Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 32
DREGIÐ EFTIR 5 DAGA FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1967 Flugmaður fórst er lítil flugvél rak vœng- endann í sjóinn — við Viðey í gærkvöldi ÞAÐ sviplega slys viOdi til urn níuleytið í gærkvöldi, að látil fliugvél fórst við Viðey og með benni einn maður. Þetta var tveggja sæta æf- ingaflugvél af gerðinni Piper Cherokee í eigu Flugsýnar. Var hún í æfingaflugi og flug maðurinn einn í vélinni er var í rannsókn er blaðið fór í prentun í nótt. Skammt frá þeim stað er flugvélin fór í sjóinn var Úlfar Harðarson á trillu sinni. Hafði Mbl. tal af Úlfari í gærkvöldi og sagði hann svo frá slysinu. „Við vorum á trillunni um 100 metra frá landi og vorum að dorga fyrir fiski. Veittum við flugvél- inni athygli er hún kom mjög lágt yfir eyna. Flaug hún yfir okkur og ætlaði síðan að snúa við. Skipti það þá engum togum að hún rak vinstri vænginn í sjóinn og brotnaði hann af. Stakkst þá flugvélin á nefið í sjóinn og var sokkin eftir á að gizka eina mínútu. Ég keyrði þegar á staðinn, en þá var þar ekkert að sjá utan aðeins eld- spýtustokks og olíubrákar. Ég fór nokkra hringi á staðnum, en fór síðan til Gufuness og til- kynnti slysið til fiugmálastjórn- arinnar. Brugðu þeir fljótt við og voru komnir á staðinn eftir um klukkustund. Ég hafði sett út bauju þar sem ég sá fiugvél- ina fara í sjóinn og fannst vélin rétt hjá þeim stað. Framíhald á bls. 31 Bótornir á síld í GÆR voru síldarbátarnir að búast til veiða og var blaðinu kunnugt um nokkra báta, sem voru farnir héðan úr Reykjavík, m.þ. Gísli Árni, Fylkir og í»or- steinn. Næstu daga munu margir bátar leggja upp til veiðanna eftir því sem þeir verða tilbúnir. í gær útskrifuðust fjórtán sjúkraliðar á Landakotsspítala og sjást þær hér á myndinni ásamt kennara sínum (Ljósm. Sv. Þ.). Vél af svipaðri gerð og sú sem fórst. Lögbann á málara- vinnu í Keldnaholti SÍÐASTLIÐINN fimmtudag var lögbann sett á framkvæmdir við m'álningu á nýbyggingu Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins í Keldnaholti. Borgarfógetinn í Reykjavík framkvæmdi lög- bannið, sem var gert að kröfu Meistarasaimbands bygginga- manna fyrir hönd Málarameist- arafélags Reykjavikur. Var lög- bannið sett gegn 1S0 þúsund króna tryggingu, sem Meistara- sambandið lagði fram. Nánari tildrög þessa máls eru þau, að málarameistari frá Kefla vík, Kristinn Guðmundsson, átti lægsta tilboð í málningu þess- arar byggingar, eins og skýrt var frá hér í blaðinu á sínum tíma, en þá bárust einnig níu samhljóða tilboð frá málara- meisturum í Reykjavík. Skömmu eftir að Kristinn hóf vinnu í byggingunni var sett verkbann á framkvæmdir, þar sem mál- arameistarar í Reykjavík töldu að ólöglegt væri, að meistari utan Reykjavíkur stæði fyrir vinnu sem meistari á félaigssvæði þeirra. Niðurstaðan varð sú, að sam- komulag var gert þess efnis, að Kristinn réði meistara frá Mál- arameistarafélagi Reykjavíkur til að „standa fyrir verkinu" eins og það var orðað. En þegar til kom varð ekki samkomulag um verksvið hans og varð því ekki af ráðningunni. Afleiðingin varð sú, að lögbann var sett á verkið eins og fyrr segir. Viðbrögð Austfirðinga við FáskrúðsfjarðarhneyksHnu: Höfum kynnzt þessu áöur 1 GÆR hringdi Morgunblaðið í nokkra menn á Austurlandi og spurði, hvernig Fáskrúðs- fjarðarhneykslið mæltist fyr- ir í þeirra byggðarlögum. — Fyrst náðum við tali af Arn- þóri Þórólfssyni á Reyðarfirði. Hann sagði: — Fyrir mér er þetta ©kki nýtt mál, þvi að ég hef reynslu af svipuðu sjélfur. Hvað oikkar byggðarlag snert- ir, þá held ég, að menn hafi kynnzt þessum hlutum áður fyrr hér. Þetta kemur okkur þvf ekki spánskt fyrir sjónir, þó að það hafi ekki verið gert opinbert fyrr. Annars hefiur þetta mál vak ið mikla athygli hér sem ann- ars staðar, ekki sízt vegna játninga þeirra, sem þarna hafa