Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967.
- SVETLANA
Framhald af bls. 3
veikur og dauði hans væri eðlileg
orsök veikinda hans, — ekkert
annað.
Sp.: Þessi spurning er frá
Evelyn Irons, fréttaritara Lund-
únablaðsins „The Sunday Times“
í New York: „Getið þér sagt
■okkur einhverja ástæðu til þess
að þér kusuð að setjast að í
Bandarikjunum — en ekki ein-
hverju öðru landi, til dæmis
Englandi?
Sv.: Ef til vill bjóst ég við, að
mér mundi falla betur við
Bandaríkin en England.
Sp.: Spurning frá Peter Kihss
frá „The New York Times“:
„Hverjar kenningar kommún-
ismans, svo notuð séu yðar eigin
orð, hafa í augum yðar glatað
þýðingu sinni eða reynzt rangar
að yðar áliti?“
Sv.: Ég tel, að í heimi nútím-
ans, heimi 20. aldarinnar, sem
við tilheyrum, heimi kjarnorku-
sprengja og geimferða, hafi hug-
myndin um stéttabyltingu, I því
skyni að færa fólkinu framfarir
glatað þýðingu sinni. Því að á
okkar tíma ætti að vera unnt að
ná framförum með þátttöku
mannkynsins alls — hverra
stétta, sem menn eru, ættu þeir
að geta unnið í sameiningu að
auknum framförum. Því minni
barátta, því minni blóðsúthell-
ingar — þeim mun betra fyrir
fólkið. Sú er trú mín.
Sp.: Þessi spurning er frá Bill
Jörgenson frá WNEW — TV:
„Hvernig haldið þér að sovézku
■blöðin segi frá yfirlýsingum yðar
hér: Teljið þér, að orð yðar muni
nokkru sinni ná til sovézkrar al-
þýðu?“
Sv.: Það veit ég ekki. Við
skulum bíða og sjá, hvernig blöð-
in segja frá þessu — ef þau þá
minnast á það einu orði.
Sp.: Aftur spurning frá Doug
Edelson frá WINS News: „Hafið
þér frá því þér komið til lands
okkar, fengið tækifæri til að lesa
blöðin okkar, horfa á sjónvarp
og hlusta á útvarp? Sé svo, hvað
tfinnst yður þá um hina frjálsu
ifréttamennsku, eins og hún kem-
ur fram hér, í samanburði við
fréttamennsku í landi yðar?“
Sv.: Auðvitað hef ég lesið blöð
og horft lítilsháttar á sjónvarp.
Annars finnst mér yfirleitt lítið
igaman að sjónvarpi, svo að ég
hef ekki mikla löngun til að
horfa á það. En auðvitað er þetta
allt algerlega frábrugðið því, sem
ég hef átt að venjast heima í
Sovétríkjunum, því að hér kem-
-ur fram svo mikið magn upp-
lýsinga — stundum upplýsingar,
isem mér finnst hreint engu máli
skipta. En — þær eru þarna, þær
eru þarna og ef til vill er að
vissu leyti betra að hafa allt
þetta, heldur en að fá sama og
.engar upplýsingar, eins og við
erum vön í Rússlandi.
En það er ýmislegt í þessu,
sem ég ekki skil — til dæmis,
þegar skrifað er um einhvern
mýjan mann eða konu í fréttun-
um — hversvegna er nauðsynlegt
að taka fram hversu mörg kíló
manneskjan vegur og hvað hún
hafi snætt í hádegisverð og þar
fram eftir götunum. Ég veit ekki,
REYKIANESKJÖRDÆMI
3. Sverrir Júlíusson, 4. Axel Jónsson, 5. Oddur Andrésson
Svæðafundir atvinnustéttanna:
Frambjóðendur Sjálfstæðisflok ksins í Reykjaneskjördæmi
boða til fundar um
V E R Z LU NAR M ÁL
í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði kl. 8,30 n.k. mánudagskvöld.
Þátttakendur: Hafnarfjörður, Bessastaðahreppur, Garðahrepp-
ur, Kópavogur, Seltjamarneshreppur, Mosfellshreppur, Kjalar-
neshreppur, Kjósahreppur.
★
Á þriðjudagskvöld kl. 8.30 í Aðalveri, Keflavík.
Þátttakendur: Vatnsleysuströnd, Vogar, Grindavík, Hafnir,
Njarðvíkur, Keflavík, Garðar, Sandgerði.
