Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1967 BÍLALEIGAN - FERÐ - Daggjald ki. 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDUM MAGIMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftirlokunslmi 40381' — Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LiTLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið < leigugjaldi Sími 14970 B8LALEIOAIM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Ff==>BUJUF/GAM RAUÐARÁRSTÍG 31 SIMl 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Rafmagnsvönibúbin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). ÖDÝRAR LITKVIKMYNDIR Gerum ódýrar litkvifamyndir fyrir einstaklinga og fyrir- tæki. Fullkomin tækni. Leitið upplýsinga. Opið um helgar. LINSAN SF. Símar 52556 og 41433. 0TSALA 'A' Leiðarlýsing í Langadalsvísunni Egill Sigurðsson á Ála- fossi skrifar: „Mig langar til að biðja Vel- vakanda fyrir viðbót við hina góðu gTein Guðmundar Uluga- sonar um vísuna „Ætti ég ekki vífa val“ (Morgunblaðið 11. ág.) vegna þeirra, sem eru ó- kunnugir staðháttum. Stóri-Langidalur liggur suð ur í fjöllin, og yfir botni hans gnæfir Skyrtunna, sem er um eða yfir 1000 m. á hæð. Vestan hans er Narfeyrarfjall og Kárs staðaháls, en framan við hann að austan er Háskerðingur, svo Setbergsháls og síðan Grá- stéinsfjall, en austan þess er Litli-Langidalur, og eru Flatir framhald hans, — talinn í mínu ungdæmi langur og leið- ur fjallvegur. Frá Ósi mun vera beinasí að fara suðaustur yfir Setbergsháls og suður Litla- Langadal, en af Flötum er faom ið niður hjá Höfða í Eyja- hreppi. Ég hefi ekki faomið í Litla-Langadal, og því ekki kunnugur þar. En sé gengið suður yfir fjall úr Stóra- Langadal er þar bratt upp að ganga, og líklega farið vestan Skyrtunnu og niður hjá Dals- mynni í Eyjahreppi.* Happdrætti og f r ímerk j asýningar „Heiðraði Velvakandi! Ég er einn af þúsundum, sem styrkt hafa hin góðu fé- lög, er reka sölu happdrættis- miða, — en það fer heldur lítið fyrir vinningunum. Satt að segja var ég hættur að fylgjast með, en nýlega (aldrei þessu vant) gleymdi ég að endurnýja í einu happdrætt- inu. Næsta mánuð á eftir, þeg- ar ég fór að endurnýja, til- kynnti afgreiðslustúlkan mér, að hún hefði endurnýjað mið- ann fyrir mig, og hefði ég hlotið fimmtán hundruð krón- ur í vinning. Þetta fannst mér alveg sérstakt og vert þess að geta, og er ég stúlkunni afar þakklátur. Nú í vikunni rakst ég á aug- lýsingu um, að sýning á frí- merkjum yrði haldin 2. sept 1967. Þá kom upp í huga mér, að ég fór að skoða sýninguna Frímex 1964. Sýningarskráin var númeruð, og var dregið um vinningsnúmer að lokinni sýn ingu. Nokkrum mánuðum síð- ar sá ég hjá kunningja mín- um, að ég hafði fengið vinning á mír.a skrá, númer 496, og fór ég nú að reyna að ná í vinn- inginn Mér var visað úr einum stað í annan, án nokkurs árang urs, og gafst ég loks upp, er ég sá, að ég hafði þegar eytt meiri tíma frá vinnu í vinn- ingsleit en vinningurinn var virði. minningar um þessa góðu sýn- ingu. Ég ætla að sjá sýninguna 2. september, en vona bara, að það verði ekki ég, sem verði hinn heppni þá. Ánægður“. ★ Kvikmyndagagn- rýni enn Úr „Hornauganu“ kemur þetta tilskrif frá Þórði Gunnarssyni: „Kæri Velvakandi! Miðvikudaginn 23. ágúst, birtist .