Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR .1. JÚNÍ 1967. Sinfóníuhljómsveitin heldur aukatðnleika í DAG heldur Sinfóníuhljóm- sveit íslands aðra aukatónleika starfsársins, sem nú er að ljúka. Tónleikarnir verða tékkneskir tónleikar. öll verkin, sem leikin verða eru eftir Dvorak ,Karnival‘ forleikurinn fyrst, en síðan píanó kcwisertinn í -moll og cellókon- sertinn í h-moll. Einleikarar og stjórnandinn, eru hver á sínu sviði, í fremstu röð í Tékkósló- vakíu. Stjórnandinn er ZDENEK MACAL, rúmlega þrítugur að aldri, en hefur þegar staðið á stjórnpalli hljómsveita í mörg- Skrifsiofuhúsnæði Tvö skrifstofuherbergi í Miðbænum, eru til leigu nú þegar. Upplýsingar gefur: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður, Óðinsgötu 4. Sími 1-10-43. 8LIMMACOLOUR Vor og sumartízkan 1967 um löndum Evrópu og Ameriku, auk hljómsveitanna í heimalaindi sínu. Macal hefur einnig tekið þátt í alþjóðlegum samkeppn- um ungra hljómsveitarstjóra, unnið fyrstu verðlaun í Besan- con 1965, þriíju verðlaun í Mitro poulos-samkeppninni í New York 1966. Cellóleikarinn, STANISLAV APOLIN, nam fyrst cellóleik við Janacek tónlistarháskólann í Brno, en gerðist síðan nemandi Rostropovitsj í Moskvu. Apolin hefur leikið í flestum löndum álfunnar með hinum fremstu hljómsveitum. Á verkefnaskrá Radoslav Kvapil sinni hefur Apolin öll þekkt cellóverk. Um píanóleikarann, RADO- SLAV KVAPIL, má hins veg- ar segja, að hann hafi sérhaeft sig í leik hinna sjaldgæfustu píanótónsmíða. Árið 1958 vann hann fyrstu verðlaunin í Janac- ek-samkeppninni, og hefur á tak teinum öll píanóverk Janaceks og Dvoraks. Kvapil er einnig eft irsóttur kammermútsíkant og kennari, en hann kennir við Tón listarháskólann í Prag á milli Orlof húsmæðra ORLOF húsmæffra, sem starfaff hefir sl. 6 ár samkvæmt Orlofs- lögunum frá 30. maí 1960, er nú aff hefja sumarstarfsemi sina. Svo sem undanfarin ár mun verffa samstarf meff Reykjavík og Kópavogi ásamt Gullbringu- og Kjósarsýslu um rekstur or- lofsheimilis, sem að þessu sánni verffur aff Laugum í Dalasýslu, þar eru fagrar sveitir meff sögu- lega frægff og mun hver hópur fara eins dags ferð til að kynn- ast þeim betur. Að Laugum er mikil veður- sæld og kyrrð og hin forna swmdlaug Sælingsdals er á sínum stað. Orlof húsmæðra hefir nokkur kynni af staðnum, þar sem starfsemin var þar árið 1965 sem tókst í alla staði mjög vel. Dvalartími Reykjavíkurhús mæðra að Laugum í ár verður júlí-mánuður. Farið verður í þrem hópum og dvelur hver þeirra í 10 daga á staðnum. Fararstjóri verður með hópnum sem dvelur með þeim allan tím- ann. Allar húsmæður eiga rétt til að sækja um orlofið, og þær sem eigi hafa farið áður, hafa for- gangsrétt til dvalarinnar svo lengi sem rúm er fyrir hendi, en ekkert er því til fyrirstöðu að konur sem áður hafa verið gest- ir orlofsins sækji um dvöl. Þær eru aufúsuigestir — ef möguleiki er á því. En við okkur blasir mikil þörf á að lengja orlofstím- ann, þar sem þátttaka hefir auk- izt mjög hin síðari ár. Orlofsmál eru mjög á dagskrá um þessar mundir þau eru börn síns tíma og ka’lla á sinn vöxt og viðgang eins og allt ungviði og vonandi tekst orlofi hús- mæðra að vaxa með sinni sam- tíð. Orlofsnefndin í Reykjavík tekur við umsóknum