Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. 27 Hvers vegna hægri umferð ? Hafnarfjarðarbíó hefur að unda nförnu sýnt japönsku kvikmynd- ina Nobi, sem vakið hefur mikla athygli. Síðnstu sýningar henn eru ráðgerðar núna á sunnudag. ALLMARGIR hafa að undan- förnu talað og skrifað gegn breytingu í hægri umferð. Meira hefur þar að jafnaði borið a stundar æsingi og vanþek'kingu, heldur en reynt væri að finna grundvallarástæður fyrir breyt- ingunni. Slíkur ofstopkenndur mótþrói vinnur málinu að sjálf- sögðu hið mesta ógagn og er illa fallinn til að búa menn undir að víkja til hægri. Af þessu tilefni langar mig að nefna nokkur atriði, sem teljast til grundvallar, breytingu í hægri akstur. Nær allir þeir bílar, sem flutt- ir hafa verið til landsins, eða yfir 90% eru ætlaðir til hægri aksturs og kemur það aðallega fram í eftirfarandi: í fyrsta lagi eru bílar með stýri vinstra meg- in, gerðir fyrir akstur á hægri vegarhelming. Varðandi framúr- akstur þá hljóta menn að kann- ast við það, þegar ekið er á eftir stórum bílum, (sem oft er bein- línis nauðsyn að komasit fram- úr), þá verður fyrst að færa bílinn að miklu leyti yfir á hægri vegarhelming áður en séð verð- ur fram á veginn. Þetta veldur að sjálfsögðu talsverðri hættu, enda oft orðið að slysi. Einnig ber að vekja athygli á þvi að stilling framhjóla er ekki sú sama fyrir vinstri og hægri akstur því veldur m.a. ha.li vegarins. Þess vegna burfur við að stilla hjólahalla (camber) þeirra bíla sem útbúnir eru fyr- ir slíka stillingu, og stýri hafa vinstra megin. Hinir, sem ósúii- anlegir eru að þessu leyti, og þeir enu margir vilja jafnan sækja út í vinstri vegarbrún, eru sem sagt öfugu megin. Þetta hefur líka í för með sér aukið og misjafnt slit hjólbarða og verður það ekki í krónum talið. Þá er það alþekkt að fjarðrir bíla linast fyrr vinstra megin og bíllinn fær „slagsíðu". Þetta kemur til af því, að heildar- þyngd bílsins ásamt ökumanni, sem oft er einn, hvílir meira á vinstri hlið vegna halla akbraut- anna. T.d. er þetta áberandi á leigubílum, þar sem einn farþegi sezt oftast vinstra megin í aftur- sæti, fyrir það að öfug hlið bí’.s- ins snýr að gangstétt. Sé um fleiri farþega að ræða, verða þeir hins vegar að fara út í um'erð- na til þess að komast a'j hægrt hlið bílsins, en það sksstr að sjáifsögðu hættu fyrir þá, svo og óþægmdi fynr aðra vegfar- endur Þessvegna er það næsts hjá- kátleg skammsýni, þegar l:.gu- bílstjórar berjasf með oddi og egg gegn sínu eigin nag ,muna- málL Hvað snertir hina stærri bíla, en þeir ráða að sjálfsögðu mestu í þessu máli, þá aukast sífellt vandkvæði á þvi að fá almenn- ingsvagna fyrir vinstri umferð, nema sem sérsmíði. Slíku fy >g;.r auðvitað mikill aukakost-sað.ir og er allt að því ógerlegt. N.i'na má það, að þegar S/u»r hafa breytt í hægri umferð, (3. sept.. n.’k.) verða Bretar einir Evrópu- þjóða fyrir utan okkur, m:ð vinstri umferð, en þeir smiði pó flest sín farartæki sjálfir. Auk þess hefur verið talið hepp’iegra fyrir okkur a5 kaupa ai ne.rn- ingsvagna frá öðrum lönd im. Þá má einpig minna á það að ökuljós flestra bíla eru en > v.s gerð fyrir vinstri eða hægr: akst ur. Það gæti þv- komið sér mjög