Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967.
- SVETLANA
Framhald a£ bls. 1
sem þið hér kallið „Christian
Sciense" — mér finnst þessar
frúargreinar ekki greina á um
wnargt, sem skiptir máli — og ég
'kseri mig ekki um að á mig
verði límdur merkimiði ákveð-
inna trúarbragða.
Sp.t Þá kemur spurning frá
Bob Sc'hakne frá C.B.S. News.
„Þegar þér komuð til New York
sögðuð þér í yfirlýsingu yðar að
þér hefðuð farið frá Rússlandi
í leit að tjáningafrelsi. Létuð þér
þar með að því liggja á einhvern
hátt, að þér hefðuð verið óánægð
með stjórn föður yðar í Sovét-
ríkjunum — og ef svo var, að
hverju leyti?“
Sv.: Ja — hér koma til greina
tvö atriði. í fyrsta lagi, tjáninga-
ifrelsi manneskju, sem telur sig
rithöfund — og það var fyrst og
fremst það, sem ég átti við. Mað-
ur getur skrifað — en þar með
búið. Sá sem skrifar þarfnast
frelsis til þess að geta sagt það,
sem honum finnst sjálfum — og
hann þarf einnig að geta gengið
út frá því sem nokkum veginn
vísu, að það sem hann skrifar,
fáist gefið út. Það gat ég ekki
heima — fremur en margir aðrir
rithöfundar.
I öðru lagi það, sem lýtur að
óánægju minni með stjórnmálin
— með stjórnmálastefnu föður
míns. Nú, — ég verð að segja, að
imér mislíkaði auðvitað margt, —
en ég held, að margir aðrir, m. a.
margir, sem ennþá eru í mið-
istjórn flokksins og framkvæmda-
stjórn ættu einnig að teljast
ábyrgir fyrir ýmsu því, sem
hann var sakaður um
Og jafnframt því, sem ég tel
sjálfa mig að nokkru leyti
ábyrga fyrir þessum hörmulegu
atburðum, óréttlátum manndráp-
um, finnst mér ábyrgðin hafa
verið og vera hjá flokknum,
'stjórninni og hugmyndakerfinu
í heild.
Sp.: Spurning frá Carl Pelleck
frá „New York Post“. „Hvernig
tókst yður að koma handritinu
yðar frá Sovétríkjunum. Var það
erfitt?“
Sv.: Það var ekkert erfitt. Bók-
in var skrifuð fyrir þremur ár-
um, í ágúst 1963. Hún lá hjá mér
og fyrir tveimur árum, — vetur-
inn, sem réttarhöldin voru í máli
þeirra Sinyavskys og Daniels,
ákvað ég í samráði við manninn
minn heitinn, að betra væri að
'senda bókina úr landi Við gerð-
um það — með aðstoð indverskra
vina okkar.
Þegar ég svo kom til Indlands
í desember sl. bað ég vini okkar
að láta mig fá bókina — og þegar
ég lagði af stað til Rómaborgar
Ihafði ég hana með mér. Það var
allt og sumt.
Fréttamennlrnir
i Sviss
Sp.: Næsta spurning er frá
Judson Randall frá Uni'ted Press
International. „Hvernig leið yður
að vita af því, að fréttamenn eltu
yður á röndum og leituðu yðar
fyrsta daginn í Sviss. Er það satt
að þér hafið sagt við eina af
nunnunum í klaustrinu, að yður
fyndist áhugi fréttamannanna
„slæmur og andstyggilegur", eins
óg eitt dagblaðanna í Frieborg
sagði?“
Sv.: Ja — ég man nú ekki ná-
kvæmlega, hvað ég sagði. Ef til
vill hefur það verið eitthvað á
þessa leið, því að þegar ég kom
til Sviss var ég gersamlega upp-
gefinn af þreytu eftir allt, sem
á hafði gengið: Dvöl mín í Ind-
landi var hræðilega erfið og ári
áður hafði maðurinn minn verið
mjög veikur. Ég var óskaplega
þreytt og hugsaði aðeins um eitt
— ég vildi hvíla mig.
Og þar við bætist auðvitað, að
ég er ekki vön blaðamönnum og
þegar ég komst að þvi, að þeir
væru að leita að mér og vildu
fá fréttir og eittbvað. sem fengur
væri í, fannst mér það eitthvað
Frá hinum heimsþekktu
tóbaksekrum Kentucky
' Ameríku
kemur þessi
úrvals
tóbaksblanda
Sir Walter Ealeigh...
ilmar fínt... pakkast rétt..
bragfíast bezt. Geymist 44%
lengnr ferkst í bandhægn
loftþéttupokunum.
Svetlana í verzlun í New York.
svo hræðilegt og gerði allt, sem
ég gat til þess að forðast þá.
