Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1967. Guðrún Gunnlaugs- dóttir Carlsen-Kveðja vann hún um átta ára skeið. Seinna vann hún á skrifstofu D. Thomsen í Kaupmannahöfn í nokkur ár, Guðrún var falleg stúlka, væn og vel að sér, og hafði góða tungumálakunnáttu. Hún skrif- aði mjög fallega rithönd, en á þeim fíma var mikíð lagt upp úr slíku, þar sem flest var þá handskrifað. Guðrún frænka mín verð'ir mér alltáf minnisstæð. Enginn kom eins oft til okkar (móðir mín og móðir hennar voru bræðradætur). I>á var frænd- semi enn ríkjandi hér á landi, ag var Guðrún venjulega fyrsta manneskja, ef um lasleika var að ræða, hjálppsöm og góð, laus við alla undirhyggju, al'ltaf sönn og einlæg. Hún var fundvís á að gleðja aðra. Mér gaf hún oft bækur. Mmnist ég þess, er hún gaf mér Ásaljóðin í vali Árna Móðir okkar og tengdamóðir, Sólveig Magnúsdóttir frá Nesi í Grunnavík, andaðist miðvikudaginn 31. þ. m. Böm og tengdabörn. Eiginmaður minn og faðir, t Jarðarför móður okkar, Þuríðar Sæmundsen, sem lézt 27. maí sl. fer fram frá Blönduóskirkju laugar- daginn 3. júní ki. 2. Þorgerður Sæmundsen, Magdalena Sæmundsen, Pétur Sæmundsen. t Útför eiginmanns míns, Eyjólfs Pálssonar, Laugarnesvegi 92, fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 3. júní kL 10,30. Aðalfriður Pálsdóttir. FRÚ Guðrún G. Carlsson var fædd í Reykjavík 25. júlí 1892. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Arnbjarnardóttir, bónda á Selfossi Þórarinssonar (systir Magnúsar Arnbjarnarsonar lög- fræðings), greind kona og heim ilisrækin, og Gunnlaugur Ólafs son, sjómaður, orðlagður gæða- maður. Voru þau búsett í Reykjavík, og þar ólst Guðrún upp. Ung að árum settist hún í Verzlunarskóla fs'lands og lauk þaðan prófi. Siðan hóf hún störf, fyrst við verzlun um tíma, en síðan á skrifstofu þýzka ræðis- mannsins, D. Thomsen, og þar t Maðurinn minn, Hans Guðmundsson lézt 27. maí. Jarðarförin verð- ur gerð frá Fossvogskirkju iöstudaginn 2. júní kl. 1,30. Arndís Skúladóttir. Guðmundur Stefánsson. lézt á Landsspítalanum 30. þ. m. Lára Pálmarsdóttir og böm. t Móðir okikar og tengda- móðir, Guðrún Jónsdóttir, eikkja Björns heitins Arnórs- sonar, andaðist þriðjuda"inn 30. maí. Fyrir hönd okkar og ann- arra aðstandenda. Helga Bjömsdóttir, Valgerður Bjömsdóttir, Þorbjörg Bjömsdóttir og tengdabörn hinnar látnu. t Jarðarför móður okkar, Maríu Guðbjargar Sigurgeirsdóttir, Kleppsvegi 36, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. júní kl. 1,30. Laufey Þórðardóttir, Sólborg Þórðardóttir, Olgeir Þórðarson, Ólafur B. Þórðarson, Árni Þórðarson. t Við þökkum innilega öllum þeim, sem heiðruðu minningu systur okkar, Oddnýjar Sigurjónsdóttur, kennara, við útför hennar. Sérstaklega þökkum við læknum og starfsliði Vífils- staða ftrrir alla hlýju og umönnun. Systkinin. t Jarðarför mannsins míns, Jóns Þóris Ingimundarsonar, trésmíðameistara, Sólbakka, Stokkseyri, sem lézt á Landsspítalanum 24. maí sl., fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardag- inn 3. júní og hefst kl. 1,30 •. h. Viktoria Halldórsdóttir. t Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, Sveins Óskars Ásbjörnssonar, Seljavöllum. Anna Jónsdóttir. Fálssonar, ljóðmæli Byrons og fleira. Þá höfðu margir ungling- ar lítil peningaráð til bóka- kaupa eða annars muriaðaT. Guðrún og móðir min áttu sameiginlegt á'hugamál, þar sem sönglistin var. Báðar höfðu þær fallegar söngraddir og sungu mikið saman. Guðrún gekk í söngtíma til frú Valborgar Ein- arsson, og að þeim loknum kom hún venjulega til okkar og kenndi þá móður minni oft ný lög, og svo ýmislegt, sem betur mátti fara í sambandi