Morgunblaðið - 01.11.1967, Síða 15

Morgunblaðið - 01.11.1967, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓV. 1967. 15 Asíuleiötogar styðja Bandaríkin í Vietnam GAGNRÝNI á stefnu Banda- ríkjanna í Vietnam hefur far ið nokkuð vaxandi að undan- förnu, bæði heimafyrir og víða í Evrópu. Þessvegna er það mjög athyglisvert þegar tveir leiðtogar Asíuríkja, sem áður fyrr þóttu sízt hliðholi- ir Bandarikjunum, lýstu því nýlega yfir opinberlega, að Bandaríkin yrðu að halda fast við stefnu sína í Vietnam til að tryggja öryggi Suðaustur- Asíu. Leiðtogamir tveir eru Sou- vanna Phouma prins frá Laos og Lee Kuan Yew, forsætis- ráðhcrra Singapore. Komu þeir í heimsókn til Bandaríkj anna um miðjan þennan mán uð, og fór vel á með þeim og Johnson forseta. Vikuritið U.S. News & World Report skýrir frá þess um heimsóknum (30. okt.) og bendir á að Lee forsætisráð- herra, sem áður var ákveð- inn andstæðingur Bandaríkj- anna, vilji nú stofna varnar- bandalag andkommúistaríkja Asíu svipað Atlantshafsbanda laginu, og að Souvanna Phouma, sem einnig van- treysti Bandaríkjunum hér áður fyrr, kvarti nú sáran yfir dvöl 40 þúsund hermanna frá Norður-Vietnam í Laos. í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra Lees og Johnsons ræða þeir um hugsanlega lausn Vietnam-deilunnar, sem gæti aukið friðarhorfurnar á þess um slóðum. í einkaviðræðum var Lee hinsvegar berorðaðri varðandi ástandið. Sagði hann þar m.a. að sannfæra yrði stjórnina í Norður-Vietnam um að Bandaríkin vœru fær um að reka styrjöldina þar til si'gur ynnist. Þetta yrði þó varla gert fyrr en eftir for- setakosningarnar í Bandaríkj unum á næsta ári. Hanoi- stjórnin vill hefna sín á John son. Hún ætlar ekki að færa honum tækifæri til nýs Glass boro-fundar, og' stuðla þann- ig að endurkjöri hans. Ef Bandaríkjamenn hverfa brott frá Vietnam, geta Thailend- ingar ekki varizt árásum kommúnista. Þeir eru fljót- astir allra til að haga seglum eftir vindi. Og ef þeir gefast upp, er úti um Burma, Malay síu og önnur ríki í Suð-aust- ur-Asíu, að því er Lee telur. Þótt Lee sé ákveðinn í að vara við hættunni, sem Asíu- ríkjunum stafar af kommún- istum, er land hans, borgríkið Singaporé, ekki eins og er í beinni hættu. En hann vill byrgja. brunninn í tíma með stofnun varnarsamtaka frjálsra Asíuríkja. Souvanna Phouma Öðru máli gildir hisvegar um Souvanna Phouma prins, forsætisráðherra Laos. Land hans á að heita hlutlaust, en stjórnin í Norður-Vietnam hefur brotið þetta hlutleysi Le Kuan Yew gróflega með því að senda þangað um 40 þúsund her- menn sína, og er stjórnin í Laos ófær um að hrekja þá á brott. Var þetta eitt af þeim miálum, sem prmsinn ræddi við Johnson forseta, er þeir hittust í Hvíta húsinu hinn 20. október. Skýrði Souvanna Phouma Johnson frá „árás- arstefnu Norður-Vietnam gagnvart Laos, sem hefði vald ið Laosbúum miklum hörm- ungum“. Varðandi hlé á loft- árásum á Norður-Vietnam ’benti prinsinn á að hann fengi ekki séð nein merki þess að 'hlé gæti leitt til samninga viðræðna. Hann tók undir fullyrðingar Lees og sagði, að ef Bandaríkjamenn köll- uðu heim