Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1967. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Austurbæjarbíó: I Frönsk mynd, byggð á skáld- SVARTI TÚLIPANINN | sögu eftir Alexander Dumas. Reiknivélin CITIZEN JAPÖNSK GÆÐAFRAMLEIÐSLA. Lipur, falleg, ódýr. Kostar aðeins kr. 6.480.oo 999 milljónir í útkomu. Rauð kredit-saldo. Sértakki fyrir margföldun. 3 takkar: 0 00 000. Auðveld rúllu-ísetning. Léttur ásláttur. HVERFISGÖTU 3? . REYKJAVÍK . SÍMI 18994 Lausar íbúðir Til Sölu er 3. og 4. hæð, ásamt risi í steinhúsi við Miðborgina. Á þriðju hæð eru 3 herb., eldhús og bað, og á fjórðu hæð 3 herb., eldhús og bað, en í risi 2 herb. og fleira. Geymslur og þvottahús í kjallara. Útborgun má koma 1 áföngum. Nánari upplýsingar gefur NÝJA FASTEIGNASALAN Laugavegi 12, sími 24300 kl. 7.30—8.30 e.h. 18546. Bezt að auglýsa í Morgunbl, KVIKSJÁ - - - Aðalhlutverk: Alain Delon, Virna Lisi, Dawn Addams, Akim Tamiroff. Kvikmynd þessi á að gerast í byrjun stjórnarbyltingarinnar frönsku, 1789. Bræður tveir svo líkir í útliti, að þeir verða vart sundurgreindir af mannlegu auga, fara þar með tvö aðalhlut- verkin (báðir leiknir af Alain Delon). Annar þeirra er í vin- fengi við markgreifann í sínu lögsagnarumdæmi, í enn meira vinfengi þó við konu hans. Grímuklæddur bófi leikur lausum hala í nágrenninu. Menn nefna hann svarta túlípanann. Hann leggur stund á að ræna auðugt fólk, sem ferðast í lysti- vögnum um afvikna staði. Flest bendir til, að þessi dular- fulli maður, sem er hverjum manni vaskari í vopnaviðiskipt- um, sé umbyHingarsinni, eða gangi í öllu falli með þá áráttu að jafn efnahag manna, með þeirri svolítið frumstæðu aðferð að stela fjármunum frá hinum ríku. Eða voru hvatir hans kannski aðrar? Lögreglustjórar ættu að forð- ast sem mest kvikmyndaverin, heiðurs síns vegna og virðingar. Það bregzt varla, að þar er gert rungandi grín að þeim. Ýmist vegna fákunnáttu, fljótfærni eða hugleysis með meiru, og stund- um er þetta sameinað í einni og sömu persónunni. — Athug- um einnig, að í vændiskvenna- kvikmyndum eru lögreglustjór- ar oft áfjáðustu viðskiptavinirn ir. Einn slíkur lögreglustjóri kemur fyrir í þessari mynd. Hann er að vísu snjall skylm- ingamaður, en að öðru leyti sein heppinn við _ flestar meiriháttar ráðstafanir. Áhorfendum er ætl- að að hlæja dyggilega að manni þessum, hvað þeir munu flestir gera ósleitilega. Lögreglustjórinn fær grun um, að annar fyrrnefndra bræðra sé svarti túlípaninn. í bardaga tekst honum að særa túlípanann sári á aðra kinnina, og þótt bófinn sleppi undan að því sinni, þykist stjórinn nú hafa góða aðstöðu til að sanna þá kenningu sína, að annar bræðranna sé sá brotlegi. Og virkilega hafði lögreglu- stjórinn réttan mann grunaðan. hyggst hann nú grípa gæsina, þegar Guillaume (svo hét ann- ar bróðirinn) kemur í heimsókn til markgreifans. Mundi ekki sár ið á kinninn vera nokkuð örugg vísbending? En hann varast ekki það bragð Guillaume að senda bróður sinn — og tvífara hvað útlit snert- ir — til markgreifans í sinn stað. Verður hann fyrir veru- legum vonbrigðum, og þá ekki síður markgreifafrúin, þegar elskhugi hennar vill aldrei