Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967.
19
>
til að lána 10 viðtæki endur-
gjaldslaust fátækum blindum
mönnum og veita þeim undan-
þágu frá afnotagjaldi og átti
stjórn Blindravinafélags íslands
að annast útlilutun þeirra. Fyrstu
7 árin bárust miklu fleiri um-
sóknir, allt upp í 60 umsóknir
á ári.
Að minnsta kosti hefur 336
tækjum verið úthlutað þessi 35
ár, auk þess hefur mörgum við-
tækjum verið endurúthlutað,
ennfremur hefur félagið marg
oft fengið viðtæki að gjöf frá
velunnurum þess, sem öll hafa
verið lánuð.
Eitt hið fyrsta verkefni félags-
Ins var að beita sér fyrir um
fræðslu augnsjúkdóma og orsak-
ir þeirra. Fyrsta erindið flutti
Sigurður P. Sivertsen, háskóla-
kennari, I útvarpið, og nefndi
ihann það: Blindir menn r.g
Blindravinafélag íslands. Var það
síðar prentað og sent viða um
land. Árið eftir keypti félagið
rit það, sem Helgi Skúlason
samdi um Glaukomblindu og var
það einnig sent út um allt land.
Þá voru árlega haldnir fyrir-
lestrar um ýmsa augnsjúkdóma
1 útvarpið af augnlæknum bæj-
arins og ennþá vinnur félagið að
þessum málum í samréði við
augnlækna.
Húsnæði félagsins.
Eins og áður er að vikið var
starfsemi félagsins fyrst til húsa
í Elliheimilinu, þrem árum síð-
ar (1936) fluttist hún að Lauf-
ásveg 19, en í febrúar 1939 festi
félagið kaup í húsinu nr. 16 við
Ingólfsstræti og flutti þangað
um vorið og hefur síðan haft
þar mest alla sína starfsemi.
Það, sem gjörði félaginu kleift
að kaupa þetta hús var það, að
Jónas Jónasson, lögregluþjónn,
dáinn 1938, arfleiddi félagið að
öllum sínum eignum og var
þetta fyrsta stórgjöfin, sem fé-
laginu barst. Skömmu síðar eða
1940 barst félaginu dánargjöf frá
Þorsteini Jónssyni, bílstjóra,
Hafnarfirði sem dó þá um vor-
ið, húseign hans Bárugötu 33,
Reykjavík Þetta eru verðmestu
gjafir, sem félaginu bárust á
þessum árum. Árið 1956 arf-
leiddi Guðmundur Jónsson,
smiður, Hallveigarstíg 8, Reykja
vík, félagið að mestum hluta
eigna sinna, þar á meðan %
hluta húseignarinnar Hallveigar
stíg 8 og um kr. 25 þús. í pen-
ingum. Guðmundur andaðist vor
ið 1956. Þá er og að geta dánar-
gjafar frú Guðrúnar Pálsson,
Laugavegi 46 B, sem var % hús-
eignarinnar að Laugaveg 46 B,
metið að fasteignarmati og aðr-
ir fjármunir samtals kr.
63.275.00. Arfur frú Þórdísar
Möller nam kr. 115.855.00 sem
félaginu barst 1965 og nú síðast
á árinu 1966 barst félaginu arf-
ur frá Ólafsfirði, þeim Elínu
Þorsteinsdóttur og Þorvaldi Frið
finnssyni, Brekkugötu 13, Ólafs-
firði kr. 102.624.80. Elín dó 5.
apríl 1966 en Þorvaldur 7. des
1947. Ef telja ætti upp allan
þann fjölda gefenda ,sem gefið
hafa félaginu bæði stórar og
smáar gjafir, þá myndi kvöldið
skammt endast. Eitt er víst, að
margur hefur gefið rausnarlega
og þeir, sem mest gefa vilja ekki
láta nafns síns getið. Þetta eru
hin duldu öfl eða undirstraum-
ur, sem fleyta þessari starfsemi
svo vel áfram.
Saga Blindraheimilisins
Hinn 20. júní 1939 kom ónefnd
ur gefandi til félagsins með kr.
1.750.00 að gjöf til minningar um
móður sína, sem renna átti til
heimilis fyrir blinda. Þetta var
fyrsta framlag í Blindraiheimilis-
sjóð félagsins, en verulegur
skriður komst ekki á þessa söfn-
un fyrr en 10 valinkunnir bæjar
búar undir forustu Magnúsar
Sdh. Thorsteinssonar, forstjóra,
mynduðu söfnunarnefnd fyrir
byggingarsjóð blindraheimilis.
