Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1967. 5 50 ára afmœlis Skáta- félags Akureyrar minnst meb margvislegum hátiðahöldum á Akureyri ÞEGAR menn fóru að tínast til vinnu sinnar á laugardags- morgni, hinn 7. maí, gaf á að líta þegar komið var á Ráðhústorg. Þar var risinn turn mikill á þremur fótum og tjaldborg í kring. Dillandi músík glumdi i eyrum og margt manna var þar á þönum. Það reyndust vera skátar sem þarna voru að verki og höfðu þennan viðbúnað í til- efni 50 ára afmælis félags sáns hér í bæ. AUan daginn voru fulltrúar hinna fjölmörgu félaga og stofnana sem skátarnir hafa haft einhver samskipti við, að koma og flytja þeim árnaðar- óskir og í einu tjaldinu var skinn eitt ógnarlangt hvar menn rit- uðu á nöfn sin gegn vægu gjaldi. Síðdegis buðu skátafélögin til kaffidrykkju í Sjálfstæðishús- inu. Meðal þeirra sem þangað var boðið voru stofnendur fyrstu skátafélaganna á Akureyri en þeir munu vera 6 á lífi auk Viggós Öfjord, sem þarna var kominn frá Danmörku í boði skátafélaganna. Þrír þessara frumherja voru þarna mættir Eggert Stefánsson, Sverrir Ragnars og Carl Tulinius og færðu skátafélögin þeim þakkir og gjafir fyrir frumherjastörf þeirra. Þeir þrír stofnenda sem ekki gátu mætt eru þeir Stefán Viimundar, Svanbjörn Frí- Skátagangan undirbúin Turn skátanna á Ráðhústorgi mannsson og Vigfús Friðriks- son. Hrefna Tynes sem hingað kom sem fulltrúi Bandal. ísl. skáta sæmdi tvo Akureyrarskáta næst æðsta heiðursmerki skáta, skátaveðjunni fyrir frábær störf í 25 ár, þá Ríkarð Þórólfs- son og Dúa Björnsson. Þá töluðu fulltrúar fjölmargra félaga og færðu þeir skátunum Skátaskemmtun í íþróttaskemmunni. Ljósm. Gunnl. Kristinsson. gjafir og árnaðaróskir. Tryggvi Þorsteinsson og Mar- grét Hallgrímsdóttir röktu sögu skátastarfs á Akureyri í stuttu máli. Forgöngumaður um stofnun fyrsta félagsins var Viggo Öfjord og var hann fyrsti sveit- arforinginn. Næstu tvö árin er skátareglan í örum vexti en þá flutti'st Öfjord alfarinn til Dan- merkur. Áhugi stofnendanna dvínar og starfsemin leggst nið- ur. En einn var sá stofnandanna sem ekki gáfst upp, það var Gunnar Guðlaugsson. Árið 1921 fór hann að undirbúa stofn un nýrrar skátasveitar í sam- ráði við sjálfan Baden Powell. Hann þýddi skátalögin úr ensku og hinn 8. apríl 1921 var hin nýja sveit stofnuð og hlaut nafn- ið ísbirnirnir og flokkarnir báru einnig dýranöfn. Margt tóku skátar sér fyrir hendur á þessum árum. M.a. ráku þeir um skeið almennings- baðhús, reyndu að stofna lúðra- sveit o. fl. Mikið var um víða- vangsleiki og hverskonar íþrótt- ir. Með öðrum orðum það var alltaf nóg að gera og félagsskap- urinn blómstraði undir stjórn Gunnars. Árið 1932 er stofnað félag eldri skáta að tilstuðlan Jóns Norðfjörð og voru stofnendur flestir eldri skátar úr skáta- félagi Akureyrar. Starfsemi þeirra stóð með miklum bióma næstu árin. Árið 1938 voru drengjaskáta- félögin orðin 4 og var þá horfið að því ráði að sameina þau öll i eitt félag og var það formlega gert 1. jan. 1939. Sveitin hlaut nafnið skátafélag Akureyrar og var Haukur Helgason kjörinn foringi hennar og var það í eitt ár. Næstur tók við sr. Friðrik Rafnar og var foringi til 1941 að við tók Tryggvi Þorsteinsson og hefur gengt þeim störfum síðan. Akureyrarskátar hafa sótt mörg skátamót erlendis m.a. I Hóllandi, Frakklandi, Englandi, Noregi og Danmörku. Þeir hafa einnig greitt götu skáta frá mörgum löndum. Árið 1941 andaðist Gunnar Guðlaugsson og arfleiddi hann skáta að öllum eignum sínum, Framhald á bls. 24 ■ ■ VORUSYNINGDf I LAUGARDALSHÖLLINNI A sýningunni má sfá m. a. eftirtaldar vörur: Vefnaðarvörur, fatnaður, skófatnaður og leðurvörur, gólfteppi véllinýtt, gólfteppi handhnýtt frá Turkmenistan, búsáhöld, rafmagnsvörur, gler- og postulínsvörur, bæheimskar krystalvörur, matvörur, íþróttavörur, viðleguútbúnaður, veiðibyssur, markbyssur, hljóðfæri, hljóm- plötur, plötuspilarar, segulbandstæki, útvarpstæki, bækur, frímerki, leikföng, pappírsvörur, skólavörur, saumavélar, ritvélar, reiðhjól, mótorhjól, hjólbarðar, timburafurðir, járnvörur. Ennfremur: Bifreiðir, mótorar, járnsmíðavélar; trésmíðavélar, logsuðuvélar, lyftikranar, gaf fallyftarar, ámokstursvélar, jarðýtur, dráttar- vélar, landbúnaðarvélar, strætisvagn o. fl. Sýnd eru: Líkön af fiskibátum, skuttogurum, margar stærðir, fiskveiðimóðu rskipum, fiskiðjuveri, raforkuveri, til- búnum húsum. Daglega eru: Fatasýningar með pólskum sýningardömum og herrum. Kvikmyndasýningar frá 5 löndum. Bilasýningar. Listsýn ing á auglýsingaspjöldum. Veitingar ÞÁTTTÖKULÖU: PÓLLAM, SOVÍTRÍKIK TLKKÓSLÓVAKÍA, UIVIGVERJALAIilD OG ÞVZKA ALÞVDULVÐVELDID SÝNINGIN ER OPIN DAGLEGA KLUKKAN 2 — 10 eftir hádegi. Vörusýningunni lýkur næstkomnndi sunnudngs- kvöld. Sýningin verður ekki frnmlengd. Kaupstefmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.