nákvæmlega.
Að undanförnu hafa nokkrar
stærri skipaviðgerðir verið fram
kyæmdar hér á landi að undan-
gengnum almennum útboðum.
Reynslan hefur sýnt, að heild-
arkostnaður við viðgerðina hef-
ur oftast verið lægri hér, en ef
viðgerðin hefði verið frarn-
kvæmd erlendis. í mjög mörg-
um tilfellum er farið með skip
til viðgerða í nálægum löndum,
án þess að haft sé samband við
íslenzk viðgerðaverkstæði fyrst.
Er þá ekki um að ræða, að
kostnaður við viðgerðina yrði
meiri hér eða að viðgerðin tæki
lengri tírna hér en erlendis, held
ur ráða mjög oft önnur sjónar-
mið, sem eru viðgerðarkostnað-
inum óviðkomandi.
Það er því víðs fjarri, að ís-
lenzkar viðgerðastöðvar séu
ekki samkeppnisfærar um flest-
ar viðgerðir á íslenzkum fiski-
og kaupskipum. Það er einung-
is í hinum viðamestu viðgerðum,
sem ísl. verkstæðiseiningar reyn
ast það smáar, að erfitt er að
sinna viðgerðinni og kostnaður-
inn verður ekki samkeppnisfær.
Erlendis mun það mjög oft
gert í meiriháttar verkum, að
unnin er vaktavinna og verkinu
flýtt á þann hátt. En einmitt
vegna hinna smáu verkstæðis-
eininga, er þetta ekki- fram-
kvæmanlegt hér. Er þá heldur
hallazt að því að lengja vinnu-
tíann á hverjum degi og með
tilkomu aukinnar yfirvinnu,
verður verkið mun dýrara en
launamunur í dagvinnu segir til
um.
Stjórn Meistarafélags
járniðnaðarmanna.
Guðlaugur Hjörleifsson
Árni Kristjánsson .
Eysteinn Leifsson.
Til sölu íbúðir
I nýlegu steinhúsi á bezta stað í Vesturbænum.
1 hæð: 151 fermeter, 6 herbergi og eldhús, bílskúrs-
réttur fylgir.
Jarðhæð: 100 fermetrar, 4 herbergi og eldhús (ör-
lítið niðurgrafin) báðar íbúðirnar hafa sérhitaveitu
og sérinngang, gata, gangstéttir og lóð fullfrágengin.
Upplýsingar í síma 13033 og 23834 kl. 7—9 næstu
kvöld.
OPEL
KADETT
3 nýjar ”L" gerðir
2 dyra, 4 dyra og station
Með öllu þessu án aukagreiðslu:
Bakkljðsf — rafmagnsklukku — vindlakveikjara
snyrtispegli — veltispegli — læstu hanzkahólfi
læstu benzínloki — vélarhússhun inni
hjólhringum — upplýstu vélarhúsi
upplýstri kistu — teppi að framan og aftan
og 17 önnur atriði til öryggis,
þæginda og prýði.
Armúla 3 Sími 38900