Safnaðist á þessum árum mikið
fé bæði fyrir atbeina söfnunar-
nefndar og stjórnar félagsins.
Síðar var kosin byggingarnefnd.
Oddamaður hennar var herra
Sigurgeir Sigurðsson, biskup. Ár-
ið 1949 var fengið byggingar-
leyfi og byggingarlóð að Há-
teigi í Garðahreppi, en þegar til
átti að taka þá reyndist vatnið
ekki nógu mikið eða heilnæmt,
svo að þeirri áætlun var frest-
að. Nokkru síðar féll formaður
nefndarinnar frá og framkvæmd
ir stöðvuðust í bili. En 17. júní
1956 er húsið við nr. 8 við Bjark
argötu keypt og þar stofnað
heimili fyrir blint fólk 1. nóv.
>að ár, og hefur félagið starf-
rækt það síðan.
Velunnarar félagsins
eru ekki eingöngu hinir mörgu
óþekktu gefendur, heldur líka
mörg félagasamtök, má þar
nefna Rebekku-stúku Oddfell-
owa, sem árum saman hafa safn
að og aflað fjár til hjálpar blind
um fyrir hver jól og glatt þá á
marga vegu. Þá er söfnunar-
nefnd Blindraheimilissjóðsins úr
einum öflugum félagsskap hér í
bæ, sem svo drengilega hefur
stutt okkur með sínum fjárfram
lögum. Þá hafa Lions-klúbbarnir
hér í borg hvað eftir annað fært
félaginu og blindum mönnum
kærkomnar gjafir og veitt félag
inu mikilvægan stuðning. Þá
hafa stúlkur úr Góðtemplara-
reglunni þrásinnis glatt blint
fólk á skemmtunum sinum. Enn
fremur hafa fjölmörg kvenfélög
út um allt land árlega hjálpað
okkur við merkjasölu félagsins,
sem er okkur ómetanlegt.
í framhaldi af því, sem áður
er sagt um bókagerð var í minn
ingu um Sigurð P. Sívertsen, há-
skólakennara, og fyrsta formann
félagsins, stofnaður sjóður (14.
febr. 1938), sem ber nafnið
Bókasjóður blindra.. Ætlunar-
verk sjóðsins var að afla bóka á
blindraletri, sem hann og gerði
við tilkomu fjölritarans, sem áð-
ur var frá sagt, var ákveðið, að
sjóðnum skyldá varið til kaupa
á segulbandstækjum og spólum,
sem lesa mætti inn á sögur og
annan fróðleik og lána svo tæk
in blindum mönnum til afnota
og þannig skapa safn sögubóka,
sem nefna mætti hljóðbækur.
Árið 1958 voru tvö fyrstu tæk-
in keypt og síðan hefur þeim
fjölgað nokkuð. Félagið á nú 12
segulbandstæki og nokkuð marg
ar spólur. Nú er lögð mikii
áherzla á að afla sér fleiri bóka
af þessu tagi. Þetta er vinsælt
og á áreiðanlega framtíð fyrir
sér.
í stjórn Blindravinafélagslns
eru nú atik Þórsteins Bjarnason-
ar, Helgi Elíasson, fræðslumála-
stjóri, frá 1934, séra Helgi
Tryggvason frá 1938, Kristín
Jónsdóttir, Þóra Björnsdóttir,
Gunnar Kr. Guðmundsson og
Jónína Þorleifsdóttir.
Þórsteinn Bjarnason.
HELLU
OFNINN
a) er framleiddur úr vestur-þýzku gæðastáli
b) er fyrirferðaminnsti stálofninn
c) er með slétta framhlið eins og veggir
herbergisins
d) er í fjölda húsa um land allt.
Hagstætt verð og afgreiðslutími.
H/rOFNASMIÐJAN
IINHÐL1I IO - .R£VK|/VÍK - (SlANDt
Fjórðungsmót hesta-
mannafélaga í sumar
f SUMAR verður haldið fjórð-
ungsmót á Hellu á Rangárvöll-
um, á vegum Búnaðarfélags ís-
lands og Landssambands hesta-
mannafélaga, en hestamannafé-
lögin á Suður og Suðvestur-
landi, sjá um framkvæmd þess.
Þetta verður án efa eitthvert
fjölmennasrta fjórðungsmót hesta
manna, sem haldið hefir verið.