Sjálfstæðisfólk og stuðningsfólk D-listans, úr öðrum hlutum
kjördæmisins er velkomið á fundina á meðan húsrúm leyfir.
Sérstaklega eru launþegar og atvinnurekendur í verzlun og við-
skiptum hvattir til að fjölmenna.
FRAMBJÓÐENDUR.
Gömul mynd af Svetlönu — tekin
við Svartahafið á velmektardög-
um föður hennar — hún er þarna
u. þ. b. 25 ára.
hvort þetta skiptir svo miklu
máli eða er svo forvitnilegt. En
— eins og ég hef sagt, of miklar
■upplýsingar eru líklega betri en
engar upplýsingar.
Sp.: Hér er spurning frá Bill
Beutel frá A.B.C. News: „Fáið
þér tækifæri til að hafa frjálst
isamband við börn yðar, sem eru
enn í Rússlandi — eða verða ein-
hverjar hömlur lagðar á bréf
yðar til þeirra?
Sv.: Ég var víst búin að svara
þessu.
Sp.: Hér kemur önnur spurning
frá Doug Edelson, WINS: „Hvaða
persónulegar eignir skilduð þér
eftir í Sovétríkjunum? Skilduð
þér eftir þar eitthvað af skjölum
eða skrifum föður yðar — og ef
svo, þá hver?“
Sv.: Persónulegar eignir? Hvað
eigið þér við með persónulegum
eignum? Ég skildi auðvitað eftir
'íbúðina mína, fötin mín, — hvað
hefði það átt að vera annað? Að
því er varðar skjöl eða skrif
tföður míns þá átti ég ekkert af
slíku, nema bréfin. sem hann
skrifaði mér, þegar ég var barn
— og þau verða öll birt í bók-
inni minni. Ég skildi ekkert eftir
af slíku.
Sp.: Hér er SDurning frá Jean
Parr frá WCBS News: „Var faðir
yðar, Jósef Stalín, þeirrar skoð-
unar, að kommúnismi og kapital-
ismi gætu lifað saman í friðsam-
legri sambúð, ef svo mætti taka
rtil orða, eða taldi hann, að
kommúnisminn einn yrði að
ríkia?“
Sv.: Það kemur fram i rit-
verkum hans. Það er betra að
lesa þau: Hví skyldi ég reyna að
tala um þetta? 4___
Lýðræð/ð
Sp.: Hér er önnur snurning frá
Gabe Pressman frá NBC News:
„Þér segið. að þér séuð ekki
stjórnmálamanneskja — heldur
séuð þér sem rithöfundur að leita
frjálslegra þjóðfélags en þess
sem byggist á stéttabaráttu.
Munduð þér segja að þér væruð
hlynnt lýðræði eins og það kem-
ur fram í Bandarikiunum?'*
Sv.: Ja — ég er auðvitað þeirr-
ar skoðunar, að i þjóðfélagi ykk-
ar sé meira lýðræðislegt frelsi.
Það hafði ég haldið og það hef
ég nú séð. En ég á eftir að sjá.
hvernig lif ykkar er hér, —ef til
vill á ég eftir að komast að raun
um, að það er ekki eins eftir-
sóknarvert og mér finnst nú eftir
fyrstu kynni. En auðvitað er
enginn vafi á því, að hér er
miklu meira frelsi.
Sp.: Ég er ekki viss um
Svetlana, hvort þér höfðuð svar-
að þessari spurningu eða ekki, —
en ég les hana fyrir yður, hún
er frá Anthony Wigan frá BBC
í London — British Brodcasting
Corporation: „Þegar þér komuð
til New York sögðu þér að sem
fullorðin manneskja hefðu þér
komizt að raun um að lífið væri
óhugsandi án Guðs í hjartanu.
Hvernig — af hvaða kynnum, eða
hvaða ritum. komust þér að þess-
ari niðurstöðu?"
Sv.: Hvorki af ritum né
persónulegum kynnum við neinn.
Ef til vill var það aðeins eitt-
hvað, sem kalla mætti trúartil-
hneigingu, — tilhneigingu, sem
sumir hafa aðrir ekki. Þessi til-
finning er eitthvað svipuð því,
get ég ímyndað mér, að hafa
verið blindur, en fá allt í einu
sjónina og sjá þá heiminn, him-
ininn, fuglana og trén. Það er
bara svona, þetta er tilfinning,
isem þyrmir yfir mann einn góð-
an veðurdag. Eftir það fór ég að
lesa meira um trúarleg efni.
