Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1967. 3 Yfiriýsing frá Jóni Hnefli Aðalsteinssyni vegna skrifa Tímans um Fáskrúðsfjaröar- hneykslið VEGNA skrifa Tímans í dag vil ég undirritaður taka fram eftirfarandi: Viðtöl þau, sem ég tók við Guðjón Friðgeirsson, kaupfé- lagsstjóra á Fáskrúðsfirði, og Jón Erling Guðmundsson, sveitarstjóra, sama stað, áttu sér stað á heimili þessara manna hvors um sig. Eins og fram kom í Morgunblaðinu voru viðtöl þessi mjög stutt, enda aðeins spurt um eitt atriði, þau atvik er gerðust á Fáskrúðsfirði tveimur nótt- um áður en viðtölin voru tek- in. Ég skrifaði orð þeirra Guð jóns og Jóns Erlings niður jafnharðan, og sumt af því, sem ég hafði skrifað niður eftir Guðjóni las ég honum aftur til þess að hann gæti fullvissað sig um, að það væri rétt eftir haft. Orð þess- ara manna hafa því ekki brenglazt í mínum meðför- um. Hitt get ég vel skilið, að Tímanum og forustuliði Fram sóknarflokksins þyki þessir menn hafa verið of hrein- skilnir og opinskáir við blaða mann frá Morgunblaðinu og leggi því kapp á að fá þá til að afneita orðum sínum. Þetta hefur þó ekki tekizt og í áðurnefndri Tímagrein er engu orði mótmælt úr viðtöl- unum við þessa menn. Hitt er annað mál, að Tíminn hef- ur það eftir Guðjóni kaupfé- lagsstjóra, að hann hafi eng- um starfsmanni hótað hrott- rekstri. Getur hver metið þessi orð, eins og hann vill, og borið þau saman við þær yfirlýsingar, sem Guðjón gaf mér um afstöðu sína og við- horf til þeirra starfsmanna kaupfélagsins, sem fylgja Sjálfstæðisstefnunni. Hér við bætist, að ég hef það milli- liðalaust frá nokkrum ung- mennum, að þeini hafi verið sagt, að þeim yrði vikið úr starfi, ef þau gengju í Sjálf- stæðisfélagið. — Þetta er kannski ekki hótun, heldur bara vinsamlegar upplýsing- ar, að skilningi þeirra Fram- sóknarmanna! Jón Hnefill Aðalsteinsson. VIÐREISN I VERKI NÝIR j MENNTASKÓLAR ! í LÖGUM frá árinu 1965 j er gert ráð fyrir stofnun \ menntaskóla á ísafirði og \ Austurlandi, og í sömu lög- \ um er heimiiað að koma á t fót kennslu í námsefni , fyrsta beíkkjar mennta- skóla við gagnfræðaskóla, þar sem n&mendafjöldi og önnur skilyrði gera slfika ráðstölfun eðlilega og fram kvæmanlega. Framkivæmd þessara laga mun sérstak- lega auka möguleika ungs fólks á Vestfjörðum og Austurlandi til þess að afla sér framihaldsmenntunar. ** ^ ^ Landshappdrœtti Hafnarfirbi Miðar í Landshapp- drœtti Sjálfstœðis- flokksins eru til sölu í verzlun Jóns Mathiesen FRAMBJÓÐENDUR Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands kjördæmi eystra efndu til kjósendafundar i Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri sl. mánu- dag. Fundinn sóttu um 350 manns og var gerður mjög góður rómur að máli ræðu- manna, sem voru þeir dr. Bjarni Benediktsson, forsæt- isráðherra, Jónas G. Rafnar, alþingismaður, Magnús Jóns- son, fjármálaráðherra, Bjart- mar Guðmundsson, alþingis- maður, og Gísli Jónsson, menntaskólakennari. Fund- arstjóri á fundinum var Jón G. Sólnes, hankastjóri. Kom greinilega fram á fundi þess- um sá mikli sóknarhugur, sem nú er ríkjandi hjá Sjáif- stæðismönnum i Norðurlands kjördæmi eystra. Myndin er frá hinum fjölsótta fundi á Akureyri. Sumuleylisbíllinn lyrir 100 hr. Kjörskrárkœrur NÚ ER sumarveðrið allsráðandi, jörðin grænkar og grasið grær sem óðast eftir vetrarfrostið og myrkrið. Nú fer sá tími í hönd, að menn fara að skipuleggja sumarleyfið. Sumir fara suður til baðstrandaland- anna, aðrir vilja njóta kyrrðar og fegurðar íslenzku náttúrunnar. Til þess að geta ferðazt um landið þarf auðvitað eitthvert farartæki, og hvernig fyndist ykk- ur að eignast slíkt farartæki fyrir aðeins 100 kr. — Hvernig er það hægt? Því er auðvelt að svara. Kaup- ið miða í landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins, sem býður upp á 5 evrópskar bifreiðir eftir aðeins 5 daga. Látið því ekki dragast að kaupa miða eða gera skil, því að sá sem ekki kaupir miða hefur auðvitað enga möguleika á að eignast bifreið fyrir 100 kr. KJÓSENDUR eru hvattir til að athuga, hvort þeir eru á kjörskrá. Rétt til þess að vera á kjörskrá í Reykjavík hafa allir þeir, sem þar voru búsettir 1. dies. sl. og verða 21 árs eiigi sáðar en á kjördegi. