Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1967. 25 Hafnarfjörður Óskum nú þegar eftir trésmið til þess að sjá um viðhald á skólum bæjarins. Upplýsingar gefur bæjarverkfræðingur. VINNUMIÐLUNARSKRIFSTOFAN. Trésmiðir Húsa- og húsgagnasmiðir óskast til starfa nú þegar. Trésmi&jan Hvammur sf. sími 284, og 324, Neskaupstað. Norðurlandamál Norræna félagið vantar skrifstofustúlku frá 1. ágúst n.k. Vinnutími 2—3 tímar á kvöldi, eftir samkomu- lagi. Stúlkan þarf að kunna vélritun og eitt Norð- urlandamálanna auk íslenzku. Umsóknum sé skilað á afgr. Mbl. fyrir 15. júní merkt: „Norðurlanda- mál — 618“, Almannatryggingar í Gullbringu- og Kjósarsýslu Útborgun bóta í Gullbringu og Kjósasýslu fer fram sem hér segir: í Miðneshreppi fimmtudaginn 1. júní kl. 1—4. í Kjalarneshreppi fimmtudaginn 1. júní kl. 5—6. í Seltjarnarneshreppi föstudaginn 2. júní kl. 1—5. í Gerðahreppi mánudaginn 5. júní kl. 2—4. í Njarðvíkurhreppi mánudaginn 5. júní kl. 1—5. í Miðneshreppi þriðjudaginn 6. júní kl. 2—4. í Grindavíkurhreppi þriðjudaginn 6. júní kl. 9.30—12. Ógreidd þinggjöld óskast þá greidd. Sýslumaðurinn í Gullbringu og Kjósarsýslu. VOLVO PENTA Bátavélar eru vélar nútfmans Léttbyggðar Þýðgengar Sparneytnar Ódýrar r VOLVO \ . PENTA J ^7 Fást í eftirtöldum stærðum: Fyrirliggjandi: MDl 7 ha. 1 cyl. MD2 15 ha. 2 cyl. MD19 68 ha. 4 cyl. Með 4—6 vikna afgreiðslufresti: MD27 83 ha. 6 cyl. MD50 105 ha. 6 cyl. MD70 140 ha. 6 cyl. MD100 165 ha. 6 cyl. TMD100 225 ha. 6 cyl. iuinai S4bs:eiWjon h.f. Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Símnefni: »Volver< - Sími 35200 Sjómannadag- urinn í Ólafsvík ÓLAFSVÍK, 30. maí. — Sjó- mannadagurinn var hátíðlegur haldinn hér í góðu veðri og með góðri þátttöku. Hófust hátíða- höldin kl. 1 með því að sjó- mannadagsráð lagði blóm- sveig á styttu sjómannsins, sem stendur í sjómannagarðinum, en hann var lagður til minningar um drukknaða sjóménn hér í Ólafsvík. í>aðan var svo gengið til kirkju og hlýtt á messu. Sóknarpresturinn séra Hreinn Hjartarson predikaði. Kl. 17 hófust svo útihátíðahöld á lóð barnaskólans og þar keppt í ýmsum íþróttum, svo sem knatt- spyrnu milli sjómanna og land- manna og sigruðu hinir síðar- nefndu með 2 mörkum gegn engu. Ennfremur var keppni unglingaliða og skildu þau jöfn, ekkert mark skorað. Síðan fór fram baujuboðhlaup milli skipa- hafna og mættu tvær sveitir. Sigraði sveit Valafells II sveit Halldórs Jónssonar. Síðan kepptu vélstjórar við skipstjóra í bauju- boðhlaupi og sigruðu vélstjórar. Stakkasundskeppni fór fram hér í höfninni, en það sund hefur verið þreytt hér á hverjum sjó- mannadegi frá árinu 1959, og hafa þátttakendur verið frá tveimur upp í fjóra. Nú kepptu tveir og vann Guðfinnur Sig- urðsson lögregluþjónn og synti vegalengdina á 16 sek., en Trausti Magnússon : 19. í kapp- róðri kepptu fjórar sveitir og sigraði sveit m/b Halldórs Jóns- sonar á einni mínútu. Um kvöld- ið var svo skemmtun í sam- komuhúsinu með því að Sigurð- ur Ágústsson alþm. flutti ræðu dagsins. Síðan voru aldraðir sjó- menn heiðraðir með merki sjó- manndagsráðs, þeir Baldur Guð- brandsson Hvammi Ólafsvík og Þórður Kristjánsson, sem nú er vistmaður á Hrafnistu. Tók son- ur Þórðar Rafn á móti verðlaun- unum. Einnig var heiðraður með gullmerki Sigurður Ágústsson alþm. fyrir frábær störf í þágu sjávarútvegs við Breiðafjörð, eins og formaður sjómannadags- ráðs, Guðni Sumarliðason, komst að orði. Síðan tók til máls Elin- bergur Sveinsson, formaður verkalýðsfél. Jökuls, og skýrði frá því að stjórn og trúnaðar- mannaráð félagsins hefði sam- þykkt á fundi sínum 27. maí að gefa til sjómannadagsins kr. 30 þús. í tilefni af 30 ára afmæli Jökuls, sem var í marz s.l. — Næst las Gunnar B. Jónsson frumort kvæði til dagsins og hetjukvæði. Um kl. 11 hófst svo dansleikur og var dansað fram eftir nóttu. Leikvellú opnoðú Tveir smábarnagæzluvellir verða opnaðir 1. júní. Eru þeir á skóla- lóðum Vesturbæjarskólans við Öldugötu og Höfðaskólans við Sigtún (félagsheimili Ármanns). Leikvellir þessir eru ætlaðir börnum á aldrinum 2—5 ára. Þeir verða starfræktir alla virka daga kl. 9—12 árd. og 2—5 síðd., nema laugardaga, kl. 9—12 árd. Báðir þessir smábarnagæzlu- vellir verða opnir mánuðina júní, júlí og ágúst, eða þar til barnaskólar hefjast á ný. * »;£ á Haftiarfjörður Óskum nú þegar eftir manni sem getur tekið að sér eyðingu meindýra. Upplýsingar gefur bæjarverkfræðingur. VINNUMIÐLUNARSKRIFSTOFAN. IMýkominn fallegur ungbarnafatnaður Drengjaföt verð frá kr. 147.— Hettujakkar verð frá kr. 319.—■ Hettupeysur verð frá kr. 205.— Barnasamfestingar í úrvali verð frá kr. 90.— Barnakjólar margar gerðir. Náttföt á allan aldur. Peysur, stretchbuxur, hvítar munstraðar sokkabuxur. Nýkomnir barnahattar verð frá kr. 60.— Nylonúlpur barna verð frá kr. 458.— Úrval til sængurgjafa. JlUasCopco Loftþjöppur og loftverkfæri BORHAMRAR og FLEYGHAMRAR fyrirliggjandi. Ennfremur BORSTÁL og FLEYGSTÁL, margar gerðir. Mikið úrval af smærri LOFTVERK- FÆRUM. LOFTSLÖNGUR og SLÖNGUTENGI, ÞRÝSTIMINKARAR og LOFT- HREINSARAR. LANDSSMIÐJAN SÍMI: 20680.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.