Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. mar, landis'fcunnur langíerða- •bílstjói. Hann segiist hafa ekið •bifreið í 25 ár. Um fjölda ára ók hann leiðina Reykjavík- Akureyri, meðan póststjórnin hafði þann rekstur með hönd<- um og einnig ók hann þessa leið hjá Norðurleiðum h/f. Garðar hefur ekið á mörgum öðrum leiðum og er þekktur víða um land fyrir dugnað við akstur og lipurð við far- þega, en hann er einnig þekkt- ur fyrir sína sérstæðu fyndni og frásagnarlist, Garðar útlistaði fyrir mér alla leyndardóma skilvindunn- ar, en þá treysti ég mér ekki að hafa eftir óbrjálaða að öðru leyti en því, að hún vinnur rétt eins og gömlu handsnúnu mjólkurskilvindurnar, sem maður kynntist í sveitinni 1 gamla daga. Síðan settist hann niður og fékk sér kaffi úr hita- brúsa. Einnig opnaði hann blikkkassa, er hann hafði brauð aitt í. Efst í kassanum var all- væn tertusneið. Garðar tók sneiðina, beit í hana og brosti svo ánægjulega. Hann sagði að þessi terta væri góð, þær kynnu að búa til tertur þarna í eldhúsinu hjá Meitlinum. „En nú skal ég segja þér sögu af annari tertu“, sagði hann, sú saga skeði fyrir nokkrum ár- ■um. Ég var að aka stórum vöru bíl á Norðaustuirlandi að vetri til. Bíllinn bilaði í vonsku færi og stórhríð upp á heiði. Með viðgerðina gekk í mesta brasi, en tókst þó að lokum. Nú þurfti ég að komast til bæja og síma, og einnig það tók sinn tíma, en hafðist þó á endanuim. Er ég hafði lokið símtalinu, bauð húsfreyjan mér kaffi. Ég hafði ekki bragðað neitt matarkyns í meir en sólar hring, og varð því boðinu feg- inn. Meðal annars sem á borð- inu var, var terta. Ég skar mér væna sneið, en illa brá mér við fyrsta bitann, því það var rétt eins og honum hefði verið velt upp úr steinolíu, já, ég er raun- ar viss um, að á einhvern hátt hefur steinolía komizt í tert- una, en auðvitað hefur hús- freyjan ekkert vitað um það. Ég var nú í nokkrum vanda staddur, því húsfreyjan var þarna inni og var að spjalla við mig. Ég reyndi að kyngja því, sem upp í mér var og saup vel á kaffinu með. Er ég gat mælt, spurði ég húsfreyju, hvort ekki væri farið að birta upp, og auð- vitað fór blessuð konan út í dyr að gá til veðurs, en þá var ég fljótur að troða afgangnúm af tertusneiðinni í vasann, og þegar konan kom inn aftur, var ég auðvitað búinn að drekka, og hafði alls ekki lyst á meiru, en flýtti mér að kveðja og koma mér af stað“. Ofnarnir hafa sál. Til hliðar við það svæði í verksmiðjunni, sem skilvind- urnar standa á, eru þurrkofn- arnir, en þeirra hlutverk er að þurrka það fasta efni, sem pressan skilar frá sér. Ofnarn- ir eru tveir og vinna saman þannig að fyrst fer efnið í ann- an ofninn og er hálfþurrkað þar og síðan í hinn og úr honum kemur það fullþurrkað. Sig- urður Guðmundsson, vélstjóri, stjórnar þessum risavélum, því þessir ofnar eru víst einir 20 metrar að lengd og í sambandi við þá eru ótal rafmótorar og allskonar tæki og tól. Sigurður er ungur maður, en hefur þó fyrir mörgum árum lokið prófi frá Vélskólanum í Reykjavík. Var um nokkurra ára skeið vélstjóri hjá Eimskip og fleiri skipafélögum, var t.d. um nokk urn tíma vélstjóri á m/s Esju, en hóf hér vinnu skömmu eftir að verksmiðjan tók til starfa og hefur verið hér síðan. Aðalaðsetursstaður þurrk- ofnamannsins er við afturenda ofnanna. Þar hefur hann fyrir framan sig mikið mælaborð og segir Sigurður mér að þessir mælar sýni sér allt ástand ofnanna, hvernig þeim Mði og hvað sé að gerast í þeim, já, hann getur jafnvel séð, hvað mikið er í þeim hverju sinni. „ Hver stund með Camel léttir Iundí“ Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar afmildu og hreinræktuðu tóbaksbragðl. