Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.08.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUE 80. ÁGÚST 1967 27 Áframhaldandi Póllandsviðskipti DAGANA 21. — 29. ágúst s.l. dvaldist hér á landi sendin'efnd frá Póllandi, til þess að ræða viðskipti íslands og Póllands, en í gildi er nú 3ja ára viðskipta- samnmgur milli ríkjanna, sem undirritaður var haustið 1966. í dag var undirrituð bókun um 1 janúar 1969 — 31. desember viðskipti ríkjanna á tímabilinu 1968. Samkvæmt vörulistum, Reiknivél sfolið í NÓTT sem leið var brotizt inn í Vigtarskúr Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar að Kletti. Var þar farið inn um glugga og rótað í skúffum, en ekki hafði sá, sem þarna var að verki, annað með sér en gráa rafmagns reiknivéi, af gerðinni Addo. LEIÐRETTENG í GREIN Lofts Bjarnasonar í Morgunblaðinu í gær er á ein- um stað prentvilla, þar sem stendur ,sér“ fyrir „mér“, Rétt er málsgreinin þannig: „Ég hefði látið þetta marg- umrædda mat afskiptalaust, ef lögmaður seljanda, Guðmundur Pétursson, hrL, hefði ekki blandað mér í málið á mjög var hugaverðan hátt.... “ -<S» sem fyigja bókuninni, er gert ráð fyrir, að Pólverjar kaupi af íslendingum á þessu tímabili eins og áður saltsíld, freðsíld, fiskimjöi, síldarmjöl, lýsi og saltaðar gærur, auk fleiri vara. En frá Póllandi er ráðgert að kaupa járn og stálvörur, þar á meðal dráttarbrautir, timbur, kol og koks, sement, vefnaðar- vörur, efnavörur, sykur, vélar og veritfæri, búsáhöld og skó- fatnað, auk fleiri vara. Þá var ennfremur rætt um hugsanleg kaup á skipum frá Póllandi. Af hálfu íslands undirritaði bókunina Emil Jónsson, utan- ríkisráðherra, en af Póllands hálfu undirrdtaði hana Witold Jurasz, formaður pólsku samn- inganefndarinnar. Pormaður ís- lenzku samninganefndarinnar var dr. Oddur Guðjónsson, við- skiptamálaráðunautur ríkis- stjórnarinnar, en aðrir í nefnd- inni voru: Björn Tryggvason, aðstoðarbankastjóri Seðlabank- ans, Pétur Pétursson, forstjóri, Arni Finnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri SH, Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri afurðadeildar SÍS, Gunnar Flóver.z, framkvæmdastjóri Síld arútvegsnefndar, og Björgvin Guðmjndsson, deildarstjóri í viðskiptamálaráðuneytinu. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 29 .ágúst 1967. (Frá utanríkisráðunejdinu). Frá undirskrift viðskiptasamningsins í gær. 4800 börn hefja skóla göngu í fyrsta sinn KENNSLA í barnaskólum hefst nk. föstudag, 1. septrember. Mbl. hafði samband við Helga Elías- son, fræðslumálastjóra, og Jónas B. Jónsson, fræðslustjóra, og fékk hjá þeim eftirfarandi upp- lýsingar. Kennsla í barnaskólum Reykjavíkur hefst 1. september n.k. og lögum samkvæmt hefst kennsla 7, 8 og 9 ára barna þann dag í kaupstöðum og kauptún- um með 1000 íbúa eða fleiri. Kennsla hefst samtímiis hjá öll- um sex aldurflokkum í Reykja- vík en annars staðar hefst kennsla eldri aldursflokkanna 15. september eða 1. október. Kennsla við gagnfræðaskóla- Reykjavíkur hefst 25. september. Alls munu um 4800 börn hefja skólagöngu í fyrsta sinn í haust, þar af um 1500 í Reykjavík. í fyrra stunduðu 27000 börn nám við barnaskóla landsins, þar af þriðjungur í Reykjavík. Nem- endafjölgunin í barnaskólum Reykjavíkur frá í fyrra er um 120 börn. Alls munu um 9000 börn sækja 14 barnaskóla í Reykjavík í vetur og lætur nærri að bekkjardeildir verði 345. Kennarar við barnaskóla voru í fyrra á landinu öllu sem hér segir: Fastir kennarar 950 og 