Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1967. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. > Framkvæmdastjóri: .Sigfús Jónsson. ( Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. i Matthías Johannessen. | Eyjólfur Konráð Jónsson. | Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. j Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. | Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. j í lausasölu kr. 7.00 eintakið. j Áskriftargjald kr. 105.00 á. mánuði innanlands. 1 SÍLDVEIÐAR HEFJAST Vffirnefnd verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur nú ákveðið bræðsLusíldarverðið. Með atkvæðum oddamanns og fulltrúum útgerðarmanna og sjómaptfa var ákveðið að verðið yrði kr. 1,21 pr. kíló og gildir þetta verð til 31. júHí n.k. Er það töluvert styttra gildistímabil en venja hefur verið áður en að baki því liggja vonir manna um að útflutningsverðið muni hækka, þegar á sumarið líð- ur, þannig að þá verði unnt að haefeka verðið. Það er sérstök ástæða til að fagna því að svo vel heifur til tekizt um verðlagninigu bræðslusíldar að þessu sinni. Óhætt er að fuliyrða að verðið hefur reynzt hærra en sjómenn og útgerðarmenn höfðu almennt reiknað með. enda hefur verðfallið á síld- arafurðum numið allt að 40%. Það hefur því ræzt betur úr þessu máli en margir hugðu. í yfirlýsingu frá stjórn Samtaka síldveiðisjómanna sem birt er í Mbl. í dag segir m.a. að samtökin „álíti að fuílitrúar seljenda í verðlags- ráði hafi við ákvörðun bræðslusíldarverðs tekið þá skástu afstöðu, sem um var að ræða, eftir þeim lögum, sem verðlagsráð verður að vinna eftir og miðað við hið lága heknsmarkaðsverð, sem er á síldarafurðum í dag“. Þessi yfirlýsing sýnir glögg- lega, að samtök síldveiðisjó- manna hafa tekið skynsam- lega afstöðu til þessa máls og gert sér fulla grein fyrir óhjáfevæmilegum afleiðing- um hins mikla verðfalls á síldarafurðunum. Það er einnig ljóst, að þetta verð skapar síldarverksmiðj- unum nófckra erfiðleika, en einmitt það sýnir, að ríkur skilningur hefur verið á því, að efeki var hægt að ætlazt til, að sjómenn og útgerðar- menn tækju verðfaliið allt á sig. Síldarbátarnir eru nú að streyma á miðin. Nýtt síld- veiðitímabil er hafið og sjó- mönnuim okkar fylgja beztu óskir um góð aflabrögð í sum ar. íslendingar eiga í dag glæsilegan flota fullkominna síldveiðiskipa, sem vart á sinn Mkan í veröldinni. — Þessi mikli floti mun nú enn einu sinni leggja út í leit að silfri hafsins. — Ábyrgðarlausum hentiistefnumönnum verður efeki að von sinni. Þeir hafa í margar vikur beðið í of- væni eftir bræðslusíldarverð- inu í von um að það yrði svo lágt vegna verðfallsins, að sjómenn og útgerðarmenn treystu sér ekki til að fara á veiðar. Þær vonir eru nú brostnar. Réttur málstaður sigrar jafnan að lokum. MERKUM ÁFANGA NÁÐ að máL sem Löngum ber hæst í hugum íslendinga er verndun fiskistofnanna við landið. Mörg spor hafa verið stigin í þeim efnum og er öllum í fersku minni sá mikii sigur sem vannst 1961, þegar viðreisnarstjórninni tókst að fá viðurkenningu bre^Jku ríkisstjórnarinnar á 12 sjómílna fisfeveiðiiand- helgi við ísland. Þá unnu ís- lendingar einn mesta stjórn- málasigur sinn í