ílla ef við þyrftum að fá einka framleidd ljósksr á bílana þegar aðrar þjóðir hætta vinstri akstn. Sömuleiðis er þetta mjög oheppi- legt þegar bílar eru fluttir ’.anóa á milli, þá verða ljósin an.tað hvort ólögleg, ellegar sk’pta verður um ljóskerin í hvert sinu. Að síðustu má geta þess sð hægri umferð er að verða ráðandi í heiminum og allsráðandi í lofti og á sjó. Er þá nokkuð uunið við það að hafa vinstri umf?r5 á landi? Nú eru svifskio að ryðja sér til rúms og vænv.an- ’egt er eitt hingað til laafls á næstunni, en Skip þessi geta far- ið jafnt á sjó og landi. Ekki er ótrúlegt að slík faratæki verði algeng í framtíðinni og mundi þá verða æskilegt að láta þau víkja til hægri á sjó, en vinstri á landi? Uppá síðkastið hefur því nokk uð verið haldið fram, að þjóðar- atkvæðagreiðsla ætti að fara fram um þetta mál. í því sam- bandi langar mig að vitna til um mæla Gísla Sigurðssonar í Rabbi í Lesbók Mbl. nýlega. Hann segir: „Með fullri virðingu fyrir atkvæðagreiðslum og lýðræði, er ég efins um réttmæti þjóðar- atkvæðis í máli sem þessu. Al- menningur á þes? engan kost að átta sig til fullnustu á öllum hin- um tæknilegu hh'ðum og be;r sérfræðingar í umferðarmálum, sem við höfum tiltæka, ættu að geta kveðið upp viturlegri dó*í»“. Við þetta mætti svo bæta því, að þessi orð virðast sannast, þeg ar atvinnubílstjórar opinbera fá- fræði sína í þessu mál: Hvers er þá að vænta af þeim er minna þekkja til? Ljóst ætti að vera, að nii breytingu í hægri umferð verð- ur ekki komizt. Það hefur þ íg- ar dregist alltof lengi. Björn Indriðason, bifvélavirki. Sigurjón Einarsson skipstjóri: Sjóðurinn þreyttir fætur Undur Hafnarfjarðar EITT af undrum Hafnarfjarðar er Olíustöðin h/f (Esso) við Hvaleyrarbraut. Hún er þannig tilkomin á þessum undarlega stað, að þegar þáverandi ráð- andi bæjarstjórn þótti tími til kominn að hefjast handa um byggingu suðurhafnargarðsins, þá datt einhverjum snillingnum það í hug, að blanda Olíufélag- inu í það verkefni auranna vegna. En ríkidæmi bæjarins var ekki svo mikið, að hann ætti hægt um vik. í samningnum um þetta mál er manni sagt, að bæjarstjórn hafi gert sér ljóst, að vankantar væru á því að setja stöðina niður, þar sem hún er, og viljað hafa hana fyrir sunnan holtið og þar með á hættuminni stað, en við það hafi ekki verið komandi. Olíu- félagið hafi settt þennan stað á oddinn, annars enga samninga. Lét bæjarstjórnin þá þetta sér lynda, þrátt fyrir þá augljósu hættu, sem það hefur í för með sér. Þrátt fyrir það, að stöðin er nú komin inn í íbúðahverfi, vill Olíustöðin nú fá auknar að verulegu magni benzínforða- geymslur sínar og verður þá rúmmál þeirra orðið fast að 20.000 tonn, en það er mikill hluti þess, sem þarna er geymt og því er nafnið Olíustöðin að vissu leyti rangnefni. Benzín- birgðastöðin lýsir betur verk- efninu, en þessu hefur fólkið í Firðinum varla varað sig á, þar til nú að rót kemst á, og um 400 manns ur næsta nágrenni við stöðina sendir bæjarstjórn mótmæli, en þeirra hefur ekki verið leitað meðal bæjarbúa annars staðar sem munu þó flest ir vera á sama máli. Þegar að er spurt, hvað veld- ur þessu einstæða ráðlagi með hættuleg sprengi og brunaefni, og hvaðan