verið staðnir að verki. Mín skoðun er sú, að það hafi verið í fyllsta máta tómabært að koma upp um slíkar vinnu aðferðir, sem ég tel ekki nýj- ar hér innan kjördæmisins. Guðmundur Auðbjörnsson, málarameistari á Eskifirði sagði að mönnum þar fynd- ist þetta langt gengið. — Ég hef akki hitt marga menn að máli eftir að þessar fréttir bárust hingað, en þeir sem ég hefi hitt, eru undirandi yfir þvi, að annað eins og þetta skuli geta komið fyrir. Einnig eru menn mjög undrandi yfir þeim yfirlýsingum, sem þess- ir menn hafa gefið. Hlutir eins og þessir hefðu ekki get- að gerzt hér á EskifirðL Morgunblaðið frá því í fyrradag var að berast til Seyðisfjarðar í gærkvöldi þeg ar við hringdum þangað. >ar höfðu menn því ekki haft mik inn tíma til að ræða þessi mál, en allir þeir, sem frétta- ritari blaðsins hafði átt tal við í gærkvöldi, voru stein- hissa á þessum fiáheyrðu at- burðum frá Fáskrúðsfirði. Þá talaði Morgunblaðið að lokum við einn mann á Egils- stöðum og spurði hann hvern- ig menn þar litu á atvinnu- kúgun Framsóknarmanna á Fáskrúðsfirði. Hann sagði að Framsóknarmenn þar á Hér- aði væru framlégir yfir þess- um tíðindium og þetta hefði töluverð áhrif á viðhorf manna í þéttbýlinu, þar sem allir fordæmdu þessa fram- komu. Maðurinn bætti við: „En þetta hefur minni áhrif í sveitunum, þar er svona fram koma mönnum engin ný- lunda“. Quatemala, 31. maí NTB. EINN af fulltrúunum á þjóð- þingi Quatemala, Maro Antonio Sota Beteta, var skotinn til bana í Quatemala City á þriðjudags- kvöld. Að undanförnu höfðu honum borizt hótunarbréf um, að haran myndi verða myrtur. Síldveiðisjómenn hlynntir afstöðu fulltrúa seljenda í yfirnefnd MBL. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Samtökum síldveiðisjómanna: Stjórn Samtaka síldveiðisjó- manna álitur að fulltrúar selj- anda í verðlagsráði hafi við á- kvörðun bræðslusíldarverðs tek- ið þá sikástu afstöðu, sem um var að ræða, eftir þeim lögum sem verðlagsráð verður að vinna eft- ir og miðað við hið lága heims- markaðsverð, sem er á síldaraf- urðum í dag. Hins vegar vill stjórnin taka það fram, að hún telur óeðlilegt að sjómenn og útgerðarmenn taki á sig það mikla verðfall, sem orðið hefur á síldarafurðum óbætt, þar sem öll þjóðin hefur notið góðrar afkomu síldveið- anna á undanförnum árum. Ennfremur vill stjórn samtak- anna taka fram að þegar gerðar verða ráðstafanir útgerðinni til handa munu sjómenn standa fast á, að þeirra hlutur verði bættur að sama skapi og hluitur útgerðarinnar. Stjórnin álítur að vinna beri að niðurfellingu úitflutnings- gjalda af sjávarafurðum og vinna beri að hærra markaðs- verði sjávarafurða með betra sölufyrirkomulagi og aukinni nýtingu aflans. 500 laxaseiði flug- leiðis til Færeyja Á ÞRIÐJUDAG í fyrri viku flutti Flugfélag íslands 500 laxa- seiði af göngustærð til Fær'eyja, þar sem þeim hefur nú verið komið fyrir í ám. Þetta eru fyrstu gönguseiðin, sem Færey- iragar fá, en áður hafa þeir verið með kviðpokaseiði. Þór Guðjónsison, veiðimála- stjóri, hafði forgöngu um að út- vega Færeyingum þessi seiði, og tjáði hann Mbl., að forsaga þessa máls væri sú, að undantfarin 20 ár hafi Færeyingar verið í sam- ■bandi við veiðknálaistofnunina hér og m. a. fylgzt með fiskeldi hérlendis. Fyrir nokkrum árum skrifuðu þeir Veiðimálastjóra, og báðu haran að útvega sér kvið- pokaseiði. Var þeim þá sent talsvert magn af kviðpokaseið- um úr Elliðaánum, og voru þaiu flutt með skipi. 1 vetur skrifaði svo „Fþroya sílaveiðifélag“ veiðimálastofnun- inni og bað hana að útvega sér laxaseiði af göngustærð. Voru félaginu þá s'end um 500 seiði, sem flutt voru í plastpokum, og sá Flugfélag Islands um flutn- ing þeirra. Tókst það með mikl- um ágætum, en síðan voru seið- in geynnd í keri í tvo daga áður en þau voru sett í ána Saksum á N-Straumey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.