þessu vant skreppa með henni í „rauða herbergið“. í lok myndarinnar er sýnt áhlaupið á Bastilluna, 14. júlí 1789. Sá dagur er nú sem kunn- ugt er þjóðhátíðardagur Frakka. — í prógrami er 1789 nefnt „ár- ið fyrir frönsku stjómarbylting- una“. Samkvæmt flestum öðrum heimildum mun byltingin þó ein ~ —-K— mitt talin hafa hafizt það ár. Sjálfsagt er fyrir þá, sem áhuga hafa á skylminga- og bardagamyndum að sjá „Svarta túlípanannn". Menn þurfa að Vísu ekki að vænta þess, að þar séu atburðir sýndir í ljósi neinn- ar nýrrar söguskoðunar. Þetta er fyrst og fremst skemmti- mynd, en sem slík alls ekki svo slök. — Þótt flestir vöskustu bar- dagamenn þjóðarir.nar, séu nú önnum kafnir í skylmingum kosningabaráttunnar, og enn fleiri séu uppteknir að fylgjast með þeirri baráttu, þá mun það ekki hafa bitnað á aðsókninni að svarta túlípananum, fram að þessu að minnsta kosti. Hersteinn Pálsson hefur gert íslenzkan texta við myndina. Mót hjá Vottum Jefaova UM næstu helgi, frá 2.—4. júní, halda Vottar Jehóva þriggja daga mót á Akureyri. Nú þegar er vitað að yfir 100 manns ætla að fara héðan frá Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði, Keflavík og nágrenni þessara staða norður, til þess að vera viðstaddir á mótinu. Flest allir munu fara með einka far- artækjum. Tilgangur mótsins er að veita aukna biblíuþekkingu og verða margar ræður og sýnikennslur sýndar til þess að skýra og sýna, hvernig Biblían veitir hagkvæm- ar leiðbeiningar fyrir okkar kyn slóð í dag. Mótið mun líka gefa Aikureyringum sérstakt tækifæri, til þess að kynnast skoðunum Votta Jehóva og sýna þeim, hvernig „Bók Bókanna“ fræðir okkur um framtíðina. Mótið nær hámarki sínu á sunnudaginn, þá verður sýnd tveggja tíma litkvikmynd með íslenzkum skýringartexta. Mynd in heitir: „Guð getur ekki farið með lygi“. Vottar Jehóva bjóða alla vel- komna á mótið. (Frá Vottum Jehóva). — Minning Framhald af bls. 5 þar með talið íbúðarhús, sem skátar gáfu nafnið Gunnars- hólmi og hefur þar verið félags- heimili þeirra síðan. Árið 1962 á 50 ára afmæli skátastarfs á íslandi gaf Akur- eyrarbær skátum húseignina Hafnarstræti 49 og er nú unnið af kappi að því breyta því í æskulýðsheimilL Kvenskátafélag var fyrst stofn að á Akureyri 1923 og hlaut nafnið Valkyrjan. Foringi þess og stofnandi var Guðríður Norð- fjörð. Félagið starfaði í nokkur ár en lognaðist svo út af. Meðal stofnenda var Brynja Hlíðar og hinn 20. júní 1932 endurreisti hún félagið og hef- ur það starfað óslitið síðan. Brynja var félagsforingi nær óslitið til dauðadags, en hún FRÓÐLEIKSMOLAR Reiknað er með því að nm 300.000 jarðskjálftar eigi sér stað árlega á jörðinni. Þó svo að fjöldi fólks verði ekki var við lítinn hluta af þess- um jarðskjálftum, verða þeir samt til þess að drepa um 15.000 manns árlega og valda tjóni sem nemur tugi milljóna ísl. árlega. Til eru um 400 jarðskjálfta- rannsóknarstöðvar, en þó sér- hver þeirra sé mjög nákvæm þurfa þær allar að vinna sam an til að hægt sé að komast að því hvar jarðskjálfti er staðsettur. I. J. fórst eins og kunnugt er í flug- slysi árið 1947. Hún var mjög mikilhæfur foringi og skáta- starfið var henni