Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAf 1967.
21
þau sem byggð eru mennskum
aiönnum.
En Þjóð'verjinn ungi komst
aldrei í álfheima inn. Hann var
borinn í bæ og síðan flut*ur til
Eagurhólsmýrar og þaðan með
flugvél til Reykjavíkur. Kann'ski
sitja álfameyjar 1 hamrasö’um
austur þar, vonsviknar vegna
gestsins sem ekki komst í Nifl-
ungaheim.
Annan páskadag kl. 8 að
morgni var enn lagt af stað heim
leiðs frá Hofi. Veður var allgott
og fjallasýn fögur. Gekk nú ailt
sæmilega unz komið var að
Skeiðará. Reynt var að fara yfir
á sama stað og i austurleiðinni,
en Skeiðará er duttlungafull, og
á því fékk fyrsti bíllinn að
kenna. Þetta var vípon og festist
hann á grjóteyri í miðri á. Með-
an verið var að basla við að
draga hann á land, fóru aðrir
bílar að leita vaðs, nær undir
Skaftafellsbrekkum. Þar reynd-
ist ágætt yfir að fara, og hélt
nú öll lestin áleiðis vestur sand.
Nálægt sæluhúsinu fór að þyngj-
ast færð vegna skafla. Biluðu
bíiar þar hver af öðrum, og gafst
m.a. ein rútan upp, og varð að
skipta fólkinu yfir í hina bílana.
Þó eru hrein undir, hvað menn
eins og Úlfar og Guðmundur geta
bjargað öllu við, þegar svona
er komið. Að minnsta kosti halda
allir áfram á endanum, því að
samhjálpin er óbrigðul meða'
þessara traustu ferðalanga.
Þegar vestar kom á sandinn
sáust enn betur sandmörkin, sem
annað slagið huldi Lómagnúp.
Hann var ekki árennilegur, enda
hafði alveg gleymzt að heita á
Jángrím á heimleiðinni. Slíkan
höfðingja er ekiki holt að styggja,
enda kom það á daginn síðar,
Rokið var ofsalegt. Við kom-
om loks að Sandgýgjukvísl, og
var þar heldur ömurlegt um að
litast. Áin hafði brotið sér braut
gegnum háar jökulöldur, og þar
milli himinhárra bakka stóð nú
dknmrauð moldarviðrisstxolkan,
með feikna veðurhljóði. Skaf-
renningurinn nísti inn að beini,
þegar út var komið. Þarna stanz-
aði öll lestin, og nú átti að kanna
vaðið. Þeir Guðmundur Jónas-
son og Heiðar voru á svipstundu
komnir í vöður og héldu út í
ána. Vatnið tók þeim undir
hendur. Hér var alófært. Ofar í
ánni er ísi lagt. Einn jeppi tek-
ur sig til og ekur út á ísinn.
Hann heldur og jeppinn þýcur
yfir. Menn stóðu á öndinni þeg-
ar fyrsta stórrútan lagði út á
djúpið. Þetta blessast allt og mn-
an stundar voru allir komnir
yfir, og síðan var ekið hratt frá
þessum ógnþrungna stað. Siorm-
urinn hamaðist einn og ömur-
legur í þessari reiginauðn. Það
hrikti í bílnum og nú tók að
fjúka farangur. Við sáum poka
velltast á veginum. Hann var
hirtur upp í bílinn, en veðrið
hrífur annan, þyrlar honum út í
buskann á svipstundu, svo að
ekkert þýðir eftir að leita. Núps-
vötn voru á haldi að mestu
leyti, og var nú ekið undir Lóma
gnúp. Kánnski Jánrgrímur sé þá
í sæmilegu skapi, þrátt fyrir allt.
\
Nú vex blárra brodda
beitisullur í fjöllum,
koma mun sumra seggja
sveitadögg á leggL
Þannig kvað jötuninn með járn-
staf í hendi við Flosa i draumn-
um forðum.
Skeiðarársandur er nú að baki
með öllum sínum stórvötnum.
Ferðalangarnir halda sigrihrós-
andi með hlíðum gnúpsins. Kom
ið að Núpsá. Þessi bergvatasá er
ekki mikið vatnsfall venjulega.
Á þessum slóðum telst hún nán-
Rútan föst í einni af ánum.
ast vera lækur. En nú var önn-
ur tíð. Öllu var um bylt og
Núpsá hefur ugglaust fengið til
þess liðsstyrk frá grönnum sín-
um Núpsvötnum. Hún hafði
myndað mikið uppistöðulón, ísi
lagt, en rann sjálf straumhörð
og vatnsmikil milli skarða.
