Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1967. 21 Vorveður — Korpúlfsstaðir í baksýn. í vélanefnd hafa átt sæti Björn Bjarnarson ráðunautur, Magnús SveinsEon, bóndi í Leix- vogstungu, Ágúst Þorvaldsson alþm. og Steinþór Gestsson bóndi á Hæli auk tveggja verk- færaráðunauta Búnaðarfélags ís- landis. (Frá Vélasjóði). Vana háseta vantar á bát sem er að byrja handfæraveiðar. Upplýsingar í síma 50829 og 13058 frá kl. 9—1 í dag. Jaðar Börn, sem verða á fyrsta námskeiðinu að Jaðri greiði vistgjöld sín 1.—3. júní í Góðtemplarahúsinu kl. 3,30—5,30. NEFNDIN. Vélasjóiur 25 ára SKURÐGRÖFUR Vélasjóðs hafa starfað í 26 ár. Hinn 1. júní 1942 var fyrst grafið með skurð- gröfu í Garðaflóa við Akranes. Það var skurðgrafa af gerð- inni Priestman Cub með 8 rúm- feta dragskótflu, sem þar hóf störf. Litlu síðar, eða 25. júní var hafin vinna með annarri sams konar gröfu í Staðarbyggð- armýrum í Eyjafirði. Á þeirn 25 árum, sem síðan eru liðin, hafa verið grafnir númlegla 15 millj. lengdarmetrar af framræsluskurðum, sem eru um 62,5 millj. rúmmetra að rými. í>ar af hafa verið grafnir tæplega 3® millj. rúmmetra með gröfum Vélasjóðs eða um 60%. Kostnaður við gröftinn hefur alls orðið um kr. 260 millj. en af því hefur ríkissjóður greitt um 169 millj. en bændur 91 mállj. Auk þessa hetfur Landnám rík- Isins látið grafa £ nýbýlahverf- um og við landnámsframkvæmd- ir um 1,3 millj. rúmmetra, sem kostað hafa um 5,3 millj. kr., sem ríkissjóður hefur greitt að öllu leyti. Meðalkostnaður við skurð- gröft var kr. 1,57 á rúmmetra fimm fyrstu starfsár Vélasjóðs en er nú við samhærilegar að- stæður kr. 7,20 á númmetra, hef- ur sem sé tæplega fimmfaldazt. Til samanburðar má geta þess, að á sama tímabili hefur tímia- kaup verkamanna tœplega ní- faldazt. Framræsla með opnum skurð- um svarar til þess, að um 120 þúsund hektarar hafi verið ræst- ir, en stærð allra túna á landinu er nú tæplega 100 þúsund hekt- arar. Undanfarin 4 ár haifa verið gerðir 5800 km atf lokræsum með lokxæsaplógum, sem finnski prófessorinn Pentti Kaitera fann upp og seldi síðan Vélasjóði frumsmíði sína og einkaleyfi, sem hann hafði fengið hér á landi á þessari framræsluaðferð. Auk þessa hefur Vélasjóður látið gera nokkrar tilraunir með hreinsun upp úr gömlum skurð- um. Síðastliðið ár var keypt skurðhreinsunartæki, sem dreif- ir leðjunni úr skurðbotninum upp á bakkann líkt og mykju- dredfari. Virðist það lofa góðu um, að takast megi að hr'einsa upp úr skurðum á ódýxan og hagkvæman hátt. Vélasjóður á nú 22 starfhætfar skurðgröfur auk tvegja lok- ræsaplóga. Hins vegar hatfa framræslumál þróazt þannig Undanfairin ár, að einistaklingar og ræktunarsam- bönd hatfa tekið að sér skurða- gröft í auknurn mæli þannig. að hlutdeild Vélasjóðs i heildar- skurðgrefti siðastliðið ár var að- eins um 25%. Flest verkefni, sem Vélasjóður fær nú orðið, eru erfið og vond á svæðum þar, sem samgöngur eru slæmar og landið grýtt og illa fallið til. ræktunar. Til að leysa þessi erfiðu verk- efni hafa verið keyptar fjórar vökvaknúnar skurðgrötfur, auk einnar traktorgröfu, sem starf- rækt hefur verið í Breiðafjarð- areyjum. Þessar vökvaknúnu vélar eru hæfari en víragröfur tíl þess að vinna í föstu og grýttu landi, en þær eru dýrar í viðhaldi og rekstri. Nú er út- lit fyrir, að ekki verði starf- ræktar nema 10—12 skurðgröf- ur á vegum Vélasjóðs í sumar. Fyrsta skurðgrafa. sem starf- rækt var hér á landi, var grafa Skeiðaárveitunnar, sem keypt Var 1919. Hún vair 30 tonn á þyngt, stóð á brú yfir skurðin- um, sem gratfinn 'var, en brúar- sporðarnir hvíldu á sporbraut- um á bökkunum. Með henni voru grafnir skurð- ir Skeiðaáveitu og Flóaáveitu tdl 1929, alls rúml'ega 600 þús- und rúmmetrar. Haustið 1926 var byrjað að gratfa með sænskri flotgrötfu í Skagafirði. Voru grafnir þar með henni um 85 þúsund rúmmetrar á ár- unum 1927—1931. Síðan var hún flutt suður í Safamýri í Rang- árvallaisýslu og þaðan í Arnar- bælisforir í ölfusi en á þessum tveim stöðum voru grafnir um 310 þúsund rúmmetrar. Árið 1930 voru sett lög um skurðgröfur ríkisins þar sem heimilað var að kaupa „eina skurðgrötfu á ári fyrst um