317 stundakennarar. í Reykja- vík voru fastir kennarar 322 en stundakennarar 173. Af 1272 föstum kennurum í fyrra voru 583 konur — 173 í Reykjavík. Toppfundur í Khartoum Khartoum og Kaíró, 28. ágúst — AP-NTB — Á ÞRIÐJUDAG hófst í Khartoum toppfundur leið- toga Arabaríkjanna, til þess að ræða leiðir til að fjar- lægja merkin eftir ofbeldis- aðgerðir ísraelsmanna, eins og það er orðað. Fundinn sitja leiðtogar 13 Arabaríkja, eða fulltrúar þeirra. Bour- guiba Túnisforseti hefur boðað forföll af heilsufars- ástæðum, og Boumedienne forseti Alsír og leiðtogar Marokkó og Libýu hafa sent afboð og senda í staðinn ut- anríkisráðherra sína. Ekki er Ijóst hvort Attasi Sýrlands- forseti muni sitja fundinn sjálfur. UtanrilkisráðlheTrar Arabaríkj- anna héldu með sér fund um helgina til að undirbúa þennan leiðtogatfund. — Ráðherrarnir lag’gja til að Arabaríkin geri sameiginlegt átak á sviði sitjórn- mála og efnahagsmála til þess að fjarlægja vegsummerkin ©ft- ir árásaraðgerðir ísraelsmanna í júní sl. Eitit helzta miáilið á fundinum mun verða hve langt eigi að ganga í að banma olíu- útflutning til vestrænna landa, er studdiu ísraelsmenn og eru þar fremstir Bretar og Banda- ríkjaimenn. Saudi Arabía og Libýa 'baifia lýst því yfir, að þau séu amdvíg áframhaldandi úit- flutningslbanni. Kuwait hefu.r lýst yfir hlutleysi, en segist reiðu búið að fara eftir samþykktum fuindarins í þassum efnum, verði þær einróma, en það var j afin- framt tekið fram að Mfskjör 250 þúsund íbúa byggðust á olíuiðn- aðinum í landinu. Fundurinn í Khartoum er fyrsti sinnar tegundar síðan styrjöldinni í júm lauk. Á fiund- in-um verður einnig rædd sú til- laga u ta n ríkis ráðhe rr ann a um að allar erlendar herstöðvar í Arabalöndium verði lagðar nið- ur svo og hvort taka skuli upp sameiginlega stefnu í utanríkis- málum. Samtimis þessum fundi munu fara frarn viðræður milli Feis- als konungs í Saudi Arabíu og Nassens Egyptálandsforseta um hvernig komast m-egi að sam- komiulagi um súdönsku tillöguna um lausn á styrjöldinni 1 Jem- Um 90 kennarar útskrifuðust frá Kennaraskóla íslands sl. vor. Ekki verður um kennaraskort að ræða í vetur við barnaskóla Reykjavíkur, en útlitið er öðru vísi, hvað snertir gagnfræðaskóla borgarinnar. Kennaraskortur úti á lahdi verðúr að öllum líkind- um svipað-ur og í fyrra. Mörg ný skólahús eru nú í byggingu um land allt. í haust verða tekin í notkun ný heima- vistairhúsnæði við skólana að Hallormsstað, á Árskógsströnd og í Svarfaðardal. Þá verður tekið í notkun nýtt og myndar- legt íþróttahús á Dalvík. í haust verður kennt í nýju kennsluhús- næði við Árbæjarskólann í Reykjavík og einnig verður byrjað að kenna í nýrri álmu við Langholtsskóla. Smíði er hafin á 4. áfanga og síðasta átfanga Vogaskóla og senn verð- ur byrjað á lokaáfanga Álfta- mýrarskóla. Þá verður á árinu tekið í notkun nýtt kennsluhús- næði við Gagnfræðaskóla verk- náms í Reykjavrk. Frá fundi Hlífar í gærkvöldi. (Ljósm.: Sv. Þ.) - STRAUMSVÍK Framhald af bls. 28 ánægju sinni yfir, aff deilaín hefði verið leyst. Sögðu þeir, að saníningarnir væru í sam- ræmi við það, sem áður hefur verið um samið. Sáttasemjari boðaði fund í vinnudeilunni kluikkan níu á mánudagskvöld og var það þriðji fundurinn með deiluað- iliuim. Kluklkan sjö á þriðjudags' morgun tókust samningar og var fundi þá slitið en nýr boð- aður klukkan fimm í gærdag. Á fundinum í gær voru samn ingarnir svo undirritaðir með tfyrirvara uœ samþyklkt á fundi venkamannafélagsins