hugsjón. Snemma fór Valkyrjur að dreyma um að eignast útilegu- skála og eftir 14 ára margvís- lega baráttu stóð skálinn full- skapaður neðan til í brekkum Vaðlaheiðar. Við fi-áfall Brynju var stofn- aður minningarsjóður er bar nafn hennar og var honum ætl- að það hlutverk að safna fé til kvenskátaheimilis og árið 1959 keyptu Valkyrjur íbúðarhús Brynju, Helgamagrastræti 17 og breyttu því í félagsheimili. Að lokum sagði Tryggvi Þorsteinsson: „Líkami mannsins er for- gengilegur, hann er flík er við klæðumst stutta stund. Við viljum að vel sé farið með þenn- an dvalarstað sálarinnar en fyrst og fremst viljurn við skátar þjálfa og þroska sál hvers ung- mennis 'sem til okkar leggur leið sína og varðveita hana svo ekki falli þar á neinn blettur. Við berum virðingu fyrir öllum trú- arbrögðum og stefnum að þvi að æskufólkið komi frá æsku og unglingsárunum með neista trúar og mannkærleika sem endist þeim ævina út“. Ég, sem þetta rita hef aldrei verið skáti, en ég hef hins veg- ar kynnzt stórum hóp þess fólks sem innan þess félagsskapar starfar og fundið að þar er batnandi fólk á ferð og á það jafnt við um unga og aldna. Mér virðist því ástæða til að að hvetja fólk til að beina at- hygli barna sinna að þessum mannbætandi félagsskap. Það er ekki neinum öðrum til hnjóðs þó á það sé bent að skátar virðast ná betri árangri með sinni æskulýðsstarfsemi en aðr- ir sem henni sinna. Það er öðrum fremur verk þriggja manna að þessi ágæta regla er svo öflug hér á Akur- eyri en það eru þeir Tryggvi Þorsteinsson, Ríkarð Þórólfs- son og Dúi Björnsson, en þeir hafa varið flestum frístundum síðustu þriggja áratuga í þágu þessa félagsskapar. Störf þessarar hreyfingar verða ekki mæld, vegin eða met- in til fjár en dýrmætustu fjár- sjóðir sem mönnunum eru 1 hendux fengnir eru börnin, og skátar eru í sjálfboðavinnu hjá okkur öllum að reyna eftir fremsta megni að hjálpa okkur til að varðveita hreinleika barnssálnanna og ala upp heil- brigt og gott fólk. Þess vegna eru störf þeirra ómetanleg og þess skulum við öll minnast um leið og við færum þeim innileg- ar óskir með afmælið. St. Eiríks. — Skátafélag Framhald af bls. 22 lífsþrótti. Hjá henni var ekkert smátt. í húsi hennar þáði margur góðan beina bæði í beinum og óbeinum skilningi, og oft miðl- aði hún öðrum af litlium efnum. Hún kunni að njóta með öðrutn og hún vildi einnig að aðrir nytu með sér. Lífsl'án þeirra hjóna var mik- ið og fyirir það þökkuðu þau Guði í auðmýkt. Er árin færðust yfir, þá urðu þau gömlu hjónin ein eftir í sínu húsi og höifðu orðið lítið um sig í búsfcap seinustu árin en Ágúst sonur þeirra hafði að mestu takið við jörðinni, en hann hafði byggt sér hús þar á hlaðinu svo þau gátu haldið í hendina á barnabörnunum, sem þar uxu upp. Nokkurrar vanheilsu kenndi Ragnheiður á alira seinustu ár- um en hafði þó alltaf fótavist. Á síðastliðnu hausti, er ég sá Ragnheiði í síðasta sinn, sagði hún við mig, að það væri aðdá- unarvert hvað Eiríkur hugsaði vel um sig og það kenndi aðdá- un,ar og gleði í rómnum. Þannig var líf þeirra og starf, þau báru hvors annars byrðar, Jón Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.