Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1967 ATTRÆÐUR I DAC: Páll dlafsson fyrrv. ræðismaöur UPP úr síðustu aldamótum roðar af nýjum degi á íslandi. Þjóð- in er að vísu ennþá örsnauð. En hún er að byrja að finna til mátt ar síns. Heimastjórn er á næsta leiti eftir stjórnarbótarbaráttu 19. aldar. Margt ungra hugsjóna- og atíhafnamanna er að vaxa til manndóms og þroska. Nýjar félagsmálahreyfingar kvikna og efla samtök og samhug. Is- lenzk þjóð er komin út úr dimmu ófrelsis og getuleysis. Mikið uppbyggingar- og fram- faratímabil er að renna upp. Einn þeirra ungu íslendinga, sem um þessar mundir kemur fram á sjónarsviðið er Páll Ólafsson frá Hjarðarholti, fyrrv. ræðismaður og íramkvæmda- stjóri, sem í dag á áttræðisaf- mæli. Ætt hans og uppruni skapa honum góð skilyrði til þess að mæta hinum nýja tíma og skilja og hlýða kalli hans. ★ Páll Ólafsson fæddist 30. ágúst árið 1887 að Lundi í Lundareykjadal í Borgarfirði. Voru foreldrar hans Ingibjörg Pálsdóttir, prests Mathíesen í Arnarbæli og á Þingvöllum, en hún var systir séra Jens Páls- sonar prófasts og alþingismanns að Görðum á Álftanesi, merk og gáfuð kona. Faðir hans var séra Ólafur Ólafsson, prestur að Lundi, síðar prófastur að Hjarð- arholti í Dölum. Séra ólafur var sonur Ólafs Jónssonar (Johnsen) kaupmanns og útgerðarmanns í Hafnarfirði er var mikill dugn- aðar- og atorkumaður. Séra Ólafur var um margt sér- stæður maður. Hann var 17 ár prestur að Lundi og 17 ár í Hjarðarholti og bjó á báðum stöðunum miklu rausnarbúi. Áhugi hans á skóla- og menn- ingarmálum sézt bezt af því, að hann stofnaði og rak ung- lingaskóla að Hjarðarholti um langt árabil. Sóttu þangað æsku- menn úr öllum landshlutum. Um séra Ólaf hefur Guðbrandur fs- berg, sýslumaður, er var nem- andi í Hjarðarholtsiskóla, m.a. komizt að orði á þessa leið: „Orðstír séra Ólafs, sem kennimanns og athafnabúhölds, hafði borizt á undan honum, og séra Ólafur brást ekki vonum manna. Hann fluttizt að Hjarð- arholti með konu sína og glæsi- legum hóp stálpaðra barna, og á fáum árum varð Hjarðarholts- heimilið slíik fyrirmynd, bæði innra og ytra, að þess mun ætíð minnst af þeim, sem þekktu sem hins glæsilegasta sveitaheimilis að urngengnisprýði, höfðings- skap og rausn. — Ég minnist með þak'klæti og virðingu margra síðari kenn- ara minna í Menntaskólanum og Háskólanum, en ég hefi engan kennara þekkt, sem lagði sig í líma fyrir nemendur sína eins og séra Ólafur gerði. Hann var fæddur kennari. Honum á ég einna mest að þakka allra manna mér óskyldra, er ég hefi mætt á lífsleiðinni.“ Þannig kemst þessi gamli nemandi prófastsins í Hjarðar- holti að orði um hann, heimili hans og skóla. En séra Ólafur var ekki aðeins dugandi bóndi, merkur skóla- maður og kennimaður. Hann var einnig frábærlega listfeng- ur. Á fullorðinsárum byrjaði hann að iðka málaralist með þeim árangri að eftir hann ligg- ur fjöldi ágætra listaverka. Páll Ólafsson var þannig al- inn upp á miklu menningarheim- ili, þar sem héldust í hendur verkleg hyggindi og eldheitur áhugi á bættri aðstöðu æskunn- ar til fræðslu og