Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1967. 19 — Grein Ólafs Framhald af bls. 17 óskynsamlegt, hvort sem kaup- félag eða kaupmaður á í hlut, því það hefiði aðeins í för með sér verri rekstursafkomu. Þá er það nefnt í greinum þeirra Karls og Stefáns, að fjölg- un kaupfélaga og félaigsmanna í þeim og aukinn iðnaður á veg- um SÍS sé sikýring á hinni auknu veltu hjá þessum aðilum. En ætli hvor tveggja sé ekki af- leiðimg þeirrar aðstöðu sem þess- ir aðilar höfðu hjá innflutnings- yfirvöldum? Fólkið gekk meira í kaupfélögin en ella, af því að þar var vöruna helzt að fá, og faest af þeim iðnfyrirtækjum, sem SÍS stofnaði til á þessum árum munnu hafa risið á fót í frjálsri samkepipni. Ég tel þá röksemd þeirra fé- laga og lítilvæga, að takmark- anir á innflutningi munaðar- vöru er meira hafi bitnað á kaupmönnum en kaupfélögium, sé skýring á aukinni veltu kaup- tfélaganna. Slíkur innflutningur hafði þegar verið takmarkaður eða jafnvel bannaður um skeið áður en þetta tímabil hófst, og auk þess leididi það af Mtilli kaupgetu almennings að verzl- anir munu yfirleitt ekki hafa taMð eftinsóknanvert að hafa slikan varning á boðstólum. Ég tók það fram í grein minni hér 1 blaðinu þann 29. apríl, að vafalaust mætti færa fyrir því einhver rök, að SÍS og kaup- félögiin heifðu á umrseddu tíma- bili aukið veltu sína, þótt höft- in hefði ekki komið til. Ég bygg, að þeir Karl og Stefán hafi dregið fram allt, er máli getur skipt í því sambandi, og ®kal ég engan veginn neita því að þau atriði hafi einhverja þýðingu haft, en með slíkum fyrinvara sem ég þannig alltaf hefi haft tel ég greinar þeirra Karls og Stefáns í ra-uninni að- eins staðfesta þá meginniður- stöðu, sem ég komst að, nefni- lega þá að hin stóraukna velta SÍS og kaupfélaganna á þessum árum væri ótvíræð sönnun þeirra forréttinda er þessi fyr- 'irtæki nutu hjá ríkisstjórn og innflutningsyfirvöldum. ,5ú var lifea ótvírætt stefna rík- isstjórnar Framsóknarflokksins og Alþýðufliokfcsins er þá sat við völd, að koma ekki ein- göngu kaupmannaverzluninni, heldur og öllum einkarekstri í útgerð og iðnaði smám aaman á kné og í hendur samvinnufélaga, ríkis og bæjarfélaga. Telji ein- hver, að ég taki hér of djúpt í érinni ræð ég þeim hinum sama til að lesa sér til í hinni miklu hvítu, (eðia öllu frekiar rauðu) bók ríkiisstjórnarinnar frá þess- um tíma, en hún nefndist: Álit og tillögur sikipulagsnefndar at- vinnumála. Þeirri fylgju Fram- sólknarflok'ksins mega atvinnu- wekendur, hvort heldur er í verzlun, útgerð eða iðnaði ekki gleyma, þegar flokkurinn nú neynir að gera hosur sínar græn- er hjá þeim. Mikilvæg mannréttindi í hættu. Ungur blaðamaður, sem á eæti ofarlega á framboðslista Framsóknarmanna hér í bæn.um gerir nýlega að umtalsefni í blaðagrein tertubotnakaup reyk- vískra húsmæðra. Tekur hann þar mjöig í sama streng og Frjáls þjóð, þótt ebki sæmi hann hús- mæðurnar nautsíheitinu eins og Frjáls þjóð gerði á sl. sumri. Ég hefi nú aldrei sikilið hneykslun- ina yfir þessum tertubotnakaup- um. Þær húsmæður, sem kaup þessi hafa gert til þess að spara sér vinnu við baikstur, hafa gert það fyrir sína eigin peninga, ekkert hefir með því móti verið tekið frá neinum og ríkissjóður hefir fengið tolla sína af þess- •um innflutningi. En þótt hér sýnist vera um ómerkilegt mál að ræða, enda er þetta varla stór Mður í heild- •arinnflutingni landsmanna, þá er þó tilgangurinn með þessu tertubotnataM Tímans og Frjálsr ar þjóðar auðsær. Þetta er hugis- að sem rök fyrir nauðsyn þess að gera allan innfLutning neyzlu- vöru háðan leyfaúthlutun eins og var fyrir 1960, þvi að neyt- endumir ráðstafi fjármunum sínum svo heimskulega þegar þeir búi við valfrelsi, að brýna nauðsyn beri til þess frá þjóð- hagslegu sjónarmiði, að allt sMkt valferlsi sé afnumið. Það er raunar