herlið sitt frá Viet- nam, gæti það leitt til þess að Laos og öðrurn ríkjum Suð austur-Asíu væri fórnað á alt ari kammúnismans. Á öðrum stað í vikuritinu er rætt um að víðar í Suð- austur-Asíu gæti vaxandi fylgis við baráttuna gegn komúnistum. Bent er á eftir- farandi dæmi þessu til stað- festingar: Indónesía hefur rofið stjórn málasamband við Kína og tekið upp and-kommúniska stefnu. Heyrzt hafa raddir 1 Jakarta um að stofna iberi varnarsamtök landanna á þessu svæðl Thailand er að verða ákveðnara stuðningsríki og bandalagsríki Bandaríkjanna, og verið er að senda liðsauka til viðbótar þeim tvö þúsund thailenzkum hermönnum, sem berjast við hlið Bandaríkja- manna í Suður-Vietnam. Filipseyjar hafa sent tvö þúsund manna sveit, aðallega verkfræðinga, lækna og hjúkr unarkonur, til að aðstoða Bandaríkjamenn í Suður-Viet nam. Suður-Kórea hefur sent tvö herfylki til að berjast gegn kommúnistum, og lætur eng- an bilbug á sér finna þrátt fyrir hótanir frá Norður- Kóreu. Ástralía og Nýja Sjáland, sem bæði hafa sent herdeildir til Suður-Vietnam, eru að senda þangað liðsauka. Hætta loftárásum á Norður Vietnam? — Sjaldan heyrist það nefnt í þeirn Asíulöndum, sem tekið hafa þátt í vörnum Suður-Vietnam. Jafnvel í hlutlausu Asíuríkjunum gæt- ir varúðar á þessu sviði. f augum Asíubúa fóru Norður- Vietnamar með hernað suður á bóginn, mega eiga von á sprengjum heima fyrir. SKAPGALLAR 0G UMBURÐARL Athugasemd við „Sendibréf tiE séra Jóns“ SÍÐASTLIÐININ laugandag (21. okt.) birtir hr. Helgi Sæmunds son greinarkorn í Alþýðublað- inu er hann nefnir „Sendibnéf til séra Jóns“. Ber þar margt á góma og þar á meðal grein- arstúf eftir undirritaðan í Morgunblaðinu þ. 4. þjm,, þar sem rætt var um listamanna- launin og drepið á bókmennta verðlaun Norðurlandaráðs. Vdrðist svo sem séra Jón hafi mikinn á huga á þessum mál- um, því að ella myndi Helgi varla fara að eyða tima og pappír í að skýra þau fyrir hon- um. Það er gleðilegt, þegar menn geistlegrar stéttar sýna sllkan áhuga á málefnum l'ista- manna og ég hygg, að kenning séra Jóns muni græða á því. En það er mál milli þeirra bréfavinanna. 1 fyrri hluta bréfsins ræðir Hlelgi um misskilning, sem gætt hafi gagnvart ummælum hans um háskólann í fyrra „foréfi“ og fer í því sambandi nokkrum orðum um „menntun arleysi“ sitt, sem hann kveðst þó ekki ofmetnast af, „svo fior- hertur gerist enginn sunnlend- ingur“. Út úr þessu mætti snúa, etf vilji væri fyrir hendi (sfor. túlkun Helga sjálfs á ummæl- um mínum í Morgunblaðsgrein inni og Ktið eitt verður vikið að), en það skal ekki gert hér. Aðeins vil ég benda Helga á, að mér finnst hann nota orð- ið „menntun“ í heldur þrengri skilningi en ég hefði kosið. En sleppum þvL Helgi drepur á þann undar- lega skapgalla fslendinga að þola ekki gagnrýni eða mis- skilja hana. Telur hann það nokkra furðu, þar sem við sé- um svo víðsýn og „menntuð“ þjóð sem raun er á. fslending- ar sjái naumast annað en svart og hvítt og eru oftast nær „með eða móti“, eins og hann orðar það. Nú ska‘1 ég enganveginn neita því að þessi skoðun Helga hatfi við rök að styðjast. Okkur