Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 7
MOKUUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. 7 rekstri vallarins. Þó heldur flug herinn áfram rekstri orrustuflug sveitarinnar og radarstöðvanna, og var búnaður flugsveitarinn- ar til dæmis endurnýjaður í árs- lok 1962, er hljóðfrárri orrustu- þotur flughersins af gerðinni Convair F-102A leystu af hólmi hinar eldri Northrop F-89D. Flotinn hélt áfram rekstri radarvarðflugvélanna til hausts ins 1965, er breytt viðhorf og framfarir í radartækni höfðu dregið svo úr gildi flugs þeirra að það var ekki lengur talið svara kostnaði. Kafbáta- og skipaeftiarlitsflug flugsveita flotans frá Keflavík- urflugvelli hefur hins vegar stöð ugt aukizt að mikilvægi og orðið umfangsmeira, er Sovétríkin hafa aukið kafbáta- og flota- aðgerðir sínar á Atlantshafi. Voru Neptune vélarnar hér leyst ar af hólmi í ársbyrj%n 1966 af hinum nýju Leckheed P-3B Ori- on kafbátaleitarflugvélum, en þær eru taldar hinar fullkomn- ustu sinnar tegundar í heimin- um í dag. Var stöðin hér ein- hver hin fyrsta utan Bandaríkj- anna til að fá þessar vélar og •nú fyrir skömmu var styrkur þeirra hér aukinn úr hálfri flug- sveit í heila. Jafnframt því er Btöðugt höfð aðstaða til að auka styrk slíkra véla hér með mjög stuttum fyrirvara, eins og oft er gert er flotaæfingar fara fram á Atlantshafi og Noregs- hafi, og er það til marks um mikilvægi þessa flugs héðan. Hernaðarstaða íslands í dag markast því fyrst og fremst af því, að Orion vélar héðan halda uppi daglegu eftirlitsflugi til að huga að ferðum sovézkra kaf- báta og skipa. Er höfð náin sam- vinna við brezkar, norskar og kanadiskar sveitir í þessum efn- um og skipzt á upplýsingum og verkefnum dag hvern. Orion vélarnar hafa eftirlit með mjög víðáttumiklum haf- svæðum umhverfis norður og suður af íslandi og gerir flug- þol þeirra þeim kleift að leiía á mjög stórum svæðum i einni ferð. Flugþol þeirra er rúmar 17 klukkustundir og geta þær leitað yfir 28.0.000 fermílna svæði í einni ferð. Verða þær mjög oft varar við ferðir sovézkra kaf- báta og skipa á þessum slóðum, er þau halda til og frá flotastöðv unum miklu við Murmansk. Er það raunar talið eitt meg- inmarkmið yfirstjórnar kafbáta- varna NATO að hundelta hvern þann sovézkan kafbát, sem vart verður við í hafi, bæði tjl þjálf- unar sinna manna, en einkum til að draga úr siðferðisþreki sovézku kafbátsáhafnanna og vekja efasemdir um getu þeirra og öryggi ef til átaka kæmi á Atlantshafi. Er ljóst, að flugvél- ar frá íslandi koma hér við sögu, ef rétt er hermt. Tvær radarstöðvar eru nú starfræktar hérlendis, ein á Mið- nesheiði og ein við Höfn í HornafirðL Aðal'hlutverk þess- ara stöðva er nú, sem fyrr, að annast loftvarnir íslands ásamt orrustuþotunum. Stöðvarnar eru nú búnar leitarradartækjum af gerðinni AN/FPS-20A og hæð- arleitarradartækju maf AN/FPS 6 gerð. Þessi tæki eru af nokk- ru nýtízkulegri gerð og eru traust og áreiðanleg tæki, sem draga yfir 200 milna vegalengd gegn loftförum í meðalflughæð eða meira, en nokkru styttra gegn lágfleygum loftförum sökum bungu jarðar. Staðsetningar sinnar og lang- drægis vegna koma Stöðvarnar hér einnig að góðum notum við eftirlit með flugumferð yfir norðanverðu Atlantshafi í sam- vinnu við stöðvar í Grænlandi, Færeyjum og NoergL Hins vegr- ar eru þær EKKI liður í fremsta viðvörunarkerfi NATO í Evrópu, sem nú er verið að endurbæta. Á Langánesi og í Grindavík eru fj arskiptastöðvar og um ís- land liggur hlekkur í svonefndu „troposcatter“ fjarskiptakerfL sem tengir saman viðvörunar- kerfin beggja vegna Atlantshafs- ins. Slík kerfi starfa á ultrastutt- um bylgjum og nota sérkenni- leíga eiginleika hinna neðri loft- laga um bylgjuendurvarp á því tíðnisviði. Kerfið, sem liggur um fsland er nefnt New East Nars og starfar á 900 megariða tíðni og ber 72 tíðnimótaðar talrásir. Þá eru á Keflavíkurflugvelli staðsettar 14 F-102A orrustuþot- ur 57. orrustusveitarinnar. Aðal- hlutverk þessarar afburðasveit- ar er að annast loftvarnir fs- lands, en einnig að hafa eftirlit með óþekktum flugvélum innan loftvarnasvæðis íslands (ADIZ). Fer allt flug sveitarinnar fram í náinni samvinnu við radarstöðv ar á svæðinu og eru til dæmis fylgzt ánið með æfingaflugi sovézkra sprengjuþota yfir Nor- egshafi og Norður-Atlantshafi. Ýmsum kann að þykja hlálegt að halda uppi vörnum gegn sprengjuþotum á dögum kjarn- orkuyddra milliálfuflauga. En raunin er sú, að þar sem engar vamir em er notkun sprengju- þota mun ódýrari og nákvæm- ari gegn punktskotmarki en notkun eldflauga. Auk þess er verulegur stigsmunur á beitingu sprengjuþota, sem geta grandað skotmarki með venjulegum sprengjum og langdrægra eld- flauga, sem aðeins koma í notk- un með öcflugar kjarnorku- sprengjur vegna óhjákvæmilegr- ar geigunar. Þá má benda á að staður, sem óvarinn gæti haft skotmarksgildi fyrir sprengju- þotur verður ekki sjálfkrafa að eldflaugaskotmarki ef vörnum gegn sprengjuþotum er viðkom- ið. Gilda þar um ýms herfræði- leg, tæknileg og fjárhagsleg rök, sem ekki verða talin nú. Hins vegar telur höfundur að leiða megi sterkar líkur fyrir að svo sé háttað með Keflavíkurflug- völl í dag. Gefst e.t.v. tækifæri til að ræða það efni síðar. FÖT EFTIR MALI ★ 3 klæðskera ★ 30—50 efnistegunda ★ 100 mismunandi sniða Á MILLI: Á LAGER: ★ Glæsilegt úrval af fötum ★ Stakir jakkar ★ 10 tegundir af frökkum jt Stakar buxur frá kr. 655.00. Á Fermingarföt Þórhallur Friðfinnsson Zlltima íKjétjjfiAÍ I Erling Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.