Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. O Sígild barnabók Bók náttúrunnar eítir Topelíus TALA barnabóka, sem hér eru gef.nar út fyrir hver jól, er legíó. Og ærið eru þær misjafnar að efni og gæðum, og skal ekki farið nánar út í það hér, enda þótt þarft verk væri. Ef nokkra bókaútgáfu á að vanda, þá eru það bækur handa börnum á viðkvæmasta þroska- aldrinum. >á er hugurinn næm- astur fyrir illum og góðum áhrif- um, og mörg greind börn eru þá sólgin í bókalestur. Fyrir síðustu jól kom út bók, sem ekki var mikið auglýst, og hefir ef til vill orðið eitthvað út- undan i bókaflóðinu. Nokkru mun líka þar um valdið, að ekki var hér ný bók á ferðinni, heldur hvorki meira né minna en fjórða útgáfa. Síðasta útgáfa kom út 1921, og bókin fyrir löngu horfin af markaðinum. Fólk, sem nú er á miðjum aldri og þar yfir, mun minnast þess, hve mikill aufúsugestur Bók náttúrunnar var á sínum tíma. Víða var hún bókstaflega lesin upp til agna. Góðir voru nautarnir að þess- ari litlu bók: Höfundurinn var finnska skáldið Zacharius Tobel- ius, og hefir það sízt spillt vin- sældum bókarinnar, að hún var eftir höfund hinna mjög svo vin sælu Sagna herlæknisins í fjör- legri þýðingu Matthíasar. Og þýðandinn var sá mikli barna- fræðari og barnavinur, séra Frið rik Friðriksson, sem auk þýð- ingarinnar lagaði bókina handa íslenzkum börnum og orti í hana kvæði. Auk þess þýddi sálmaskáldið mikla, Valdimar vígslubiskup Briem fjögur kvæði, eftir Pál Ólafsson voru tvennar vísur, og einar eftir Benedikt Gröndal. Mun varla önnur barnabók hafa komið út á íslandi, sem fleiri snillingar lögðu hendur að. Séra Friðrik segir í formála sínum 1910: „.. Bók náttúrunn- ar er fyrsti liðurinn í stórri les- bók, er Z. TopeliuB var fenginn til að semja handa börnum og barnaskólum á Finnlandi. Sú les- bók hafði þrenns konar hlut- verk: Hún átti fyrst og fremst að vera bennslubók í lestri og taka við af starfsrófskverunum; hún átti enn fremur að skerpa hugs- un barnanna og gefa þeim at- hugunarefni ......... Hún átti bæði að fræða og skemmta". Málfarið á Bók náttúrunnar er kapítuli út af fyrir sig, en um það segir séra Friðrik: „Málið á henni varð því að vera einfalt og barnalegt; það varð að byrja á einföldustu setningum og smá- þyngjast svo eftir vissum regl- um“. Þessi fyrirætlun hefur tekizt. Það er einkennandi fyrir stíl bókarinnar, hve setningar eru stuttar. Tökum sem dæmi fyrstu Sr. Friðrik Friðriksson setningar hennar: „MIKILL er guð. Guð er góður. Hann hefur skapað himininn. Hann hefur skapað hafið. Hann hefur skapað jörðina. Hann hefur skapað þig. Þakkaðu guði. Óttastu guð. Elsk- aðu guð. Hlýddu boðum hans. Guði veri lofaður“. Skiljanlegt er, að svo fáorð- um stíl er ekki hægt að halda til fulls, þegar kemur aftur í bók- ina og sögurnar taka við. En alls staðar í henni er setningar- skipun einföld og Ijós. Bókin skiptist í allmarga kafla. Sá fyrsti heitir Um manninn. Eru það að mestu stuttar dæmi- sögur. Þá er kaflinn Um spen- dýrin. Þar er sá kafli, sem mörg- um þeim eidri mun minnisstæð- ur: LJÓN KONUNGUR STEFN- IR SAMAN LÝÐI SÍNUM. Hann segk- frá því er konungur dýranna stefnir þeim fyrir há- sæti sitt og lætur þau skýra frá ífnaðarháttum sínum og vanda- íálum, m.a. samskiptum sínum . ið mennina. Sá kafli sameinar það sannarlega að fræða bæði og skemmta, og auk þess að vekja samúð, með dýrunum og hvetja til góðrar