Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. AGUST 1907 Viðskipti á stuttbylgju frumskil- yrði fyrir auknu öryggi á miðunum — segir Hannes Hafsfein hjá Slysavarnafélaginu NOKKAR umræður hafa orSið tiffl það, veg-na þess er kom fyrir Stíganda, hvílíkt öryggisleysi sé ríkjandi á síldveiðimiðunum, þar sem fjarlægðin til lands sé svo mikil að loftskeyti skipanna ná ekki þangað. Má í því sambandi geta þess, að Mbl. hafði t.d. seint í gær ekki enn tekizt að ná sambandi við Snæfugl, sem er með skipsbrotsmennina 12 af Stíganda innanborðs. í tilefni af þessu sneri MbL sér til Hannesar Hafstein hjá Slysavarnafélaginu og spurði um álit hans, hvað helzt væri tii bóta. — Fyrsta skilyrði til að auka öryggið, sagði Hannes, þegar síldin er svona langt undan, eða 600 mílur, er að viðskipti geti farið fram á stuttbylgju milli strandstöðva Landsímans, síldar- leitarstöðva og síldveiðiskipa á miðunum. í öðru lagi er það tvímæla- laus skylda skipstjórnarmanna að skýra frá ferðum skipa sinna af og á miðin og ættu þeir að koma á fastri reglu sín á milli Frímerkjasýningin Filex 1967 opnuð á laugardaginn FiíLAG frímerkjasafnara boðaði í gær fréttamenn á sin fund og skýrði frá því, að n.k. laug- ardag yrði opnuð í Bogasal Þjóð minjasafnsins frímerkjasýning sem Félag frímerkjasafnara béldi í tilefni 10 ára afmælis félagsins. Nefnist sýningin há- tíðar- og kynningarsýning Filex 1967. Póst- og símamálastjórnin heiðraði F.F. með því að lána til sýningar hluta úr hinu þekkta safni íslenzkra frímerkja, sem safnað var og skipulagt af Hans Hals, stórkaupmanni í Stokkhólm Er þetta safn nú í eigu póst- og Merki Filex 1967, teiknað af Hauki Halldórssyni simamálastjórnarinnar og má telja það stóran viðburð fyrir áhugamenn um frímerki að eiga kost á að sjá þetta merka safn, þar sem það hefur ekki verið sýnt hérlendis áður. Safn þetta var sýnt í Vín 1933 og halut þar gullverðlaun. í tilefni afmælisins fékk sýn- ingarnefndin og stjórn F.F. Jón Aðalstein Jónssoin cand. mag. til þess að rita og sjá um útgáfu á afmælisriti félagsins. Verður það um 90 blaðsíðna bók, ,vönd- uð og smekkleg að útliti og efni. í því er að nokkru sögð saga Hans Hals, sem frímerkjasafnara og á hvaða hátt honum tókst að eignast hið mikla frímerkjasafn sitt. Þá eru og frásagnir og skýr- ingar um innihald safnsins. Rit- inu fylgir úrdráttur í enskri þýð ingu og sérstök skrá um sýning- arefnið. í forsal Þjóðminjasafnsins verður yfirlitssýning, þar sem kynnt verður starfsemi F.F. og þar verður einnig söludeild, þar sem seld verða umslög sem gef- in eru út í tilefni sýningarinnar, litprentuð póstkort með mynd- um af skildingafrímerkjum og auk þess ýmsir safngripir frí- merkjasafnara. Póststimpill sýningarinar verð ur notaður á pósthúsi sem starf- rækt verður í anddyri Þjóðminja safnsins þá daga sem sýningin verður opin. Þá skýrðu forráðamemn F. F. Framhald á bls. 20 um tilkynningarskyldu, sérstak- lega ef veiðar halda áfram á þessum slóðum og veður versnar með haustinu. Loks er það óviðunandi ástand, að ekki skuli vera læknir um borð í meinu eftirlitsskipi á mið unum. Eins og kom fram í frétt um í gær tóku upp undir 100 skip þátt í leitinni að Stíganda og um 12 manna áhöfn er á hverju skipi að meðaltali, svo að alls