viðskiptum við aðrar þjóðir. Grundvöl'l- ur að lausninni var lagður í viðræðum Ólafs Thors og Maomillans á Keflavíkur- flugvelli haustið 1960, eins og feunnugt er, því þar tókst að afla s'kilnings brezka for- sætisráðherrans á nauðsyn ÍSlendinga á útfærslu land- helginnar. í dag er enn stigið mikil- vægt spor tii vemdar fiski- stofninum í Norður-Atlants- hafi, enda hefur af hálfu ís- lenzkra stjórnvalda verið unnið sleitulaust að málum þessum og má í því sambandi minna á samþykkt síðasta Landsfundar Sjálfstæðis- flofeksins, en þar segir: „Umn- ið verði markvisst á alþjóða- vettvangi að viðurkenningu á einkarétti Íslendinga til fiskveiða á landgrunninu og að öðru leyti að nauðsynlegri fiskirækt og friðun fiski- stofna við landið til að forð- ast ofveiði“. Það er því í anda þessara orða, þegar í dag feoma til framkvæmda ný á- kvæði um möskvastærð á N- Atlantshafinu, þ.e. stæfckun mösfcvans í botnvörpunni úr 110 í 120 miliimetra miðað við gerviefni. Er hér um mik- ið hagsmunamáL íslenzfes sjávarútvegs að ræða og veru l'egt spor stigið til verndar fiskistofnunum á nálægum miðum okkar. Enn frernur er gert ráð fyr- ir ýmsum öðrum leiðum, s.s. friðun svæða utan fiskveiði- takmarkanna, og hefur samn- ingur þessi þannig að geyma mikilvæga möguleika, sem sjálfsagt er að nota til vernd- ar fiskistafnunum. Allar ráðstafanir sfcv. samn ingnum verða að sjálfsögðu að byggjast á vísindalegum rannsóknum og niðurstöðum. Það var einmitt athugun á þeirri hlið málsins, sem síð- asti fundur Fiskveiðinefnd- ar Norðaustur-Atlantshafs, Um þing sovézkra rithöfunda tg segi ykkur satt, — ég heyrði eina óánægjurödd, hans hlut að skýra sovézkum rithöfundum opinberlega frá því, sem þeir raunar vissu þegar af erlendum fréttasend ingum, — að Svetlana, dóttir Stalíns, hefði flúið. Hann var bituryrtur í garð hennar og vísaði henni á bekk með „ör- væntingarfullum hvítliðum, bandarísku leyniþjónustunni og bandarískum öldungadeild arþingmönnum, ásamt hin- uim illræmda Kerensky, sem lengi hefur dvalizt sem póli- tískt lík á Vesturlöndum*', eins og hann komst að orði. Sjolokov hafði verið að ræða uim prentfrelsi og þá, sem því væru fylgjandi. Hann minnti á, að árið 1921 hefði Miasnikov lagt til, að komm- únistar innleiddu prentfrelsi fyrir alla, jafnt keisarasinna sem anarkista. í»á hefði Len- ín svarað: „Það væri svo sem hægt — en eftir fjögur ár mundu ailir marxistar og all ir verkamenn, sem litu til baka, spyrja: Hverskonar frelsi? Frelsi til hvers? Frelsi til handa hverjum? Við trú- um ekki á algert frelsi — við hlæjum að hinu svokallaða hreina lýðræði“. Og Sjolokov bætti við frá eigin brjósti: „Hlvað munu þeir marxistar og verkamenn sem hafa að baki fimmtíu ára reynslu kommúnismans, segja um þá ótýndu dóna, sem láta sagði, að þeir, sem vildu ferð Framhald á bls. 14. Það, sem minnisverðast gerðist á þessu þingi, að sögn þeirra, er með fylgdust, var árás Mikhails Sjolokovs, rit- höfundarins, sem fékk Nóbels verðlaunin árið 1966 — á Svetlönu Allelujewu fyrir að hafa flúið til Vesturlanda og Hja Ehrenburg fyrir að hafa tekið ráðstefnu á ftalíu fram yfir þing Sovét-rithöfunda. Ennfremur ávítur hans 1 garð þeirra, er berjast fyrir