Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. 23 kvikmyndahús til að sjá venju- legar kvikmyndir, það þurfti að- eins að snúa takka í stofunni Iheima. En Cecil B. DeMille sál- ugi lét krók koma á móti bragði. Stórmyndir í litum með stereó- fónískum hljóm á 70 millimetra filmu njóta sín ekki nema að litlu leyti í venjulegum sjón- varpsskermi, svo að hafizt var handa um framleiðslu risamynda með ærnum tilkostnaði. Að vísu höfðu verið gerðar dýrar myndir löngu áður en sjónvarp kom til sögunnar, en kostnaður við þær var hverfandi lítill miðað við það, sem nú gerist. Vinsælt er að sækja efnið í biblíuna eða hrun Rómarveldis eða hvort tveggja, því að nú, tvö þúsund árum síð- ar, hafa menn jafngaman af því að sjá fólki varpað fyrir villi- dýr og fyrrum. Myndir eins og „Ben Húr“, „Boðorðin tíu“ og „Kleópatra" eru svo frægar og umtalaðar, að þar er engu við að bæta. h. Hrollvekjur. Flestir eru sólgnir í að fara í bíó til að gæsahúð þegar sú aldna blóð- suga Drakúla er að príla inn um glugga hjá ungum stúlkum að næturlagi, eða þegar dr. Frank- enstein er að narra heim til sín gáfaða prófessora með það fyrir augum að taka úr þeim heilann til að setja í skrímsli, sem hann hefur í smíðum. En ekki eru þó allar hryllingsmyndir á jafnlágu stigi. Hérlendis hafa á undan- förnum árum verið sýndar a. m. k. tvær, sem telja má mikil lista- verk. Háskólabíó sýndi mynd eftir Roger Vadim, sem nefnd- ist á ensku „Blood and Roses" en franski titillinn held ég sé „Et Mourir de Plaisir". Þessi mynd er gerð eftir nóvelettu Sheridans LeFanu, „Carmilla". Hin myndin var „Sakleysingj- arnir“ („The Innocents“) eftir Jack Clayton, sem sýnd var í Nýja bíói. Hún mun vera gerð eftir sögu M. R. James, „The Turn of the Screw.“ 4. flokkur: Iðnaður. f þessum flokki má telja myndir um sömu efni og að framan eru talin, en ekki eru jafnvandaðar að gerð og frágangi. Þær eru yfirleitt annars staðar en hér á landi ein- kum sýndar í kaupbæti með almennilegum myndum. 5. flokkur: Myndir fyrir vissa áhorfendahópa. a. Kellingamyndir. Ekki er ég viss um, að það séu einkum kellingar, sem sækja væmnar og kligjulegar myndir um óham- ingjusamar ástir, meinleg örlög og drykkjuskap, en samt er það málvenja, að kenna slíkar mynd- ir við kellingar. í skrifum sín- um um þess háttar myndir geta gagnrýnendur þess oft til leið- beiningar, hvort æskilegt sé að hafa með sér einn, tvo eða fleiri vasaklúta. b. Táningamyndir. Þessar myndir fjalla undantekningarlít- ið um þá öiskurmúsík, sem vin- sælust er þá stundina. Þær skýra venjulega frá því, að unglingar séu miklu betra fólk, en almennt er talið. Það þykir yfirleitt góð póiitík að láta slíka mynd enda á því, að gamla skilningslausa fólkið fer að hafa jafngaman og unglingarnir af glamurmúsík- inni. c. Fjölskyldumyndir. Walt Disney hafði það fyrir megin- reglu að gera ekki mynd nema hann væri þess fullviss, að heil fjölskylda gæti farið saman að sjá hana og allir meðlimirnir skemmt sér. Þetta lítur óneitan- lega vel út, þótt það sé hálf- bamalegt, en fáar af myndum Disneys munu samt teljast skemmtun samboðin fullorðnu fólki, (teiknimyndirnar auðvit- að undanskildar). 6. flokkur. „Efstábaugimynd- ir“. Oft grípa kvikmyndafram- leiðendur til þess í von um skjót- an gróða að gera kvikmyndir um eitthvað mál, sem er mjög um- rætt og ofarlega á baugi. Sem dæmi um slíkar myndir má nefna myndina um Eichmann og myndina um stríðsafrek Kenne- dys. 7. flokkur. Þriðja flokks „skemmtimyndir'*. Alltaf öðru hverju skjóta hér upp kollinum myndir með Steve Reeves, Alan Steele, Cameron Michell og öðr- um álíka kjötfjöllum. Þessar myndir eru einkum gerðar fyr- ir áhorfendahópa í löndum og héruðum þar sem ólæsi er yfir- gnæfandi, og eiga þar af leið- andi lítil erindi til íslands, þar sem menning er meiri en ann- ars staðar gerist. Þessi flokkun mín á kvik- myndum niður í sjö meginhópt er engan veginn tæmandi, því að næstum eingöngu er miðað við myndir frá Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum, en ekki er get- ið um kvikmyndir i Austur- Evrópu, Japan, Suður-Ameríku og Indlandi, sem þó væru efni í margar bækur. Til samanburð- ar má geta þess, að í Ameríku koma árlega á markað á að gizka 200 myndir, en í Indlandi einu um það bil 600. m. Tilgangur þessara skrifa er einkum sá að skýra lítillega helztu strauma innan kvikmynda framleiðslu, þannig að auðveld- ara sé að átta sig á hver þróun- in verður í náinni framtíð. Gera má ráð fyrir, að sá flokk- ur, sem hér að framan er nefnd- ur „góður listiðnaður“, verði sí- fellt meira ríkjandi, og meira verði um, að fram komi kvik- myndahöfundar, sem kunna að sameina gróðasjónarmið og list- rænar kröfur, en myndir þeirra, sem kæra sig kollótta um óskir almennings, verði aðeins sýndar í fámennum áhugamannaklúbb- um. Að líkindum á sjónvarpið eft- ir að verða það bezta, sem komið hefur fyrir kvikmyndir, því að úr hófi lélegar myndir munu hverfa úr sögunni, þar eð meira en litið þarf til að lokka fólk frá nýtízku litasjónvarpi. 