í dálkum þínum, grein, rituð af Aðalsteini nokkrum Péturssyni. Tilgangur þessarar greinar, virðist vera sá, að berja all illilega á kvikmynda gagnrýnendum Morgunblaðs- ins og jafnfamt opinbera hina geigvænlegu höfuðsfarfsemi og augljósu skynsemi, sem grein- arhöfundur virðist óneitan- lega, álíta sig, hafa til að bera. Ekki aíls fyrir löngu, þagg- aði ég niður í stjórn kvik- myndahúsaeigenda, með stuttri svargrein, og mér finnst alls ekki ósanngjarnt, að bjóða Aðalsteini Péturssyni sömu kjör. Ef hann lætur ekki frekar í sér neyra, varðandi þessi mál, skal ég fyrirgefa honum, ann- ars mun ég tafarlaust troða greir.inni ofan í hann aftur. Kvikmyndagagnrýni á ís- land', hlýtur fyrst og fremst, að gegna einum megin til- gangi. Hún á að vera leiðbein- andi, fyrir almenning, um hvort mynd sé slæm eða góð, hvort hún sé þess virði, að sjá hana eða ekki. Listræn skrif koma ekki öllum að haldi, þótt viéaskuld sé æski- legt, að lesendum sé gefinn kostur á merkiiegum greinum um þessi mál og þar með, að auka þekkingu sína og skiln- ing á kvikmyndalist. Gagnrýni gæti því skoðast tviþætt. Fræðandi og leiðbein-. andi. Báðir þessir þættir ættu að birtast. Leiðbeinandi gagn- rýni að staðaldri og fræðandi þegar ástæða þykir til. Stór hluti þeirra mynda, sem sýnd ur er hér, gefur enga ástæðu til listrænna skrifa. Meðan „Hornaugað" var og hét, reyndi það að halda þess- ari stefnu á lofti og við von- um, að það hafi tekizt að mestu leyti. En það er nú einu sinni svo, að hlutverk gagnrýn andans í þjóðfélaginu er ekki alltaí sem vinsælast og því lík legast lítil ástæða til að kippa sér upp við hjáróma væl nokk urra einstaklinga. Sú er mín von, að við Horneyglar höfum ekki gert skynsömum mönn- um iífið mjög leitt. ,þá er okk- ar takmarki náð. Fyrir mína hönd og félaga míns, Björns Baldurssonar, sem nú dvelst erlendis, vil ég þakka öllum miðasöludömunum, og við reiða íslendinga vil ég segj a, sjáumst að hausti. Þórður Gunnarsson. Bergstaðastræti 80. „Ánægður" skrifar: Ég geymi þessa skrá til Orðsending til félags Snæfellinga og Hnappdæla á Suðurnesjum: Farin verður berjaferð á Snæfellsnes laugardaginn 2. sept. ef næg þátttaka fæst. Uppýsingar hjá Kristjáni Guðleifssyni í síma 2226, Keflavík. Sætaáklæði í V.W Opel og Skoda. Sérstaklega hagstætt verð. Gólfmoftur í margar gerðir bíla. Athugið hvort við eigum ekki það sem vantar í bifreiðina. KRISTINN GUÐNASON H.F. Klapparstíg 27 — Sími 1 23 14. Volkswagen 1500 S árg. 1964 er til sölu. Innfluttur frá Þýzkalandi. í bifreiðinni er ýmiss konar aukaútbúnaður, svo sem topplúga, opnanlegir afturgluggar, víðari felg- ur og útvarp. Vélin 2ja karbrotora, 66 hestöfl. Uppl. í síma 36001. 237 austurrísk frímerki ókeypis Um fjögurra vikna skeið hlýtur nú sérhver lesandi ókeypis 237 hinna fegurstu Austurríkis-frímerkja, sérmerki og betri tegundir eftirstríðsgilda, af- greidd um leið og hann kaupir stóra „lúxus“- böggulinn sem inniheldur 3150 dýrleg mismunandi safnarafrímerki, mynda-merki (andvirði sam- kvæmt verðlista yfir 450 Michel-mörk) fyrir gjaf- verðið: aðeins 500 krónur gegn póstkröfu, fullur réttur til skipta. Engin áhætta! Allir verða stórhrifnir! BLAÐBURÐARFOLK * í eftirtalin hverfi Kaplaskjólsveg Laugarásveg - Karlagöfu - Laugaveg, neðri Hverfisgötu, I - Snorrabraut - Faxaskjól Sendið í skyndi póstkort og biðjið um „lúxus“- böggul nr. 2, aðeins hjá MARKENKÖNIG, Bra- endströmgasse 4, Mozartstadt SALZBURG, Öster- reich. 7o//ð v/ð afgreiðsluna i sima 10100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.