Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUl. 30. ÁGÚST 1967 „Ottinn kemur sjálfsagt eftir á FRÚ Sigrun Björnsdóttir, kona Valgeirs Stefánssonar, Rauðamýri 19, Akureyri, var að búast að heiman ásamt Arn ari tveggja ára syni sínum, þegar mig bar að garði. For- eldrar hennar höfðu boðið þeim að borða með sér. Á stofuborðinu var vasi með rauðum rósum, sem vinkona frúarinnar, einnig sjómanns- kona, hafði fært þeim mæðginum í morgun. Þá stuttu stund, sem ég staldraði við, þurfti frú Sig rún fjórum sinnum í símann til að taka við samfagnðar- kveðjum. Valgeir fór þennan eina túr með Stíganda til að leysa af 1. vélstjóra, — er vanur slík- um afleysingum á hverju sumri og alltaf gengið vel. Val geir er annars bílstjóri að at- vinnu. — Mig var farið að lengja eftir fréttum af skipinu á laug daginn hringdi ég nokkrum sinnum í síldarradíóin á Rauf arthöfn og Seyðisfirði. Þeir sögðust alltaf vera að kalla á Stíganda, en ekkert svar fá, svo að mér var farið að þykja þetta undarlegt. Útgerðin vissi -ekkert, en vildi ekki gera mikið úr þessu, svo að ég var svo sem ekkert hrædd, þó að mér fyndist þetta býsna skrýtið. Treysti á, að bilaðri talstöð væri um að kenna. — Um hádegi i gær hringdi svo einhver frá úgerðinni til að láta mig vita, hvernig kom ið væri og að leit væri haf- in. — Óvissan? Henni ætla ég ekki að reyna að lýsa, það getur enginn ímyndað sér, hvað hún er, nema sá, sem reynir það. Foreldrar mínir voru mikið !hjá mér í gær og eins tengdamóðir mín, og þau segjast ekki hafa séð á mér ótta. Ég er ekki búin að átta mig á þessu ennþá, ég reyndi að ihugsa sem minnst um þetta allt í gær. En óttin kem- ur sjálfsagt eftir á, ég veit það ekki. Svo hringdi útgerðin aftur í gærkveldi til að tilkjmna um björgunina, en þá var ég ný- búin að frétta um hana. Frænka mín, sem hlustaði á bátabylgjuna, lét mig vita. Léttir? Jú, Guð min góður, sannarlega. Við ætluðum aldrei að komast í ró í gær- kveldi fyrir siímahringingum, það voru allir að gratulera. — Tengdamóðir mín, sem er Sigrún Björnsdóttir með Arnar litla. afar sterk kon,a í raunum, var svo hjá mér í nótt. En nóttin hefði orðið voðleg, ef við hefðum ekki verið búin að fá neinar fréttir í gærkveldi. Elin með börnin 4: Sigurbjörg, 12 ára, Anna Jóna, 5 ára, Pétur, 3 ára, Elín Berglind, 1V6 árs. „Viss um það allan tímann, að þeir væru ekki farnir" FRÚ Elín Lúðyíksdóttir, kona Guðmundar Árnasonar, stýrimanns, var stödd hjá systur sinni og mági að Krmglumýri 9, Akureyri, ásamt fjórum börnum þeirra hjóna, og hafa þau dvalizt þar um tíma. Annars eru þau búse+t í Kópavogi. — Nei, mig var ekki faríð að gruna neitt illt. Ég heyrði í útvarpinu um daginn, að þeir hefðu fengið síld, en annars vissi ég ekkert, hvar þeir voru. Þeh eru svo langt í burtu, að maður er ekkert að spekúlera í því, • og al- gengt, ■ að ekki fréttist til þeirra í nokkra daga. — Svo hringdi Gunnar Þór Magnússon í Ólafsfirði til min um kl. 12 í gær og lét mig vita, að óttazt væri um Stíganda og leitað væri að horum. Gærdagurinn? Hann var að vísu ekki alls kostar þægilegur, en ég treysti á, að þeir hefðu að minnsta kosti komizt í björgunarbát og væru í honum, þó svo að skipið hefði farið niður. Mér fannst alltaf, að þeir væru ekki farnir, — já, ég var alveg viss um það allan tímann. •— En það var mikill léttir að fá fréttina um björgun- ina í gærkveldi, það urðu aliir óskaplega fegnir. - WILSON Fra.mlhald af bls. 1 hael Stewart, fyrrum utanríkis- ráðlherra, hefur gagnt undanfar- ið ár, en orðrómur hefur verið á kreiiki uim þessa embættisskipan Slhores. Blaðinu þykir hin.svegar vonlítið að Wilson geti sjálfur annað embætitinu ásamt sínu eigin, hvortveggja embættin séu ærið verk fyrir einn mann.. Talið er að næstu daga verði gerðar ýmsiar ráð!stafanir tii þess að hleypa nýju lífi í efna- hagsmátin án þass þó að koma af stað nýjiu kapþhlaupi á milli launa og verðlags, sem eyðilagt geti 'traust manna á pundimu og stofnað greiðslujöifniuðinuim við útlönd í hættiu. Þá eru og á döf- inni ráð'Stafanir til að stemma stigu við atvinnuleysinu, sem nú er mjög vaxandi í Bretlandi. Er talið að rúm hálf