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Lækjargötu 6B, aðstoðar við kjörskrárkærur. Skrifstofan er opin daglega frá 10—10. Upplýsingar um kjöskrá eru veittar í síma 20671. Kjörskrárkærur sérstaklega á mil'li 9—5 í síma 24940. Utankjörsta&akosning Bilar á kjördegi ÞEIR stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem vilja lána híla á kjördegi gjöri svo vel og hafi samband við skrifstofu bílanefndar. SÍMI 15411. UTANKJÖRSTAÐAKOSNING fer fram í Melaskólanum daglega kl. 10—12, 2—6 og 8—10 nema sunnudaga. Þeir sem fjarstaddir verða á kjördag eru hvattir til þess að kjósa. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Lækjargötu 6B, símar 19709 og 16434. Veitir allar upplýsingar. SIAKSTtllVAR Kveðja kommúnista til gamla íólksins KOMMÚNISTAR senda ölde- uðu fólki kveðju í Þjóðviljanum í gær. Húu er svohljóðandi: „f sama mund sem hvatningar- ræða þessara ungu kjósenda stóð sem hæst, renndi í hlað á kjörstaðnum bíll, einn af hinum fjölmörgu kosningasmölum Sjálf stæðisflokksins. Út úr honum leiddi hann fjögur hrum gamal- menni á Hrafnistu — þar ætlaðl ihaldið sér fjögur atkvæði. Með fullri virðingu fyrir þessum gamalmennum og lifi þeirra og starfi fyrir þjóðina á liðinni tið er þessi sviðsmynd táknræn fyr- ir það sem nú er að gerast i þessum kosningum". Sú kyn- slóð, sem hefur með dugnaði og atorku, öllum öðrum kynslóðum fremur breytt íslandi úr fátækn bændaþjóðfélagi í nútíma ve*- megunarríki, ætti að taka vel eftir þessari ósmekklegu kveðja kommúnistablaðsins. Æskan er mikilsverð en hvers virði er framtíðin og velmegunin unga fólkinu sjálfu ef það gleymir því fólki, sesn það á fyrst og fremst að þakka þá vefeæld siem íslenzk æska býr við. Þjóðviljinn virð- ist hins vegar ekki þeirrar skoð- unar að íslandi eigi gamla fólk- inu neitt að gjalda. Hann heldur áfram að sletta úr klaufum sín- um ónotum að öldruðu fólkfc „Kosningasmalar íhaldsins draga gamalmennin á kjörstað Þessi ónotalegu orð gleymast ekki. Það munu kommúnistar sannfærast um fyrr en varir. Sumarleyfi jdmsmiða Þjóðviljinp segir í gær, að járnsmiðir, sem hugðust halda til suðlægari landa í sumarleyfi sínu, afturkalli nú pantanir sínar. Sé þetta rétt virðist ástæð an augljós. Hin óvinsælu skyndi- verkföll í járniðnaðinum, sem járniðnaðarmenn hafa verið mjög óánægðir með hafa auðvit- að dregið svo mjög úr tekjum þeirra, að þeir af þeim sökum hafa neyðst til að hætta við ut- anlandsferðir sínar. Skýringar kommúnistablaðsins á þessu fyrirbæri falla hins vegar nm sjálfar' sig. Það segir að járn- smiðir hafi pantað far „í vetur** en segir svo jafnframt og hefur bamrað á því í lengri tíma og svo mánuðum skiptir, að mik- U1 samdráttur og tekjurýmun hafi orðið í járniðnaðinum. Járn smiðir hafa greinilega ekki ótt- ast það ,,» vetur“ þegar þeir lögðu inn pantanir sinar. Búksorgimar Það er svo á hinn bóginn kát- legt að sjá nú manninn, sem kveinaði yfir þvi að „búksorg- irnar væru ekki eins nær- göngular og áður“ um áramótin, þenja sig út í hneykslun vegna þess að ákveðinn hópur manna telur sig ekki hafa efni á að fara til Spánar í sumarleyfinu. Megum við kannski eiga von á því að „hnattferð fyrir alla“ verði krafa Þjóðviljans í næstu kjarasamningum verkalýðsfélag- anna? Kostuleg skrif Þjóðviljinn var kostulegur i gær eins og sjá má af þeirri staðreynd að ástæða hefur þótt til að helga honum þennan dálk. Hann segir í leiðara að „sam- þykkt SH sé í rauninni þungur áfellisdómur“ um ríkisstjórnina. Er það einhver „áfellisdómur" um ríkisstjórnina, þótt hrað- frystiliúsmenn bendi á að með eindæmum léleg vertíð hafi reynzt hraðfrystihúsunum erf- ið? Það væri fróðlegt ef Þjóð- viljinn vildi svara því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.