Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 30. ÁGÚST 1967 Alan Williams: PLATSKEGGU Mallory klakaði eitthvað til hennar og 'hún gekk burt. — Þú sérð, kall minn, hún er skyn- söm. Hún vill komast aftur í við- kunnanlega og siðmenntaða kyn lífið sitt í París. Hún vill ekki springa í loft upp. Það væri líka leiðinlegt að sjá svona stúlku sprengda í loft upp, finnst þér ekki? Neil kinkaði kolli, og var far- inn að fá móðu fyrix augun. Pern-odglasið fyrir framan hann var allt í einu orðið að tveimur glösum, og svo voru tveir bar- þjénar og tvö dökk andlit með eldrautt hár. Hann gaut augum bak við barinn og sá flugfreyj- una, ganga niður lágu tröppurn- ar, framhjá flóttamannaröðinni, þar sem menn voru með grenj- andi krakka í fanginu, CRS- mennina á vakki með byssur við hlið — horfandi á grönnu fæt- urna á henni hverfa bak við af- greiðsluborðið í salnum. Hann hugsaði með sér: — Komist ég ekki burt frá þessum stað, innan fárra klukkustunda, verður það minn bani. Hann fór að reyna að segja Mallory frá Carotine. Mallory var að hósta og spýta niður í glasið sitt, og hvæsti: — Þá ertu vel sloppinn, kall minn. Vel sloppinn. Hún virðist ekki vera nema til einnar nætur, þessi. Einhversstaðar nálægt tók krakki að hrína ákaflega, og aðrir krakkar tóku brátt undir. Mall- ory var að berja í barinn til þess að fá meira að drekka. Neil tíndi út úr sér orðin, rétt eins og hann væri að losa sig við sveskju- steina: — Hún ætlar að giftast ökugikk á laugardagsmorgun. — Gott. Þá ertu vel sloppinn, kalí minn. Þú losar þið við fyrstu konuna og nær þér svo í aðra þegar þú ert fertugur. Niðri í brottfararsalnum voru tveir CRS-menn í stympingum við þrekinn, miðaldra mann með grátt hár og svört gleraugu. Þeir héldu í báða handleggi á hon- um, og sveifluðu honum, svo að fæturnir stóðu út í loftið, og loks drógu þeir hann til lögreglu skrifstofu stöðvarinnar. Skolhærða flugfreyjan kom fram fyrir afgreiðsluborðið í brottfararsalnum og brokkaði yf ir að glervegg, þar sem barna- gæzlan var. Neil horfði á hana í þoku og datt í hug gljáandi járnrúm í einhverju Parísar- hóteli og rósótt veggfóður og grannan líkama hennar í saum- lausum nælonsokkum. Meinlaus ar hugleiðingar brezks mennta- manns, sem átti skammt eftir ólifað. — Drekktu upp! krunk- aði Mallory og klingdi glösum. Neil tautaði: — Þykir þér gam- an að sofa hjá stelpum, sem eru í engu nema soklkum? — Með eða án sokka, sama er mér. Mallory leit á úrið sitt. — Ég verð að fara að komast af stað, kall minn. Ég verð að fara að senda einhverja grein frá mér. Neil fann til ósegjanlegrar skelfingar, ef hann ætti nú að verða einn eftir innan um allt þetta ósjálfbjarga fóik. Nú vissi hann allt í einu, að hann var að dauða kominn. Mallory var að ljúka úr glasinu sínu, og sagði: — Ég heyrði, að þú hefðir haft eina laglega í herberginu þínu í vikunni sem leið. Neil starði út í bláinn. Mallory hélt áfram: — Það gekk um þetta skrítin saga. Ekki veit ég, 'hvar hún átti upptök sín — það er svo mikið skrafað í þess- um hótelum. Og það fer ekki margt framhjá afgreiðslumönn- unum. Neil var að reyna að koma skipulagi á andlitsvöðva sína, meðan Mallory sendi honum meinfýsnislegt glott og sagði nú með lymskusvip í augunum: — Það var nú bara orðrómur, en hann fór víða. Þessir djöfulsins afgreiðslumenn! Veiztu, hvað sagt var? — Hvað? Um hvað ertu að tala? — Um stelpuna, sem þú hafð- ir uppi hjá þér. — Nú, já. — Veiztu hvað þeir eru að segja? — Hverjir? — í ’hótelinu. Manns'kapurinn í hótelinu. Kjaftasögur. Ulkvitn ar kjaftasögur, kall minn. — Nú, hvað voru þeir að segja? — Einhver hafði heyrt, að stelpan væri stjúpdóttir........ Hann þagnaði við ákaft hósta- kast, sem eins og þeytti hlut- um af andlitinu á honum í allar áttir, svo að allt andlitið leysúst upp eins og myndagáta. — Stjúpfóttir? sagði Neil. — Já, stjúpdóttir einskis minni manns en hins ágæta ofursta Pierre Broussard. Andlitin tvö á Mallory runnu saman í eitt, snögglega. Neil drap tittlinga, renndi niður munnvatni og reyndi að hugsa. Mallory var að segja: — Hver er hún? Þetta yrði dásamleg frétt, ef það væri satt! 44 Neil hélt sér í brúnina á barn um. Þetta gat vel komið heim og saman —■ hún hafði verið í íbúð Broussards, hún hafði verið í kunningsskap við Le Hir, og hún hafði vitað allt um Athos. Og hún hafði reynt að vara hann við, þessa nótt í hótelinu, en svo seinna, í íbúð Le Hirs, hafði hún ekiki viljað segja bonum neitt. Hún hlaut að hafa vitað, hvað átti að gerast — bæði bending- arnar með bílljósunum uppi í fjöllunum og svo sprengjurnar þar. Mallory hélt áfram að ala á þessu: — var hún, garnli kvennabósinn þinn? — Ég veit ekki. Einhver stúlka frá Leynihernum. Hún borðaði kvöldmat með mér. Allt í mesta sakleysi. Mallory gaf frá sér eitthvert snörl. — Það var Kani í Leopold ville, sem tókst að fá einn einka ritarann hans Lumumba upp í til sín. Neil braut heilann: Ef þetta væri satt, yrði það honum til gagns eða ógagns? Mundi hún trúa, að hann hefði svikið Gué- rin í tryggðum. Kannski gerði það ekkert til eða frá, þegar fram liðu stundir. Og svo heyrði hann, gegn um einhverja þoku, hlað'freyjuna kalla: „Allir far- þegar, sem hafa lögregluskírteini upp að nr. 92, eiga að gefa sig fram við afgreiðsluhlera nr. 0“. Númer upp að níutíu og tvö. Þetta var eins og eitthvert and- skotans happdrætti. Hinumegin í aðalsalnum var fólikið ókyrrt og í mikilli eftir- væntingu. Þeir, sem áttu heppnu númerin voru að flýta sér, hrintu og æptu og flýttu sér að komast í óreglulega biðröð úti fyrir lúgu númer núll. Upp- lýst skilti fyrir ofan höfuðið á svíradigrum CRS-manni með svört gleraugu, tilkynnti: „Brott för ORLY 1900 H“. Lengst í burtu í salnum gat Neil séð annan hóp, sem skipaði sér upp í þrefalda röð, eftir tvö- falda akveginum til borgarinn- ar, en vélhjól til beggja handa drundu meðfram röðinni í ryk- inu og hitanum. Þetta er eins og bankafrídagur í ágústmánuði, en bara með byssur, hugsaði hann. Nú, er hann var staðinn upp, gerði hann sér fyrst almennilega ljóst, að hann var mjög drukk- inn, en því fylgdi bara engin gleði eða léttir — bara svimi og sjóveiki, sem var undirstrikað af því, að allir kringum hann voru allsgáðir. Eng'inn þarna var með farang ur og nú var röðinni ýtt áfram að eftirlitsborðinu, þar sem þrir CRS-menn rannsökuðu farþeg- ana. Einn bar spjöldin þeirra saman við lista frá hernum, ann