Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAI 1967. 8ð -150 lesta bátur í góðu lagi óskast til leigu í 4—6 mánuði. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Leigubátur 902.“ Já? Nei? Hvenær? Þúsundir kvenna um heim allan nota nú C. D. INDICATOR, svissneskt reikningstæki, sem reiknar nákvæmlega út þá fáu daga í hverjum mánuði, sem frjóvgun getur átt sér stað. Læknavísindi 60 landa ráðleggja C. D. INDICATOR fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barnaeigna er óskað sem við takmarkanir þeirra. Vinsamlega sendið eftirfarandi afklippu — ásamt svarfrímerki (kr. 10,00) — og vér sendum yður að kostnaðarlausu upplýsingar vorar. — Ódýrt. ■— Auðvelt i notkun. íslenzkur leiðarvísir. C. D. INDICATOR, Pósthólf 314, Rvík. Sendið mér upplýsingar yður um C. D. INDICATOR. Nafn: ......................................... Heimili: ...................................... f næstum 100 ár tóbak hinna vandlátu ” natural ” píputöbak úrvals tóbaksblanda, sem vert er ad reyna ilmandi píputóbak Norð-austur Thailand. í SÍÐASTA bréfi sagði ég ykkur frá norð-austur-Thai- landi og afskekktum héruð- um þar. Mekong-fljótið og tindótt, snarbrött fjöll að- greina það frá Laos. Fjöllin eru að lögun og gerð eins fjöllin á gömlum kínversk- um teikningum. Ég hef alltaf haldið, að þau ættu sér eng- an stað í raunveruleikanum, en væru aðeins draumsýn listamanna. En þarna sá ég þau með eigin augum. Við flugum til norð-austurs en ókum síðan í jeppum eft- ir nýjum vegum, sem verið er að leggja um þetta hrjóst uga landsvæði, þar sem kommúnistar hafa ákveðið að „frelsa“ landslýð. Vatns- skorturinn er mikill hér eins og víða annars staðar í heim inum. Þó ekki nema hluta af árinu. Á regntímanum fer allt á flot. Áin brýzt úr böndum og flæðir yfir stór svæði, eyðir þorpum og veld ur tjóni á ökrum. Síðan ganga í hönd fimm mánaðar þurrkar. Nú er þurrkatími. Rauðleitur járnkenndur jarð vegurinn verður skrælþurr og stórar sprungur myndast, nema við árbakkann og í kring um vatnsbólin. Ann- ars staðar sést hvergi grænt strá. Allt sem kvikt er deyr, ef það getur ekki búið um um sig langt undir jrfirborði jarðar. Þykkt rautt rykský lagði upp af veginum á eftir okkur. Það var svo létt, að það hékk lengi í loftinu áður en það féll aftur til jarðar. Sjálfir urðum við alþaktir þessu skýi og það olli sárs- auka í hálsi og lungum að anda því að sér. Og þar sem við ókum þarna eftir veginum, rann það allt í einu upp fyrir mér, að hvergi gat að líta nokkurt dýr hvorki stór eða lítil og varla nokkurn fugl. Þegar ég minntist á þetta við öku- manninn, sem sjálfur var frá suðlægara og frjósamara hér aði, svaraði hann: „Hér eru engir fuglar og engin villt dýr, vegna þess að fólk hef- ur fyrir löngu notað þau sér til viðurværis." Þessu hefur fólk almennt trúað, en þó eru uppi fleiri kenningar um • ,.• . - • ; ■ ->• ' . • >' - ■■■ . . Bréf úr Vietnamferð Eftir John betta atriði. Bhanu Bhandu, prins noikk rr í ætt við kóngafólkið í Thailandi, hefur safnað upp- ýsingum um þennan lítt ekkta hluta landsins í mörg tr. Hann er þeirrar skoðun- ar, að allt líf eigi þarna erf- itt uppdráttar sökum vatns- elgsins sem yfir landið dyn- ur annars vegar og svo hinna geysilegu þurrka hins vegar. Þær tegundir sem dafna og drepist á þurrkatímunum, en þær tegundir, sem hafa til- einkað sér hæfileika til að safna vatnsforða, drukkni og skolizt burt á regntímanum. Kaktusinn, sem við þekkjum að því að safna vökva og búa að honum lengi, mundi skolast burt í norðaustur Thailandi. Bhanu Bhandu sagði mér líka að fólk í þessum héruð- um lifði aðallega á hrísgrjón- um en vantaði tilfinnanlega eggjahvítuefni