menningariðk- ana. Páll Ólafsson ólst up hjá for- eldrum sínum að Lundi og í Hjarðarholti. Naut hann þar ágætrar fræðslu, en veikindi um fermingaraldur munu hafa hindrað að hann gengi lang- skólaveginn. En hann varð engiu að síður ágætlega menntaður maður. Þar heima á höfuðbólinu kölluðu mörg störf að. Páll varð kornungur kennari við Hjarðar- holtsskóla, bústjóri á hinu stóra búi og forsöngvari við kirkju föður síns. En hann var þegar á unga aldri mikill músíkmaður. Mun hann hafa fengið þá hæfi- leika að erfð frá móður sinni er hvatti börn sín mjög til hljóm listarið’kana. Páll Ólafsson réðist árið 1908 bókhaldari við Thomsensmaga- sin í Reykjavík, sem þá var ein stærsta verzlun landsins. Mun þá fyrst og fremst hafa vakað fyrir honum að kynna sér verzl- unarrekstur og fyrirkomulag stórfyrirtækis. En hann hafði að- eins dvalið um eins árs skeið í Reykjavík, er héraðsbúar hans í Dölum kusu hann kaupfélags- stjóra fyrir kaupfélag Hvamms- fjarðar, og beiddust þess að hann hyrfi heim á ný. Varð það úr að Páll tók við kaupfélags- stjórastarfinu, þá 21 árs gamall. Gek’k hann með miklum ötul- leik að uppbyggingu félagsins og vann það á skömmum tíma upp. Jafnframt beitti hann sér fyrir stofnun Sláturfélags Dala- manna og var formaður þess og framkvæmdastjóri. Blómgaðist hagur kaupfélagsins mjög undir stjórn hans. Eftir að hann lét að kaupfélagsstjórn stofnaði hann eigin verzlun í Búðardal og rak hana um árabil. Jafnframt keypti hann jörðina Hrapps- staði í Laxárdalshreppi og rak þar búskap samhliða verzlun sinni. En nýir tímar koma með ný verkefni. Haustið 1916 flytzt Páll Ólafsson til Reykjavíkur ásamt fjölsikyldu sinni. Þar hefst hann handa um verzlun, kaupir þar jarðir og stundar bú- skap. Upp úr þessu verða þáttaskil í lífi og starfi Páls Ólafssonar. Hugur hans tekur að hneygjast að útgerð. Hann kaupir ásamt nokkrum mönnum vélskip, sem gert er út til síldveiða. Siðan tekur hann þátt í stofnun tog- arafélagsins „Kára“, og er ráð- inn framkvæmdastjóri þess. Ár- ið 1924 kaupir hann útgerðastöð í Viðey, endurbætir hana og byggir upp og rekur þar umfangs mikinn atvinnurekstur um ára- bil. Um þetta leyti kaupir hann einnig í félagi við föður sinn og Ólaf Bjarnason, mág sinn frá Siteinnesi höfuðbólið Brautar- holt á Kjalarnesi og reka þeir þar búskap í nokkur ár. ólafur Bjarnason tók síðan við þessari mi'klu jörð og hefur hann og synir hans búið þar síðan við rausn. Þá stofnaði Páll einnig ásamt nokkrum öðrum togarafélagið „Fylkir“ og var framkvæmda- stjóri þess. Bæði þessi togara- félög, „Kári“ og „Fylkir" gengu vel og skiluðu góðum hagnaði. Þriðja togarafélagið, sem Páll átti hlut að var sameignarfélag- ið „Kópur“. Veitti hann því for- stöðu í nokkur ár, þar til hann fluttist til Kaupmannahafnar ár- ið 1936. En þá var tekið að halla undan fæti fyrir íslenzkri togaraútgerð. ★ Þegar Páll Ólafsson flytzt til Kaupmannahafnar má segja að Ijúki fyrri þættinum í miklu og óvenju fjölbreyttu lífsstarfi hans. En margvísleg störf biðu hans á nýjum vettvangi, sem síðar verður að vikið. Páli Ólafssyni höfðu verið