Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. Á hlaðinu á Rauðá: Broddi (Ein ar Guðlaugsson) og Kálfur (Knú tur Bemdsen) í miðið. Húskarlar Rð baki* Úlfhildur á Húnavökunni SÍÐASTLIÐNA viku stóð Húná- vakan yfir á Blönduósi, loka- spretturinn var tekinn á dans- leik í Félagsheimilinu sunnudag- inn 9. apríl. í Félags'heimilinu fóru öll skemmtiatriði vökunnar iram og er þar ekki í kot vísað, því að Félagsheimilið á Blöndu- ósi er eitt hið glæsilegasta fé- lagsheimili á landinu, að sagt er. Margt var til skemmtunar á Húnavökunni eins og vant er. Meðal annars sýndi leikfélagið á Blönduósi sjónleikinn Úlfhildi eftir Pál H. Jónsson. Oft hefur mér verið hugsað til þess hve Húnvetningar eiga leikfélaginu mikið að þakka fyrir dugnað þess og fórnfýsi, að koma upp leiksýningum á hverju ári og vanda til þeirra eins og kostur er á, því eins og að lýkum lætur hefur leikfélagið ekki á að skipa lærðum leikunim, né mönnum sem ekki eru í fastri vinnu dag hvern og hafa því ekki annað Til leigu í nýju húsi 200—400 ferm. húsnæði tilvalið fyrir iðnað eða sem vörulager. Jens Arnason hf. Vélsmiðja, Súðavogi 14. — Sími 16956. Skyndiútsalan Allt á að seljast, verzlunin haettir eftir nokkra daga. — Mikill afsláttur. Dömusundbolir — undirfatnaður m. a. allt úrvalsvörur. Komið og gjörið góð kaup. IMonnabúð Vesturgötu 11. Sai/o Höfum fengið send- ingu af hinum viður- kenndu norsku SAVO skrifstofustólum. 8 gerðir fyrirliggjandi. Póstsendum myndir og verðlista. Húsgagnaverzlunin Búslóð við Nóatún — Sími 18520. en frístundirnar úr að spila. En áhugamenn höfum við átt sem árlega sýna í verki, að þeir vilja fórna tíma og kröftum til að halda hér uppi leiksýningum héraðsbúum til skemmtunar og uppbyggingar. Er það hverju byggðarlagi ómetanlegt að eiga menn og konur, sem vilja mikið á sig leggja til hvers konar list- iðkana. Oft leynast ýmsir hæfileikar hjá fólki, sem ekki koma fram nema þeirra sé leitað og þeir vaktir af blundi. Það er oft erfitt að vita hvað í manninum býr fyrr en á reynir. — Sá sem lengst og bezt hefur staðið í eld- inum fyrir leikfélagið á Blöndu- ósi er Tómas R. Jónsson, fulltrúi. Hefur það verið ómetanlegt fyrir Húnvetninga að eiga slíkan hauk I horni. Hefur hann starfað með leikfélaginu í tugi ára og unnið þar af lífi og sái bæði sem leikari og leikstjóri og oft náð ótrúlegum árangri með kunnáttu sinni og dugnaði. — Það var GÚSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8. Sími 11171. Tvöfoít gler Útvegum frá Vestur-Þýzka- landi tvöfalt einangrunargler. Verzl. Brynja Laugavegi 29. Sími 24322. ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur þegar leikritið Úlfhildur var valið til meðferðar í vetur; Úlfhildur er veigamikið leikrit og gerir miklar kröfur til leikara og alls búnaðar. — Það er ekki heiglum hent að setja sig í spor útlagans Hrafns, sem varð fyrir því óláni að vega mann, né ungu húsfreyjunnar á Rauðá, er ung var gefin Brodda bónda án vilja hennar né vitundar, stórlátu kon- unnar sem varð að lúta vilja föður síns og láta verzla með sig eins og tamið dýr. Úlfhildi lék Nanna Tómasdóttir og gegndi það mestu furðu hve vel henni tókst að ná tökum á svo stóru og erfiðu hlutverki. Hún hefur áður sýnt, að hún býr yfir hæfileikum sem leikkona, en aldrei hef ég séð henni takast betur. — Skúli Pálsson síma- verkstjóri á Blönduósi lék Hrafn. Reyndi mest á leik hans er Úlf- hildur sækir hann heim í hellinn eitt vetrarkvöld. f hellinum hafði hann dvalið í 5 ár undir verndarvæng glæsikonunnar á Rauðá. Nístandi kuldi umkomu- leysis og einstæðingsskapar hef- ur slökkt ást hans. Niður Skjálf- andafljóts var að gera hann brjálaðan, niðurinn sem áður var honum til unaðar og hvíslaði nafn konunnar, sem hann elskaði var orðinn honum ofraun. — Öllu má ofbjóða jafnvel heitri ást. — Þórleif húskona Úlfhildar var Úlfhilður (Nanna Tómasdóttir) o ureyri; sem þótti afburða á sinni tíð, og gömlum Akureyringum finnst enginn komast í hálfkvisti við. — Tveir nýliðar komu fram á sviðið, Sigurður Hermannsson og Anna H. Guðmundsdóttir. Léku þau Hjálmar smala og Gyðu, unglingsstúlku á Rauðá. Fórst þeim það furðu vel og var oft gaman að þeim á leiksviðinu. — Bændurna Brodda á Rauðá og Kálf bónda í Vopnafirði léku þeir Einar Guðlaugsson og Knút- ur Berndsen. Þeir eru einnig óvanir leikarar, en sóttu í sig veðrið eftir því sem á leið. Auð- séð var, að þeir skildu hlutverk- in, kom það bezt í ljós í síðasta þætti, þegar Broddi gerði upp sakirnar við konu sína á hlaðinu á Rauðá. ARur útbúnaður var frábær- lega vandaður á þessari sýningu. Búningarnir voru frá Þjóðleik- húsinu, en tjöld voru öll smíðuð og máluð hér fyrir norðan. Það var ekki um að villast að leikstjórinn Tómas R. Jónsson hafði ekki kastað höndunum til neins, því mestu vandvirkni gætti í hvívetna, er að sýning- unni laut. Leikstjóranum er fleira til lista lagt en leika og setja leik á svið. Hann er skáld gott, þó hann flíki því lítt. Áður en tjaldið var dregið frá 1 byrjun leiksýningar flutti hann frum- samið forspjall af miklum mynd- arskap. Setti það sinn svip á sýn- g Hrafn (Skúli Pálsson). vel leikin. Með það hlutverk fór Margrét Jónsdóttir. Það er ekki að sökum að spyrja, Margrét skilar öilu vel, sem henni er trú- að fyrir á leiksviði. Henni er leiklistin í blóð borin, enda á hún ekki langt að sækja það þar sem hún er dóttir Margrétar Veldemarsdóttur leikkonu á Ak- inguna. — Með þessum fáu orð- um þakka ég Tómasi fyrir góða skemmtun nú sem fyrr, og öllum er stutt hafa leikstarfsemina hérna í litla þorpinu okkar við Blöndu. Blönduósi 12. apríl. H. A. P. Smiðir öskast Vantar 2 menn vana innréttingasmíði. Valviður sf. Dugguvog 15. Keflavík Tilboð óskast í að reisa álmubyggingu við Gagnfræðaskólann í Keflavík. Útboðs og verklýsingu ásamt teikningum skal vitja á skrifstofu byggingarfulltrúa gegn 100 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á Hafnargötu 27, þann 26. þ.m. kl. 2 e.h. Byggingarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.