ar athugaði númerin á spjöldun- um og sá þriðji leitaði að sprengi efnum, og vopnum. Sá svíradigri stóð skammt frá og miðaði byss- unni sinni á hópinn. Flestir farþegarnir voru annað hvort mjög gamlir, eða þá börn. Fyrir aftan Neil var ’hrumur, sjö tugur maður með hvítt yfirskegg vaxborið, og stóð við hliðina á fölum kvenmanni, sem virtist helzt vera spænsk fisksölukona. Hún var klyfjuð bögglum og pappaöskjum en hann var að bisa við heljarmikla stunda- klukku, þar sem dingullinn stóð út úr verkinu eins og spjót. Með an þau biðu þarna gætti gamli maðurinn klukkunnar með því að hafa ’hana milli hjólfóta sinna, en hallaði sér ofurlítið fram þegar hreyfing komst á hópinn og dró hana þá upp í hné hæð. í hvert skipti sem hann setti hana niður, varð andlitið á honum blátt og hann leit á Neil og Mallory, eins og honum yrði olurlítið hverft við. Útlitið á Mallory var nú orðið hræðilegt og hósaköstin gusu upp með reglulegum millibilum, milli þess, að hann hélt uppi sam ræðum, með hvæsi og hnykkj- um. Neil gerði einhverjar ves- ældarlegar tilraunir til að fylgj- ast með því, sem hann var að segja, vitandi ósjálfrátt, að þeir ættu heldur að hjálpa gamla fólk inu við farangurinn þess. Hann hugsaði: Ef ég tek meira en tvo böggla, dett ég um koll. Mallory verður að taka klukkuna. Þeir voru nú rétt að komast upp að borðinu. Neil leit á úrið sitt og sá, að það hafði stanzað klukkan 4.20. — Heíurðu kortið þitt tilbúið? krúnkaði Mallory, rétt við eyrað á bonum. Neil fálmaði í vasa sinn, náði í vega- bréfið, brottfararskipunina og spjaldið með númerinu á. — Hefurðu nóga peninga? Neil kinkaði kolli. — Ég hef ferðaávísanir. — Þá er allt í lagi, sagði Mallory. — Ef þú kemst ek'ki burt, þá hringirðu til mín í Miramar. Neil reyndi að sjá hann al- mennilega, rétti síðan út hönd- ina og sagði: — Þú hefur reynzt mér vel Tom. Þakka þér kærlega fyrir alla hjálpina. Aftan við hann var gamli maðurinn að bisa við þessa af- káralegu klukku sína. Neil laut niður og sagði: — Með leyfi! Hann rétti út sér, þrýsti klu'kk- unni að brjóstinu og rýndi í skrítna andlitið á Mallory og sagði: — Ég skal gefa þér vel að drekka í London. Kampavín! — Snerti það aldrei, kall minn. Fæ vindgang af því. Held ur viskí í Raymond Bar. — Það skal ég gera, sagði Neil. Mallory 'hristi handlegginn 'honum er hann staulaðist áfram á honum og horfði svo á eftir með gamalmennis göngulagi. CRS-maðurinn sagði: — Vega- bréf! Brottfararleyfi! Neil setti niður klukkuna og rétti honum skjölin sín. Maðurinn at'hugaði TRÚÐU EKKI ALLTAF ÖÐRUM Margir segja, að Frjáls Verzl- un sé nauðsynlegt blað fyrir þá, sem taka ákvarðanir. En að taka annara orð trúanleg er ekki alltaf öruggt. Skoðanir og smekkur er oft æði misjafn. Þess vegna segjum við: Reyndu blaðið sjálfur. Til sölu B.IU.W. 1500 árg. 1965 Bifreiðin er nýyfirfarin og í mjög góðu lagi. Hag- stæðir greiðsluskilmálar. KRISTINN GUÐNASON H.F., Klapparstíg 27, sími 22675. Vil leigja, eða kaupa jörð, í nágrenni Reykjavíkur, Selfoss eða Akur- eyrar, til ábúðar í næstu fardögum. Tilboð með helztu upplýsingum sendist afgreiðslu blaðsins merkt: „Jörð 701“ fyrir 1. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.