Að því standa 14 hestamannafé-
lög á starfssvæði Hrossaræktar-
sambands Suðurlands, en það
nær frá Hvalfjarðarbotni austur
að Núpsvötnum. Á þessu svæði
er mikill og góður hestakostur
og áhugi á hestamennsku mikill
í fjölmennum hestamannafélög-
um, jafnt í sveitum, sem í þétt-
býli.
Mótið verður haldið dagana 8.
og 9. jútí, en dómsitörf hefjast
föstudagsmorgun 7. júlí.
Á móti þessu verður sýning á
úrvali kynbótahrossa af félags-
svæði Hrossaræktarsambands
Suðurlands. Sýndar verða tamd-
ar kynbótahryssur, og stóðhestar
og sambandið mun sýna 6 eða 7
stóðhesta með afkvæmum og má
geta þess að hvergi hafa áður
verið sýndir svo margir hestar
með afkvæmum á mótum hér.
Fjórðungsmót, sem þetta á
Hellu, er einn þáttur í hrossa-
ræktarstarfi okkar. Þarna gefst
tækifæri til athugunar á árangri
í kynbótastarfi liðinna ára með
samanburði við fyrri sýningar.
Rétt er að vekja athygli
þeirra, sem eiga hryssur og stóð-
hesta á félagssvæði Hrossarækt-
arsambands Suðurlands, að þeir
tilkynni þátttöku til sýninga,
héraðsráðunautum, formönnum
hestamannafélaga eða Þorkeli
Bjarnasyni, hrossaræktarráðu-
naut á Laugarvatni, fyrix 15.
maí nk.
Á þessu móti verður gæðinga-
keppni og kappreiðar. Gæðinga-
keppnin verður tvískipt. í öðrum
flokknum keppa alhliða gæðing-
ar og má hvert hestamannafélag
senda 3 hesta í þá keppni. í hin-
um flokknum, verða klárhestar
með tölti og koma fram tveir
hestar frá hverju félagi. Gœð-
ingakeppnin vekur alltaf mikla
athygli áhorfenda. Hivert félag
velur sina hesta til þátttöku
heima í héraði.
í kappreiðum verður keppt 1
skeiði, stökki 300 m og 800 m og
verða veitt há verðlaun.
Tilkynningar um þátttöku í
gæðingakeppni og kappreiðuxn,
skal senda til fnamkvæmdastjóra
mótsins eigi síðar en 15. júní nk.
Hestamannafélögin hafa skip-
að framkvæmdanefnd mótsins og
eiga sæti í henni fimm menn,
þeir Einar Þorfinnsson, ráðu-
nautur Búnaðarsambands Suður-
lands, sem er formaður nefndar-
innar, Árni ísleifsson, tamningar
stjóri, Hellu, Bergur Magnússon,
framkvæmdastjóri Fáks í Reykja
vík, Gunnlaugur Skúlason, dýra-
læknir, Laugarási, og Sigurður
Sigmundsson, bóndi, Syðra-
Langholti.
Nefndin hefir ráðið Steinþór
Runólfsson á Hellu framkvæmda
stjóra mótsins, en fulltrúi hans
verður Árni fsleifsson, Hellu.
Undirbúningur fjórðungsmóts-
ins er hafinh fyrir nokkru og
mun hestamannafélagið Geysir
taka að sér verklegar fram-
kvæmdir, enda verður mótið á
skeiðvelli þess og athafnasvæðL
Opel Kapitan 1962
Til sölu Opel Kapitan árg. 1962, ljós að lit, vel
með farinn og í góðu ásigkomulagi. Skipti á ódýr-
ari og minni bifreið koma til greina. Uppl. í síma
32751.
Tækifæriskaup
Sumar- og heilsárskápur á kr. 1500.— Úrval af
kjólum seldir á hálfvirði frá kr. 400.— Sumar-
dragtir á kr. 1800.—
Laufið, Laugavegi 2.
VÉLADEILD S.1.S ÁRMÚLA 3 SlMI 38900
AIMR VÉLAR RRIIIIIVRIR TRVSTIIflNAfllNN
BEN JAMIN
Sambyggð og algjörlega sjálfvirk hraöfrystitæki
mjög hentug fyrir lítil frystihús.
IMjög lítill uppsetningarkostnaöur.
p.r.
Plötufrystitækl í einangruðum skápum, af ýmsum
stærðum og gerðum fyrir amoniak eða Freon-22
SMC.
Fjölstimpla frystiþjappan fáanleg í 18 misipunandi
stærðum fyrir amoniak og Freon