eru þetta um 1200 menn á miðunum. Öllum hlýtur því að vera Ijóst hversu mikið örygg- isleysi það er fyrir þessa menn, að hvergi skuli vera læknir á skipi á nálægum slóðum. Hannes kvaðst fyrir hönd Slysavarnafélagsins að lokum vilja þakka hinum fjölmörgu aðilum, sem lögðu fram aðstoð til leitarinnar að Stíganda og hinum skjótu viðbrögðum þeirra. Varðandi læknaþjónustu á miðunum, má geta þess að á síðastá Alþingi flutti Sigurður l( Bjarnason, frá Vigur, frumvarp um læknaþjónusfcu á síldveiði- miðunum, og var það samþykkt sem lög. Hefur læknisstaðan ver ið auglýst laus til umsóknar fyT ^ ir nokkru, én engar umsóknir ^ l hafa borizt ennþá. Heildaraflinn síðustu viku 16.343 lestir Yfirlit um síldveiðar norðan lands og austan vikuna 20. til 26. ágúst 1967. Gott veður var á síldarmið- unum SV af Svalbarða síðustu viku, og var veiðisvæðið á 74°30 til 75°n.br. og 11° — 12° a.l. í vikulokin tilkynntu tvö skip rúmlega 1700 lestir, sem þau höfðu fengið í Norðursjó síðast- liðinn mánuð, en þar sem Fiski- félaginu hafa ekki enn borizt fregnir um ráðsfcöfun alls þess afla, er ekki ósennilegt, að um 1000 lestir vanti inn á skýrsluna. Eitt skip mun hafa saltað um borð nálægt 100 tunnum síldar sem fara til frekari vinnslu á innanisndsmarkað, en nánari upplýsingar vantar. í vikunni bárust á land 16.343 lestir bræðslusíidar og er heild- araflinn orðinn 154.703 lestir. Er hagnýting sumaraflans á þessa ieið: f frystingu 8 lestir. í bræðslu 149.740 lestir. Útflutt 4.955 lestir. Á sama tíma í fyrri var aflinn þessi: í sait 27.598 lestir (189.028 upps.tn.) í frystingu 640 lestir. í bræðslu 271.160 lestir. ALLS 299.398 Löndunarstaðir þessir: Reykjavik Bolungarvík Siglufjörður Ólafsfjörður Dalvík Krossanes Húsavík Raufarhöfn Þórshöfn VopnafjörðUr Seyðisfiörður Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Færeyjar Hjaltlandseyjar Þýzkaland LEIÐRETTIIMG KVEÐJUORÐ þau er birtust til Elínar Ingvarsdóttur hér í blað- inu í gær, voru frá Sveini Ágústssyni, en nafn hans misrit- aðist, og leiðréttist það hér með. lestir. sumarsins eru Lestir 15.863 544 31.346 424 325 2.937 1.488 25.974 759 8.411 38.179 14.244 6.112 1.041 1.015 589 167 330 2.456 300 2.199 Síldveiðamar sunnan Iands ) vikuna 20. til 26. ágúst 1967. í Nokkur skip leituðu síldar í i síðustu viku, en urðu ekki vör, J og engin síld barst á land í \ vikunni. Heildarafli vertíðarinn- ar er 46.858 lestir, en var á sama tíma i fyrra 37.729 lestir. Skipbrotsmenn á leið til lands SÍLDARLEITARSKIPIÐ Snæ- fugl er nú á leið tii lands með skipverja af Stíganda frá Ólafs- firði, sem sökk á leiðinni af síldarmiðunum suður af Sval- barða. Ekki tókst að ná sam- bandi við Snæfugl í gær, en tal- ið er að hann fori með skip- brotsmennina til Reyðarfjarðar og komi þangað á föstudag. Þessi mynd er tekin af hópgöngu nazista í Chicago í fyrra. , Fremstur fer Rockwell þáverandi leiðtogi flokksins, sem myrtur var sl. föstudag. Maðurinn til vinstri á inyndinni er hinsvegar John Patler, sem handtekinn hefur verið og sak- aður um morð. „Það verður engin jarðarför í dag“ Creftrun Rockwells frestað þegar syrgjendur neituðu að leggja frá sér nazistabúninga og merki Culpeper, Virginia, 29. ágúst (AP) í DAG átti að gera útför Ge- orgs Lincolns