Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 31
MORGTJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1967. •’xwnr* 31 Hlýviðri um larad allt Jörð að byrja að taka við ser HLÝVIÐRI hefur verið undan- farna daga um land ailt og sam- kvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í gær hjá Halldóri Pálssyni, búnaðarmálastjóra, má búast við sauðgróðri um gjörvallt landið eftir vikutíma, ef veðráttan breytist ekki. — Flugslysið Framhald af bls. 32 Við þessa frásögn má bæta því við, að í ljós kom að fiug- maðurinn sem fórst með vélinni og Úlfar Harðarson voru vinir. Laust fyrir miðnætti hafði tek izt að ná flugvélinni úr sjónura og var hún flutt suður í Skerja- fjörð. Lík flugmannsins var í flugvélinni þar sem hún lá á sjávarbotni. Var það tekið í land í Gufunesi. Strax og fréttist af flugslys- inu við suðausturenda Viðeyjar fór blaðamaður Mbl. upp í Vatna garða. Hafði þá safnazt múgur og margmenni á höfðann austan við Vatnagarða og þar voru stað- settir sjúkrabíiar. Yfir Viðeyj- arsundi og einnig norðan við eyna sveimuðu flugvélar og bát ar voru á leið á staðinn. Mattihías Gestsson, úr Eyjafirði var staddur i húsinu Kleppsvegi 74 annarri hæð. Honum varð lit- ið út um glugga, sá hann flug- vélina og var hún þá í eðlilegri flughæð. Siðan lækkaði flugvél in flugið nokkuð, unz hún fór í, að því er Matthías telur, tvo og hálfan hring og hvarf handan Viðeyjar. Matthías taldi, að flugvélin hefði verið hvít, a.m.k. að ofan enda sá hann ekki undir vélina. Var hún í vinstri beygju og hall- aði óvenju mikið og vakti það athygli hans. Matthías taldi það koma til mála, að hreyflar flug- vélarinnar hafi ekki verið í gangi. Einnig virtist honum flugmenn- imir vera að gera tilraun til að ná lendingarstað á eynni. Tveir 13 ára gamlir drengir voru staddir í Vatnagörðum er slysið varð. Frásögn þeirra kom heim við frásögn Matthíasar að öðru leyti en því, að þeir töldu flugvélina hafa verið rauðmálaða að neðan. Samkvæmt frásögn lögreglu- þjóna á staðnum mun hafa fund izt olíubrák á slysstað. Einnig mun maður, er var á gangi á Kleppsvegi hafa séð til flugvélar innar og frásögn hans var sam hljóða öðrum vitnum. Þess má geta að veður var hið ákjósanlegasta í Reykjavík í gærkvöldi. Um'kl. 21 eða á svip uðum tíma og slysið mun hafa orðið var SSA gola og skyggni gott. — Við vonum nú að vorið sé að koma, sagðd Halldór, — að minnsta kosti bendir góða veðr- ið, sem nú er, á það. Gróður er að byrja að spretta á Norður-, Austur- og Vesturlandi, jörðin er að taka við sér um land allt. — Bændur hafa átt í miklum erfiðleikum undanfarnar vikur og jafnvel mánuði, sökum veð- urs, heyfóður er til þurrðar geng ið og kostnaður við kjarnafóður- kaup hefur verið mikill. En nú er von til þess að úr fari að rætast. Leiðrétting: 1 VIÐTALI við Reyni Zoega, bæjarfullrúa í Neskaupstað, stóð >hreppsnefndarmaður í stað bæj- arfulltrúi á einum stað í grein- ■inm. Biðjum við Reyni afsökun- ar á þessu og leiðréttist þetta hér með. Þetta sérstæða landabréf af fsrael og nágrannaríkjum þess er í rauninni ljósmynd, tekin úr bandaríska geimfarinu „Gemini XI“ í september 1966. í horninu neðst til vinstri sést hluti geimfarsins, en að öðru leyti skýrir myndin sig sjálf. Russel-„dómstriillinn** fær ekki inni í Danmörk Vísað á bug af Krag forsœtisráðherra í gœr Kaupmannahöfn, 31. maí NTB. JENS Otto Krag, forsætis- og utanríkisráðherra Danmerkur skýrði í dag dönsku Bertrand Russel-nefndinni frá þvi, að rikisstjórnin muni, ef