Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 54. árg. — 120. tbl. FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Deilur ísraels og Arabaríkjanna: Reynt að stilla til friðar — en stórveldin stefna skipum sínum nœr botni Mið/arðarhafs Verður Moshe Dayan skipaður varnamálaráðherra ísraels? Ankaxa, New York, Kaíró, London, Tel Aviv og víðar, 31. maí, AP, NTB. t>AU eru fréttnæmiust tóðindi úr Austurlöndum nær, að því er norska fréttastofan NTB hermir, að 6 sovézk skip fóru í dag um Sæviðarsund (Bos- fórus) inn á Miðjarðarhaf, eitt birgðaskip fyrir kafbáta, olíu- slkip og fjórir tundurskeyta- bátar að sögn. AP-fréttastof- an segir aðeins eift sovézkt skip hafa farið um Sæviðar- sund í dag og ber tii baka fyrri fregnir sínar í morgun, að fimm sovézJk skip hafi siiglt um sundið, segir að fjög- ur skip tyrkneslka sjóhersins hafi farið þar um samtímis sovézika skipinu og hafi það valdið misskilningnum. Von er á fleiri sovézíkum skipum um sundið á næstunni, að því er tynknesk yfirvöld segja. 1 New York lögðu Bandaríkin fram formlegia ályktun á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, þar sem þess er farið í leit að Ör- yggisráðið beini þeim tilmælum itil allra sem hlut eiga að deilum Ssraels og Arabaríkjanna að þeir fari að beiðni U Thants og hverfí frá öllum þeim aðgerðum er aukið getá spennuna í Austur- lönidum nær. Ályktunin er í þremur liðum og miðar að því að styðja viðleitni stjórnmála- manna út um heim til þess að •lægja öldurnar eystra og kom- ;aist að sanngjarnri, réttlátri og friðsamlegri lausn deilumála. Akaba-flói alþjóðleg ságlingaleið George Brown, utanríkisráð- hema sagði í Neðri málstofu brezka þingsins í dag að Bretar hefðu mælzt til þess við aðrar siglin^aþjóðir að þær tækju sig saman um yfirlýsingu þess efnis að Akaba-flói skyldi teljast al- þjóðleg siglingaleið og heita fullum stuðningi til þesis að svo mætti verða þrátt fyrir þá ákvörðun Nassers að meina isra- elskum skipum ferðir um flóann. Fundur þessi í Neðri málstof- unni í dag fjallaði eingöngu um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarlhaifis og gerði Brown þar grein fyrir ferð sinni til Moskvu og vakti máls á yfir- lýsingunni, sem áður sagði. Kvað Brown yfirlýsingu þessa myndu skjóta á frest frekari á- kvörðunum og veita mönnum svigrúm til viðræðna um frambúðarlausn deilumála ísraels og Arabarfkjanna og nefndi þar meðal annars 'til aiþjóðlegan samning um ■skipaferðir á Akabaflóa. Brown kvað Breta harma deilur þessar og sagði það almenna skoðun Breta að Sameinuðu þjóðunum 'bæri að fjalla um sættir á þess- Um slóðum og lagði til að send- ur yrði þangað sérlegur sótta- 'semjari SÞ. Yerður Dayan Varnarmálaráðherra? Töluverðar líkur eru nú taldar á þvi í fsrael að þvi er NTB- firéttastofan segir, að breytingar verði gerðar á stjórn landlsins. Er sagt hart lagt að ísraelsstjórn að gripa til einhliða hemaðar- aðgerða og líklegt talið að Moshe Dayan, hershöfðinginn eineygði, sem stjómaði her ísraelsmanna í átökunum við Egypta á Sinaí- Framhald á bls. 23 Tlmínn sannar sök Framsóknarforkólfanna; Eysteinn veit betur en hann lætur — Tvö dæmi um atvinnukugun Framsöknar \f fleirum er að taka TÍMINN sannar í gær sölk Framsóknarforkólfanna í Fásk rú ðsif jar ða rh n eyk sl inu með ósviífdnni en mátt- laiusri tilraun til þess að draga í land og breiða yfir ativinnukfúigun Framsóknar manna á Fásferúðsfirði. Framsóknarmiálgagnið birt ir „viðtal" við kaupfélags- stjórann á Fásferúðsfirði, þar sem hann gerir tilraun til þess að bera af sér sak- ir en ÞORIR EKKI AÐ MÓTMÆLA ÞVÍ AÐ RÉTT SÉU EFTIR HÖFÐ UMMÆLI HANS í VIÐ- TALI VIÐ MORGUN- BLAÐIÐ. Á bls. 3 í dag er birt yfirlýsing Jóns Hnefils Aðalsteinssonar, sem tók viðtalið við kaup- félagsstjórann fyrir Mbl. Þar segir hann m. a.: „Ég skrifaði