Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1967 \ \ s \ i I s { s s \ s s \ \ \ TJitgefandi: Framkvæmdastjóri: Œtitstjóriar: Ritstj órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Œtitstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: f lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Kf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sírni 10400. Aðalstræti 6. Sími 024-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. 1 ENGU HEFUR VERIÐ LEYNT að eru mikil ósannindi þeg- ar Tíminn heldur því fram í gær að „forustumenn stjórnarflokkanna“ hafi fyrir kosningarnar í sumar reynt að leyna þjóðina því, að ýms- ir erfiðleikar steðjuðu nú að íslenzku atvinnu- og efna- hagslífi. Af hálfu ríkisstjórn- arinnar og stuðningsmanna hennar var þvert á móti lögð mikil áherzla á það að verð- fall íslenzkra afurða og minnkandi sjávarafli hlytu að valda þjóðinni ýmsum vandkvæðum, sem snúast yrði gegn af manndómi og ábyrgðartilfinningu. Af þess- um erfiðleikum var dregin upp glögg mynd á hverjum einasta framboðsfundi um land allt. Því fer þess vegna víðsfjarri að nokkru hafi verið leynt í þessum efnum. Af hálfu stjórnarflokkanna var að sjálfsögðu bent á það, að íslenzka þjóðin væri í dag að mörgu leyti betur búin en nokkru sinni fyrr til þess að mæta erfiðleikum. Hún ætti nú betri og fullkomnari fram- leiðslutæki en nokkru sinni fyrr eða síðar. Almenningur í landinu vissi þá og veit það nú að þetta er satt og rétt. Hin stór- fellda uppbygging til lands og sjávar síðustu árin hefur skapað möguleika til stór- felldrar framleiðsluaukning- ar. Af því hefur síðan leitt aukna gjaldeyrissköpun og bætt lífskjör þjóðarinnar á alla lund. ★ Við verðfallið, sem blasti við augum þjóðarinnar á s.l. vori hefur svo bætzt afla- brestur á síldveiðum. Það er vegna hinna myndarlegu gjaldeyrissjóða, sem skapazt hafa í skjóli stjórnarstefn- unnar á undanförnum árum, sem hægt hefur verið að koma í veg fyrir verulega kreppu og vandræði þegar á þessu ári. Allir vita hins vegar hver hlutur Framsóknarflokksins er í þessum málum. Hann nefur krafizt þess að gjald- eyrissjóðunum yrði eytt um leið og hann hefur reynt að kynda elda vaxandi verðbólgu og dýrtíðar eftir fremsta megni. Framsóknarmenn og kommúnistar hafa snúizt gegn flestum eða öllum jafn- vægisráðstöfunum Viðreisn- arstjórnarinnar. Engum hugs- andi manni dylst þess vegna að stjórnarandstæðingar eiga verulegan þátt í mjög aukn- um tilkostnaði atvinnuveg- anna. Sannleikurinn er sá, að rík- isstjórnin hefur allt frá því að hún tók við völdum haust- ið 1959 lagt áherzlu á að gera þjóðinni sem gleggsta grein fyrir aðstöðu hennar á hverj- um tíma. Hún krufði vanda- málin til mergjar þegar hún tók við völdum, gerði víðtæk- ar ráðstafanir til þess að bægja frá því hruni, sem við blasti þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum á sín- um tíma. Viðreisnarstjórn- inni tókst að rétta hag þjóð- arinnar við. Henni tókst að skapa jafnvægi í efnahags- lífinu og leggja grundvöll að stórfelldri uppbyggingu at- vinnulífsins, framleiðslu- aukningu og lífskjarabótum. Þetta var mikill og heilla- ríkur árangur. * Þegar á allt þetta er litið, er engin ástæða til þess fyrir íslenzku þjóðina að örvænta um hag sinn þótt um skeið horfi erfiðlega í atvinnumál- um hennar. Misjafnt árferði er ekkert nýtt fyrir íslend- inga. Þjóð, sem lifir af jafn einhæfri framleiðslu og við gerum getur alltaf búist við því að einstök ár séu magrari en önnur. En íslendingar hafa sem betur fer kunnað að mæta erfiðleikum. Aðalatrið- ið er að þjóðin líti raunsætt á hag sinn og mæti vand- kvæðunum af festu og ábyrgðartilfinningu. íslenzkir kjósendur sýndu það ótvírætt með atkvæði sínu í kosningunum í sumar að þeir treystu núverandi rík- isstjórn betur en stjórnarand- stöðunni til þess að sigrast á þeim erfiðleikum, sem þá blöstu við og enginn dró dul á. Það þarf svo engan að undra þótt Framsóknarmenn og kommúnistar reynt nú að þyrla upp reykskýjum og kenni stjórnarstefnunni um léleg aflabrögð og verðfall íslenzkra afurða á erlendum mörkuðum. Þannig hefur mál flutningur þessara manna alltaf verið. íslendingar munu sigrast á þeim stundarvanda, sem nú. er við að etja, eins og jafnan áður. Ríkisstjórnin mun framvegis sem hingað til segja þjóðinni sannleikann um ástand mála hennar og gera hiklausar ráðstafanir til þess að gera það sem gera þarf, á sama hátt og hún rétti. við hag þjóðarinnar eftir öng þveiti og upplausn vinstri stjórnarinnar á sínum tíma. Áfengisneyzlan í Grænlandi kemur niður á fiskiðnaðinum Frá Godtháb á Grænlandi. Til vinstri á myndinni er Godthábk irk jan. S8EB fregnir