En ferðalangarnir voru svo
fegnir yfir að hafa sloppið úr
helgréipum Skeiðararársands
að þeir ætluðu sér ekki af. Einn
víponinn ætlaði að þeysa yfir
fyrstur af öllum. Bíllinn varð
senn hálfur í kafi með bilaða
vél. Honum var dröslað upp á
eyrL og þar sat hann fastar
lnga hríð. Hófst nú för lestarinu-
ar yfir ána í átt til skriðunnar
miklu, sem þarna féll skiinmu
fyrir Skaftárelda. Jepparmr
komust furðufljótt upp í sk’ið-
una, en á þeim stað var ófært
stóru bílunum. Vegaslóðin, sem
þeir þurftu að ná, var nú girt
klakalögðu lóninu, og ekki fært
að sjá, hve djúpt var yfir að
fara.
Loks leiddist Bjarna í Túni
þófið, og ók hann stórbíl sínura
út á lónið hraðri ferð, ísinn brast
og brakaði sumstaðar, en áfr.un
hélt Bjarni, nær fast að skrið-
unni. Þá brast ísinn hátt, og bíll-
inn fór á kaf. Voru nú góð ráð
dýr, því að bílarnir með dráttar-
spilin áttu erfitt með að komast
í skriðuna. Loks komst JóL
tengdasonur Úlfars, með vöru-
bílinn góða upp í skriðuna, til
móts við Bjarna. Var nú reynt
að koma taug í bílinn, en gekk
erfiðlega. Bjarni í Túni skreið
þá út um glugga og varpaði sér
út úr bílnum. Sökk hann þá í ís-
kalt vatnið upp í mitti. Síðan
tókst að festa taugina, og Jói
byrjaði að draga. Var þá Guð-
mundur Jónasson þar einnig kom
inn með sinn dráttarbtl og var
nú unnið ötullega. Er skím'T,ir»
frá að segja, að þennan veg uiðu
allar rúturnar að fara og allar
voru þær dregnar upp á spili. Á
meðan norpaði ferðafólkið í
skriðúnni og reyndi að leita
skjóls bak við stórbjörgin. Járn-
grímur glotti kalt úr gnúpnum,
og sendi sviptivinda yfir mann-
krílin, svo að hvergi fékkst var-
anlegt afdrep.
Fram á sandin^ var að sjá
dansandi vindstroka, líkt og
horft væri í átt til stórborgar
með ótal rjúkandi reykháfum.
Lóksins voru allir bílarnir komn
ir á þurrt, og varð fólkið heldur
en ekki fegið að fá að skríða inn
í hlýjuna.
Stormurinn stóð ofan af fjöll-
unum, en sandbyljir og mold-
rok um allt Fljótsdal'shveríið.
Bar nú ekki til tíðinda og að
Klaustri var komið um kl. 8.
Feikna mannfjöldi var þarna
samankominn. Auk Öræfafar-
anna voru margir bílar, sem set-
ið höfðu veðurtepptir að
Klaustri, því að Mýrdalssandur
Nýkomið
Sumarhattar
ljósir litir, strá og filt í fallegu úrvali.
hafði verið ófær undanfarið
vegna skafrennings, sem ly lti
allar slóðir jafnóðum. Margir
virtust vera orðnir nestislausir,
þar sem ferðin hafði tekið
lengri tíma, svo að um munaðí
heilum degi, frá því sem ætlað
hafði verið í upphafi. Húsfreyja
að hótelinu á Klaustri hafði nóg
að gera, að sinna öllum þessum
sæg. En hún virtist geta leyst
hvers manns vandræðL þótt
ekki hefði hún annað starfslið,
en telpu innan fermingaraldurs.
Á þriðjudagsmorgni var útlit-
ið ekki sem bezt. Sagt var, að
Mýrdalssandur væri í einu
kófL og snjóýtumennirnir töldu
horfurnar slæmar. Upp úr há-
deginu lyngdi og var þá nks
haldið af stað. Þá var komið
glaðasólskin og virtist bezta
veður framundan. Færðin ytir
Eldhraunið var góð. Mikla vetr-
ardýrð var að sjá yfir Skaftár-
tungunni. Fannabrynjan glitr-
aði í sólarljósinu og stafuði
geislum á vötn og jökulsvell.
Þegar kom út á Mýrdaisíund
var enn bezta veður. Ýtur höfðu
rutt slóðina og gekk nú ailt sem
greiðast unz komið var á miðj-
an sand, að hæð þeirri sem köit-
uð er Langasker. Þar var5 óil
lestin að nema staðar, því að ýt-
urnar vestanfrá voru enn ekki
komnar nógu langt. Þá var
klukkan að ganga fimm. Ferða-
fól'kið hafði nú nægan tíma til
þess að skoða sig um, því að
þarna yar staðið .við á annan
klukkutíma. Sumir fóru að
byggja snjóhús, aðrir gengu út
á hjarnið, en flestir hýrðust bó
inni í bílunum. Langasker hefur
oftar en einu sinni bjargað
mannslífum, þegar Katla hefur
komið snögglega á.
