Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1967 Sigríður Jónsdóttir, Hrafnistu — Minning Gtsfl GutlmunJssoni í SÍÐASTA Ferðaspjalli skeði það leiða óhapp, að ein blaðsíða af handritinu glataðist, sem vitanlega orsakaði verulega röskun á efni og samhengi. Blaðið, og höfundur, harma þessi mistök. Hér kemur nú þessi kafli ásamt málsgreinum á undan og eftir, til glöggvunar á samhengi. NÚ er föðursystir min, Sigríð- ur Jónsdóttir, komin heim í átt- hagana, eftir langa og oft mæðu sama ævi. Heimþráin, sem end- ur fyrir löngu bar hana heim til ættlandisins úr fjarlægri heimsálfu, bar hana nú að lok- um heim í fæðingarsveit hennar. I>að var hennar síðasta ósk, að líkamsleifar hennar yrðu lagðar í gamla kirkjugarðinn í Hjarð- arholti í Dölum, og nú hvílir hún þar við hlið foreldra, syst- kina og fleiri ættmenna. Sigríður fæddist í Þrándar- koti í Laxárdal 14. nóvember 1881, og voru foreldrar hennar: t Systir mín, Sólrún Björnsson (fædd Óladóttir), búsett í Stavangri, Noregi, andaðdst 22. ágúst 1967. Helga Óladóttir, Hringbraut 84. t Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, Eiríkur Armannsson, andaðisit mánudaginn 28. ágúst sl.. Jarðiarförin aiuglýst síðar. Guðný Þórarinsdóttir, Þóra Eiríksdóttir, Tómas Árnason. t Faðir minn, tengdafaðir, afi og langaíi, Daníel Eyjólfsson, Borgarnesi, andaðisit í Sj'úkrahúsd Akra- ness 26. ágúsit. Jairðarförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardag- inn 2. september kl. 2 e. h. Guðrún Daníelsdóttir, Oddur Búason, Ólöf ísleiksdóttir, Daníel Oddsson, Guðrún Emelía Daníelsdóttir, t Jarðarför bróður okkar og mágs, Guðmundar Ó. Gíslasonar frá Hvaleyri, til heimilis að Lindarhvammi 20, sem lézt af slysförum 25. ágúst, fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju fösitudaginn 1. september kl. 2 e. h. systkin og mágkonur. t Jarðarför föður okkar, Gísla R. Magnússonar, - sem andaðisit 24. ágúst sl., fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 1. sept. nk. kl. 1.30 eftir hádegi. Fyrir hönd systkina, Sigríður Gísladóttir. Jón Jónsson, bóndi þar, og kona hans, Solveig Jónsdóttir. Heim- ilið var fátækt, eins og þá var tíðast, harðindi í landi á árun- um upp úr 1880. Börnin urðu alls 12, en helmingur þeirra dó á unga aldri; þá voru enn tim- ar mi'kils barnadauða á íslandi. Þungbært hlutskipti hefir það verið, einkum móðurinni, að sjá eftir öllum litlu kistunum yfir í Hjarðarholtskirkjugarð. En sú huggun veittist síðar ömmu minni, að sjá öll börn sín, sem eftir lifðu, vaxa upp og þrosk- ast og verða myndarlegt og vel gefið fólk til sálar og líkama. Sigríður var naastyngst systkin- anna (faðir minn yngstur). Þegar Sigríður er fimm ára dynur samt þyngsta áfallið yfir þetta hrjáða heimili. Heimilis- faðirinn verður úti 9. febrúar 1888, mað'ur á bezta aldri. Hann var í kaupstaðarferð frá Borð- t Þökbum innilega samúð og vináttu sem okkux var sýnd vegna fráfalls Þorgerðar Jónsdóttur, frá Vestri-Garðsauka. Kristín Einarsdóttir, Ragnar Jónsson, Jón Einarsson, Sóley Magnúsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Brynjólfur Erlingsson, Sigurður Einarsson, Elín Ingvarsdóttir, Anna Þorkelsdóttir, Ingimundur Þorkelsson, og barnabörn hinnar látno. t Innifliegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okk- ur vináttu og samúð og