Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1967 — Unnu Þrótt í frumstœðum leik sem var fullur baráttuvilja og leikgleði VESTMANNAEYINGAR eru í 1. deild að ári. Eftir áralanga bar- áttu til að ná þeim áfanga vannst sigurinn í gærkvöldi yfir Þrótti, 3-0. Það var leikgleði, ákveðni og sigurvilji í þeim mæli sem fá- tíður eða einstæður er meðal íslenzkra liða, sem var bakhjarl sig- ursins í gærkvöldi. En sigurviljinn einn skapar þó ekki mörk eða verst þeim. Og eftir að Vestmannaeyingar höfðu brotið niður Þrótt- arliðið á 20 mínútum, með mjög sterkum varnarleik og góðri frammistöðu öftustu varnarinnar, þá sýndi liðið að það kunni, þrátt fyrir oft nokkuð frumstæð tilþrif, að byggja upp sóknarlotur, sem voru ekkert fálm — og stefndu beint í mark. Og þrjár slíkar tók- ust, oft skall hurð nærri hælum, en flest eyðilögðust þó tækifærin fyrir að leikmenn áttuðu sig ekki á rangstæðureglunni. Svo frum- stætt var það. Eins og eldgos Það byrjaði eins og Surteyj- argos, með upphlaupi sem lauk með skalla í þverslá. Síðan ló gosið niðri, ef við tökum skáld- lega lýsingu, og sóknaröldur Þróttar virtust ætia að eyða gos- kraftinum með öllu. En hann brotnaði aldrei með öllu í von sinni um líf og sigur. Og svo tóku gostungurnar að teygja sig allt upp að marki Þróttar og tvívegis í fyrri hálfleik inn í markið. Þar með höfðu Eyja- skeggjar náð fótfestunni í 1. deild og tryggðu hann með þriðja markinu í síðari hálfleik. Undiralda gossins eins og hraunstraumur í hlíðum fjalls- ins voru svo hróp hundruð ungl- inga frá Eyjum á áhorfenda- póllunum sem látlaust í hálfa aðra klukkustund hvöttu „landa“ sína. Það var mörg röddin hás orðin í leikslok. Þannig má líta á leikinn á skáldlegan hátt. Frumstæð tilþrif Alvaran er önnur. Þrátt fyrir ágætan leik segja kannski ein- hverjír að hvorugt þessara liða eigi heima í 1. deild. Mótstaðan sem Þróttur veitti var ekki mikil á köflum né að kraftur væri í sókn Þróttar. Vestmannaeyingar verðskulduðu sannarlega sigur- inn þrátt fyrir frumstæð tilþrif. En þeir eiga margt efnilegra manna, sem án efa eiga eftir að hita í hamsi þeim, sem nú eru taldir beztir í 1. deild. En til þess þarf enn stærra átak. Þetta er góður áfangi, Vestmannaey- ingar, og áfram á þroskabraut- inni! Þegar á fyrstu mín. sækja ÍBV-menn og miðherjinn Aðal- steinn Sigurjónsson á skalla í þversiá Þeir sýndu þegar að leiftursóknartilraunir þeirra með langsendingum og hættu- legum skallamönnum voru hættulegar. Þær urðu og síðar meir afdrifaríkar fyrir Þrótt. Mörkin Síðan kom langur kafli með nær óbrotinni sókn Þróttar. En knötturinn vafðist fyrir fótum þeirra og Eyjamenn veittu þeim aldre^ stundlegan frið til undir- búnings og mörg færi sem sköp- uðust hjá Þrótturum runnu út í sandinn áður en þau voru nýtt. Ódrepandi elja og sigurvilji liðs ÍBV tók brátt móðinn úr æfing3litlu Þróttarliðinu og vörn in breyttist í hættulegar sóknar- iotur. Ein sú fyrsta þeirra bar árangur á 29. mín Sigmar Páls- son brauzt í ggen á hægri kanti og sendi vel fyrir. Þar var Aðal- steinn og skoraði með skalla. Laglegt. Á 37. mín. sóttu Eyjamenn fast. Aftur var sótt upp hægra megin og gefið fyrir. Sævar Tryggvason innherji var í opnu færi, en mistókst skot og knött- urinn fór aftur út til hægri. Þaðan kom enn á ný hættuleg sending fyrir markið og nú skallaði Sævar knöttinn í mark- ið. Hart sótt og góð uppskera. Þannig stóð í hálfleik. í upphafi síðari hálfleiks beittu Þróttarar rangstöðu- taktik á auðveldan hátt með þeim árangri að ótalmörg tæki- færi Vestmannaeyinga eyðilögð ust fyrir þeirra klaufaskap í fæðingu. En nú var meiri ró farin að færast yfir leik Eyja- manna, taugaæsingur að hverfa, og þeir sýndu æ betri knatt- spyrnu, þó þreyta segi og til sín. Mörg stórhættuleg færi áttu þeir þar sem hársbreidd munaði að mark yrði. Var Sævar hættu- legastur á þessum kafla. Á 30. mín. leika Eyjamenn upp miðjuna. Aðalsteinn gefur til Sigmars á hægri kanti sem leikur að marki og skorar öruggiega framhjá markverði er reyndi að bjarga