Sp.: Næstu spuringu hefur að
nokkru leyti verið svarað — eða
hluta hennar: Hún er frá United
Press International í Boston, sem
spyr, hvort þér hafið í hyggju að
setjast að einhvers staðar í Nýja
Englandi eða nágrenni.
Sv.: Um það veit ég ekkert,
enn sem komið er?
Sp.: Varðandi næstu spurningu
— mig minnir að þér segðuð að
þér hefðu verið skírð, þegar þér
voruð lítil.
Sv.: Ekki lítil — heldur þegar
ég var orðin fullorðin.
Sp.: Þá er spurningin svona:
„Er satt, að þér hafið nýlega
verið skírð. Ef svo, hvar og hver
framkvæmdi skírnina?"
Sv.: Já, já, ég var skírð í maf
1962 í Moskvu og nafn prestsins
míns var faðir NikolaL Hann er
því miður nýdáinn.
Áhrif
föður hennar
Sp.: Hér er enn spurning frá
Mr. Millstein frá N.B.C. News
Huntley-Brinkley: „Hversu mikil
áhrif hafði faðir yðar á mótun
lífsstefnu yðar?“
Sv.: sem faðir minn hafði hann
auðvitað mikil áhrif á mig. Þegar
ég var barn og einnig síðar. En
ég — ja, ég vildi nú helzt ekki
vera að auglýsa mína eigin bók,
en ég verð að segja aftur, að þar
kemur allt þetta fram. Því verður
ekki svarað í stuttu máli. En
hann gerði mikið fyrir mig sem
faðir.
Sp.: Þessi spurning er frá
Barry Cunningham frá „The
New York Post“: „Þér segið, að
'í Rússlandi séu að vaxa upp
nýjar kynslóðir, sem rökræða og
gagnrýna núverandi þjóðfélags-
kerfi heimalands yðar. Teljið
þér sennilegt, að þessar nýju
kynslóðir muni seinna meir —
þegar menn úr þeirra röðum eru
komnir í leiðtogastöður — færa
stiórnarfarið meira til vestrænna
hátta með því að leyfa
meira einstaklingsfrelsi og frelsi
menntamanna og listamanna. Og
haldið þér, að þeir muni leyfa
einstaklingsátakinu og frjálsri
samkeppni að njóta sín? Skiljið
þér við hvað eg á?“
Sv.: Já, ég skil yður. Ég veit
auðvitað ekki nákvæmlega, hvað
þeir gera — en mér virðist aug-
ljóst, að sérhver ný kynslóð færi
þióðfélaginu ný viðhorf og störf.
Ef til vill eiga stúdentarnir, sem
nú eru 18 og 20 ára, eftir að
verða forustumenn í þjóðfélaginu
og færa því eitthvað nýtízkulegt
og lýðræðislegra en nú. Ég vona
það.
Sp.: Hér er önnur spurning frá
Bill Beutel frá A.B.C. News: „Þér
'hafið enn sem komið er séð lítið
af Bandaríkjunum. En hvernig
hafa fyrstu kynni yðar af land-
inu komið heim og saman við
þær upplýsingar, sem þér höfðuð
fengið um land og þjóð?“
Ss.: Fyrstu áhrif mín af land-
inu voru mjög góð, — en mér
kom fátt á óvart, þvi að ég verð
að segja, a® ég telst ekki til
þeirra Sovétborgara, sem ekkert
vita um Bandaríkin. Ég hafði
numið sérstaklega sögu Banda-
TÍkjanna í háskólanum í Moskvu.
Ég hef lika lesið bækur. Og ég
hef séð allmikið af bandarískum
'kvikmyndum — góðum kvik-
myndum.
Margir vinir mínir hafa heim-
sótt Bandaríkin og sagt mér ým-
islegt um bandaríska lifnaðar-
háttu, svo að ég vissi sennilega
meira en margir aðrir. En fyrstu
kynni min af landinu voru góð
— ég hef séð að landið er stórt
og fallegt og mér finnst fólkið
elskulegt og opinskátt.
Mr. Greenbaum, aff lokum:
Jæja góðir hálsar. Við höfum
fengið í hendur þrjú hundruð
spurningar og höfum svarað eins
mörgum þeirra og tími hefur
unnizt til. Þakka ykkur fyrir
komuna.