Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAf 1967. Frásögn af starfi vinafélagsins SUNNUDAGINN 24. jan. 1932 var stofníundur Blindravina- félags íslands haldinn i Varðar- húsinu við Kalkofnsveg í Reykja vík. Til fundarins boðaði nefnd sem valin var samkvæmt tillöga séra Þorsteins Briem, er sam- þykkt var á safnaðarfundi í Reykjavík árið áður. Safnaðar- fundurinn kaus frú Margréti Th. Rasmus, skólastjóra Málleys- ingjaskólans og Þórstein Bjarna son, körfusmið, Kvenfélagasam- band fslands tilnefndi frú Hall- dóru Bjarnadóttur, Prestafélag íslands tilnefndi Sigurð P. Sí- vertsen, háskólakennara og sam band ísl. barnakennara tilnefndi Sigurð Thorlacius, skólastjóra. I framsöguræðu nefndar- manna kom fram, að þörfin fyrir stofnun slíks félags væri mjög brýn þar, sem að í engu landi í Evrópu væru eins margir blindir og hér á landi, miðað við fólksfjölda. (364 blindir þar nf 6 blind börn innan við 13 ára aldur). Starfið yrði að vera tvíþaelt, 1. Hjálp til að fyrirbyggja blindu. 2. Hjálp til þeirra, sem orðnir eru blindir. I fyrsta lagi þyrfti að koma & fót skóla fyrir blind börn, með verklegri og bóklegri kennslu. 1 öðru Iagi, að starfrækja vinnustofu fyrir blinda menn, kenna þeim handiðn við þeirra hæfi greiða fyrir sölu á vinnu þeirra og útvega þeim efni og áhöld, ennfremur að útvega þeim bækur á blindraletri f þriðja lagi, að hlúa að gömlu blindu fólki, útvega þeim elli- styrk, útvarp eða betri veru- stað. Haustið 1933, 6. okt., var fyrsti blindraskóliinn stofnaður. Fyrsti kennari skólans var frú Ragn- heiður Kjartansdóttir frá Hruna, sem veturinn áður hafði kynnt sér blindrakennslu í Danmörku og kostaði félagið þá för. Fyrstu mánuði skólans voru 5 nemendur þar af 4 börn, síðar um veturinn bættust fleiri við. Frú Ragnheiður veitti skóianum forstöðu fram til vorsins 1936, að hún hvarf úr þjónustu fé’ags ins um þriggja ára bil, en gerð- ist þá handavinnukennari 1 tvo vetur. Frú Ragnheiður lagði mikla alúð við, kennsluna og bar móðurlega umhyggju fyrir þess um blindu nemendum sínum, enda varð henni mikið ágengt og öllum þótti vænt um hana, var það mikil gæfa þessara bilndu barna, að njóta ker.nslu henar og umhyggju. Við störf- Blindra- um hennar tók Björn Jónsson, kennari, sem jafnframt hafði á hendi umsjón vinnustofu félags- ins og var það mikið starf, en handavinnukennslu annaðist frk. Sigríður Magnúsdóttir frá Gilsbakka í nokkur ár. Fram til ársins 1939 voru lengst af 5 nemendur í skólan- um, eftir það fækkaði þeim. Sum árin voru engir nemendur, samt var ýmislegri kennslu haldið áfram s.s. í handavinnu, hljóð- færaleik og vélritun. Þá hefur sund verið kennt svo til frá byrjun og hafa þau frú Magnea Hjálmarsdóttir, kennari, og séra Helgi Tryggvason kennsluna á hendi allan þann tíma, sem sund var kennt, eða fram á árið 1942 ávalt án endurgjalds. Séra Helgi hefur mörg síðari ár kennt við skólann og veitt honum forstöðu, einnig án endurgjalds. Haustið 1956 tekur svo við kennslu Ein- ar Halldórsson, eftir árs dvöl í Skotlandi, á vegum félagsins, við nám í blindrakennslu. Þessi ár hafa 2 til 4 nemendur verið í skólanum og nú í vetur eru þeir tveir. Frá stofnun skólans hafa 21 nemandi notið kenslu í skól- anum, lengri eða skemmri tima. Fyrst var skólinn til húsa í Elli- heimilinu í tvo vetur, þá flutti hann að Laufásveg 19 og var þar þangað til hann flutti að Ingólfs stræti 16 haustið 1939, var þar fram til haustsins 1956 að hann flutti að Bjarkargötu 8, þar sem hann nú er. Kaupmenn - verzlunarstjórar Munið SPEEDRITE-námskeiðið í Verzlunarskólanum nýja, salnum, dagana 8., 9. og 10. maí n.k. Danskur sérfræðingur frá SPEE- DRITE mun kenna meðferð og notk- un SPEEDRITE-auglýsingateikni- áhalda. Ef þér hafið ekki látið innrita yður á námskeiðið, þá gerið það strax í dag. Þeir, sem ekki hafa enn eignazt SPEEDRITE-auglýsingateikniáhöld, eru velkomnir á námskeiðið til að kynna sér þessa gagnlegu nýjung. Allar upplýsingar fúslega veittar í skrifstofu okkar. . •-• , 