frá og með 1. júní á skrifstofu Kvenrétt- indafél. íslands að Hallveigar- stöðum við Túngötu — mánud. þriðjud., fimmtud. og föstud. kl. 4—6 e.h. en á miðvikud. kl. 8—10 að kvöldi, skni 18156. Or- lof húsmæðra er skemmtileg framvinda félagsmála okkar og hver og einn þátttakandi gefur því gildi sitt. (Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík). Bókaútgefendur - bókaforlög Byrja um næstu helgi á bókamarkaði í Reykjavík og síðar mun ég fara með markaðinn um landið. Get tekið forlagsbækur á bókamarkaðinn til sölu. Hér er gott tækifæri fyrir þá sem eiga bækur að koma þeim í peninga. Upplýsingar í síma 19783 frá kl. 9—12 f.h. Asahi NÝKOMIÐ GLÆSILEGT ÚRVAL AF PENTAX Ijósmyndavélum og fylgihlutum LÍTIÐ í SÝNINGARGLUGGANN. SKRIFIÐ EFTIR MYND OG VERÐLISTUM. FOTOHÚSIÐ GARÐASTRÆTI 6 — SÍMI 21556. NÝKOMIÐ þess sem hann fer 1 tónleika- ferðir til flestra landia álfunnar. Aðgöngumiðar að þessum tón- Stanislav Apolin leikum eru seldir í Bókabúðum Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri og í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austur- stræti. (Frá Sinfóníuhljómsveit íslands). Dræm sala á bók Manchesters „Dauði forseta" BÓKSALAR víffsvegar nm Bandaríkin hafa látið frá sér heyra um söluna á hinni um- deildu bók Williams Manchest- ers, „Daúffi forseta", þar sem fjallað er um morffiff á Kennedy Bandaríkjaforseta svo sem kunnugt er. Bók þessi vakti svo gífurlegt umtal og harffvitugar deilur löngu áffur en hún kom út aff margir töldu aff verffa myndi til þess aff gera hana aff mestu metsölubók tuttugustu aldarinnar. Sú virðist þó ekki hafa orðið raunin á. Skoðanakönnun sem fram hefur farið meðal bóksala í Bandaríkjunum bendir til þess að sala á bók Manchesters sé yfirleitt heldur dræm, og segja margir bóksalar það hafa spillt sölunni að stórverzlanir sumar hverjar hafa selt bókina á allt niður í fimm dali enda þótt út- gefendur hafi lagt svo fyrir að hún skyldi seld á tíu dali. eða sem næst þeirri upphæð. Útgefendur bókarinnar, Harp- er and Row, sögðu að fyrsta prentun bókarinnar, 600 þúsund eintök hefði selzt upp, en við- urkenndu þó að þúsundum ein- taka hefði síðar verið skilað og ekkert hefði verið ákveðið um endurprentun bókarinnar. Nokkrir bóksalar voru þó hressari í bragði og sögðu að sala á bók Manchesters væri svipuð og þeir hefðu gert ráð fyrir og sumir töldu að salan myndi verða heldur dræm að vísu en nokkuð jöfn um margra ára skeið. Allt um það mælti Stuart Brent, bóksali frá Chicago fyrir rnunn margra er hann sagði: „Bók Manchesters er búin að vera. Hún komst aldrei al- mennilega af stað. Með tilliti til hinnar gífurlegu auglýsinga- starfsemi verður ekki annað sagt en að hún hafi selzt afleit- lega illa“. Stokkhókni, 26. maí NTB Svo að segja öll skipting Sví- þjóðar í fylki (lén) og fyrir- komulag á stjórnsýslu ríkisins í fylkjum á áð bneytast frá og með 1. janúar 1971. ef tillögur, ®em lagðar voru fyrir ríki.s- istjórnina í dag verða samþýkkt «r. Eftir framangreinjdían tíma toma í Stað Stokkhólms og hinrta 24 fylkja, sem nú eru við lýði, 15 stórfylki. Þegar hefur Verið saimþyklkt, að Stokkhólm- ur og Stotokihólmsfylki verði að einni stjórnsýsluheild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.