til þess kemur, neyta allra löglegra ráða, sem hún telur heppileg til þess að koma í veg fyrir að Russel-dómstóllinn haldi næsta fund sinn í Danmörku. Skýrði blaðið Information frá þessu í dag. Erik Vagn-Jensen bókaútgef- andi, sem er meðlimur í dönsku Russel-nefndinni, sagði varðandi framangreinda yfirlýsingu Krags forsætisráðherra, að neitun dönsku ríkisstjórnarinnar væri vandræðaleg og dálítið ófélags- leg gagnvart hinni sænsku bræðraþjóð, þar sem ríkisstjórn in hefði ekki heldur verið hrif- in af dómstólnum, en hefði virt hið viðurkennda málfrelsi á Norðurlöndum. Forseti Russel-dómstólsins, Vladimir Dedijer, kom til fund- ar við dönsku Russel-nefndina um hvítasunnuna og fór þess þá á leit, að nefndin kannaði mögu- leikana á að réttarhöldum stríðsglæpadómstóls yrði hald- ið áfram í Kaupmannalhöfn, eftir að fyrsta þætti réttarhald- Þessi mynd var tekin við brúna fyrir framan kilsigúrnámu Sementsverksmiðju ríkisins í Hvalfirði fyrir skömmu, en þá hafði það óhapp hent vörubílstjóra, er var á leið frá Reykjavík, að stýrisendar bifreiðarinnar fóru úr sambandi. Missti bifreiða- stjórinn við það stjórn á bifreiðinni, sem rakst á og braut niður brúarriðið og féll því næst á hvolf í ána. Framöxull bifreiðar- innar brotnaði af og ef vel er að gáð sést hann á milli bifreiðar- innar og brúarstöpuLsins. Sem betur fór slasaðist bifreiðar- stjórinn lítið sem ekkert. anna lauk i Stokkhólmi fyrir nokkrum vikum. Vagn-Jensen beindi málaleit- un sinni til forsætisráðherrans, sem lét ritara sinn gefa svar í gegnum síma um, að rikisstjórn- in myndi verða and/víg því, að dómstóllinn kæmi saman á fund í Danmörku. Til þess að fá betri grein fyrir afstöðu ríkisstjórnar- innar, beindi Vagn-Jensen nýrri fyrirspurn til forsætisráðherr- ans, en svarið varð aðeins hið sama, þ.e. „að ríkisstjórnin tel- ur það ekki æskilegt að dóm- stóllinn flytji fundi sína til Dan- merkur. Russel-dómstóllinn get- ur ekki samkvæmt skoðun rík- isstjórnarinnar orðið til þess að flýta fyrir friðsamlegri lausn styrjaldarinnar í Vieínam og það er sama skoðun og sú, sem orðið hefur til þess, að ríki eins og Frakkland og Svíþjóð hafa vís- að dómstólinum á brott“, segir í svari Krags. Russel-nefndin mun koma saman á fund á fimmtudag til þess að ræða neitun forsætis- ráðherrans. Færeyinga heimilivtu lokað í dag I GÆRKVÖLDI var Færeyska sjómannaheimilinu lokað, þar eð vetrarvertíð er lokið og nær all- ir Færeyingar sem hingað komu til starfa eru farnir heim. Forstöðumaður heimilisins Jo- han Olsen sagði Mbl. í gær að starfsemi heimilisins hefði geng- ið vel i vetur. Kristilegair sam- komur sem þar eru haldnar reglul. verið vel sóttar. Kvaðst hann vilja biðja MJbl. fyrir beztu kveðjur til vina og velunn- ara færeyiska sjómannatrúboðs- ins hér, sem væru margir. Sam- starf hefði nokkuð tekizt með heimilinu og KFUM hér í Reykjavík, og kvaðst forstöðu- maðurinn vona að það mætti aukast. Hann kvað það og von sína, að áfram yrði unnið að því heima í Færeyjum og hér að þoka áleiðis fyrirhuguðum fram- kvæmdum vegna hins nýja sjó- mannaheimilis sem áhugi er á að reisa, í stað þess gamla við Skúlagötuna. Jón Signrðsson róðnneytlsstjóri í fjnrmnlnráðuneytinu GUÐLAUGI Þorvaldssyni, ráðu- neytisstjóra í fjármálaréðuneyt- inu, hefur verið veitt lausn frá ambætti að eigin ósk, frá 1. júlí nk. að telja. Jafnframt hefur forseti ís- lands í dag skipað Jón Sigurðs- son, lögfræðing, til að gegna embætti ráðuneytisstjóra í fjár- málaréðuneytinu frá 