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA HEVKINN Ein mest selda sígarettan í Ueiminunv MADE IN U.SJL { Þá stjórnar hann einnig, frá þessum sama stað hita ofnanna, en hitinn er fenginn frá geysi- miklum oMukynditækjum og nota ofnarnir um 20 smálestir af svartolíu á sólarhring. Sigurður segir, að ofnarnir hafi sál, og að þeir séu kenjótt- ir og stundum sérvitrir. Hann segir að maður þurfi að um- gangast þá eins og smábarn, eða konu, vera umburðalynd- ur en þó ákveðinn og strangur. Hann horfir ákaflega hugsandi á mælana, og ég sé, að þeir eru ekki stöðugir heldur svifta þeir sér mikið til. Svo fara að bUkka rauð Ijós í mælaborðinu og þá ýtir hann á einhverja takka og skrúfar til stillingar og ljósin hætta að bUkka. Hann segir að þetta sé raunar allt i lagi „stóri ofninn var bara held ur blautur". Þar, sem ég vil ekki láta á því bera að ég hafi ekki skiUð, hvað hann átti við, þakka ég honum fyrir upplýs- ingarnar og forða mér frá þess- um stað, sem einna helzt líkist því, er ég gæti hugsað mér að væri í kjarnorkustöð. Vigtarmennimir þrír. Þegar efnið kemur þurrt frá ofnunum, fer það að kvörnun- um, en þær mala það og skila því síðan að voginni, en þar er það sett í bréfpoka, sem eru 50 kg. að þyngd. Við vogina starfa þrír menn, en þeir þurfa að gera fleira en taka pokana af voginni. Þeirra starf er einnig að flytja pokana með lyftara til mjölgeymslunn- ar og stafla þeim þar upp. Einn vigtarmaðurinn, Garðar Karls- ugur þótt nokkuð fuUorðinn sé. Já, þeir munu margir, sem muna „Lolla í Val“ eins og hann var kallaður á þeim ár- um. En vigtarmennirnir á þessari vakt eru þrír, og sá er ég ræði síðast við er Hallbjörn Kristins son, mikill maður vexti og samanrekinn. Hallbjörn segist vera Vopnfirðingur að ætt og dvaldist þar til fullorðins ára. Hann er búsettur í Hveragerði og hefur stundað margvísleg störf um dagana. Verið á ver- tíð, stundað landbúnað, bygg- ingavinnu, og verið bústjóri á býli reknu af einu bæjarfélagi sunnanlands, en einh'vern veg- inn finnst mér samt að störfin hér í smiðjunni líki honum einna bezt af því sem hann hef- ur unnið. Hann segir mér að mélið frá þeim hér sé mjög gott og nú sé verið að gera til- raunir með það sem fóður i laxauppeldisstöð hér á landi. Ég er nú búinn að fara heil- an hring hér í verksmiðjunni, sjá margt og ræða við marga starfsmenn, þótt ekki sé hér nú staddur nema helmingur starfsmanna, því hin vaktin sefur. Úti er logn og sólskin og sléttur sjór og allir vertíðar- bátarnir á sjó. Örskammt frá verksmiðjunni er stórt frysti- hús og þar munu flestir bátarn- ir leggja afla sinn á land i kvöld. Er ég geng vestur í þorpið er ég staðráðinn í að leggja næst leið mína í frysti- húsið og heyra hvað fólkið þar hefur að segja. — st. e. sig. Garðar Þormar við skilvinduna. son, er einn af þeirri fyrstu, sem byggðu hér í Þorlákshöfn. Hann hefur stundað sjó, en einnig landvinnu en mestan áhuga segist hann hafa á land- búnaði, og þótt hann vinni hér í verksmiðjunni- allt árið, kem- ur í ljós, að hann á yfir 100 fjár og aflar heyja handa því í frístundunuim, en tekur sér einnig nokkurt frí um sláttinn. Garðar er Húnvetningur að ætt og fór ungur til sjóróðra á Suðurlandi og hefur ílengst hér. Hann verður mjög ánægð- ur, er við förum að tala um landlbúnaðinn og mér virðist skoðun hans sú, að fleiri ættu að búa en nú gera. Hann segist nú vera að huga að jarðnæði, og ef sér gangi vel muni hann setjast að í sveitinni. Mér finnst af samtalinu við Garðar, að þrátt fyrir okkar miklu útgerð og þá staðreynd að ÖU okkar hagsæld er undir henni komin, að þá séum við íslendingar í eðli okkar bændur. Eða er það kannski það, að við viljum vera sjálfstæðir og okkar eigin húsibændur, og að okkur finnst við ná því marki helzt sem bændur? Annar vigtarmaðurinn er Reykvíkingur þótt ættaður muni hann af Norðurlandi. Hann vill svo sem ekkert ræða um landbúnað eða útgerð, en um íþróttir er hann allfróður, og þegar talið berzt að knatt- spyrnu þá veit hann allt um þá íþrótt, enda kemur í ljós, að þetta er einn af toppmönnum okkar í þeirri grein fyrir svo sem 20 árurn, Ellert Sölvason, ennþá snar í hreyfingum og lið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.