sinn“. Engar gröfur voru keyptar samkv. þessari heimild, en lögin um skurðgrötfur voru felld inn í jarðræktarlögin, þegar þau voru endurskoðuð 1942, sem V kafli þeirra, um Vélasjóð. Árið 1942 kom svo fyrsta graf- an. Árni G. Eylandis sá um kaup hennar samkvæmt beiðni þáver- andi landbúnaðarráðherra, H'er- manns Jónassonar, eni á búnað- arþingi 1941 var skurðgrötfumál- ið enn vakið upp fyrir atbeina Ásgeirs L. Jónssonar ráðunauts. Var fyrst ætlunin að kaupa aðeins eina skurðgröfu og lána hania til að byrja með áveitu- félagi Staðarbyggðarmýra, sem hafði margbeðið um skurðgröfu. Var það mýrasvæði þó forblautt og ekki vel fallið til að vinna á því með venjulegri beltagröfu. „Þegar fréttist af þessum fyr- irbuguðu gröfukaupum, brugð- ust tveir bjartsýnir menn við, þeir Björn Lárusson á ási í Skilmannahreppi og Þórður heit inn Ásmundsson á Akran'esi og báðu mig að panta aðra gröfu til notkunar á Akranesi og þar í nánd“ segir Árni G. Eylands í skýrslu sinni um skurðgröfur Vélasjóðs 1942—1945. Voru þau kaup afráðin og siðan samþykkt, að grafan yrði keypt fyrir fé •ríkissjóðs. Árið 1943 voru svo keyptair þrjár nýjar gröfur og 1944 voru fcéyptar fjórar og ein 1945. Á árunum til 1951 voru síðan fceyptar margar gröfur á hverju ári þannig, að 1952 átti Véla- sjóður 32 skurðgröfur, ræktun- arsambönd áttu 11 gröfur og iLandnám ríkisins fjórar. Þar að •auki eignuðust ýmis bæjarfélög og fyrirtæki skurðgröfur á þessu tímabili. Flestar gröfur Vélasjóðs hatfa •verið keyptar frá Priestman Brothers Ltd í Hull en nokkrar tfrá Harnischfeger Corp. (P &H •gröfur) og frá Osgood Co. í 'Bandaríkjunum. Eru enn startf- •ræktar nokkrar gröfur, sem 'keyptar voru 1'945 og 1946 og er viðhaldskostnaður sumra þeirra tfurðu lítill miðað við aldur og notkun vélanna. Síðan 1954 hefur verið unnið •í ákvæðisvinnu með öllum gröf- •um Vélasjóðs og á það sinn þátt •í því, að hægt h’efur verið að ■halda kostnaði frekar lágum. Með kaflanum um Vél'asjóð, ■sem settur var inn í jarðræktar- lögin 1942 var Vélasjóður gerður að framkvæmdastofnun. Verktfæraniefnd hafði með höndum stjórn Vélasjóðte þar til 1950 að Vélanetfnd tók við stjórninni. í verkfæranefnd áttu sæti þess ir menn: Pálmi Einarsson, Run- ólfur Sveinsson og Árni G. Ey- lands, sem ja'fnframt var fram- kvæmda'stjóri Vélasjóðs til 1945. Þá lét hann af störfum, en Sigurður Kristjánsson, tækni- fræðingur tók við framkvæmda- stjórn og hafði hana með hönd- um til 1950, að jarðræktarlögum var breytt og vélanefnd tók við stjórn sjóðisins, en í henni á sæti verkfæraráðunautur Bún- aðarfélags íslands, sem jafn- framt er framkvæmdastjóri. Hafa þeir tveir, Einar Eyfells 1951 —1954 og Haraldur Árna- son síðan. í Verkfæranefnd, meðan hún stjórnaði Vélasjóði, áttu sæti auk áðurgreindra manna þeir Guð- rnundur Jónsson, skólaistjóri og Bjarni Ásgeirsson alþm. Verkstjóra vantar Kaupfélagið Þór, Hellu vantar verkstæðisformann til þess að stjórna bifreiða- og búvélaverkstæði fé- lagsins. fbúðarhús fyrir hendi. Allar uppl. gefur kaupfélagsstjórinn, sími um Hvolsvöll. KAUPFÉLAGIÐ ÞÓR. Viðtalstími Viðtalstími á lækningastofu Jóns R. Árnasonar Aðalstræti 18, verður framvegis sem hér segir: Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17—18,30. Þriðjudaga og föstudaga kl. 15—16,30. Símasamtöl klst. áður en stofutími hefst. Um sumartímann er stofan lokuð á laugardögum. JÓN R. ÁRNASON. 4ra herb. íbúð í Hlíðunum Höfum til sölu 4ra herb. íbúðarhæð 115 ferm. við Eskihlíð. Eitt herbergi fylgir í kjallara. I. veðréttur laus fyrir 300 þús. kr. láni. fbúðin öll nýmáluð. Tvöfalt gler. Laus strax. Skipa- og fasteignasalan FYLLINGAREFNI Byggingarmeistarar og húsbyggjendur, önnumst akstur og sölu á hraungrjóti og vikurgjalli úr Óbrynnishólum. Gerum tilboð í stærri og smærri verk. Bezta fáanlega efnið í fyllingar í grunna og plön. Vörub'ilastödin Hafnarfirði, sími 50055. SUMARBÍSTADAEeSENDM JHtöSCD DÆLURNAR MEÐ SAMBYGGÐUM RAFMÓTOR. eru mjög hentugar í sumarbústaðinn. Verð frá kr. 1.597.- Sisli c7. clofinsen l/. UMBOnS- O G HEILDVFRZLUN SÍMAR: 12747 -1111147 VfSTURGiiTÖ 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.