1. maí, 1987. NYKOMNIR SKÓR EFTIR MÁU AKA skór á öll börn SKOHUSID HVERFISGÖTU 82 — SÍMI 11788. BANKASTRÆTI SÍMI 22135. 4 LESBÓK BARNANNA Ævinfýr! úr Þúsund og einni nótt: Sngan oi Maruf skósmið 5. Fatima, kona Mar- ufs, varð öskureið, þegar hún sá, að í kökunni var siróp en ekki hunang. Hún réðist á bónda sinn og sló hann, svo að hann missti tvær tennur. Mar- uf varð þá svo reiður, ið hann gaf henni vel úti iátinn löðrung, en það hafði hann aldrei gert áð ur. Við það sleppti Fat- ima sér alveg, hún æpti og öskraði þar til náoú- arnir komu að sM’a til f-.jöar. Daginn cftir koir.u tveir réttarþjónar og þe.r fóru með hann tii dóm- arans og par ni :ri hann cér til undrunrr kj' u sina. B atima var me5 reif- aðan handlegg. andnts- slæða hennar var *ll blóðug og hún grei há- stöfum. 6. óttast þú ekki Allah, þar sem þú misþyrmir konu þinni?“ spurði dóm arlnn. Maruf sagði nú alla söguna um hunangskök- una og dómarinn, sem var réttlátur maður, lét niálið niður falla og gaf honum silfurpening. „Kauptu hunangsköku handa toonu þinni fyrir þennan pening, — og síð an skuluð þið búa saman í sátt og samlyndi“. Mar- uf fékk Fatimu pening- irn, þakkaði dómaranum og fór aftur til vinnu sinnar á verkstæðinu. Varla var hann fyrr þangað fcominn heldur en réttarþjónar frá öðr- air dómara komu askvað ardi og sóttu hann. Hann slapp einnig við refsingu i þetta sinn, en varð að borga sekt og neyddist því til að selja skósmíðaáhöld sín. Skrítla f stórri verksmiðju var fest upp svohljóðandi auglýsing: „Þeir, sem hér eftir þurfa að fá frí vegna in- flúensu, hálsbólgu, af- mælis eða dauðsfalla og jarðarfara, eru vinsam- lega beðnir að tilkynna það daginn áður en hnefaleikakeppnin á að fara fram“. i 11. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 7. maí 1967. Frönsk bakkabræðrasaga Smalinn sem talaði sauðamál FYRIR meira en þúsund árum var uppi i Frakk- landi smali einn, sem ekki þótti stíga í vitið. Hann hét Lamkin. Hann var svo heimskur, að á vorin reifst hann við grosið, þegar honum þótti það ekki spretta nógu fljótt. Dag og nótt gætti hann hjarðarinnar og fékk lítil laun fyrir hjá húsbónda sínum, Vilhjálmi ríka. Þess vegna tók hann það til bragðs, að taka eist lambið úr hjörðinni og hafa það sér til matar í hvert skipti, sem hann þóttist verulega illa haldinn. Loks fór svo að Vil- hjálmur r£ki húsbóndi hans stóð hann að verki og sagði fhonum að koma á fund dómarans, þar sem hann fengi mak- leg málagjöld. Ekki hlakkaði Lamkin til þe;rrar ferðar, en fara varð hann. Einhver sagði Lamkin, að hann þyrfti verjanda. Hann fór á fund Péturs Patelin, eina lögfræðings ins í þorpinu, en hann var sagður mjög snjall. „He-e-e-rra Pa-pa-tel- in“, sagði hann stamandi að vanda, „ég er í mestu va-va-va-vandræðum“. „Htvað er að?“ spurði Patelin. „D-dóm-dómarinn kall ar mig fyrir“. „Hvers vegna átt þú að koma fyrir dómar- ann?“ „Hú-hú-ihúsbóndinn segir, að ég hafi te-te-tek ið lamb, og ekki bor- bor borgað fyrir það. En é- é-ég fé-fé-fékk ekki nóg að é-é-éta. Ég var sva- sva-svangur.“ „Þú ert vissulega illi staddur kunningi, vissu- lega mjög illa staddur". „Ég veit það. Hiva- bvað á ég að gera?“ „Ég skal segja þér, hvað þú átt að gera, en þú verður að borga mér vel fyrir hjálpina**. „É-ég á fi-fi-fimm gu-gu-gullpeninga, sem ég bef safnað síðustu ár- in“. „Það mun duga til að ég taki að mér mélsvörn ir.a. Ég fullvissa þig um, að þú sleppur við refs- ir.gu, ef þú gerir eins og ég segi þér“. , Hva-ihva-hvað á ég þá að ge-gera?“ „Ekkert, alls ekkert!“ „E-e-e-ekkert?“ „Já, þú átt ekkert að gera. Ef einibver víkur að þér, til dæmis þegar dóm armn talar til þín, eða Vilhjálmux riki ávarpar þig, átt þú alltaf að svara með þvi að segja me, me, og ekkert ann- að“. ,.Me-me?" jarmaði Lamkin. „Já, me. me. í hvert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.