berast nú frá Grænlandi, að áfengisneyzlan sé orðin svo mikil þar í landi, að horfi til stórvandræða. Óskaplegt magn áfengra drykkja er flutt þangað og er búizt við, að gripið verði til cinhverra róttækra ráða, áður en langt um líður, til þess að stemma stigu fyrir áfengisflóðinu. Því það er ekki aðeins, að áfengisneyzl- an komi illa niður á einstakl- ingum og fjölskyldum þeirra, heldur er hún einnig orðin skeinuhætt atvinnulífinu. Dagblaðið „Grönlandspost en“ birti nýlega viðtal við einn helzta fiskimann Græn- Iendinga, Christian Höy, þar sem hann sagði, að það kæmi iðulega fyrir, að grænlenzkir fiskimenn gætu ekki komið með afla sinn í land, því að verksmiðjurnar gætu ekki tekið við honum. Orsökin væri sú, að vinnuafl verk- smiðjanna væri _ óstarfhæft vegna drykkju. „Ég er þeirr- ar skoðunar, segir Christian Höy, að kominn sé tími til þess að verksmiðjustjómirn- ar og bæjarstjórnirnar taki höndum saman um að loka áfengisútsölunum, þegar meira en 30% verkamenn eru óstarfhæfir vegna ölvunar." f þessu viðtali kemur einn ig fram, að drykkja verður mikil og almenn í sambandi við fermingar barna. Um miðjan júlí sl. voru ferming- ar bæði í Narssaq og Juliane- háb. Gleðskapur varð svo yfirþyrmandi, að fjórum dög um fyrir fermingardaginn varð að taka alveg fyrir land anit úr fiskiskipum í Narss- aq og takmarka við tíu tonna landanir úr þeim skipum, sem lögðu upp í Julianeháb. Að því er Christian Höy seg- ir, dregur þetta ófremdar- ástand mjög úr áhuga fiski- mannanna á bátunum á því að afla vel. Komið hefur til tals að flytja fermingarnar til — forðast að Mta þær bera upp á mesta annatíma í fiskveiðunum". Verkamenn irnic og fiskimennirnir missa alltaf heilmiklar tekjur þegar svona háttar, og þeir hafa alls ekki efni á því.“ segir Nials Heilman, formaður fé- lags grænlenzkra fiskimanna. Sem fyrr sagði er geysilegt magn áfengra drykkja flutt til Grænlands. Samkvæmt opinberum skýrslum var á árinu 1966 flutt þangað eftir- taiið magn áfengis: 11 milljónir flöskur öls. 275.000 heilflöskur af sterku áfengi; wiský, brennivíni, konjaki 200.000 heilflöskur; létt vín; sherry, portvín, madeira, o.s.frv. og 100.000 heilflöskur af borðvínum. Við þetta bætast 75.000 flöskur af brennsluspíritus, sem að verulegu leyti er not- aður til drykkjar. Loks er svo þess að geta, að Grænlend- ingar brugga mjög mikið, einkum á afskekktari stöð- um, þar sem innflutt áfengi er illfáanlegt. Þetta er ekki svo lítið magn, þegar þess er gætt að það skiptist milli 40.000 manna, en þar af er um það bil helmingur undir fimmtán ára aldri. Á síðasta ári komu fram hjá landsráðinu margvíslegar tillögur, sem hugsaðar voru til úrbóta í þessum efnum. Einn meðlima ráðsins Jörgen Olsen segir þó, að þær hafi allar verið „óverulegar og gagnslitlar". Hann er sjálfur þeirrar skoðunar, að ekki dugi annað en algert bann, ,annaðhvort leyfum við áfengissölu og áfengisnotkun og gefum fólki þar með tæki- færi til að misnota það — eða bönnum það algerlega“, segir hann. Ein af ráðstöfunum, sem landsráðið greip til á síðasta ári vax að hækka tolla á ýmsum víntegundunum, — þeirn, sem mest eru drukkn- ar. Nam hækkunin frá 4.50 d. kr. og allt upp í 10 d. krónur, — en það kom fyrir ekki, Grænlendingar virtust ekki draga neitt úr áfengis- ney/íunni. Að vísu liggja ekki fyrir óyggjandi tölur um þetta, enn sem komið er, þær verða ekki tilbúnar fyrr und- ir áramótin. En innflutning- urinn virðist ekkert hafa mir.nkað. Framhald á bls. 21 Frá Sukketoppen. SJÖMÖNNUM FAGNAÐ að vakti almennan fögnuð þegar sú frétt barzt út í fyrrakvöld að björgunarbátur með áhöfn Stíganda frá Ólafs firði væri fundinn og öll skipshöfn hans væri heil á húfi. Það hefur oft gerzt á íslandi að skip hefur ekki komið í höfn. Dugandi sjó- menn hafa horfið og ástvinir þeirra hafa staðið harm- þrungnir á ströndu. Fiskveið- ar við íslandsstrendur eru ávallt áhættusamar, ekki sízt í skammdegi þegar veður eru hörðust. Engum dylst, að siglingin á síldarmiðin við Jan Mayen og Svalbarða er löng og áhættusöm, einkan- lega þegar líður að hausti og sjóar taka að ókyrrast. Þess vegna var það ekki að undra þótt óhug og kvíða setti að mönnum þegar vélskipið Stíg andi frá Ólafsfirði kom ekki í höfn eftir að vitað var að hann hafði lagt af stað heim s.l. miðvikudag. Þegar þetta er ritað er ekki vitað með hverjum hætti Stígandi hvarf í hafið. Það sem mestu máli skiptir er að áhöfn hans, 12 vaskir sjó- menn, komust í björgunar- báta og hefur verið bjargað. Þeim mun verða innilega fagnað er þeir koma að landi í heimahöfnum. Þjóðin öll þakkar forsjóninni fyrir björgun þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.