Rockwells, fyrrum leiðtoga bandarískra nazista, sem myrtur var sl. föstudag. Rockwell gegndi um skeið þjónustu í flugliði flotans, og hafði því fengizt heimild til að grafa hann í hermannagrafreitnum í Cul- peper fyrir sunan Washing- ton. Það skilyrði var sett fyrir heimildinni, að hakakrossar yrðu ekki bornir inn í garð- inn. Þegar líkfylgdin kom að hliðinu að grafreitnum, var kista Rockwells skreytt haka- krossum og margir í fylgd- inni voru klæddir einkennis- búningum nazista. Var lík- fylgdinni því bannaður að- gangur að grafreitnum. Þegar núverandi leiðtogi nazista neitaði að láta menn sína leggja frá sér nazista- merkin, afturkallaði herinn heimildina til að grafa Rock- well í Culpeper. Áður en líkfylgdin kom að hliðinu að grafreitnum, rann þar upp að stór fól'ksbifreið. I henni voru dökkklæddur ungur maður og fimm menn menn í einkennisbúningi naz- ista. Kváðust þeir eiga að bera kistu Rockwells að gröf- inni. Eftirlitsmaður graf- reitsins, Edward Maxwell, tilkynnti mönnunum, að þeir fengju ekki aðgang að garð- inum nema þeir leggðu frá sér öll nazistamerki. Grafreit urinn væri eign hins opin- bera, og þangað fengju enginr að koma í einkennisbúning- um nazista. Sátu mennirnir sex áfram inni í bifreiðinni og biðu frekari fyrirmæla. Skömmu seinna bar líkfylgd- ina að garði, og var hún einn- ig stöðvuð við hliðið. Kvaðst Maxwell hafa fengið fyrir- mæli um það frá Washington að hleypa engum inn í garð- inn með nazistamer.k,i og yrðu því aðkomumenn að fjarlægja öll slík merki áður en áfram yrði haldið. Af naz- ista hálfu varð Matt Kochel fyrir svörum, en hann hefur tekið við leiðtogaembætti Rockwells. Neitaði hann al- gjörlega að láta menn sína leggja frá sér merkin, Meðan á þessu gekk hafði yfirvöldum í Washington ver- ið tilkynnt um einkennisbún- ingana. Var þá send sveit her- manna og herlögreglu til Culpeper undir stjórn Carl C. Turners, hershöfðingja. Voru hermennirnix sendir með þyrlum og bifreiðum til Cul- peper, sem er rúmlega 100 kílómetrum fyrir sunnan Washington. Við komuna þangað sagði hershöfðinginn við fréttamenn: „Ég er hing- að korninn til að gæta opin- berrar eignar. Engum verður hleypt hingað inn með naz- istamerki". Sagði hann að fyrirskipunin um að banna hakakrossa í kirkjugarðinum kæmi frá hermálaráðherra Bandaríkjanna, og henni yrði hlýtt. Við Matt Koehl sagði hann að hver sá, sem bæri hakakrossa inn í grafreitinn yrði handtekinn. Þegar Turner hershöfðingi var að ræða við fréttamenn kom þar að óbreyttur hermað ur og heilsaði að hermanna- sið. Svaraði Tumer kveðj- unni og tók ekki eftir því að hermaðurinn bar sorgarborða á einkennigbúningi sínum. Hermaðurinn sagði við frétta- menn að hann væri kominn til Culpeper til að syrgja Rockwelþ sem væri hinn sanni og æðsti yfirmaður sinn. í líkfylgdinni voru um fimmtíu manns, margir í ein- kennisbúningum nazista. Kista Rockwells var blómum skreytt, og mynduðu blómin rauðan hakakross og nazista- fána úr rauðum, hvítum og svörtum blómum. Skrásetn- inarnúmer bifreiðanna gáfu til kynna að syrgjendurnir voru frá Kaliforníu, Kanada, Miehigan, New Hampshire, New York og Pennsyivania. Eftir all-langt þóf við hlið grafreitsins tilkynnti Turner Framihald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.