falin mörg trúnaðarstörf, bæði heima í héraði sínu og eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. Hann var á unga aldrei kosinn í hreppsnefnd Laxárdalshrepps í Dalasýslu. Þar stofnaði hann einnig ungmennafélagið „Ólafur Pá“, og var formaður þess félags allt þar til hann fluttizt til Reykjaví’kur. Hann stofnaði einnig söngfélag í Dölum og var söngstjóri þess. Hér í Reykjavík átti hann í mörg ár sæti í stjórn „Félaigis ísl. botnvörpuskipaeigenda" og var framkvæmdastjóri þess félags í tæpan áratug. Á vegum þess kom hann fram við fjölmargar samningagerðir fyrir hönd út- gerðarmanna. Vann hann við það mikil sitörf, sem öll voru ólaun- uð. Hann var einn af stofnend- um „Samtryggingar ísl. botn- vörpuskipaeigenda" og átti sæti í fyrstu stjórn þess og fram- kvæmdastjóri um skeið. Einnig var hann meðal stofnenda Vinnu veitendafélags íslands og átti sæti í fyrstu framkvæmdastjórn þesis. Aðalhvatamaður var hann að stofnun „Félags ísl. línuveið- araeigenda“ og fyrsti formaður þess. Er það mál allra þeirra er til þekkja, að að öllum þessum störfum hafi Páll Ólafsson geng- ið aif sérstakri ósérhlífni og þreki. Þegar Páll flytzt til Kaup- mannahafnar er síðari heims- sityrjöldin tekin að nálgast. Marg víslegir erfiðleikar og óvissa steðja að útgerð og öðrum at- vinnurefestri. Afleiðingar ferepp- unnar segja til sín, ekki aðeins á íslandi heldur einnig víðar um Evrópu. En Páll Ólafsson var efeki seztur í helgan stein, enda ennþá á bezta aldri. Hann undir- býr nýjar útgerðarframkvæmdir í Færeyjum og jafnvel í Græn- landi. En fyrr en varir skellur heimstyrjöldin yfir og mörg sund lokasit, en efeki öll. Páll Ólaifsson flytzt nú til Færeyja. Þar setur hann á stofn umboðs- og hei'ldverzlun í Þórshöfn. Efld- isit það fyrirtæki skjótt og náði miklum viðskiptum bæði með innkaupum á vörum frá Eng- landi og svo umboðsverzliun með fisk frá íslandi og Færeyjum tii Englands. Hafði Páll nú m.a. frumkvæði um það að Færeying ar byrjuðu að kaupa bátafisk frá íslandi og sigla með til Eng- lands. Voru þetta mikilir anna- tímar í lífi hans og þótt aitvinnu- rekstur Shans gengi vel og blómg- aðist var við fjölmarga erfið- leika að etja mitt í ógnum og upplausn heimsstyrjaldar. Eftir stríðið hafði Páll mil'ligöngu um margvís'leg viðiskipti milli íslend inga og Færeyinga. m.a. um sfeipasöiur. Áirið 1947 var Páll Ólafsson S’kipaður ræðismaður fyrir ísland í Færeyjum. Varð hann þar með fyrsti ræðismaður íslands í Þórshöfn. Gegndi hann því starfi meðan hann var búsettur í Fær- eyjum. Munu margir minnast fyrirgreiðslu hans og margvís- legrar aðstoðar við íslendinga á því tímabili. Heim tii íslands flytzt Páll Ólafsson svo endan- lega aftur árið 1958. Hafð'i hann þá um nokkurt skeið verið bú- settur í Danm’örku eftir að hann fiuttist frá Færeyjum. Stendur heimili hans nú á Ásvallagötu 54 í Reykjavík. ★ Páll Ólafsson kvæntist árið 1913 Hildi Stefánsdóttur, prests Jónssonair á Auðkúlu og Þor- bjargar Halldórsdóttur konu hans. Séra Stefán var þjóðkunn- ur bennimaður, glæsimenni hið mesta og héraðshöfðingi. Er frú Hildur