Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1967. BÍLALEICAN - FERÐ - Daggjald kr. 350,- og pr. km kr. 3,20. SIMI 34406 SENDUM MAGNÚSAR skipholti21 símar 21190 eftir iokun simi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti II. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaidi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. j . .—Z J0/ÍA iffSAM LrtM.iyjœtt' BAUOARARSTlG 31 SlMI 22022 Fjaðrfr. fjaðrablóð. hljóðkútar púströr o.fl varaiilutir i margar gerðir bifreiða Bíiavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180 LOFTUR ht Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 1-47-72. l(roydon» GOLFKYLFUR heimsþekktar í meir ein 50 ár af reynsiu og gæðum. Skíðaskóhnn í Kerimgafjöllum Sinu 1047• mánud — föstud. kl 4—6, iaugard. kL 1—3. ÍT Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar Hér kemur Iiálfgert eug- lýsingabréf, sem Velvakandi er smeykur við að birta, því að nú á hann á hættu að kafna í bréfum frá vinum og aðdá- endum allra hljómsveita á land inu. En gerum úndantekningu, af því að Velvakandi veít, að bréfið er ekki sent frá neinum nákomnum hljómsrveitinnL „Kæri Velvakandi! • . Við erum hér nokkrar fjöl- skyldur, sem stöndum að þessu bréfi. Þetta er ekki nöldurbréf, heldur þvert á móti. Við ósk- um eftir, að þú birtir þetta bréf undir fyrirsögninni: Hljóm sveit Ragnars Bjarnasonar, þvi að okkur finnst að það sé kom- inn tími til, að þeir sem gott gera fái að heyra frá okkur, sem ánægðir erum. Við höfum farið nokikrum sinnum í Súlnasal Hótel Sögu, en þar hefur hljómsveitin ætíð gert okkur kvöldið eftirminni- legt, og vitum við, að flestir, sem þangað koma eru á sama máli. Að endingu viljum við þakka þeim félögum fyrir þann skerf, sem þeir lögðu til þáttarins „Á rauði ljósi“, sem að okkar dómi var með því betra, sem sést hefur í íslenzka sjónivarp- inu að öllu öðru ólöstuðu. Fjölskyldur". ■jAr Skömm var að sænsku sjóliðunum „Miðborgari" skrifsu: „Kæri Velvakandi! Ég get nú ekki stillt mig um að skrifa þér, eftir að hafa svo að segja fylgzt með atferli sænsku sjóliðanna, er hér voru á dögunum, út um gluggann minn og á rölti mínu um borg- ina. Oft hafa blöðin hneyklazt á hegðun erlendra sjóliða, sem hér hafa verið í höfn um stund- arsakir, og ekki síður á siðlausu athæfi unglingstelpna, sem elt hafa þá á röndum og teymt þá með sér á afvikna staði í út- hverfum og almenningsgörð- um, því að vegna aldurs hafa þær ekki haft aðgang að eigin húsnæðL Það er nú eins og það er með sjómenn og sjóliða í landi. >eir þurfa að fá sína út- rás í brenni/vínsdrykkju og kvennafari. Lái þeim það hver sem vill. En hægt er að fara að hlutunum á mismunandi sið- aðan hátt. Það vakti athygli nú fyrir stuttu, hve NATO-sjóliðarnir, sem voru hér í nokíkra daga í æfingahléi, komu prúðmann- lega og stillilega fram í hví- vetna. Mig minnir, að skipin hafi verið brezk, hollenzk og bandarísk — og e. t. v. frá fleiri NATO-þjóðum. Þessir menn kunnu greinilega manna- siði og almennar hegðunarregl ur. ÍT Mikill munur Mikill var svo munurinn, þegar þessi tundurspillir, „Hal- land“ hét hann víst, kom hér við á leið sinni til heimssýn- ingarinnar í Kanada. Það er vonandi fyrir sænska menn- ingu, að þessir dátar eigi ekki að vera sýningargripir þar vestra, ég segi ekki meira. Því að meiri siðleysingja og dóna en þessa sænsku sjóliða minn- ist ég ekki að hafa séð hér á á götum Reykjavíkur. Flestir voru þeir útúrdrukknir, skít- ugir og illa til reika, þegar leið á landgöngutímann. Þeir ráf- uðu um göturnar í misfjöl- mennum flokkum, stútuðu sig, sungu klámvísur og kölluðu klúryrði á eftir kvenfólkL Þegar þeir þurftu að kasta af sér vatnb gerðu þeir það hvar sem var og fóru ekki dult með það. Frekar virtust þeir sækj- ast eftir því, að sem flestir tækju eftir verknaðinum, og sumir flettu sig klæðum af engu tilefni nema þá til að sýna sig kvenfólki af einhverj- um ónáttúrugemsahættb -jAr Misþyrmingar Þá höfðu þeir sýnilegt yndi af því að misþyrma fólkb íslendingur einn var beðinn um eld, og í launaskyni var hann laminn svo rækilega, að bæði augu sukku, og fleiri áverka fékk hann. Tvo Svía, ekki tiltakanlega fulla, sá ég nálgast unglingspilt og fara eitthvað að babla við hann. Annar Svíinn tók upp vindla- pakka og rétti í áttina að pilt- inum, um leið og hann bauð honum einn sígar. Þegar pilt- urinn teygði sig eftir vindlin- um, notaði Svíinn tækifærið og sló piitinn roknahögg á vang- ann, svo að hann rauk um kolb Þegar pilturinn staulaðist ringl- aður á fætur, stukku Sviarnir skellihlægjandi fyrir horn og voru allir á burtu. Ég bauð piltinum að ná í lögregluna, en ásamt mér voru a. m. k. tveir vagfarendur vitni að at- burðinum, en pilturinn kærði sig ekki um það. I einu og öllu var þessi heim- sókn Svíum til háborinnar skammar. Verður henni helzt jafnað við það, þegar sovézkir sjóliðar urðu uppvísir að þvi hér í Reykjavíkurhöfn fyrir fá- einum árum að tæla tólf til þrettán ára telpur um borð og láta þær taka þátt í fjölda- orgíum. Nei, má ég þá heldur biðja um ítölsku sjóliðana aftur. Þeir verða kannske kven samir hér, þegar stúlkurnar ráðast að þeim, en þeir eru þó ekki fullir og lemja ekki fólk. Með ósk um að „Halland14 komi ekki hér við á heimleið- inni. „Miðborgari". W). I HRIN6VER VEFNAÐARVORUVERZLUN Nýtt efni Ull og crimplene. Ullarmýkt. — Crimplene eiginleikar. Einlit — skáofin. AUSTURSTRÆTI 4 SIMI 179 0 Lóan tilkynnir Nýkomnir felpna sumarhattar og meðfylgjandi töskur í stórglæsilegu úrvali. Ath. seljum næstu daga alls konar barnafatnað á lækk- uðu verði. Svo sem telpnakjóla, drengja- og telpna útiblússur og jakka. Sólföt og fleira. Barnafataverzlunin Lóan Laugavegi 20 B (Gengið inn frá Klapparstíg á móti Hamborg). *aa 6ENERAL TIRE NYGENstriginn er STERKARI EN STÁL INTERNATIONAL 300% söluaukning á GENERAL jeppa hjól- barðanum á sl. ári sannar ófvírœtt yfirburði hans ADEINS GENERAL HJÚLBARÐINN ER MEÐ NYGEN STRIGA rGENERAL, INTERNATIONAL lilölbapðinn hff. LAUGAVEG 17S SlMI 35Z60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.