fyrirmyndirnar séu sóttar, þá er ekki annarra svara að vænta en að upp úr þessu hafist tékjur fyrir bæinn. Það er vissulega gott og blessað að fá peninga í kassann sem oft vill vera tómur, en við getum ekki kastað öryggis og slysavörnum frá okkur af þeim sökum. Við verðum að hafa það hugfast að það sem kemur fyrir á einni benzínstöð getur komið fyrir á annarri. Þess er ekki langt að minnast, að Esso stöð gjöreyði- lagðist og 10 af 11 benzínflutn- ingabílum við flugvöll í Lon- don. Esso stöðin var staðsett 1% kílómeter frá flugstöðinni svo hana sakaði ekki. En það er um hálf leiðin frá suðurbyggð Hafnarfjarðar og suður í Straum. Benzín og olíuflutninga skipum er öðruhvoru að hlekkj- ast á, svo það er ekkert gaman- mál að eiga það yfir höfði sér í Hafnarfirði. Það þarf kalda karla til að láta sér á sama standa og engin víti að varnaði verða. Það sama má ekki Koma fyrir i Hafnarfirði og skeði í bænum í suður Englandi, þar sem gjallhaugurinn hrundi að lokum yfir bæinn, því of lengi var treyst á að ekki færi illa og hann hengi þar sem hann var, af gömlum vana. Það er bersýnilega enginn grundvöllur fyrir því að auka á hættuna á Hva'ieyrarholti frá því sem nú er. Það verða bæði bæjarstjórn og Olíufélagið að gera sér grein fyrir, og að þau eru þungum siðferðisskyldum hlaðin í þessu máli gagnvart bæjarbúum. Því má svo ekki gleyma, að ef til hernaðarátaka kemur, þá er það ein bezta vörnin að staðurinn hafi enga eða litla hernaðarlega þýðingu. Ekki verður það leng- ur sagt um Hafnarfjörð. Það langminnugir megum við vera, að Þjóðverjum varð ekki mikið fyrir því að sökkva með sprengju tankskipi á Seyðisfirði í síðustu heimsstyrj öld. Þá má á það benda, að benzín og olíustöðvar eru í hernaði tal- in ákjósanleg skotmörk. Al- mennt munu menn í Firðinum vera farnir að átta sig á því að báðir aðilar, bæjarstjórn og Olíustöðin hafa í samningum sínum hnýtt ranga húnta, en úr því verður ekki bætt með því að bæta fleiri röngum hnútum við. Það verður að leita ann- arra úrræða. Að lokum þettai Málið hefur erugan pólitískan lit. Það er algjört slysavarna- mál og ber að skoðast frá þeim sjónarhóli, og þaðan séð er sú hætta framundan, sem hér hef- ur verið rædd. FYRIR nokkru barst fyrsta gjöf- in í sjóð, sem stofnaður hefur verið til þess að reyna að koma á starfsemi til að hjálpa lúnu og öldruðu fólki á alveg sérstakan hátt. Nafn sjóðsins bendir á starfsemi hans — þreyttir fætur. Vissulega eru þau mörg í land- inu, sem á aðstoð — fótsnyrtingu — þurfa að halda, lúnu og þreyttu fæturnir eru æði margir. í Reykjavík höfum við nokkra slíka starfsemi, og nú eru þrír söfnuðir í borginni einnig tekn- ir til starfa á þessu sviði. Er það vel farið, en betur má, ef duga skal. Við þurfum einnig að geta veitt fólkinu í þorpum og sveitum landsins aðstoð í þessu efni. óvíða mun þörfin meiri en einmitt hjá þessu fólki sem vinn ur baki brotnu erfiðustu störfin og þar gera lúnu og þreyttu fæt- urnir vart við sig. En allt slíkt starf — fótsnyrting — kostar fé, og það er tilgangur sjóðsins — Þreyttir fætur — að reyna að bæta hér úr. Eitt þúsund krónur gaf hún, kona 86 ára gömul. Sjálf var hún orðin hálf þreytt eftir langt og erfitt