auknu frelsi í bókmenntum og listum Sovétríkjanna. Þing þetta er fjórða þing rithöfundasambandsins, sem nú er orðið 33 ára. Síðasta þing var haldið árið 1959. Þá hélt Nikita Krúsjeff, þáver- andi forsætisráðherra, þar ræðu, en um þær mundir ríkti tiltölulega gott sam- band milli stjórnarvaldanna og rithöfunda — „hlákan“ svonefnda var 1 algleymingi og jafnvel Aleksei Surkov, hinn flokkstryggi formaður sambandsins, skoraði á rithöf unda að hætta að skrifa kommúnísk slagorð og taka til við bókmenntir á ný. Ann- að þing sambandsins hafði verið haldið árið 1955 og þá soðið upp úr langvarandi ólgu milli þeirra, sem voru ánægðir með handleiðsiu flokksins og hinna, sem vildu meira frelsi. Eitt af því, sem fram kom á nýafstöðnu þingi var, að of margir rithöfundar hefðu farið að ráði Surkovs frá því síðasta þing var haldið. Þeir höfðu hætt að skrifa komm- únísk slagorð og snúið sér að bókmenntum. Kom fram gagnrýni úr mörgum áttum á vaxandi tilhneigingar sov- ézkra rithöfunda til að setja löst á bommúnísku þjóðskipu lagi og flokkseinræði engu síður en kost. Meðal þeirra, sem fengu orð í eyra var Tvardovski ritstjóri, sem lengi hefur staðið í eldinum vegna tilrauna hans til að auka frelsi tímaritsins NOVI MIR. En að sögn fréttamanna í Moskvu voru ræðuhöldin ógn nöldursleg og leiðinleig á þinginu, unz Sjolokov steig I ræðustól og hélt þrumandi skammarræðu. Það féll i Á LAUGARDAG lauk i Moskivu þingi sambands sov- ézkra rithöfunda, með því að kosnir voru 190 menn í mið- stjórn sambandsins. Þeirra á meðal voru þeir Aleksander Tvardovski, ritstjóri tíma- ritsins NOVI MIR og Ilja Ehrenburg, rithöfundur, sem báðir höfðu orðið fyrir harðri gagnrýni á þinginu, Ennfrem ur voru kosin í miðstjórnina umgu skáldin Evgeni Evtu- sjenko og André Vosnesenski. sem haldinn var í París í maí- byrjun, áfevað að fram skyldi fara, og á niðurstöðum þeirr- ar athugtinar verður svo bygigt, þegar málið verður enn tekið fyrir á næsta fundi, sem haldinn verður í Reykja- vífc. ÖFLUGLEGA UNNIÐ AÐ VERNDUN FISKh STOFNANNA Ehnis og af þessu sést er *-Á ýmiislegt sem mál þetta varðar enn á umræðustigi, en með því verður fyligzt rækilega hér á landi. Það er tekið upp í nefndinni að frum kvæði íslands í því skyni að nota áfcvæði samningsins um fiskveiðar á Norðaustur- Atlantslhafi til að fiá fram auikna friðun fisfcistofna á ís- landssvæðinu. Sá samningur gerir ráð fyrir ýmsum leiðum til fisfcifriðunar og markmið- ið að hagnýta þær sem bezt. Loks má geta þess, að á síð- asta fundi nefndarinnar í París var ákveðið að koma á alþjóðlegu eftirliti til að treysta verndunaraðgerðir hennar og er gert ráð fyrir að áfcvörðun þessi komi fcil framkvæmda í ársbyrjun 1969. Aðildarlöndin 14 eiga að tilkynna nefndinni fyrir 1. marz 1968, á hvern hátt þau muni tafca þátt í eftirlitinu. Hér er um me^dlegt mál að ræða, sem varða mun ís- lendinga m£ir en aðrar þjóð- ir. Ber að<'fagna þekn áfanga 9em nú er að nást til aukinn- ar fiskverndar á hafinu um- hverfis land ofekar og fylgja fast eftir að alLir möguleikar í þeim efnum •verði sem bezt hagnýfctir, okfcur sjálfum og niðjum ofcfear tii verndar og öryggis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.