Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR SO. ÁGUST 1967 15 Skarphéðinn Jóhannsson, arkifekt: ísland a EXPO '67 Áhugi fólks. SKÖMMU eftir að undirritaður hóf vinnu við undirbúning ís- lenzku sýningardeildarinnar á heimssýningunni í Kanada, hringdi til mín maður, sem sagðist vera með góða hugmynd, er hann vildi koma á framfæri. Hugmynd mannsins var að gera lítið líkan af Gullfóssi, en þó svo stórt, að fossinn næði til lofts í sýningarskálanum, og steyptist fram af fossbrúninni með heljaraflL Nóg væri til af grjóti í Drápu- hlíðarfjalli, og um múrverkið þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur, því hann sagðist vera í múrara- félaginu. Hugmynd númer tvö: Járniðnaðarmaður skrifar bréf og lét fylgja teikningar af eilífðarvél, sem hann hafði lengi glímt við að leysa, og nú loks tekist fyrstum manna. Hvort þetta væri ekki eitthvað fyrir sýningarnefndina? Nokkrar aðrar hugmyndir hefi ég heyrt frá fólki sem farið hefur vestur og séð íslenzku deildina, og finnst þar fátt um fína drætti. Þeir sakna þar ein- hvers sem miiinir á ísland. Vík- ingurinn úr Kópavogi telur að úr þessu hefði mátt bæta, með því að hafa þarna hákarl og brenni- vín. Þetta var að vísu hugmynd, en loftræstikerfi hússins var ekki reiknað fyrir slíkt álag. Einhver saknaði fjólubláu gæru- skinnanna, sem þeir stilla út í Hafnarstræti. Verst hefur þó Eggert Guðmundsson málari farið út úr því. Eftir að hann hafði skoðað sýninguna, var ekki laust við að hann skamm- aðist sín fyrir að vera Islend- ingur. Mér finnst nok.kuð langt farið. Þessu fólki er sem sagt mikið niðri fyrir, eins og oft vill verða þegar menn sætta sig ekki við nýtt tjáningarform. Hvernig var það ekki með Vatnsberann og Járnsmiðinn hans Ásmundar? Ef einhverjir íslendingar eiga eftir að fara vestur og sjá Expo 67, og koma við í íslenzku sýn- ingardeildinni, langar mig að segja í örfáum orðum hvað fyrir okkur vakti, ef vera kynni að menn söknuðu síður hákarlsins. I bæklingi sem gefinn hefur verið út um viðfangsefnið, skýrir dr. Sigurður Þórarinsson þetta í snjallri grein Að undir- búningi sýningardeildarinnar, unnu einkum dr. Sigurður, Rafn Hafnfjörð auk mín. Aðal við- fangsefni sýningarinnar eru ís- lenzk eldfjöll og hagnýting jarð- varmans. Á nokkrum stöðum á hnettinum, sem við byggjum, eru sprungubelti. Ein þessara sprungna liggur þvert yfir ís- land og suður um Atlandshaf. í sprungubelti þessu, liggja aðal eldfjöll landsins og jarðhita- svæði, sem oft hafa markað djúp og örlagarík spor í tilveru þjóð- arirtnar. Þar við bætist, að land- ið liggur á norðlægum slóðum, og af mörgum talið á mörkum hins byggilega heims. Það er því í frásögur færandi, að þrátt fyr- ir þessi ytri skilyrði, hefur þessi fámenna þjóð búið hér menn- ingarlífi. íslendigar hafa skrifað merkilegar bókmenntir, og stofn uðu elzta löggjafarþingið. Þeir sigldu um úthöfin á smábátum og fundu Ameríku. Nútíminn: Jarðvarminn er eitt af verð- mætustu hráefnum íslands. Með vísindalegum rannsóknum og tækni nútímans, nýtum við hit- ann. Við gerum ísland byggi- legra. Þetta þarf ekki að segja íslendingum. Sýningin er gerð fyrir útlendinga. Sjálfir höfum við alla þessa hluti fyrir augun- um. En það er þó ævintýri sem hér er að gerast, forvitnilegt fyr- ir þá sem ekki þekkja. Heita vatnið í krananum var einu sinni rigningarvatn, sem féll til jarðar, seig niður í jarðlögin og hitnaði af hinum ofsalega hita, sem varð á vegi þess. Vatnið í krananum kemur þangað ekki af