veittu okkur aðstoð við andlát og út- för móður, tengdamóður og ömmu okka r, Septemborgar Gunnlaugsdóttur frá Bjarneyjum. Þorbjörg E. Júliusdóttir, Georg Ólafsson og synir. t Þakka samúð við andlát og útför föðursystur minnar, Önnu J. Johnson. Fyrir hönd vandamanna, Helga Ágústsdóttir. t Þökkum innálega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, Magnúsar Möller, málarameistara. Sérstaklega vilj.um við þalkka laeknum og hjúkrunar- konum á Vífilisstöðum. Þuríður Möller, böm, tengdabörn og baraabörn. eyri, hefir vafalaust verið að sækja bágstöddu heimili sínu einhverja björg. Hann bar af leið undan norðanbylnum á Lax árdalsheiði. Bein hans fundust mörgum árum síðar suður í Haukadal, hann hafði hrapað í git; í þá daga var um fá önnur úrræði að ræða, þegar líkt stóð á, en að leysa heimilið upp. Og svo var gert hér: hinir fátæk- legu húsmunir og búsmali voru seld á uppboði og börnunum tvístrað sitt í hverja áttina. Þeir atburðir gætu verið efni í heila grein, þótt ekki verði þeir rakt- ir hér. Marga rökkurstund hlýddi ég á föður minn rifja upp dapurlegar minningar bernsku sinnar, þótt fjarri færi því að hann hefði uppi harma- tölur. Það varð Sigríði mikið lán, að hún fékk að fylgja móður sinni fyrstu árin, sennilega vegna þess, að hún hefir verið veikbyggðust systkinanna. Tveir bræðranna fluttust upp- komnir til Kanada, Árni og Kristján (Kriistian Johnson, skáld, í Saskatchewan). Og 1903 brá Sigríður á það ráð að halda vestur um haf. Hún dvald ist þar mest í Manitobafylki. En ekki undi hún vestra til lang- frama, þráði heim og kom al- komin 1907. Yfirleitt varð vest- urförin henni lítil happaferð. Hún lá þar þungar sjúkdómsleg ur og varð fyrir þungbærri reynslu í einkamáhim. Hér dvaldist hún síðan að mestu í Reykjavík og nágrenni. Hún giftist 1926 Vilhjálmi Oddssyni, prests á Stað í Grindavík Gísla- sonar, miklum ágætismanni og prúðmenni. Áttu þau fyrstu árin snoturt hús úti á Seltjarnar- nesi, en síðar við Laufásveg í Reykjavik. En 1942 andaðist Vil hjálmur, 56 ára gamall, eftir langvarandi veikindi, og var það Sigríði, að sjálfsögðu, mikið og óbætanlegt áfall. Síðar seldi hún hús sitt. Næstu árin bjó hún í Reykjavík og vann fyrir sér við ýmis störf, unz heilsunni tók að hnigna. Síðan var hún um tíma á Sólvangi í Hafnarfirði, en síð- asta áratuginn átti hún heima á Hrafnistu og naut þar vistat og aðflilynningar. Um miðjan júlí sl. var Sigríð- ur það hress, að hún fór í heim- sókn suður í Kópavog á heimili systurdóttur sinnar, Hallfríðar Böðvarsdóttur og eiginmanns hennar, Svavars Jóhannessonar, en það fólk hefur reynzt henni sérstaklega vel. Þar dvelst enn- fremur eldri systir hennar, Guð- björg, móðir húsfreyju. Frá þessu góða heimili átti Sigríð- ur ekki afturkvæmt. Hún and- aðist þar 25. júlí. Þau endalok voru henni góð. Þannig lauk ævi þessarar marg reyndu, öldruðu konu, sem þráði að komast heim. Okkur, skyldfólkinu, verður hún minn- isstæð, þótt leiðir lægju ekki ævinlega saman. Okkur finnst hlutskipti hennar í lífinu minna, að mörgu leyti, á það sem Guð- mundur skáld á Sandi lýsti í erfiljóði um frænku sína: „í þagnargildi þú varst reyrð/á þinn inn harða stól,/sem örðug- leikar ýta fram/en ekki dís frá sól./Svo skiptir kjörum sflcapa- norn,/sem skugga löngum ber/ á sálu margra er samúð kýs/ og