Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1967 í Hrísey Rœtt við Þorstein Valdemarsson, oddvita ÚR Eyjafirði miðjum rís Htís- ey, iðgrsen og ávöl. ílbúamúr 300 búa nœr allir siuðvesitan á eynni. Þar er símstöð, kaupfé- lagsbúð og bryggja, og þar ber okkur að landi með ferjunni Saevari, sem annast fastar ferð- ir miili eyjarinnar og Árskógs- sands. Sjó.menn eiru að landa úr tveknur þilfarisbátum, sem eru nýkomnir utan af Gríms- eyjarsundi, og vænar kasir eriu komnar á bryggjuna. Uppi í þorpinu vappa stórir rjúpna- hópar milli húsanna, gsefir og mannelskir, því að hér er þeim aldrei mein gert. Umlukið fögrum skrúðgarði stendur ihús þeirra hjóna, frú Láru Sigurjónsdóttur og Þor- siteins Valdemarsisonar,, sem taka okkur með hlýleik og gestrisni. Þangað var eðlileg- aist að leita sanmira tíðinda af högum Hríseyinga, þar sem Þorsteinn er allt í senn, sím- s'tjóri, hreppstjóri, oddvitti, sóknarnefndanformaður og ef- laust margt fleira, enda sitóð eikki á skýrum svörum. Þar sem all afkoma eyjar- skeggja er undiir sjiávarafla komin, liggur beinast við að spryja fyrst um hag úitgerðar- innar. — Héðan ganga 11 þilfars- bátar, 5—20 lesta, og eitthvað annað eins af opnum bátum. Tveir þeir stærstu hafa undan- farið verið á þessum margum- töiuðu nótaveiðum á Þistilifirði, og annar fékk metkasf um dag- inn, eitthvað um 120 tonn. Hann fcom sjálfuir með 33 tonn, en lét þrjá aðra báta fá af- ganginn. Hinir 'hafa allir verið á handfæri, mest við Grímsey, Flaeyj og Mánareyjar, og hafa aflað vel í sumar. Allt árið 1966 komu hér á land 1680 smálest- ir, en á þessu ári eru nú þegar komnar á land nöskar 2000 lesit- ir, hvort tveggja miðað við fisk upp úr sjó. Síðustu dagana hafa komið um 550 lestir, og má það teljast óvenjumikið. Megnið fer í frystingu í Hrað- frystiihúsi KEA. Nokfcuð er sait að nú á þessum tíma, en í vor var töluvert maign hengt upp. Aflinn er að langmestu leyti þorskur. — Er þá ekki mikil atvinna samfaæa þessum góða afla? — Á bátunum enu samtals 40—50 sjómenn, en auk þess gkapast mikil atvinna í landi við verkun aflans. Hér er tæp- lega nægilegt vinnuafl í eynni, þannig að dálítið er hér nú af aðkomufólki. Fólk leitar ekki burt í atvinnu, — ég held, að aðeins einn maður héðan sé á síldarskipi í sumar. — Hefur nokfcur tíma til að stunda búskap? — Nei, búskapur er hér eig- inlega enginn. Síðuistu kúnni var slátirað í fyrra, og samtals eriu hér víst um 100 kindur, en menn eru þó, held ég, að gef- ast upp á því líka. Fyrir nokkr- um árurn voru ræktuð tún hér um 50 hdktarar, en nú eru þau að heita má öll í sinu. Þeir voru að hiringja í gær innan úr Möðruvallasókn, — ég held þeir ætfi að koma og heyja hér á þessum túnum, það er all't hey í harðindum. — iHvað geturðu sagt mér um framkvæmdir á vegum hreppsins? — í fytrra var lokið við end- urnýjun alls vatnsveitukerfis- ins í þorpinu, laigðair plastpíp- ur í stað hinna gömlu og úr sér 'gengnu tréleiðslna og sett upp ný dælustöð. Þetta var mikil og nauðsynleg fram- kvæmd, sem kostaði um 1,5 milljónir króna og var mikið átak fyr.ir fámennt hreppsfé- lag, en við teljum að það sé allt komið á öruggan gnund- völl. — Samtímis var borað eftiir heitu vatni fyrir 200 þús. kr. og var árangur góður, ca. 10 sekúndulítrar af 65° heitu vatni. Vermir sf. var byrj.aður að gera áætlun um hitavatns- þörfina, en þeirri áætlunargerð haf.ur verið frestað vegna ann- arra rneir aðkallandi fr,a,m- kvæmda. — Hverra? — Hafnarframkvæmda, ekki sízt gerð hafnargarðs, sem við töldum alveg bráðnauðisynleiga undirs.töðuframkvæmd til að bæta ski'lyrði til útgeirðar, þar sem afkoma hrepps'búa byggist nær öll á því, að að henni sé vel búið og hún gangi vel. Verkið var hafið um miðjan júní sl. Gera á 183 m langan hafnargairð, og seinna á að koma bryggja og viðlegiupláss innan á hann, hvenær svo sem fjárráð leyfa það. Brjótur sf. á Akureyri tóik verkið að sér, og hefur það gengið samkvæmt á- ætlun. Garðurinn á að veita ágætt skjól við bryigigjuna, sem nú er, en .seinna á að lengja hana til norðurs um 25 metra, þannig að hafnarmynnið verð- ur um 40 m breitt. — Nú er líka mjög aðball- andi að dæla sandi úr höfn- inni, en sandburður er afar mikill inn í hana. Menn gera sér vonir um, að algerlega taki fyrir hann með tilkomu nýja hafnairgarðsins. Þegar þessu verður öllu lokið, verður höfn- in prýðilegt bátalægi í ölilum