Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967 • • 14 , * Ornólfur Arnason skrifar um LEIKLIST Absúrdistaleikhús Hlutskipti manns- ins án guðs 1. grein. ÞEGAR Saraþústra Nietzsches koma ofan úr fjöllunum til að prédika fyrir mannkyninu, hitti hann helgan mann, sem bjó einn í skóginum. Gamli maðurinji bauð Saraþústra að dveljast með sér í kyrrðinni, í stað þess að þústra hafnaði boði gamla mannsins og hélt áfram ferð sinni. „En þegar hann var orð- inn einn, talaði hann svo til hjarta sírns: Þetta er furðulegt! Þessi gamli, heilagi maður hef- ur ekki enn heyrt, að guð er dáinn.“ Saraþústra var fyrst gefinn út árið 1883, og á síðustu 84 árum hefur tala þeirra, sem trúa raunverulega á guð, lækkað óð- fluga. Margir menn féllu í tilgang“, sem hann hefur hingað til þarfnazt? Vesturálfa er full af fólki, er í örvæntingu leitar að einhverri leið til að geta með fullri virðingu horfzt í augu við þessa veröld, sem nú er svipt fyrri kjölfestu sinni og tilgangi. Absúrdistaleikhúsið fæst eink- um við að túlka þessa leit. Það sættir sig æðrulaust við þá stað- reynd, að fyrir þá, sem hvorki vita lengur neina skýringu á ver- öldinni né tilgangi mannlífsins, Fáránleiki mannlegs hlutskiptis. „Beðið eftir Godot“ i Iðno arið 1959—’60. Árni Tryggvason t. v. og Brynjólfur Jóhannesson í hlutverkum trúðanna Vladimirs og Estragons. Fáránleiki hversdagslífsins og sa mskipta manna. Myndin er af sy ningu Þjóðleikhúsins á Nashyrn- ingunum eftir Ionesco árið 196 1 undir stjórn Benedikts Arnaso nar. Talið frá vinstri: Lögfræð- ingurinn (Baldvin Halldórsson), kaupmaðurinn (Bessi Bjarnaso n), gamli herrann (Jón Aðils), kaffihúseigandinn (Ævar Kvaran) og aðalpersónan Berenger ( Lárus Pálsson). — (Ljósm. Þor- valdur Ágústsson.) halda inn í mannhaf borganna. Þegar Saraþústra spurði einsetu- manninn, hvernig hann eyddi tíma sínum, svaraði hann: „Eg bý til lög og syng þau. Og þegar ég bý til lög, hlæ ég, græt og urra. Þannig lofa ég guð. „Sara- heimsstyrjöldunum tveimur, aðr- ir sluppu svo nauðuglega, að þeir höfðu aðeins bjargað líftórunni, en ekki guði sínum. Þegar guð er allt í einu ekki lengur til, hvað á þá að hjálpa manninum til að gefa lífi sínu þann „æðri er ekki hægt að halda áfram að reisa listaverk á sama grund- velli, úr því að hann er brost- ur verið sviptur öllum „æðri til- gangi“, verður hann að reyna að horfast í augu við hið raun- verulega líf sitt, eins og það kemur fyrir. Hvað hefur absúrdistaleikhús- ið þá fram að færa, úr því að það aðhyllist enga trúarlega eða fé- lagslega stefnu og prédikar enga sérstaka siðfræði? Þessi tegund leikhúss kann að virðast dapurleg og með nokkr- um vonleysisbrag, þar sem hún túlki aðeins fáránleika tilgangs- lausrar tilveru. En beztu full- trúum absúrdistaleikhússins ligg- ur þó meira á hjarta en mörg- um djarfyrtari forvígismönnum annarra leiklistargreina, sem hafa augljósari og markvissari stefnu. Þeir leitast við að fá manninn til að gera sér sem ljósasta raunverulega stöðu sína í tilverunni, að hrista af sér slen hefðbundins háttarlags hugsun- arlausrar baráttu fyrir stopulum yfirborðsverðmætum og halda vitund sinni stöðugt opinni. inn, eða nota gamla mælikvarð- ann á atferli mannsins, þar sem verðmætamatinu hefur verið kollvarpað. Þegar maðurinn hef- Hver er ávinningurinn af því að vekja vitund manna og láta I þeim svelgjast á kreddunum, I sem þeir hafa sopið umhugsun- arlaust úr fjölmiðlandi ausu samtíðarinnar? Ef „æðri tilgang- ur“ mannlífsins hefur glatazt um leið og trúin á guð, hvað getur þá helzt sætt manninn við hlut- skipti sitt? Absúrdistaleikhúsið hefur enga fasta stefnuskrá og auðvitað ekki neina tilreidda, „metafÍ3Íska“ lausn á veröldinni, sem tekið gæti við af trúnni á guð. En hugsanlegur ávinningur af starfi þess er að gæða mann- inn þeim virðuleik, sem hlýzt af skilningi og glöggri vitund. Hvort kjósum við heldur hlut- verk kokkálsins, sem raupar af dyggðum eiginkonu sinnar, eða mannsins, sem í nístandi óham- ingju fóðrar kímnigáfu sína á eigin áföllum? „Absúrd“ þýðir upprunalega i röngum dúr eða utan samhengis i hljómlist. í enskri orðabók er gefin þessi skýring: Úr samræmi við skynsemi eða velsæmi; fár- ánlegur, ósanngjarn, órökréttur. En kannski er réttara að vitna I skilgreiningu lonescos á orð- inu: „^^súrd er það, sem er sneytt iiigangi ... Slitinn úr tengslum við trúarlegar, „meta- físiskar“ rætur sínar, eða æðri *&?