við radd- beitingu og fleira. Einnig höfðu þær miklar mætur á ljóðum og kunnu kynstrin öll af vísum og kvæðum. Guðrún vildi ö'llum veL og vildi láta aðra njóta góðs af því, sem hún átti kost á að læra sjálf. Er Guðrún fór til Kaupmanna hafnar til starfa þar, söknuðum við hennar mikið. Þar giftist hún árið 1922 eftirlifandi eiginmanni sínum, Johan Carlsson, ágætum mann sænskrar ættar. Var hann uppalinn í Danmörku, einka- barn foreldra sinna. Höfðu þau verið í hjónabandi nærfellt 45 ár. Starfaði hann sem eftirlits- t Allshugar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Ragnheiðar Jónsdóttur, rithöfundar. Guðjón Guðjónsson, Sigrún Guðjónsdóttir, Gestur ÞorgTÍmsson, Jón Ragnar og Jeanne Guðjónsson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Margrétar Þorsteinsdóttur. Fyrir hönd vandamanna. Ingimar Jónasson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför eiginmanns míns, föður tengdaföður, afa og langafa, Benedikts Björnssonar, Bakkastöðum. Sérstaklega þökkum við Karlakór V-Húnvetninga. Jenný Sigfúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. maður og loftskeytamaður I flota Dana. Þau eignuðust tvö börn, Óla Gunnlaug, kvæntan danskri konu, eiga þau eina dótt ur barna; þau reka myndarlegt fyrirtæki í Kaupmannahöfn; og Emmu Guðrúnu, er var ritari í Kaupmannahöfn um ára'bil og síðan í tvö ár einkaritari dr. Jóns Vestdals í Reykjavík. Hún er gift Ingva Ebenhardssyni, gjaldkera við sýslumannsem- bættið á Selfossi og hreppstjóra þar. Eiga þau tvær dætur. Guðrún og Johan áttu indælt heimili úti á Amager. Þau tóku vel á móti íslendingum, sem til Hafnar komu, og greiddu götu margra. Þakka ég fyrir okkar hönd góðar stundir á heimdi þeirra. Tveir bræður Guðrúnar eru á HfL Ambjörn skipstjóri og Þór- arinn stýrimaður, er sakna nú einkasystur sinnar. Var mjög kært með þeim systkinum. Guðrún naut góðrar heilsu, þar til síðustu árin, að sjón- depra bagaði hana allmikið, en lipurð og umhyggja eiginmanns hennar létti henni lífið. Síðari árin komu þau oft til íslands i heimsókn, og nú stóð ferðalag til fslands fyrir dyrum, en þá hnignaði heilsu hennar, og hún lézt 25. maí sL Fer jarðarför hennar fram í dag i Kaupmanna höfn. Við sendum eiginmanni, börn- um, tengdabörnum og barna- börnum, bræðrum hennar, mág- konum og bræðrabörnum inni- legar samúðarkveðjur. Vertu svo kært kvödd, kæra frænka mín, með innilegu þakk læti fyrir allt. Guðrún Jónsd. Bergmann. Ragnheiður Ágústs- dóttir — Minning F. 9. marz 1889. D. 26. febrúar 1967. MEÐ Ragnheiði Ágústsdóttur húsifreyju á LöngumýrL er geng- in mikilhæf og heilsteypt kona, sem með lifi sinu og starfi setti mikinn svip á nágrenni sitt á langri og gifturikri ævL Hvar sem Ragnheiður fór hlaut hún að vekja eftirtekt. Hún var kona há og beinvaxin, svaraði sér vel og bar sig fall- ega, tiginmannleg í fasL Svip- urinn álkveðinn og festulegur og það duldist engum, sem henni kynntist að þar fór kona, sem hafði sterkan vilja, en jafnframt skein út úr svip hennar mildi og hjartahlýja. , „Kurteisin kom að innan — sú kurteisin sanna —, sið-dekri öllu æðri af öðrum sem lærist." Svo kvað Bjarni Thorarensen um Rannveigu Filippusdóttur. Framganga hennar var látlaus og einlæg og fólk laðaðist að hennL sérstaklega börn og unglingar. Ragnheiður var fædd 9. marz 1889 að Gelti í Grímsnesi. For- eldrar hennar voru hin þjóð- kunnu merkishjón Móeiður Skúladóttir læknis á Móeigðar- hvoli og Ágúst Helgason. Skúli faðir Móeiðar var son- ur Vigfúsar sýslumanns í Hlíð- arenda og þv í bróðir Bjarna S'kálds og amtmanns, en móðir hennar var Ragnheiður Þorsteins dóttir Helgasonar prests í ReykholtL