Hlítfar í .Hafnartfirði. Hótfst sá fundur kl. hálf níu í gærlkrvöldi og voru samningarnir samþykktir þar einróma. Eftir fundinn kom trúnaðanman'naráð Hl'ífar sam- an og aflýsti venkfallinu, sem staðið hetfur síðan 24. júlí sl. Ambassadorar SAMKOMULAG hefur orðið um það milli utanríkisráðuneyta Japans og fslands að skiptast framvegis á ambassadorum í stað sendiherra og miðast sú stighækkun við 1. september 1967. (Utanríkisráðuneytið, Reykja- vík, 29. ágúst 1967). Brian Epstein látinn en, sem nú hefutr staðið í fimm ár. Fo r.s ætisr áðh e rra Súdans tekur þátt í viðræðunum. Saudi- Arabía hetfur stutt konungssinna í Jemen, en Egyptar hatfa stutt lýðveldiissinna. Leiðtogar Arabaríkjanna hatfa undantfarið átt tíða fundi sam- an í flestum Arabaríkjiunum, auk minni ráðstefna í Moskvu og Kairó. Stjórnmálatfréttariitar- ar segja að hrver sem árangur þessa fundiar verði, sé nú ljóst, að mikil breyting hefur orðið á stefnu egypzku stjórnarinnar í viðskiptum og siamstarfi við aðir- ar Arabaþjóðir. Egypzka stjórn- in neitaði í fyrra að taka þátt í toppfundi í Alsír, og sagðist ekki geta starfað með byltingarstjórn, en þetta var etftir fall Ben Bella. Nú hefur egypzka stjórnin haifit veg <yg vanda af uindinbúningi fundaríns í Khartoum. Furudur þessi er haldinn nú eir eining rfkÍT í fflestum Araibaríkjanna um að þvingunaraðgerðir á sviði stjómmála ag efnahagsmála séu heppilegri en styrjaldaraðgerðir, tiil þess að vinna alþjóðastuðn- ing við kröfu Araba um að Ísraelsmenn lati atf hor.di þau landssvæði er þeir náðu á sitt vald í sityrjöldinni. London, 28. ágúst. AP.NTB BRIAN Epstein, umboðsmaff- ur hinna frægu „Bítla“ fannst látinn í íbúð sinni í London á sunnudagsmorgun. Ekki er enn vitaff hvaff olli láti hans. Brian Epstein var einn fræg- asti umboffsmaðurinn í dæg- urlagaheiminnm og var auk Bítlanna umboffsmaffur margra frægra söngvara og hljómsveita. í>að var Epistein, sem upp- götvaði Bítlana fyrir tæpium 5 árum og gerði þá heims- fræga, svo sem kunn»gt er. Hann, fékk 26% í umboðsliaun fyrsta árið, en tapaði samt peningum, vegna þesis, að enginn hafði áhuga á sömigstíll þeirra né frægð. Síðam svo hjólið fór að snúast er talið að tekjur Bítlanna hafi numið um 3200 milljónum ísl. kr. en eignir Epsteins sjátfis er-u metnar á 720 millj. íisl. kr. Epstein hafði verið heilsu- veill undanfarna 8 mánuði, og var auk þess mjöig niður- dreginn vegna látis föður síns nú fyrir skömmu. Bítlarnir voru staddir í Wales, er þeir fréttu lát Ep- steins og héldu þeir þegar til Lundúna. Paul McGartney viar fölur og miður sín er frét'taimenn hiittu hann. Hann sagði: „Þietta er þungt átfall og veldur mér mikilli sorg“. Jolhn Leninon sagði: „Ég veit ekki hvar við hetfðum staðið í dag án Brians. Það er erfitt að hugsa til framtíðaráætl- anna“. Georg Harrison sagði: „Brian var einn atf okkur og þetta er okkur mikið áfall. Það er erfit-t að finna orð til að minnast hans.“ Ringo Star sagði: „Við höfum ferðazt lang.t með Brian, eftir sama vegiimum". Læknar hafa ákveðið, að lík Epsteins verði krufið og rannsakað til þess að gengið varði úr skugga um, hvert banamein ha-nis hafi verið. Gert hatfði verið ráð fyrir því, að útför hans yrði gerð á fimmtudag, en henni verður ■sennilega frestað af framan- greindum ástæðum. Af háltf-u fjölskyldu hans hefiuir sú ósk verið borin fram, að útförin fari fram í kyrrþey og sam- kvaemt trúarsiðum Gyðinga í heimaborg hans, Liverpool.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.