*>*■ & ve rz z-xjzTin^r GRETTISGATA 32 Mikið úrval af barnakjólum og bama- kápum. Fallegar danskar drengjaskyrtur. Terylene-drengjaföt á 1—2 ára. Úrval af alls konar barnafatnaði. Sumarvinna í Englandi Getum enn útvegað nokkrum stúlkum 18 ára og eldri skemmtilegt sumarstarf við ýmis þjónustustörf á sumarhótelum á suðurströnd Englands. Tilvalið tækifæri að læra ensku. Frítt uppihald. Ódýrar ferðir. Ráðningartími frá miðjum júní til miðs september. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN, Austurstræti 17. Hugleiðingar um vegamál ÞAÐ hefur mikið verið rætt og ritað um lagfæringu og bætur á samgöngum til og frá Reykj a-' vík í allar áttir. Og verður þá Hvalfjarðarleiðin alltaf ofarlega á baugi af því að hún er og hef- ur verið þar vestur Þrándur í götu. Það þarf að sjálfsögðu að finna lausn á þessu vandamáli sem öðrum og er þá æskilegt að sem flest sjónarmið korni fram, í von um að sú lausn finnist, sem flest ir mega við una. Vegauppbygging úr varan- legu efni, og þá brýr á Hvalfjörð og Borgarfjörð er lausnin sem virðist að sjálfsögðu eðlileg og framtíðarlausn. Það liggur að sjálfsögðu í augum uppi að fjár- hagurinn sníður framvindu þeirra framkvæmda stakk sem öðrum framkvæmdum. í þeim efnum vonast ég til að fengin reynsla á Reykjanesvegi verði látin ráða í efnisvali, þó að steinsteypan sé nokkru dýrari í byrjun. Svo er það brúarbygging á Hvalfjörð sem virðist vera of- vaxin fjármálagetu okkar í ná- inni framtíð. En mér virðist að hægt sé að leysa þetta að langmestu leyti þangað til að hagur strimpu hækkar svo að vega- og brúa- byggingar verða mögulegar. Með þetta í huga vil ég að rannsak- aðir verði möguleikar á því að létta meginhluta allra þunga- flutningum, bæði fólks og vöru- flutningum af þessari leið, og farið með það yfir Faxaflóa frá Reykjavík upp fyrir Borgarnes. Þetta álít ég að megi gera fyr- ir viðráðanlegt verð, að minnsta kosti vildi ég að það yrði gaum- gæfilega athugað af þeim aðilum sem þessum málum ráða. Með því að byggð yrði umferðamið- stöð, fyrir fólks- og vöruflutn- inga á Mýrum þar sem vegirnir frá Borgarnesi fram Norðurárdal og vegurinn vestur Mýrar á Snæfellsnes mætast, mætti þetta takast. Þessi vegamót eru því sem næst 146 km. frá Reykjavík eins og vegurinn núna, en frá Reykjavík yfir Faxaflóa eru þetta réttir &0 xm. Þessa leið aka 23 áætlunar- bilar á viku hverri með til jafn- aðar 35 sæti hver, en nýting sæta aðeins 28%. Mér hefur ekki tekizt að fá upp hve margar vöruflutningabif reiðar fara þessa sömu leið, þrátt fyrir mikla eftirgrenslan, en vegamálaskrifstofan telur að það muni vera 10 til 15% til sam- ans, það er fólksflutnings áætl- unar- og vörubílar . Og er ekki ólíklegt að það sé milli 40-60% af þeim þunga sem um veginn fer, þá hygg ég að á sama hátt megi flytja megin hávaðann af þeim einkabílum sem þessa leið-þurfa að komast. Auðvitað kæmu helgar, sem ékki vægi hægt að anna eftir- spurn, en ef hægt væri að létta 40-60% af þeim þunga af vegin- um, sem nú fer um hann, ætti það að auðvelda viðhald hans nokkuð mikið. Það þyrfti þá að sjálfsögðu að vera afgreiðslustaður fyrir þessa ferju í eða við Reykjavík, og hef ur mér þá helzt komið í hug, að hann yrði í Örfirisey, af því að hún liggur í leið milli Reykja- víkur, Akraness og Borgarness, sem þessi ferja mundi að sjálf- sögðu þjóna jafnhliða. Sá farkostur sem örugglega getur annast þetta er Hovercraft loftpúðaskip af gerðinni BiH 7, sem getur farið þessa leið frá dyrum afgreiðslu í Örfirisey að dyrum afgreiðslu á Mýrum á hálfri klukkustund, ef alda væri 1% til 2m þá yrði það um 40 mínútur. Afferming og ferming þyrfti ekki að taka meira en 10 til 15 mínútur svo að hér viriðst sem um sé að ræða mjög athyglisvert mál. Og það má án nokkurs vafa leysa flutningavandamál Skaft- fellinga frá Vík í Mýrdal til Hornafjarðar með sama hætti. Sigurður Erlendsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.