hin merkasta kona, gáfuð og mikiilhæf. Hafa heimili þeirra hjóna utanlands og innan, jafn- an borið svip óbrigðular sm-ekk- vísi hennar og myndarskapar. Sérstafeleiga minnasit eldri vinir þeirra heimila þeirra á Hólavelii og Sól'vallagötu 4. Var þar ætíð opið hús ættingjuim og vinium til lengri eða skemmri tíma. Eiga þau hjón fimm glæsileg börn, Stefán tannlækni í Reykjavík, sem fevæntur er Guðnýju Níels- dóttur, Ingibjörgu, gift Pétri Eggerz sendiherra, Þorbjörgu, gift Andrési Ásmundssyni lækni, Ólöfu myndhöggvara, gift Sig- urði Bja'rnasyni ritstjóra og dr. Jens Pálsson mannfræðing. Páll Ólafsson er glæsimenni í sjón og raun. Lífsferill hans er óvenju fjöLþættur. Hann feemur ’fyrst fram á sjónarsviðið setm ungur hugsjónamaður, gerist síð an athafnamikill atvinnureka'ndi og framkvæmdamaður til lands og sjávar. En hann heldur alltaf áfram að fást við hugðarefni æsku sinnar og semur hugljúf ljóð og lög, sem e.t.v. sýna þeim sem kynnast þeim innri mann hans betur en nokkuð annað. En hann er gleðimaður, prúð'menni hið mesta og eftirsóttur á góðra vina fund. Páll Ólafsison hefur þrátt fyrir margvíslega erfiðleika á lífsleið- inni verið mikdll gæfumaður. Hann getiur nú í ró hinna efri ára litið glaður yfir farinn veg. í lífi hans hafa eins og allra manna skipzt á skin og skuggar. En á ævi þessa sístarfandi og fjölhæfa baráttumanns er skinið sfeuggunum langtum yfirsterk- ara. Hann hefur siglt skipi sínu ’heilu í höfn yfir sollinn sæ og nýtur nú ávaxta langrar bar~ áttu. Páll Ólafsson hefur verið baráttuglaður maður. í því ligg- ur lífslán hans. ★ Matthías heitinn Þórðarson, rithöfundur og ritstjóri, þefefeti Pál Ólafsson betur en flestir vin- ir hans og var honum einkar samrýmdur á efri árum. Matt- hías komst þannig að orði um Pál Ólaifsson á sjötugsafmæli hans: „Venjulega eru það einstakir afburðamienn er ryðja brautina og verða til fyrirmyndar, eða með öðnum orðum ganga á und- an með góðu efitirdæmi. f þess- um síðast nefnda flokki má ó- efað telja Pál Ólafsson. Ef ísland eignast marga hug- sjóna- O'g aithafnamenn eins og Pál Ólafsson þá er vel farið“. Þetta voru ummæli hins merka manns, Matthíasar Þórðarsonar. Að lokum þetta. Vinir og venzlamenn Páls Ólafssonar hylla hann áttræðan um leið og þeir þakka honum allt gott og drengilegt á liðnum tíma. Þeir eiga þá mest að þakka, sem næst honum standa og lengst hatfa notið góðvildar hans og mannkosta. En þjóð hans mun einnig mánnas't aldamótamanns- ins, sem hóf störf sín þegar roð- aði atf nýjum degi í íslenzku þjóðlífi. S. Bj. Páll Olafson er fjarverandi í dag. Stey p u stö ðva rstj ó r i fyrir hálfsjálfvirka steypustöð óskast strax. Þarf að vera vanur svipaðri vinnu og kunna ensku eða skandinavisku. Upplýsingar í síma 52485. Nýtízku 5 herb. íbúð 162 ferm. með sérþvottahúsi, 2 geymslum og vinnu- herb. á hæðinni, við Hraunbraut til sölu. Sérinn- gangur, sérhiti. Bílskúrsréttindi. — Skipti á góðri 4ra herb. íbúð möguleg. Nánari upplýsingar gefur Sjón er sögu ríkari Hýja fasteignasalan Simí 24300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.