hættir um of við að einblína á sauði og hafra, í stað þess að fara hinn gullna meðalveg í mati á mönnum og málefnum. En „hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það“ verður því miður otft að sann- mæli hjá okkur. Svo að tekið sé dæmi atf málefnum lista- manna má benda á, að hin nýju lög um listamannalaun og skiptingu þeirra í vor, stað- festa til fulls skilgreiningu Helga á þessum skapgalla fs- lendinga. Nú ætti að ver.a hæg ara að bæta úr því, þegar sjáltf meinsemdin er fundin. En víkjum nú aftur að að- alatriðinu. Mestur hluti brétfs Helga fer í að leiðrétta mis- skilning, sem hann hafi orðið fyrir, en nú tekst svo hlálega til, að hann misskilur einnig orð mín í umræddri Morgun- blaðsins, er hann tel'ur, að ég hafi sýnt Steingrími J. Þorsteins- syni prófessor „dónaskap“. (ó- viljandi þó!), þar sem ég tók svo til orða, að Helgi væri „þaulkunnugur bókmenntum frændþjóðanna“, en láðist að taka hið sama fram um prófess- orinn. Nú þykir mér vera orð- ið vandlitfað. Ég get ekki séð, að orð mín fleli í sér neinn dóm um Steingrím (ekki frem- ur en orð Helga um Sunnilend- inga fela sér dóm um menn úr öðrum landshlutum). Ég sagði einmitt í grein minni að foáðir fulltrúar okkar í verð- launanefnd Norðorrlandaráðs hatfi gætt hagsmuina íslands ó- aðfinnanlega, „eins og reglum fyrir verðlaunaveitingunni er hagað“. Orð mín um þekkingu Helga í þessurn etfnum eru, eins og hann sjálfur veit, byggð á persónulegum viðræðum við hann um bókmenntir þessara þjóða. Það er allt og sumt. En sízt af öllu skal ég vetfengja Helga, er hann segir að Stein- grímur prótfessor sé sér sýnu kunnugri þessum etfnum og verða skal fúslega við tilmæl- um hans um að bera hann fyr- ir því, þó að raunar sé það allsendis óþarft. Allt getur þetta því fallið í Ijúfa löð, þar sem þannig hefur rætzt úr, að ég hef gefið Helga hæfnisvott- orð og hann samstarfsmanni sinum, Steingrími prófessor, sýnu glæsilegra vottorð. Um hvað er þá að ræða frekar? Mér virðist útkoman vera hin ákjósanlegasta og hlutur ís- lands innan þessara samtaka svo vel tryggður, sem bezt verð'ur á kosið, eins og ástatt er. Vonandi kynnir séra Jón vinum S'ínum hina ánægjúlegu niðurstöðu, sem við Helgi höf- uim komizt að í þessum skrifum okkar. Um leið og ég leiðrétti þenn an misskilning, vil ég tjá Helga þakkir fyrir þá viðurkennin'gu, sem hann veitir mér, er hann segir að ég hafi lagt „sumt skynsamlega til mála“ í Mfol'. grein minni. Þó er þetta meira lotf en ég á skilið og sízt á- stæða til að miklast af, því að þetta, sem ég lagði til málanna, var ekkert nnað en það, sem fjöknargir listamenn eru á einu máli um og okkur Helga er báðum kunnugt. Helgi telur það vel farið að bákmenntaverðlaun Norður- landa.ráðs verði rædd í íslenzk- um blöðum. Ég er honurn al- gerlega sammála og kysi ekk- ert fremur en að einhver kunn- ugur yrði til þess, því að sann ast að segja er hlutur okkar allt annað en góður í sambandi við verðlaun. þessi. Ég drap á það í Mbl.grein minni, að frestur til að leggija fram skáldrit væri allt otf skammur fyrir okfcur hér, þar sem fyrst yrði að þýða