alltaf auðvelt að finna dæmi þess, að einsitakling- ar ráðstafi fjármunum sínum ó- ekynsamLega að annarra dómi. Svo hlýtur alltaf áð vera með- •an þanfir og smekkur einstakling 'anna er mismunandi, þannig að það sem einn teiur sér nauð- synlegt, er frá sjónarmiði ann- ars óþarfi og jafnvel sóun fjár- muna. Það sem um er deilt er þó þetta, hvort einstaklingarnir eigi áfram að njóta þeirra réttinda, sem þeir hafa notið í valdatíð núverandi ríikisstjórnar, að fá sjálfir að ráðstafa eigin aflafé í samræmi við eigin óskir, eða hvort hverfa á aftur til þess fyr- irkomulags, að láta opinberar nefndir ábveða í einu og ölLu, hvaða neyzla eða f járfesting ein- staklingum skuli leyfileg og ■hvaða ekki. Ég Mt svo á, að frjálst neyzlu- val sé mikilvæg mannréttindi, sem séu etaki síður en önnur þau mannréttindi sem meira sjálá- sögð eru talin, grundvallarskil- yrði fyrir hamingjusömu lífi. Það getur orðið dýrt si>aug að afsala þeim réttindum þótt að- eins um stundarsaki'r sé, þvi að það tók þjóðina nærri 30 ár að komast upp úr baftaifeninu, sem hún sökk í á kreppuárunum eftir 1930. Hér er lítaa um mikilvægan þátt Mfskjara cilmennings að ræða, því hver vill ekki heldur eiga ákveðna fjárhæð til eigin ráðstöfunar en jafnvel meiri •fjárhæð, sem hann aðeins má ráðstafa samkv. fyrirmælum stjórnvalda? Það eru þessi mannréttindi, sem fólkið er nú að kjósa um, hvort það vilji varðveita eða kasta á glæ. Nám og atvinna Stúlkur, sem læra vilja gæzlu og umönnun van- gefinna, geta komizt að í sMkt nám á Kópavogs- hæli í haust. Laun verða greidd um námstímann. Nánari upplýsingar gefur skólastjórinn. Sími 41504. Reykjavík, 29. maí 1967. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Grasfræ. garðábiirður. Húsbyggjendur Getum bætt við okkur verkefnum ef samið er strax. Höfum til leigu steypumót ef óskað er. Finar Elíasson, húsasmíðameistari Selfossi, sími 1215. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að reisa 3. hæð hússins nr. 14 við Stillholt á Akranesi og ganga frá þaki. Útboðs- gagna má vitja hjá Hallgrími Árnasyni, Skóla- braut 18 gegn 1000.00 kr. skilatryggingu. Skila- frestur er til 19. júní 1967. BYGGINGARNEFNDIN. Bifvélavirkjar Góður bifvélavirki getur komizt í félag með tveimur öðrum um rekstur á verkstæði. Tilboð sendist Mbl. sem fyrst merkt: „Sjálfstætt — 620“. I KJÖRGARÐI HÖFUM FENGIÐ NÝJAR SENDINGAR AF KVENBLÚSSUM OG KVENPEYSUM. KJÖRGARÐUR í KJÖRGARÐI MIKIÐ ÚRVAL AF ALLS KONAR SPORTFATNAÐI. KJÖRGARÐUR HERRADEILD. Auglýsing um nýja ferðaáætlun á leiðinni Reykjavík—Keflavík—Sandgerði, sem tekur gildi 1. júní 1967, samkvæmt ákvörðun Póst og símamálastjórnarinnar. Frá Reykjavík: Kl. 6, 10, 11, 13,15, 15,15, 17, 18,30, 21,30, 23,30. Frá Keflavk: Kl. 8,30, 10, 13,15, 14, 17, 20, 21,30, 23,45. Frá Sandgerði: Kl. 9,30, 12,30, 13,15, 14,45 (endar í Keflavík), 16,30, 19,30, 20, (endar Keflavík), 23. Prentaðar ferðaáætlanir fást í afgreiðslu bifreiðanna. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur, Bifreiðastöð Steindórs. TILKYNNING frá Rafveitu Hafnarfjarðar Frá 1. júní verður innheimtan lokuð á laugardögum. Aðra daga verður opið eins og venjulega, nema á föstudögum, þá verður opið til kl. 19.30. Athugið á föstudögum verður opið til kl. 7.30. RAFVEITA HAFNARFJARÐAR. Gjaldkeri Staða gjaldkera, sem jafnframt hefur um- sjón með innheimtu, er laus til umsóknar. Skriflegum umsóknum ásamt meðmælum veitt móttaka til 10. júní á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2. Skrifstofustarf Stúlka óskast til bókhaldsstarfa. Skrif- legum umsóknum ásamt meðmælum veitt móttaka til 10. júní á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2. Ulpujakkar á drengi, stærðir 6—12. Verð frá kr. 398.—450. R. Ó.-búbin Skaftahlíð 28 — Sími 34925.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.