sjálfu sér. Það þarf að finna það í jörðinni og koma því upp á yfirborið, og þá kemur til sögunnar enn eitt af hinum nýju hráefnum íslands, vísindamaðurinn, tæknin. Sakna menn ennþá hákarls- ins? Svo að endingu nokkrar stað- reyndir: 1. Stærð sýningardeildar okkar er 14 af stærð, hinna Norður- landanna hvers um sig. Sýn- ingar allra annarra þjóða eru . svo stórar, að fásinna er að bera okkur saman við þær. 2. Á heimssýningunni er alþjóð- leg listsýning, sem þykir ákaflega merkileg. Nefnd sér- fræðinga frá mörgum þjóð- um, valdi verkin á sýninguna. Eggert Guðmundsson segir í Alþýðublaðinu um daginn, að beðið hafi verið um íslenzk listaverk „en einhver dauf- heyrðist við þeim óskum, okkar þjóð til mikils skaða“. Það er skaðlegt þegar menn segja rangt frá. Það var því miður ekki beðið um neitt ísl. listaverk. Frá Norðurlönd- unum voru aðeins valdar t'Vær myndir eftir Munch. Skarphéðinn Jóhannsson. Expo 67- Skandmavia Minkor gerost óleitnir Hofsósi í ágúsit. S V O bar við fyrir nokkru, að feðigar, sem búa í Berlín við Hofsós, fundu sjö hænuunga dauða af völdum minks í skúr við hús sitt. Feðgarnir fengu í snatri mann með minkaveiði- hund og eftir nokkra leit og strangan bardaga fengu þeir unnið á honum. Þeir feðgar höfðu einnig hænsni í kjallara húss síns. Að kvöldi þessa sama dagis fundu þeir þrjár hænur dauðar. Þeir fluttu þær sem eftir lifðu brott úr kjallaranum, en hengdu eina hinna dauðu upp og spenntu upp tvo dýraboga á góifinu. Um nóttina kom í annan þeirra læða, sem greinilega átti ung afkvæmi. Næstu nóitt urðu feðgarnir varir við þriðja dýrið, sem var að huga að hænunni sem hékk uppi. Annar þeirra þreif nær- tæka bysisu og þrumaði niður um gat á gólfinu, en þar eð harrn sá ekki til þess að miða vegna myrkurs, kiomst skaðvaldurinn í gjótu í veggnum. Tveimur dögum síðar kom fjórði minkurinn í boga í kjaiil- aranum. Ekki eru þeir feðgar ugglausir um, að fleiiri minkar leynist á heimili þeirra. — Fréttairitari. Gott tíðarfar við Breiðaf jorð Stykkishólmi, 26. ágúst — MEIRI hluta júlí-mánaðar og það sem af er ágústmánuði hef- ur verið gott tiðarfar hér við Breiðafjörð. Grasspretta varð því meiri en menn höfðu búizt við með tilliti til hins kalda vors og svo þess, að sláttur hófst tveim ur til þremur vikum seinna en venjulega. Heyfengur hjá flest- um mun því verða lítið eða ekk- ert minni en í fyrra og sumum jafnvel meiri, enda er nýtingin góð, því segja má, að hægt hafi verið að hirða af Ijánum. Sein- ustu vikur hefur verið hér rign ing og því lítið unnið við hey- skap, enda mun honum víða lok ið, eða um það bil að ljúka. Um sprettu garðávaxta hef ég litlar spurnir haft, en hjá þeim sem ég hef talað við, virðist hún vera misjöfn, en septemfoermánuður á þó eftir að skera úr um það. — FréttaritarL Neyzla osta eykst um 10% BLAÐIÐ hefur aflað sér upp- lýsinga um að hér l'iggi fyrir í landinu ostafoirgðir er nemi 593 tonnum, en sem .stendur er enginn os'tur fluttur út. í fyrra á sama tíma, voru birigðirnar 688 tonn. Orsakir til þessa mi'smunar munu ver.a eitthvað minnkandi framleiðsla, nokkru minni út- flutningur og veruleig aukning neyzlu o.sta innan lands, sem mun nema um eða yfir 50 tonnum eða allt að 10% árs- neyzlu. Smjörbirgðir nema nú 650 tonnum á móti 1200 tonnum í fyrra á sama tírna. Útfluitn- ingur smjörs er eniginn og ekki talið að um verði að ræða útflutning hvorki á ost- um né smjöri það sem eftir er af þeissu árL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.