starf. Hún átti ekki mikla peninga, ellilaunin fóru í vistgjaldið, en hún prjón- aði og tók til hendi, þegar hún gat og fékk nokkrar krónur fyr- ir. Þess vegna var gjöf hennar álíka mikil og hefði einn síldar- kóngurinn okkar gefið hundrað sinnum meira. En hún vissi, hvað þreyttir og lúnir fætur eru af eigin raun, og hún gaf af fá- tækt sinni til að hjálpa öðrum. Ég hef beðið blöðin að segja frá þessu og sent þeim Heimilis- póstinn okkar í þvi skyni, en það er svo margt að gerast hjá þeim, að smælingjarnir gleymast — svo var það einnig með þessa frásögn, sem hér er nú endur- tekin. En Heimilispósturinn kemur til fólks, sem hefur tíma til að lesa og hugsa. Eldra fólkið er búið að skila mestu af dags- verki sínu og sum. er nú hjá okk ur ævikvöldið. Þess vegna kom hann með bláa seðilinn og bað mig að bæta í sjóðinn. Þessi vinur minn er nú kominn á eftir laun, en andleg orka hans, hugs- un og áhugi er sá sami og þegar hann lét til sín taka í þjóðfélagi okkar svo um munaði. Hann fylgist með á öllum sviðum, einn ig þeim, sem flestir gleyma eða nenna ekki að sinna, málefnum eldra fólksins, og skildi strax, að sjóðurinn — Þreyttir fætur — getur gert mÖrgum gagn. Gjöfin hans var táknræn, hann vildi sýna mér með henni, að hann skildi, hvað við erum að gera. Við erum að reyna að vekja þjóð ina til umhugsunar um, hvað það er ótal margt smátt, sem getur orðið að svo mi'klu liði fyrir eldra fólkið. Fótsnyrting er eitt af mörgu og ekki það veiga- minnsta. Hjón gáfu kr. 5000.00 í sjóðinn. Þau eru bæði komin af léttasta skeiði og vita vel af eig- in reynd, að fótsnyrting er nauð- synleg og hressandi Þau eru nú fjögur talsins og krónurnar sjö þúsund. Að vísu er ekki hægt að gera kraftaverk með sjö þúsund krónum — og þó. Ef yngra fólkið, sem von- andi allt verður eldra, færi að dæmi þessa fólks, færi nú að hugsa um framtíð sina í ellinni, þá held ég, að krónurnar verði fljótt sjö sinnum fleiri og vel það. Haldi einhver, að ég sé að biðja um peninga handa okkur á Grund til þess að greiða fyrir fótsnyrtingu hjá okkur, þá er það alveg misskilningur. Við biðjum ekki um peninga — það hef ég aldrei gert og mun von- andi aldrei þurfa. En við getum gert annað og gerum það, við getum bent yður á aðkallandi verkefni og vegna þess er grein- in skrifuð. Annað mál er hvort hún ber árangur. Það fer eftir því, hvort þér, sem hana lesið viljið hjálpa lúnum og þreyttum, eða hvort þér snúið blaðinu við og lesið um eitthvað annað. Ell- in er ennþá svo óra langt I burtu hjá mörgum, en hún kem- ur þó samt og vonandi einnig til yðar. Gísli Sigurbjörnsson. Laufið tilkynnir Sumardragtir, buxnadragtir og dragtir með pilsi og buxum í fjölbreyttu úrvali í tízkulitum. Einnig sumarkápur, rú- skinnskápur, síðbuxur. Tökum upp í næstu viku sumarkjóla frá París og London. Nýjasta tízka. LAUFIÐ, Austurstræti 1. Síldarsöltunarstöð til sölu Til sölu er síldarsöltunarstöð á Austfjörð- um. Stöðin er búin öllum nýjustu tækjum og góðum húsum. Stöðin fæst keypt mjög góðum kjörum. Tilvalið tækifæri fyrir út- gerðarmenn og sjómenn. Upplýsingar gef ur skrifstofa STEINS JÓNSSONAR, lögfræðings, Kirkjuhvoli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.