Við höfnina. baksýn höfnin og hafnargarðurinn nýi. áttum nema helzt í þvervestan- átt ,en hún er sjaldgæf. — Hvað á hafnargierðin að kosta? — Áætlað er, að garðurinn kosti 3,5 milljónir króna, en sennilega fer meira efni í hann en gert var ráð fyrir. Verktak- inn samdi .um að ljúka verk- inu á 90 dögum, og allt bendir til, ,að við það verði staðið. — Ég vil taka sér.staklega fram, .að allt samstarf við framkvæmdastjóra Brjóts sf., Baldur Sigurðsison, hefur verið mjög ánægjulegt og hann hef- ur á að skipa úrvailsetarfsliði og ágætum tækjum, stórvirkum og fljó.tvirkum, sem ógjarna bila. Allir hreppsbúar enu sammála um, að hafnarframbvæmdirnar hafi verið mjög aðkallandi. Við höfum lagt hart að okkur með útsvörin í ár, en þau halfa inn- heimzt óvenjuvel. Það þari ek.kert að hafa fyrir inniheimit- unni, menn koma með gj'öld aín sjálfkr.afa Oig brosandi. Nú þegar er búið að greiða nokkru meira en helming útsvara árs- ins. Já, það er sannarlega sam- hugur um þetta. — Ég gá ágæta sundlaiug hér suður frá áðan. Hún getur varla verið gömul? — Nei, hún var gerð fýrir fáeinum árum og eins góður barnaleifcvöllur með leibtækj- um. Laugin er olíukynit og opin 2—3 mánuði á vorin og er þá mikið notuð. Hún er að vísu alldýr í reksitri, en í sjávar- þorpi verður hún þó ekki met- in til verðs. Það er erfitt að bægja krökkunum frá bryggj- unni. Einn istrákur Ihrölkk út af henni í fyrra, en synti hinn ró- leigasti upp í fjöru, — var ný- búinn að læra sund í iauginni. — Hvað um aðrar fram- kvæmdir, þótt efcki séu á veg- um hins opinbera? — Hér er í smíðum nýtt síim- stöðvarhúis, sem á að verða lok- ið næsta ár. Sjálfvirka stöðin bíður inni á Akureyri ðftir hús inu, og svo bíðum við óþreyjiu- full eftir stöðinni. — Nú, í frystihúsinu hefur komið í ljós við auikinn fiskafla, að mót- tökuskiiyrðin eru e'kki nógu góð, sénstaklega er ísframleiðsl an ónóig. Nú er í athugun, hvernig úr. megi bæta, og á- kveðið er að tvöfalda ísfram- leiðsluna. — Engin íbúðarihús eru í .smíðum núna, en 10 ný og góð íbúðarhús hafa verið byggð á síðustu 6—7 árum. Svo er KEA nýbúið að reisa stórt veralunarhús. — Hvað viltu segja um fé- lagsMfið? — Það er svona eftir öllanm vonum. Hér starfar ungmenna- félag, en annars er það kven- félagið, sem ihefiur gengið bezt fram, haft hálfsmánaðarlegar skemmtanir á veturna og ýmsa klúbtastarifs'emi. Já, — þær hafa verið duglegar, konurnar. — Og svo var það fuglinn ykkar og dr. Finns, hivað seg- irðiu mér um rjúpuna? — Ja, rjúpan æfcti að vera í skjaldarmarki Hlíseyjar, þegar það verður teiknað. Það má reka hana á undan sér eins og fénað, og hún er hér bókstaf- lega um allt. Það voru 40—50 stykki hérna á blettinum okk- ar áðan, Svo má varla skilja eftir opin hús, svo að þau fyll- ist ek'ki af rjúpu, en það er nú kannsfce af því, að fjórir eða fimm fáikar eru ailltaf á sveimi hérna núna. Það sagði mér kon.a í gær, að hún hefði þurft að bregða sér út rétt snöggvast og s'kilið eftir opnair útidyr, en þegar hún kom aftiur, var stór rjúpnahópur kominn inn um allt hús. Henni tókst eftir langa mæðu að reka þær allar út, að hún hélt ,og lokaði húsinu. En þeigar hún var komin inn í eld- hús aiftur, heyrði hún eitthvert tíst innan úr stofu. Hún fór þangað og leitaði lengi, en fann efckert, þangað til benni hugkvæmdist að líta inn undir dívan, sem þar var. Þar kúrði þá einn unginn, ósiköp einstæð- ingslegur og ráðalaus, og hafði orðið viðskila við hópinn. — Arnþór Garðarsson, fuglafræð- ingur, ér faér í eynni núna við atlh.uganir og eins brezkuir fugla fræðingur, Niek Woodin, sem er hér um 'tóma. Annars ©r það dr. Finnur, s-em stjórnar þess- um rjúpnarannsóknum. Sv. P. Framtíð Reglusamur maður óskast til afgreiðslustarfa í byg'gingavöruverzlun. Umsóknir, ásamt meðmæl- um og uppl. um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 5. sept. merkt: „Framtíðarstarf — 887 “ íbúð til sölu Fjögurra herbergja íbúð á neðri hæð við Háteigs- veg, hefi ég til sölu. fbúðin er mjög rúmgóð með tvennum svölum. Lítið herbergi ásamt geymslu og þvottaherbergi fylgir í kjallara og loks réttindi til að byggja bílskúr á lóðinni. BALDVTN JÓNSSON, Kirkjutorgi 6. Sími 15545. Stúlka óskast til vélritunarstarfa. Enskukunnátta nauðsynleg. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Aðalstræti 6. Séð yfir bæinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.