sólskinsþurfi er“. Hvíli hún í friði. Ragnar Jóhannesson. Fláajökull blasti við okkur á hægni hönd, breiður og hrollvekj andi, en þó mun fraimbrún hans aðeins vera svipur hjá sjón, frá því, siem áður var. Er jökullinn tók að hopa og lækkia kom lágt fell, JökuMell, fram undan brún- inni 'og stytti hana um helming. Undan þe'ssum jökli kemur Hólmsá og hefur verið byggð- inni hin mesti óvættur, ekki sízt er hún tók að brjótast austur í farveg Djúpár, því að þá var auisturbyggðin í hættu. Nú hefur hún verið hamin með fyrÍThleðsl um. Bærinn Hóknur er á hægri hönd og noíkkuð austan við hann er hliðanvegur til heegri, akfær upp að Fláajökli. Niðri á flat- lendinu rís há klettaborg, Borg- arklettur, og þar eru nokkrir bæir (Borg, Nýpugarðar o. £t.). Þorsteinn nefnir nöfn eyðibýla á báðar hendur, mér finnst eins og verið sér að lesa af legstein- um í kirkjugiairði. Svo komum við að Hólmsá, jafnvel nú, í þurrfcum og kulda á jökfli, er hún vatnsmifcil svo að ljót hlýtur hún að vera í ham- förum. Þarna við brúna er hár hóflfl, Heilisiholt, góður útsýnis- staðu.r og tilvalinn fyrir hrdng- sjá. Heinabergsfjöll eru vestan FJiáajökuls, lirikalaga jöfculsorf- in. Vestan þeirra er annar miik- ill sfcrdðjökull, HeinaibergsjökU'll, kLofinn að endilöngu af hvaiss- brýndu hamrafj alli, HafrafeHi, en inn af því ris mikið fjaH upp úr jöklinum, Snjófjall. Undan eystri skriðjökHnium komia Heina bergsvötn en Kolgríma undan þeim vestari. Vestan hans er Skáiafellshnúta. Heinabergsvötn hafa herjað miskunnarlaúst á byggðina, enda má segja að þessi hluti hennar sé ein samfelld eyði mörk af völdum þeirra og Hólms ár. Að einu leyti voru þau verri en hún, því að í þau koma árleg hlaup úr jökullóni inni í Vatns- dai í HeinabergsfjöHum. Fyrir nofckrum árurn létti þessari á- sókn þeirra, því að þá lögðust þau í farveg Vestur með jöklin- um og renna nú í Kolgrímu. Þá hófu bændurnir sókn og nú 'hafa þeir brey.tt gráum aurum í græn tún. Ég dáist að kjarki þeirra og bjartsýni, hafandi þessa mikfliu hjarnstrauma stöðugt hangandi yfir byggðinni. Þeir þreyðu þorrann og góuna, tófcu við rýrnandi arfleifð, en eru stað ráðnir í að skila henni af sér með ríflegum vöxtum. Og nú var mér spurn í huga. Hvað er gert af hálfu hins opin- bera, tifl. styrtotar og efHngar siík um landvinningum, hér og ann- ars staðar? Sjálfsagt fá þessir bændur silnn jarðræktarstyrk, en það er ekki svarið. Þeir þurfa að fá mi.kiliu raunhæfari aðstoð, sem um leið yrði til gagns á miklu breiðard vettvangi. Það þarf að koma á fót, hið bráðasta, öfluigri rannsókna- og tilraunas.tofnun, á strangvísi.ndalegum grundvelli, í þágu landverndar og land- græðslu. Hjartans þaikkir til allra, sem minntust mín með heim- sóknum, gjöfum og skeytum á áttræðisafmæli mínu, hinn 22. ágúsit sl. Guð blessi ykfcur. Stefán Stefánsson frá Fáslkrúðsfirði. Við tvíburasysturnar þökk- um af hjarta þann heiðiur, sem okkur var sýndur af börnum ókkar, ættingjum og vinum á 80 ára afmæliniu 24. ágúst, með gjöfum, blómum og sfceytum. Guð bless-i ýkkur öll. Ólína og Kristín Pétursdætur frá Svefneyjum á Breiðafirði. Hjartanlega þakka ég vin- um og vandamönnum, sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu, 10. ágúst. Guð blessi ykkur öH. Sigurður Árnason, Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.