orð þeirra Guð- jóns og Jóns Erlings niður jafnharðan og sumt af því, sem óg hafði skrifað niður eftír Guðjóni las ég honum aftur til þess að hann gæti fultt.vissað sig um að það væri rétt eftir haft“. Framsóknarblaðið held- ur því fram, að „engum hafi verið hótað“. Hér á efltir verða rakin tvö tii- tekin dæmd um hótanir kaupfélagsstjórans og er af fleirum að taka. Á fimmtudagskvöld í síð ustu viku var Eysteinn Jónsson á Fáskrúðsfirði, en auk hans meðframbjóð- endur hans, Páll Þorsteins- son, Vilhjálmur Hjálmars- son og Tómas Árnason. Daginn eftir, þ.e. sama dag inn og stofnfundur félags ungra Sjálfstæðismanna hafði verið auglýstur, kom kaupfélagsstjórinn að máli við foreldra einnar starfs- stúlku kaupfélagsins, sem hafði skráð sig á félags- lista væntanlegs félags ungra Sjálfstæðismanna. Sagði kaupfélagsstjórinn foreldrum stúlkunnar, að öllu starfsfólki kaupfélags- I ins sem gengi í félag ungra Sjálfstæðismanna, yrði sagt upp starfi hjá kaup- félaginu. Sama dag kom önnur starfsstúlka í kaupfélag- inu, sem hafði skráð sig á félagslista ungra Sjálf- stæðismanna, til þeirra sem höfðu listann, og hað um að nafn sitt yrði strik- að út. Henni var sagt, að ef hún færi fram á það, skyldi það gert. Framhald á bls. 23 \ Listskreyting opinberra bygginga hefur farið mjög í vöxt á siðustu árum — og í nýrri löggjöf frá síðasta Alþingi er m.a. gert ráð fyrir, að aiit að 2% byggingarkostnaðar skóla verði varið til listskreytingar. Myndin sýnir veggskreytingu í nýja Kennaraskólanum. Islenzk menning efld — á viðreisnartímabilinu ÓHÆTT mun að fullyrða að alhliða menningarlíf hafi aldrei staðið með meiri blóma hér á landi en síð- ustú ár, enda hefur mikil rækt verið lögð við eflingu hverskyns menningarstarf- semi. Af opinberri hálfu hefur með löggjöf og aukn um fjárveitingum verið stuðlað að því að treysta undirstöður margskyns menningarstarfsemi, sem almenningur bæði í horg og sveit hefur tekið af lif- andi áhuga. Af eimstökum aðgerðuim til eflingar menningarttífi þjóðarinnar í tíð núver- andi fíkisstjórnar, má m.a. nefna aufeinn stuðning við bólcasöfm, Listasafn ís- lands leifelistarstarflsemi, Sinfóníuhljómsveit ís- lands, tónlistarsittcóla og fræðsilumyndasafn svo að nolekur dæmi séu tekin. Handritastofnun íslands hefur verið sett á fót, sjón- varp er komið titt sögunn- ar, lisitamannalaun hafa verið aukin og svo mætti lengi tettija. í skjóli þeirrar almennu velmegunar, sem ríkt lief- ur á viðreisnartímabilinu, hefur almenningur haft betri aðstöðu en noldcru sinni fyrr til þess að til- eimka sér og njóta hins fjöl breytta mienningarliífs. — Hljómilei'kar eru tíðari og betur sóttir en áður, mál- verkasýningar tíðari — og bæði í opinberum bygging- um og víða á heimilium fól'ks Ski.pa listavenk hærri sess en áður var. — Sjá nánar bls. 10-11. Úttast sannleikann Sovézkir ungkommar segja CIA hjálpa Svetlönu við œviminningar Moskvu, 31. maí, NTB, AP. MOSKVUBLAÐIÐ „Komso- mottsikaya Pravda“, miálgagn Æskulýðsfy'lkingar kommún- istafloklks Sovétríkjanna, læt- ur að því liggja í skrifum sín- um í dag, að 9tarfsmenn bandarís'ku leyniþjónustunn- ar aðstoði nú Svetlömu, dótt- ur Stalíns, við samningu ævi- minninga hennar. Segir blað- ið bók Svetlönu ætlaðam mik- inn þátt í rógburði Vestur- landa og áróðri á hendur Sov- étríkjunum einmitt nú er líði að liálfrar aldar afmæld októ- berbyltingarinnar. Aðdróttanir þessar er að fiinna í formála ritstjórnar „Komso- molskaya Pravda“ að þýddri grein úr franska kommúnista- blaðinu „L’ Humanité Dim- anche“, sem Henri Bordage er sagður höfundur að. í þeirri grein er Svetlana borin þeim sökum, að hún styðji vitandi vits andsovézk öfl oig látið að því liggja, að fé hafi verið borið á hana til þessa. Greininni valdi Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.