1. júlí nk. Jón Sigurðsson er fæddur i Reýkjavík 1934, stúdent frá Menntaslkólanum í Reykjavík 1954 og oand. jur. frá Háskóla ís- lands 1958. Hann var skipaður fulltrúi í atvinnumálaráðuneytinu 1958 og deildarstjóri 1962, og starfaði í því ráðuneyti til 1966, að frá- töldu einu ári, sem hann dvaldist við framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu við háskóla í Banda- ríkjunum sem styrkþegi Ful- brightstofnunarinnar. f marz 1966 var Jón settur tfl að gegna nýstofnuðu embætti ihaigsýslustjóra ríkisins og skip- aður í það embætti í apríl sl. (Fiá fjármálaráðuneytimi) Ekki eínn að verki VEGNA fréttar í blaðinu í gaer Um að Ragnar Michelsen ætti að ■sjá um skreytingu við brúðkaup Margrétar ríkisarfa, skal það tekið fram vegna misskilnings, að hann er að sjálfsögðu einn af mörgum, sem skreytir við það ■tækifæri. - Iþróttir Framhald af bls. 30 IFjör færiat á 1 avkinn Síðari hálfleikurinn var mikliu líflegri. Því verður ekki neitað iað Spánverjar áttu þá einkum framan af mun fleiri tækifæri. lEn þó þeir fyndu leið í gegnum ivörn og næðu að skjóta var Guð- mundiur markvörður vel á verði og bjargaði mjög vel. Frammi- staða hans forðaði ísl. ósigri. En baráttuviljann átti ísl. lið- ið óskertan og náði liðið falleg- um upphlaupum sem fyrr segir, þar sem samleikurinn var betri Og hnitmiðaðiri en í upphlaup- um Spánverja, þó nákvæmnina 'S'korti mjög er til þess kom að feinda góðan endahnút á upp- thlaupin. Komst spánska vörnin oft í klípu, en til verulegra 'kaista hjá markverði kam ekki. Mörkin Tæpum 3 mínútum fyrir leiks- lok sóttu Spánverjar upp miðj- una. Knötturinn gekk milli mót- herja og þvagan nálgaðfet ísl. markið er Costas spyrnti heldur lausu en lúmsku skoti sem smaug með stöng í ísl. markið. Menn tóku að tínast út. Enn eitt landsliðstapið virtist stað- reynd. En baráttuviljinn var ekki búinn hjá ísl. liðinu. Úr upphafsspyrnu náðu Spánverjar ■að breyta vörn í sókn, sækja yfir á vallarhelming íslands, en þaðan var gefið fram og eftir nokkurt þóf fékk Magnús Torfason knöttinn óvaldaður nokkuð utan vítateigs, elgði skotmöguleikann og náði jeinu af þessum fágætu en glæsi- legu langskotum, þar sem mark- Vörður, hvensu góður sem hann er á litla möguleika til varnar. Þó kom Omanica fæti á, knöttinn en fékk ekki varið fyrir það Clæsileg uppbót á heldur til- Iþrifalítinn leik. Og allir fóru Iglaðir heim. tUSin Spánver’arnir höfðoi yfirburðl 1 knattmeðferð og hreyfanleg- um samíeik. Alltaf allir á hreyf- ingu, alltaf tilbúnir að taka við knetti. Þetta skapaði íslendiag- um mikil hlaup, en engin kaup. Stöðuskiptingar framherj- anna rugluðu mikið og vafa- laust hefði illa farið ef góðir skotmenn hefðu verið i liðinu. Beztir voru fyrirliðinn, Ur- quiza, Bermudez úthérji, Sierra innherji og Costas miðherjL Markvörðurinn virtist kunna vel sitt fag, en lítið reyndi á það. ísl. liðsmönnunum mörgum hverjum tókst mjög illa upp framan af. Skorti mjög á knatt- tæknina og það svo að mönnum mistókst við einföldustu undir- stöðuatriði knattspyrnu. Vörnin er þó að flestu leyti undan- skilin, en hún skilaði leik sínum ágætlega. Ber þar hæst Guð- mund í markinu, sem var bezti maður liðsins, Sigurð Alberts- son, Högna Gunnlaugsson og síðan bakverðina báða, Árna og Jóhannes. Danski dómarinn Michaelsen skipti sér lítið af tíðum smá- brotum — sem einkum voru hjá Spánverjunum, en yfirleitt var leikurinn prúðmannlega leikinn að þeim undanskildum. — A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.