Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1967. — Ég vildi óska að eggið, sem ég skreið úr, hefði aldrei verið verpt. h UNDIR VERND — Ég neyddist til að trúa því, sagði hann hörkulega. — Ég ætla að giftast þér, Paula, og ég verð að vita, að þú sért yfir allt slíkt sem þetta hafin. Og það er ekki aðeins ég sjálí'ur, sem ég verð að taka tillit til, hélt hann áfram, er hún svaraði engu, — börnin hennar Louisu verða í þinni umsjá. Og er hún sagði enn ekki neitt, spurði hann hás- um rómi: — Ætlarðu ekki að svara mér? — Nei, sagði hún. — Trúðu bara öllum kjaftasögunum henn ar Mavis ef þú vilt. Ég er komin á þá skoðun, að þér líði betur að trúa þeim. Þá þarftu heldur ekki að hafa neinar áhyggjur út af mér. Þú verður bara sann- færður um, að ég hafi aldrei verðskuldað, að verða konan þin. Það getur sparað þér allar áhyggjur, sem þú hefðir kannski annars haft. Það getur meira að segja sparað þér að sakna mín neitt. Þess í stað geturðu óskað sjálfum þér til hamingju með að hafa losnað við mig, sem hefði verið í alla staði óhæf til að verða konan þín. Þú getur hald ið áfram þessu hátíðlega lífi þínu hérna með Mavis. Það verð ur leiðindalíf og enda þótt þú eigir það ekki skilið, mun ég vor kenna þér það. Hann glápti á hana eins og hann tryði þessu ekki. — Þú hlýtur að vera brjáluð, Paula! Þú játar að hafa verið heima hjá þessum manni og samt ertu svo ósvífin að þykjast ætla að fara að vorkenna mér! En ég ætla nú samt að fyrirgefa þér allt, sem þú ert búin að segja. En ég spyr þig aftur: Hejurðu enga skýringu að gefa á þessu? Hurðinni var snögglega hrund ið upp. Ungfrú Redmond kom inn í kápu og með hatt á höfði. — Þú ert ekki að fara, Agga frænka? sagði Paula. — Víst er ég að fara, barnið gott. Og þú með mér. Ég ætla að fara með þig þangað sem þú átt heima. Ég gæti ekki hugsað mér að láta þig verða mínútunni eftir Maysie Greig: lengur undir þaki þessa manns, sem þykist elska þig og hefur boðið þér vernd sína, en hlustar á þessa vesælu kjaftakind, sem er að reyna að eitra huga hans gegn þér, í eigin þágu. Já, hr. Hankin, þar á , ég við hana frænku konunnar yðar sálugu, ungfrú Mavis Freeman. Ef nokk ur manneskja hefur nokkuxn tíma átt skilið að fara í gapa- stokkinn og láta kasta í sig fúl- eggjum, eins og gert var í þá góðu gömlu daga, þá á hún það. Þér haldið kannski, að þér séuð trúlofaður henni frænku minni, en það samþykki ég að minnsta kosti aldrei og ég veit, að hún móðir hennar gerir það ekki heldur, þegar hún heyrir alla söguna. — Þetta er rétt hjá þéT, frænka, sagði Paula einbeitt. — Ég ætla aldrei að giftast honum Davíð. Hann snerist að henni og stamaði: — Paula..........? — Nei, vitanlega dettur henni það ekki í hug, hvæsti gamla konan. — Hvernig dirfizt þér að bera uppá hana þessar kjafta- sögur hennar ungfrú Freeman? Það er ekkert við það að athuga þó að stúlkan væri heima hjá honum hr. Wainwright. Hann ætlar að giftast henni móður hennar, ef hann er þá ekki þeg ar búinn að því. Ég fann skeyti í herberginu mínu rétt áðan, sem hafði verið sent áfram hingað. Hr. Wainwright hefur gengið Paulu í föðurstað frá því hún man fyrst eftir sér. Ef frú Fair- geraves hefur viljað misskilja iþetta, þá var það henni að kenna en ekki frænku minni. — Hérna! bætti hún við og rak skeytið rétt að segja í nefið á honum, — þér getið lesið það ef þér viljið. Það er frá mágkonu minnni, móður hennar Paulu. „Við Don giftum okkur í morg- un. Kveðja til ykkar allra. Lucy“. — Ég biðst