í fæðuna. Það stundaði að vísu hænsna og svinarækt, en aðeins að tak- mörkuðu leyti, sem fullnægði hvergi nærri þörfinni. Þess vegna legði fólkið sér til munns ýmis skordýr, engi- sprettur og skriðkvikindi og veitt i ekki af. Fólkið sem sunnar býr og hefur ótak- markaðan aðgang að dýra- fæðu bæði úr sjó og af landi, skilur þetta ekki og finnst þessar matarvenjur norður- frá broslegar ef þær vekja þá ekki blátt áfram viðbjóð. Ég fyrir mitt leyti hef aldrei skil ið hvers vegna fólk, sem hám ar í sig ostrur og snigla, get- ur hneykslast um leið, þótt Mexíkanar borði bjöllur og Indíánar leggi sér maðka til munns. Lífsskilyrðin eru bág í norðaustur héruðunum. Þess vegna er engin furða þótt strjálbýl séu. En hvar sem aðgangur er að vatni, hafa þorpin risið upp og þar eru húsin byggð á staurum. Þar rækta menn hrísgrjón kókos- hnetur og aðra jarðarávexti en ekki á stærra landsvæði en því sem þeir komast yf- ir að vökva frá vatnsbólinu. Bómull fá menn af bómull- arplöntum sem vaxa villt og vefa úr henni fögur klæði. En þéttbýlast er við fljótið, sem er aðal lífgjafinn, enda þótt menn eigi það alltaf yf- ir höfði sér, að á næsta regn tíma sópi það burt heimili þeirra og öllum fénaði. Og þetta er svæðið sem kommúnistar, uppaldir í Hanoi og Kína, hafa ákveð- ið að „frelsa" undan Thai- landsstjórn. En Thailands- stjórn reynir að hamla móti með því að bæta lífskjörin á allan hugsanlegan máta. Við áttum viðdvöl í mörg- um þorpanna. Á flestum stöð unum var okkur innilega fagnað af þorpsbúum með alls konar hátíðahöldum. Okk ur voru bornir drykkir úr grænum kókoshnetum og ræður voru haldnar. Börnin þyrpust að okkur með gleði- látum, því að það er nýnæmi fyrir þetta fólk að sjá ókunn uga frá suðurhluta landsins, hvað þá útlendinga eins og okkur. En dag nokkurn fórum við um þrjú þorp, þar sem kommúnistar höfðu verið að verki. Þar þurfti ekki vitn- anna við. Börnin hlupu í fel ur. Einstaka ungir menn stóðu álengdar og horfðu til jarðar. Þeir svöruðu ekki kveðjum. Konur og gamalt fólk lá á gægjum úr húsun- um. Þá vissum við að í þéttu kjarrinu i kring lágu menn með byssur, sem fylgdust með hverri hreyfingu, eða menn í gerfi þorpsbúa sem athuguðu allar svipbreyting- ar. Sá sem hafði sýnt okk- ur hinn minnsta vott um vin arþel eða greitt götu okkar á nokkurn hátt, hefði átt visa von um þunga refsingu ef ekki líflát. Finnst ykkur þetta hljóti að vera orðum aukið? Svo er ekki. Þetta gerist á hverjum degi. Boð- endur ,frelsisins" eru alltaf samir við sig. Þeir lofa betri lífskjörum einhvern tíma í framtíðinni en krefjast skil- yrðislausrar hlýðni að við- lögðum pyntingum og dauða. Og þá nær refsingin ekki ein göngu til þess sem hefur ó- hlýðnast, heldur einnig til barna hans og ættingja. Börn in, eiginkonan og foreldrar eru í gíslingu. Mér þætti gaman að vita, hversu hugrakkir við yrðum ef allir sem við virðum og elskum mættu sæta refsingu fyrir gerðir okkar, þegar sá, sem á refsinvendinum held- ur„ álítur miskunn veikleika merki og fyrirgefning er þeim óþekkt hugtak. Mundi fara mikið fyrir hugdirfsk- unni? Við hljótum að hika við að gefa þessu fólki góð ráð, á meðan við getum ekki um leið boðið því fulla vernd. Ykkar John. Viljmn ráða góðan rennismið nú þegar. VÉLSMIÐJAN ÞRYMUR II.F. Borgartúni 25 — Sími 20140. V erkslæðisfagmaöur Kaupfélagið Þór vantar bifvélavirkja með meistara- réttindi nú þegar. Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn. KAUPFÉLAGIÐ ÞÓR- Hellu. FILMU SETNING OFFSETPRENTUN adeade QARAMOND BIÝSATUR 11 PT, UP.PSTÆKKAO GARAMOND FILMUSATUR 11 PT, UPPSTÆKKAD LINDARGÖTU 48 — SllVII 15210

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.