Ágúst Helgason var einn hinna merku Birtingiarholts bræðra. Var hann fjórði maður frá þeim hjónum Eiriki og Kristínu í Bolholti, sem óvenju mikill ættbogi er af homiinn, sérstaklega á Suðurlandi. Foreldrar Ragnheiðar byrjuðu búskap í Gelti í Grímsnesi og bjuggu þar í fjögur ár. Vorið 1892 tóku þau við búi í Birtingalholti, að föður Ágúst- ar Iátnum, og bjuggu þau þar alla tíð siðan í 60 ár við miikil umsvif og fágæta mannheiii. Einhverjar fyrstu minningar Ragnheiðar voru tengdar þess- um búferlaflutningi og hvað þau Reykjahjónin Ingigerður og Þorsteinn tóku þeim af mikilli alúð, er þau komu þar við. Ragnheiður hlaut óvenju gott uppeldi á heimili foreldra sinna og til æviloka voru minningarn- ar frá Birtingaholti henni helg- ur dómur. Á unga aldri stundaði hún nám í Reykjavík og þá lagði hún sig mjög eftir að læra að leika á hljóðfæri, en tónlistin var einn sterkasti þátturinn í fari hennar. Vorið 1915 giftist Ragníheið- ur Eiríki Þorsteinssyni frá Reykjum. Þá um vorið hófu þau búskap á Löngumýri á Skeiðum og bjuggu þar alla tíð síðan. Fyrstu árin í tvíbýli en vorið 1921 tóku þau við allri jörð- inni og festu þá jafnframt kaup á hennL Þau hjón eignuðust sex börn, sem öll eru á Hfi. Þau eru: Ágúst bóndi á LöngumýrL Þorsteinn yfirkennari við VogaskóLann i Reykjavík, Fáll LögreigLuvarð- stjóri í Reykjavík, Sigurður starfsmaður hjá vegagerðinni, Elin húsfreyja á Votamýri og Ingigerður húsfreyja á Skipum í StokkseyrarhreppL Er böm þeirra voru að verða uppkomin, tóku þau i fóstur ungan dreng, Baldvin Árnason, var hann hjá þeim til fullorðins ára, er hann nú iðnaðarmaður á Selfossi. Ragnheiður og Eirlkur gengiu út í l'ífið með hugann fullan af vonum og fyrirheitum um fram- tíðina. Þau höfðu bjargfasta trú á mætti gróðurmoldarinnar og á henni skyLdi LLfsafkioma þeirra byggjast. Yfir heimili þeirra var léttuf og frjálslegur blær. Ragnheiður hafði milkið yndi af tónlist og spilaði vel á hljóðfæri og fyLgd- ist vel með á því sviði, og ef hún frétti um ný lög náði hún í þau eins fljótt og hún gat. Skáldskapur bæði í bundnu og óbundnu málL var henni kært umtalsefni og hún kunni firn af Ijóðum og stökum. Hún unni öllum gróðri og reyndi að hlúa að honum eftir mætti og lagði sig sérstaklega eftir að rækta slkrautblóm bæði í görðum og eins innan húss. Æskuástin entist Eiríki og Ragnheiði alla ævi, þess vegna fél'l þeim mikil hamingja 1 skaut. Heimili þeirra varð gróðrar- reitur menningar og frændur og vinir gerðu sér tíðförult til þeirra. Hún hafði mikið yndi af að leika fyrir gesti sina á hljóðfæri og kynna þeim Lög, sem hún var þá nýbúin að læra. Hún kenndi mörgum unglingi að leika á hljóðfærL Það eiga margir skermmitilegar minningar frá slikum stundum á heimili Ragn- heiðar. Hún kenndi um lengiri tíma bæði söng og handavinnu við barnaskóLa sveitarinnar. Öll verk léku í höndum Ragn- heiðar og henni var gieifið óvenju legt þrek til Mfcama og sálar. Elf vanda bar að höndum sá henni enginn bregða. Bæri veikindi eða slys að höndum i nágrenn- inu, var oft leitað til Ragnheiðar, og engan var betra að fá að sjúkrabeði en hana, með fram- komu sinni og fasi hafði hún svo góð áhrif á alla. Hún -nafði Líkn- arhendur eins og sagt var, sér- staklega var hún Lagin að búa um sár og oft sauimaði hún sam- an sár og alLtaf með góðum árangri. Hún hefur vafalaust haft mikla hneigð tU lækninga og hún reyndi eins og föng voru á, að afla sér þekkingar þar um. Ragnheiður var skapandi lista- kona og listaunnandL hivar sem hún kom greri líf og llfsnautn. Hún miðLaði öðrum af mikQH rausn af hæfileikum sinum og Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.