afsökunar, sagði hann skjálfraddaður, — ég hafði enga hugmynd u/m, að......... — En það hefðuð þér átt að hafa, hvæsti hún á móti. — Ef þér treystuð henni frænku minni svona lítið hefðuð þér ekki átt að fara að biðja hennar. — En ég átti nú samt rétt á að fá skýringu á þessu, sagði hann heldur en ekki neitt. — Það sem þér hefðuð átt að gera þegar þér heyrðuð þessa andstyggilegu sögu, var að sparka þessari andstyggðar skepnu, henni frænku konunnar yðar, út úr húsinu. Þá áttuð þér að segja: „Hvernig dirfiztu að segja þetta um hana Paulu. Ég treysti henni fullkomlega. Út með þig! Hvaða erindi átti hún til Harton annað en það að snapa upp þessa kjaftasögu, sem hún vonaði að geta spillt með milli ykkar Paulu? Ef þér eruð of heimskur til að sjá það, eruð þér líka of mikill fábjáni til að giftast henni frænku minni. Ertu tilbúin, Paula? bætti hún við, og sneri sér snöggt að henni. — Við förum úr þessu húsi núna á stundinni! — En fóturinn á mér, frænka. Hvernig get ég hreyft mig með hann eins og hann er? — O, hugsaðu ekki um það, hvæsti gamla konan. — Þú vilt komast heim, er það ekki? Davíð sneri sér enn að henni. — Paula! sagði hann biðjandi. En hún leit ekki einu sinni á hann. Hún þoldi ekki að horfa á hann.' Hún hafði elskað hann, en eftir öll þessi vonbrigði sín, vissi hún, að hún elskaði hann ekki lengur. Hún hataði hann ekki einu sinni, heldur vorkenndi honum bara. — Því miður, Davíð. Þetta er satt, sem hún frænka er að segja. Ég er að fara heim. — Ég banna þér að fara, sagði hann. — Hver á að bera þig út í bílinn? Ég átti fullan rétt á að heimta skýringu, og þú hefðir átt að gefa mér hana, og þá hefði allri þessari vitleysu verið lokið. — Já, en ég vil bara fara, og það fyrir fullt og allt. — Já, en þetta er eins og hver önnur vitleysa, sagði hann aft- ur. En þá tók hann allt í einu eftir þvi, að fjórði maðurinn var kominn inn í herbergið. Hár og grannur ungur maður, sem gnæfði hátt upp yfir hann. Davíð sneri sér við til að snúast gegn þessum óboðna gesti. — Hvern fjandann áttu við.......? sagði hann. — Hvern fjandann eigið þér við með því að fara svona með hana Paulu? sagði ungi maður- inn hvasst. — Ég vildi, að ég hefði tekið hana með mér um daginn, þegar ég kom hingað, en nú tek ég hana að minnsta kosti með mér. Viljið þér gera svo vel og fara frá! Davið gerði síðustu tilraun- ina. Hann sneri sér að Paulu. — Þér er þó ekki alvara að ætla að láta þennan........ En Lance hafði þegar tekið Paulu í fang sér og lyft henni upp úr rúminu og frænka hennar var þegar farin að vefja teppi um hana. — Ó, Lance! sagði hún og tár- in voru þegar farin að renna niður kinnar hennar. — Ó, Lance, hvernig stendur á því, að þú skulir vera kominn hingað? Hann brosti og leit á hana gráu augunum. — Mér datt í hug, að mín kynni að vera þörf, sagði hann, — og það datt henni frænku þinni líka í hug. Svo að ég hef verið að ganga um gólf í gistihúsi hér skammt frá, þangað til kallið kæmi. Hann hafði nú lyft henni létti lega upp úr úrminu. — Mér þykir leitt að þurfa að fá þetta teppi yðar lánað, hr. Hankin, sagði gamla konan. — En við skulum láta efnahreinsa það áður en því verður skiiað í þetta reglufasta og óholla hús yðar. Og svo gætuð þér lát.ið ráðskonuna yðar taka saman dótið hennar frænku minnar. Það má senda það á eftir henni. Þér getið sent það með eftir- kröfu ef yður svo sýnist. 