iislenzk rit á önnuT mál, svo að full'trú- ar hinna Norðurlandaþjóðanna geti tekið afistöðu. Mín skoðun er, að verðlaunin ættu að geta náð til minnst 5 ára gamalia skáldrita íslenzkra og væri þáð lágmark. Og auk þess ættu þau rit, sem til álita kæmu, að vera áður komin út hjá einhverju norrænu útgáfutfyrirtæki. í ,því felst trygging fyrir því, að ekk- ert annað en bókmenntaleg sjónarmið komi til greina. Þetta er ekki vantraust á full- trúa okkar í ráðinu, en ljóst er, að sú hætta er til staðar að hinar Norðurlandaþjóðirnar kinoki sér við að setja „litla bróður“ allt of lengi hjá og veiti svo verðlaunin fslendingi atf „diplómatískum" ástæðum. Hér „starfandi“ bókmennta- klíkur munu og telja ráðið til valinn vettvang fyrir sig. Og fiátt væri óheppilegra fyrir fs- lendinga en að slfk sæmd félli okkur í skaut fyrir til- verknað annarlegra sjónar- miða. En hvernig á að haga þess- um mál'Um? Nú vita allir að það er flestum íslenzkum höf- undum um megn að koma bók- um sínurn á framtfæri er.lendis af eigin. rammleik, vegna kostn aðar við þýðingar. Til þess er aðeins ein leið. Hún er sú, að einhver stotfn- un, t.d. Menntamálaráð, veiti höfundum styrk til þýðinga. Þeir aðilar, sem stæðu fyrir út hlutun slíkra styrkja, yrðu að sjáltfsögðu aðrir en ful'ltrúar okkar í dómnefndinni. f því felst ekki vantraust gagnvart þeim, síður en svo, enda væri sannarlega ekki allt með felldu etf þeir sæktust eftir að ráða yfir hvorutveggja. En íslend- ingium ríður mest atf öllu á þvL að s’temma stigu við hverskon- ar einokun í bókmenntalegum etfnum, ekki síður en á öðrum sviðum. Ég drep á þetta hér til at- hugunar Falleg þykja mér síðustu orðin í bréfi Helga til klerks- ins. aÞr er slegið á siðferði- lega og allt að því kristilega strengi og tekið með umbuirð- atrlyndi á breyzkleika okkar mannanna, líka þeirra sem skritfa í Morgunblaðið og við- urkenndur ófullbomleiki okk- ar í „störfum og afstöðu, vit- neskju og mannasiðum". Það á naumast við að nefna svo ver- aldlega hluti, sem hin nýju listaimannalaun í þessu sam- bandi, en þó verður nú svo að vera, þar sem þau eru orsök þessara skrifa. f sambandi við það vil ég segja, að þar sem góðvild og réttsýni eiga svo otft í vök að verjast vegna breyzkleika mannanna, þá virðist mér það nálgast synd- ina sj'álfa, að leggja fyrir okk- ur tálsnörur eins og þær, sem geta falizt í ákvæðuim laganna um hina leynilegu atkvæða- greiðslu, og þar sem „launþeg- arnir“ sem óneitanlega varðar þetta mestu, vinna störf siín fyrir opnum tjöldum, væri ó- líkt viðkunnanlegra að nefnd- in gerði það líka. Að endingu foið ég svo að heilsa séra Jóni. Jón Björnsson. 100 farast í fellibyl. Rangoon, 26. október. NTB. Rúmlega 100 manns fórust í fellibyl er gekk yfir héraðið Monywa í Burma fyrir nokkr- um dögum, samkvæmt fréttum sem bárust til Rangoon í dag. fylgdu í kjölfar óve'ðursins, Gífurlegar rigningar, sem fylgdu í kjölfar óveðursins, hafa valdið miklum flóðum og rúmlega 100 þorp eru undir vatni. Tjónið er metið á að minnsta kosti 45 millj. ísl. króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.