milljón manna sé nú a'tvinnulaus í liandinu og ó.ttast að fjórðunigur milljónar til viðlbótar verði það í vetur, ef ekki verði eitthvað að gert. Árs- þing breziku verkailýðsisamtak- an-na hefst í næstu vifcu og ekki er held.ur langt til aðalfundar Verkamannaflokksins sjálfs. En þó.tt Wiison virðist nú í mokikiurri klípu, telja margir að hann 'hafi styrkt aðlstöðu sína, eif hoirft er lengra fram á veginn. Verði honum að vomum sinuim verður ihonum þakkað „brezka efnaihaigsundrið", en ekki einum helzta keppinaut hans innan V'erka'mannaflokks'ins, James Callaghan, sem búizt er við að verði bráðilega að lláta af emb- ætti fjiármálaráiðherra, þar sem hann hefur staðið í ströngu og á honum bitnað hinar óvinsælu ráðistafanir stjórnarinnar í efna- ihagsmálum til þessa. — Blaðáð „Bvening Newis“ teliur, að það v-erði Caillaghan þungbært að þurfa að hverfa frá eftir að hafa boirið einna þyngstar byrðarnar í sambandi við ála.gið á sterl- ingspundið og hin ýmisu vanda- mál, sem upp hafa komið, ef Wilson eigi svo eiftir að hljóta allan h'eiður af batnandi efna- hag.sm.álaás'tamdi í Bretlandi. AUGLÝSINGAR 5ÍMI STAKSTEINAR Umbylting hjá sam- I v innuhreyíingu í Tímanum birtist grein um brezku samvinnuhreyfingunai þar s«m m.a. segir: „Samvlnnuhreyfingin í Bret- andi hefur nú loksins hafizt handa um að takast á við raun verulegar orsakir þeirrar aftur- farar, sem gætt hefur að undaln förnu. Umræður um þetta hafa staðið yfir í héilan áratug og allt verið á huldu um ákvarð- anir. En úrhætur máttu varlat dragast öllu longur. . . . Ný og öflug sveit manna tek ur rmú við hinni æðstu forustu, Philip Thomas hefur nýlega ver ið ráðinn aðalforstjóri með 17, 500 sterlingspund árslaunum og hann hefur þrjá nýja deildax- stjóra sér við hlið. Thomas birti fyrstu róttæku áform sðn á fundi samvinnu- heildsölunniar í apríl í vor. Bók haldskerfið, sem notað hefur verið, ve.rður lagt fyrir róða og óarðbærum fyrirtækjum veður lokað. Samvinnufélögin sem höllum fæti standa geta ekki framar sótt fé í sjóði Sam vinnuheildsölUnnar til þess að jafna reikninga sína“. j Ekki allir sammála j Greinin heldur áfraim: „Hinum orku og athafna- meiri samv?n.nufélögum gezt vel að þessum ráðstöfunum, eu samkvæmt gamalli vemju hafa þau ekki mátt færa út kvíarn- ar á kostnað þeirra nágranna- félaga, sem miður máttu sín. Sumum sjálfstæðum félögum geðjast miður vel að þessu, einkum ef forráðamöniium þeirra fellur ekki stjórnmála- litur forustumanna samtakanna, sem ætlað er að innbyrða þau. Félögum í samvinnufélagi Grey‘s geðjaist t.d. svo illa aíf samvinmufélögum í London, þar sam vinstri menn drottna, að þeir gengu frá leigusamning við utanaðkomandi fyrirtæki til þess að komast hjá samein- ingu. . . . Ætlifnin er að tilnefna endur skoðanda til að fara með hlut- verk einskonar málamiðlara í deilum milli samvinnu'heildsöl- unmar og smásölufélaganna. Hamn vexður að hafa aðgang að bókhaldi samvinnufélaganma til að get dæmt um arðbæri þeirra og áramgur yfirleitt og kann því svo að faxa að þessi ráðstöfutn virði miður vinsæl“. J Verður þetta ÍYrirmynd hér? Enn segir í greininni í Tím- anum: „Starfsemi frumherjana í Rochdale- ruddi sér til rúms, af því að þeir gátu boðið fé- lögum sínum ómótmælanlega betri kjör en aðrir. Réttsýmir samvinnumann gera sér ljóst, að samvin'nufyrirtækin geti því aðeins gert kröfu til siðferðis- lega yfirburða yfir einkarekst- ur að þau geti þetta einnig". Þessi grein um endurskipu- lagningu samvinnufélaganna í Bretlandi er hin athyglisverff- asta, SamvinnumenTi þar í landi hafa gert sér grein fyrir því, að félögin mega ekki staðna, heldur verða þau a® fylgjast með þróun tímans og gera þær skipulagsbreytingar, sem naiuðsynlegar eru til að stamdast saimkeppni og haga rekstri sínuim á hinn arðbær- asta hátt. Er vel að Tíminni skyldi birta þassa grein, því að miklar umræður fara nú fram um það hér á landi á hvern hátt samvinmufélögin geti endurskipulagt rekstur sinn, þannig að liagur þeirra batni og þau geti betur sinnt því hlutverki, sem þeim er ætl að, að bæta viðskiptakjör lands- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.