25. kafli. Nokkrir mánuðir voru liðnir. Sumarið var á enda og brúnu haustlaufin tekin að falla. En sólin skein og loftið var hress- andi. Eftir giftinguna I Kanada höfðu Don og Lucy farið brúð- kaupsferð um Bandaríkin, en nú voru þau að koma heim, og það var eins og jafnvel húsið sjálft væri með fagnaðarsvip. Paula hafði verið á fótum eldsnemma um morgunin og var að laga allt til. Þessa undanfarna mán- uði hafði hún búið heima í húsi Dons, til þess að undirbúa allt undir heimkomu hjónanna. Hús ið hafði verið málað og skreytt undir eftirliti hennar, skipt um húsgögn og ný keypt. Don hafði gefið henni frjálsar hendur um allar þessar framkvæmdir, „.....Þú þekkir smekkinn hennar mömmu þinnar miklu betur en ég. Þessvegna bið ég þig um að láta útbúa allt eins og þú veizt, að hún vill helzt, og ef henni líkar það, þá verð ég líka hrifinn af því“. Þannig hafði Don skrifað henni. Það var laugardagur og Lance 'hafði komið í bílnum sínum frá Manchester. Hann ætlaði að vera yfir helgina hjá Agötu frænku. Hann hafði oft verið þar yfir helgar síðan þennan ör- lagaríka laugardag, þegar þau óku Páulu að heiman frá Davíð í Weybridge. Og enda þótt Paula hefði eins og farið hjá sér í návist hans, í fyrstunni, gerði hún það ekki lengur. Augu henn ar ljómuðu þegar hún sá hann, og ef alltaf glaðnaði yfir henni þegar hann kom, þá taldi hún sér trú um, að það væri bara vegna þess, hve góðir vinir þau væru. En hún hafði orðið vonsvikin og meira en lítið móðguð, þegar hann þverneitaði að taka við þessum þúsund pundum til að leggja í bílafyrirtækið. — En hversvegna ætti ég ekki að geta sett aurana mína í fyrir- tækið þitt, ef mig langar til? hafði hún sagt. — Við erum þó væntanlega nógu góðir vinir til þess? Hann hafði gripið báðar hend- ur hennar og horfði í augu hennar. — Elsku Paula, sagði hann, — mig langar ekkert til að vera bara góður vinur þinn, heldur vil ég vera allt annað. Hún hafði roðnað. Hún dró hendurnar að sér og reyndi til að hlæja. — Vertu nú ekki með neina vitleysu, Lance! — Jú, ég ætla einmitt að halda áfram með vitleysuna, enda yrð irðu bálvond við mig ef ég gerði það ekki. Hún hló og hann líka. Mikið gat verið, erfitt að taka hann alvarlega! En langaði hana ann- ars nokkuð til að taka hann al- varlega? Hún hafði syrgt Davíð og ástina til hans, en þegar mað ur er ungur er þá almennilega hægt að sitja lengi í sorg og sút eftir glataða ást? Einmitt það, að sú ást hafði kulnað svo fljótt út, gerði hana dálítið hrædda við ástina, nú orðið. En það var Agata frænka, sem hafði orð að Leggja í belg um það efni. — O, þú elskaðir hann Davíð bara ekki raunverulega, barnið gott, sagði hún einn daginn, þeg ar þær voru að vinna saman við útstoppaðan fíl, — svo að nú skaltu ekkert fara að gera þér grillur út af því, að þú sért eitt- hvað óstöðug í rásinni. Þú varst bara skotin og hann var einmitt maður til að verða skotin í, og maður eins og sá, sem þú hafðir ímyndað þér, að þú yrðir skot- in í. Sem mann held ég, að þú hafir ekki þekkt hann nærri eins vel og ég gerði, og innst inni held ég, að þú hafir ekki verið hrifnari af honuim en ég var. Og að kunna vel við fólk er alveg eins mikilvægt og ástin, og sann ast að segja, ef sú kennd feT ekki á undan ástinni, er lítil von um hamingju í framtíðinni. Tök um til dæmis mömmu þína og hann Don. Þau kunnu alltaf vel hvort við annað og nú sérðu, hvað þau eru hamingjusöm! Hudson sokkar því ég veit hvaðégvil §* í dag er KAFFIKYNNINGIN , í yerzluninni s § < e Verzlunin HERJÓLFUR, Skipholti 70.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.