'ií £$;<a J-■ ■ " v■',• c ■} i < t Umboðsmaður á fslandi: HERVALD EIRÍKSSON s/f \ Austurstræti 17 - Reykjavík Pósthólf 324 sími 22665 SPEEDRITE Bókagerð á blindraletri Það var ekki fyrr en að nokk- ur ár voru liðin frá stofnun fé- lagsins, að nokkur vísir varð að bókagerð á blindraletri. Það var bæði dýrt og seinlegt, að rita bækur á venjulega blindra-rit- vél, en á þessum árum eða fram til ársins 1956 eignaðist félagið um 90 blindi, en eftir að Lions- klúbbur Reykjavíkur gaf báðum félögunum fjölritara kom nokk- ur skriður á málið, enda styrkti Alþingi þessa starfsemi með sér stakri fjárveitingu. Nú á félagið hátt á fjórða hundrað bindi bóka á blindraletri, en sorglega lítið eru þær lesnar. Vinnustofa fyrir blinda menn var formlega stofnuð haustið 1933. Var þá til húsa í Elliheim- ilinu og veitti Bjarni Magnús- son, Ljósvallagötu 10 henni for- stöðu fyrstu mánuðina en í jan. 1934 tók Ólafur Magnússon frá Mosfelli við starfinu og gegndi því til 1939. Fyrstu 4 árin var að mestu leyti unnið að bursta- gerð, en næstu árin þar á eftir var mikið unið að gólfklúta- vefnaði, en burstagerð og körfu gerð hafa lengst um verið aðal- starfsgreinarnar, sem unnið hef- ur verið að þessi árin. Starfssvið vinnustofunnar var að kenna blindum mönnum handiðn við þeirra hæfi, útvega hráefni og annast um sölu á vinnu hinna blindu. Það sem kennt hefur verið á þessum ár- um til viðbótar því, sem áður er getið var gólfdreglavefnaður, taumahnýting, mottugerð, neta- og vörpuriðning og stoppingu legubekkja. Nokkrir af þeim, sem á vinnustofunni hafa verið eru nú sjálfstæðir atvinnurekend ur hver í sínu byggðalagi og er það mjög æskileg þróun, að sem flestir hinna blindu dreifist með al hinna sjáandi í ýmsar atvinnu greinar því, að margt geta blind ir menn fleira en það, sem þeg- ar er talið. Við starfi Ólafs Magnússonar tók Björn Jónsson, eins og áður er sagt, bæði sem kennari skól- ans og umsjónarmaður vinnu- stofunnar og gegndi því til vors ins 1941 að Vilhjálmur Jóhann- esson tók við verkstjórn vinnu- stofunnar og er það sá maður, sem mesta alúð hefur lagt við sitt starf hjá félaginu af öllum hinum ólöstuðum. Hann var allt af reiðubúinn til að hjálpa og lagði oft nótt með degi ef á þyrfti að halda og neitaði auka- greiðslu fyrir aukavinnu þá hún var boðin. Enda er viðbrugðið hinu einstæða fórnarstarfi þeirra Sólrúnar ólafsdóttur og Vil- hjálms við banalegu Höskuldar Guðmundssonar, sem, þá bjó I Ingólfsstræti 16. Um vorið 1950 hætti Vilhjálmur störfum hjá félaginu en við tók Hannes Helgason, en varð stuttan tíma. Á næstu árum urðu oft manna skipti og háði það nokkuð starf semi þessari, en nú höfum við frá miðju sumri 1962 haft Alfreð Sæmundsson, ágætis mann, sem vinnur starf sitt af alúð og dugn aðL Á þessum 35 Srum hafa um 65 blindir menn og sjóndaprir notið einhverrar aðstoðar frá vinnustofu félagsins, flestir dval Síðla árs 1933 tókst stjórn félagsins að fá sérstakan fjár- ið þar lengri eða skemmri tíma. styrk frá Alþingi kr. 1500.00 til greiðslu á afnotagjöldum af út- varpi fátækra blindra mana. Árl síðar samþykkti Alþingi heimild 70 fermetra húsnæði viS Suðurlandsbraut tíl leigu. J>eir sem hefðu áhuga Ieggi nöfn sín á afgr. Mbi. fyrir 10. þ.m. merkt: „5 mánuðir 935.“ Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um mánaðarmótin maí-júní, og starfar til mánaðarmóta ágúst-september n.k. í skólann verða teknir unglingar 14—15 ára (fæddir 1952 og 1953), eða unglingar sem nú eru í 1. og 2. bekk gagnfræðastigs- ins 1 Reykjavík. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar Hafnarbúðum við Tryggvagötu, og sé umsóknmm skilað þangað ekki síðar en 20. maí n.k. Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar. Ódýrt — fyrir börnin í sveitina FLAUELSBUXUR: Fyrir 6 ára kr. 250.— — 7 ára kr. 260.— — 8 ára kr. 275.— — 10 ára kr. 285.— — 12 ára kr. 295.— — 14 ára kr. 310.— tflddyai U búdm Laugavegi 31. — Aðalstræti 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.