Einu sinni voru nok'krir menr.
á ferð með lest um sandinn, og
sáu þá skyndilega til hlaupsim.
Þeir riðu þá sem hestarnir þoldu
í átt til Langaskers, með Kötlu
á hælunum. Munaði það mjóu,
að hefði verið einum hesti fleira
í lestinnL þá hefði hann fartð í
hlaupið.
Bílalestin var blátt áfram
tignarleg yfir að horfa. Þrjátíu
og fjórir bílar af öllum stærðum
í langri röð upp á Langaskarði.
Þar sem hæst bar sat ferðalag-
urinn DossL glaðklakkalegur á
svipinn. rétt eins og glataði son-
urinn, sem nýbúinn væri að éta
ali'kálfinn. Þeir Úlfar og Guð-
mundur Jónasson skipuðu nú
lestinni að raða sér til ferðar,
því nú vðru stórýturnar að
koma og fylgdu þeim fimm bíl-
ar á austurleið, en þarna var erf-
itt að mætast. Loksins var lagt
af stað á ný. Þá var klukKan
orðin sex. Fjögurra sæta fl ig-
vél sveimar yfir, — sagt að hún
sé frá snjónvarpsins vegum. Hafi
svo verið hafa þeir sjónvarps-
menn sennilega ekki haft árang-
ur sem erfiði.
Mikil birta hvíldi yfir öllu og
fjöllin hillti uppi, líkt og þau
væru svífandi yfir hvítum vötn-
um. Katla skartaði í hrímiþak-
inni hempu sinni og sást ekki
s'ký á lofti. Lestin var nú komin
móts við Hafursey. Þar voru
snjótraðirnar dýpstar. Hjör-
leifshöfði reis eins og eyja úr
fönnunum. Ný býr þar engmi
lengur. Mér komu í hug orð
Kjartans Leifs bónda þar í höíð-
anum, þegar hann lýsti Kötlu-
gosi þann veg, — að svo væi að
sjá sem brunuðu fram heilar
heiðar snævi þaktar.
Lestin hélt stanzlaust áfram
frain hjá Vík í Mýrdal. vestur
með Eyjafjöllum og álaiðis að
Hellu. Þar urðu menn mat sín-
um fegnastir, enda klikkan þá
orðin hálf tólf. Til Revkjavíkur
var komið klukkan tvö um nótt-
jia.
Fólk í þessari ferð vat á ýms-
um aldrL allt frá fermingu til
sjötugs. En þeir, sem mest reyndl
á og báru hita og þunga dag-
ana, voru karlmenn á sextugs-
aldri og þar yfir, samanber þá
Úlfar Jacobsen og Guðmund
Jónasson.
Áberandi fáar rosknar konur
fóru þessa ferð, og þær nær all-
ar útlendar. Enginn vafi er á,
að einmitt ferðii af þessu tagí
eru gagnlegar rosknu fólki, sem
hefur of miklar kyrrsetur. Enda
sjá þeir Öræfaleiðtogar vel fyrir
gistingu í hlýju húsnæði og eru
hinir öruggustu foringjar þegar
mest á reynir.
handyðHdy
m/fl/SM MEÐ AÐE/m E/Mf Yf/RÞURRKUN
... hreinsar
MÁLAÐA VEGGI, VASKA, BAKAR
OFNA, GÓLF, betur, hraðar, auðveldar!
Límkennd óhreinindi- Fitukennd óhreinindi? Leðjukennd
óhreinindi? Handy Andy hreinsar öll óhreinindi á brott
með aðeins einni yfirþurrkun. Nútíma húsmæður, hvar
sem er, eru sammála um það að hann sé bezti alhliða
hreinsunarlögur, sem völ er á. Handy Andy hefir öflugan
styrkleika til að hreinsa alls konar heimiliishluti betur,
hraða, auðrveldar. Notið hann annað hvort eins og
hann kemur úr flöskunni, eða þynntan með vatni ef
hreinsa skal stærri svæði. Þér þurfið ekki að nota
nema lítið í hvert sinn — Handy Andy er svo kröftugur,
svo drjúgur! Kaupið hann strax í dag!
CLEANS
PAINTWORK
WITHA WlPE
L'IHENS -TILES FLOORSB
Hattabúð Reykjavíkur
Laugavegi 10.