meðferðar á þeim. Þá er kafli um fuglana, bæði í bundnu og óbundnu máli. Aðrir kafiar heita: Um skriðdýr- in og froskdýrin, Um fiskana, og loks Um liðdýr og lindýr. Þessar kaflafyrirsagnir gætu gefið ókunnugum hugmynd um, að hér væri, að mestu, um þurra kennslubók í dýrafræði. En það er engan veginn svo. Fræðsla og skemmtun er meist- aralega saman tvinnuð, frásögn lipur og létt. Ég geri fastlega ráð fyrir, að þessi sígilda bók geti orðið það, sem hún var okkur þeim eldri, eins og Haraldur bókavörður Sigurðsson segir í formála fyrir þessari síðustu út- gáfu „.... enda var hún mörgu barn;, sem óx úr grasi á þeim árum, sá gluggi, er það átti fyrst kost á að sitja við og virða fyrir sér ríki náttúrunnar og alla þess dýrð. Mér var þessi litla bók á þeim árum hugljúfastur lestur við hliðina á Róbínson Krúsó“. Með góðri samvizku er hægt að mæla með þessari bók sem heppilegum lestri fyrir börn Hún á sannarlega erindi á hvert það heimili þar sem börn eru fyrir. Bók náttúrunnar er fallega og vönduglega út gefin af bókaút- gáfunni Stafafelli. í henni er fjöldi mynda, og gerir allt þetta bókina fallega og læsilega. Ragnar Jóhannesson. S VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM HALDH) þér, að fólk, sem fullt er hleypidóma í annarra garð, breyti þeirri afstöðu sinni við að verða trúað? ÞEGAR Kristur kemur inn í líf okkar, gerir hann aðeins þær breytingar, sem við leyfum. Ef við gef- umst honum algerlega á vald, getum við líka breytzt frá rótum. Enginn tekur róttækari breytingu gegn vilja sínum, úr því að Guð gefur rnönnum frjálsan vilja. Júdas var lærisveinn Krists, en lét þó aldrei af fégirnd sinni. Ég hygg, að þeir séu margir, sem reynd- ar elska Krist og hafa tekið við honum sem frelsara sínum, en halda samt fast við galla sína. Þetta kann að virðast mótsögn. En skoðum sögu þeirra, sem öðr- um fremur hafa gengið með Guði. Við finnum sjald- an fullkomnun, þótt leitað sé vandlega. Davíð, „mað- urinn eftir Guðs vi)lja“, hrasaði og féll. Pétur, fremsta fyrirmynd kristinna manna, afneitaði Drottni sínum. En það, sem skiptir máli, er þetta: Þeir örvæntu ekki út af mistökum sínum. Þeir iðruðust, risu á fæt- ur og gengu á ný á Guðs vegum. Svo kann að virðast sem Pétur hafi helgazt Kristi algerlega á hvítasunnu, því að við heyrum aldrei um það síðar, að hann hafi vikið af leið. Allt er undir þvi komið að gefa sig algerlega Guði á vald. „Vitið þér ekki, að þeim, sem þér frambjóðið sjálfa yður til hlýðni, þess þjónax eruð þér“. (Róm. 6,16). Bornagæzlo Blómaskreytingar Getum tekið að okkur nokkur Skreyttar skálar, körfur, brúðarvendir, kransar, börn til dvalar í sumar á aldr- krossar, kistu og kirkjuskreytingar. inum 4—7 ára. Uppl. á mánu- daginn 8. maí í síma 34948 símar 22822 milli kl. 2—6. ífalskir strigaskór Einbýlishús í Kópavogi Til sölu er lítið múrhúðað timburhús (einbýlishús) á bezta stað I miðbæ Kópavogs. Húsinu fylgir steinsteypt viðbygging, sem hentug er fyrir smá- iðnað. — Upplýsingar í síma 34488. BLADBURDARFOLK OSKAST I EFTIRTALIN HVERFI: Aðalstræti Lambastaðahverfi Miðbær Talið við afgreiðsluna sími 22480 ♦♦♦♦^♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦^♦^♦♦^♦^♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦t. ítalskar töskur ítalskar ieZurvörur ítalskir kvenskór Italskir barnaskór Italskir karlmannaskór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.