með úthlaupi. Þetta var staðfesting á verð- skulduðum sigri. Liðin Eyjamenn eiga efni í gott lið. Vörnin er mjög sterk — að minnsta kosti gegn ekki list- fengari sókn en Þróttur sýndi. Eiga þar hlut að máli Páll í markinu. bakverðirnir Gísli og Atli og miðverðirnir Viktor | Helgason fyrirliði og Friðfinnur Finnbogason. í framlínunni ber hæst Sævar Tryggvason og Sig- mar Pálsson sem báðir ættu erindi í hvaða ísl. lið sem væri. En heildina bindur einbeittni sigurvilji og dugnaður. Ekki er g'ott að dæma getu liðsins af j sigrinum yfir Þrótti. Liðsins 1 : Fagnaðarlæti Vestmannaeyinga voru ósvikin í leikslok, Myndir Sveinn Þorm. bíða erfiðar raunir — og kannski verri dómar en nú. Lið Þróttar hafði framan af yfirburði í leikni með knöttinn en uppskeran varð engin, því hraðann skorti. Örvæntingar- íullar tilraunir dugðu heldur ekki Einstökum leikmönnum verður vart kennt um ósigur- inn nú. Það vantar snerpuna og það vantar úthald og hraða til að uppskera náist. Dómari var Rafn Hjaltalín og dæmcli vel þennan annars erfiða leik þar sem á köflum bar hæst hörku og baráttu af meira kappi en forsjá. Rafn óx mjög af þessu erfiða hlutverki. — A. St. Úrslit unglinga- móts F.R.I. SAMHLIÐA afmælismóti F.R.f. í frjálsum íþróttum er haldið var á Laugardalsvelli um helg- ina og sagt var frá í blaðinu í gær, fór fram unglingakeppni F.R.Í. Var keppni skemmtiieg í mörgum greinum og afrek ungmennanna lofa góðu. í sveinaflokki bar mest á Skúla Arnarsyni (Clausens) en hann sigraði í öllum þeim greinum er hann keppti í 6 talsins og náði góðum árangri, sérstaklega í kringlukasti þar sem hann kastaði 53,86 metra, eða svipað því er Gunnar Huseby kastaði á hans aldri. Skúli er óvenju fjölhæfur, af svo ungum manni að vera og er líklegt að hann ei ri eftir að ná Iangt með svipuðu áframlialdi. Einnig mætti til nefna sem efnilega sveina þá Stefán Jóhannsson, Á, er sigr- aði í hástökki með 1,65 metr. og Sigvalda Júlíusson, UMSE og Einar Ólafsson, UMSB, en þeir tveir síðarfnefndu háðu skemmti Iega keppni í 800 metra hlaupi. Má til gamans geta þess að þeir hlaupu fyrri hring hlaupsins á nær sama tíma og fullorðnu garparnir gerðu. í stigakeppni drengjakeppn- innar bar Jón Benónýsson, HSÞ, sigur úr býtum en hann er mjög efnilegur íþróttamaður, og náði 200 metra hlaupi 24,7 sek., og athyglisverðum árangri t. d. í í langstökki 6,37 nietr. Einnig mætti til nefna Karl Erlendsson, ÍBA, er stökk 1,73 metra í há- stökki, Jóhann Friðgeirsson, UMSE. Halldór Matthíasson, ÍBA, Petur Pétursson, HSS og Guðmund Guðmundsson, UMSS er stökk 3,42 m í stangarstökki og átti sæmilegar tilraunir við 3,50 m., sem hefði verið nýtt drengjamet. Skorti hann aðeins meiri hraða í atrennuna. f kvennakeppninni varð stiga- hæst Þuríður Jónsdóttir, HSK, en iLilja Sigurðardóttir, HSÞ, veitti henni harða keppni. Helztu úrslit urðu þessi: 400 metra hlaup sek. 1. Ólafur Guðmundss. KR, 51,4 2. Terje Larsen, Noregi 51,5 3. Þórarinn Arnórsson, IR, 52,0 4. Trausti Sveinbjörnss. FH, 52,3 5. Hanno Rheineck, V-Þýzk. 53,2 1500 metra hlaup mín. 1. Preben Glue, Danm. 4:12,3 2. Tkaczy4c, Póllandi, 4:13,7 3. Halldór Guðbjörnss. KR. 4:15,6 Hástökk: metr. 1. Svend Breum, Danmörk 2,00 2. Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 1,90 800 metra hlaup: mín. 1. Terje Larsen, Noregi, 1:56.3 2. Tkaczyk, Póllandi, 1:56,8 3. Halldór Guðbjörnss. KR 1.58.4 4. Þórarinn Arnórsson, ÍR, 2,02,2 5. Trausti Sveinbjörnss. 2:06,0 Kringlukast metr. 1. Þorst. Alfreðsson UMSK 46,06 2. Erlendur Valdimarss. ÍR, 44,94 3. Björn Bang Andersen N. 44,72 4. Arnar Guðmundss. KR, 44.60 SVEINAR: 100 metra hlaup sek. 1. Skúli Arnarsson, ÍR 12,6 2. Þorvaldur Baldurss. KR, 12,8 3. Elías Sveinsson, ÍR, 13,0 400 metra hlaup sek. 1. Sigvaldi Júlíuss. UMSE, 57,4 2. Jafet Ólafsson, Á, 59,2 Kúluvarp metr. 1. Skúli Arnarsson, ÍR, 14,35 2. Guðni Sigfússon, ÍR, 14,25 3. Eiríkur Jónsson, UMSB, 13,48 Stangarstökk metr. 1. Elías Sveinsson ÍR, 3,10 I' ~~;d Ms. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.