Sp.: Önnur spurning frá Carl
Pelleck frá „The New York
Post“. „Er það ætlun yðar að
setjast um kyrrt í Bandarikjun-
um eða einhvers staðar annars
staðar utan Sovétríkjanna. Og ef
svo er — er nokkur sérstakur
staður í Bandarikjunum þar sem
þér vilduð dveljast. Og — ætlið
þér að ssekja um bandarískan
ríkisbor gararétt? “
Sv.: Ja — ég er nú þeirrar
skoðunar, að maður skyldi fyrst
verða ástfanginn, áður en maður
giftir sig. Fari svo, að ég taki ást-
fóstri við þetta land og landið
við mig, ætti að geta orðið úr því
þjónaband. En um það get ég
ekki sagt að svo stöddu.
Sp. : Hér er spurning frá Lester
Smith frá WOR. „Úr því þér seg-
■ið. að kenningar kommúnismans
bafi ekki lengur þýðingu fyrir
yður ætlið þér þá að beita yður
gegn þessum kenningum?"
Sv.: Ég hef þegar sagt, að ég
hef ekki haft og ætla mér ekki
að hafa nein afskipti af stjórn-
málum og þar með á ég við, að
ég ætla hvorki að reka áróður
fyrir kommúnisma né gegn hon-
um.
Sp.: Spurning frá Gabe Press-
man frá N.B.C. „Hafði afstaða
sovézku yfirvaldanna til hjóna-
bands yðar og Brijesh Singhs
áhrif á endurskoðun yðar á að-
stæðum yðar í Rússlandi. Ef
ekki, hvað þá?“
Sv.: Já — ég skil við hvað þér
eigið, ég ætlaði einmitt að koma
að þessu atriði í sambandi við þá
atburðarás, sem varð til þess, að
ég er hingað komin. Já — af-
staða stjórnarinnar og flokksins
■til hjónabgnds okkar var eitt af
því, sem mér fannst andstyggi-
legt, — vegna þess, að ég skildi
ekki fyrr en núna, hversvegna
flokkurinn og stjórnin leyfðu
mér ekki að giftast útlendum
manni — úr því slik hjónabönd
eru leyfð samkvæmt sovézkum
lögum, Mér fannst þetta satt að
segja ekki koma stjórninni neitt
við. Þetta mál hafði þann sorg-
lega endi, að maðurinn minn dó
í Moskvu og það var einmitt lát
Ihans sem gerði mér svo óbæri-
lega þá hluti, sem ég hafði áður
umborið. Þetta varð því mikil-
væg ástæða þess, að mér fannst
óhugsandi að snúa heim aftur.
Og meðal annarra ástæðna gæti
ég talið réttarhöldin í máli
þeirra Sinyavskys og Daniels,
sem hafði hræðileg áhrif á alla
menntamenn í Rússlandi. Þau
voru mér einnig mikið áfall og
ég verð að játa, að þá missti
ég þær vonir, sem ég hafði alið
imeð mér um, að við værum að
verða frjálsari. Ég missti alla trú
Á réttlætið, þegar ég sá hvernig
farið var með rithöfundana tvo
og hvernig þeir voru dæmdir.
Sp.: Spurning frá Leonard
Fried frá „The Suffolk Sun“
í yfirlýsingu yðar við komuna
sögðu þér, að rússneska stjórnin
hefði litið á yður nánast sem
rikiseign vegna nafns yðar. Gæt-
uð þér gefið okkur nánari upn-
lýsingar um kröfur, sem stjórnin
gerði til yðar og hömlur, sem á
yður voru lagðar".
Sv.: Á mig voru ekki lagðar
neinar hömlur í þeim skilningi,
að mér væri neitað um neitt í
landi mínu. En mér var hvað eftir
annað tjáð af opinberum aðil-
um, að mér yrði aldrei leyft að
tfara utan, vegna þess, að erlendis
gæti ég hitt blaðamenn og það
væri ekki gott fyrir mig. f öðru
lagi var mér ekki leyft að giftast
indverskum borgara opinberlega,
enda þótt hann væri meðlimur
í indverska kommúnistaflokkn-
um. Hinsvegar — sé miðað við
sovézka borgara almennt — naut
ég ef til vill þess sem kalla mætti
tforréttindi; því að ég hafði laun
frá ríkinu. Ég naut ýmissa
þæginda, sem annað fólk hafði
ekki. En eins og þið vitið getur
maður ekki lifað á einu saman
'brauði. Fólk þarf líka eitthvað
Sjónvarpstæki
sjónvarpstækin dönsku eru af öllum er tll þckkja
talinsameina betur en nokkur önnur sjónvarpstæki,
góða mynd og mikil tóngæði.
B CrO
sjónvarpstækin fást með afborgunarskilmálum.
B SrO
sjónvarpstækin fást I
Rafbúð
Domus Medica, Égilsgötu 3. — Síml 18022.