Morgunblaðið - 01.11.1967, Page 24

Morgunblaðið - 01.11.1967, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓV. 1967. MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA tennisvellinum var ekki mikið hærra en húsið sjálft. En þetta vair mik'lu meira en sundpollur- inn og tennisvöllurinn. Þarna var setustofa með svölum yfir vellinum, svo að hægt væri að horfa á leikinn þaðan, spilastofa með bar, lítið eldhús og meira að segja tvö eða þrjú uppbúin svefnherbergi. — Það er handa þreyttum pip arsveinum, sagði Tony og gaf mér auga um leið. — Kjörinn staður fyrir timburmenn. Rúm, morgunverður og sund. Höfuð- verkjartöflur í hverju herbergi. Þær eru mitt til'lag til þess arna. — Ekki mundi ég kalla þetta leikhús. — Jæja, hvað er leikur, Patri- cia mín góð? — Það veit ég ekki, sagði ég og svo gengum við aftur áleið- is til hússins. Við töluðum lítið á leiðinni. Mér fannst hann með einhvern verndarasvip og leiðinlegan, og hann fann að þetta fór í taugarn- ar á mér. — Þér eruð ekkert sérlega hrifin af mér? sagði hann og brosti til mín. Og það eftiir að ég er búin að bjarga yður und- an sófa og fara með yður út að ganga. Er þetta nokkurt þakk- læti? — Þér hefðuð getað tekið hundinn með yður ííka. Þá hefð- um við bæði fengíð ofurlitla reynslu. 3. kafJi. Kvöldverðarboðið va-r sérlega vel heppnað. Vissulega náði það tilgangi sínum. Það miðlaði mál- um milli Hólsins og Þorpsins. Ég fór ekki að anda reglulega fyrr en síðasti gesturinn var kominn til sætis, og enginn varð útundan, en það er óheillafylgja hvers samkvæmis. Ég held líka, að maturinn hafi verið ágætur. Pierre, yfirmatsveinninn, hafði verið óaðgengilegur, dögum sam an. Maud — eins og hún hafði nú beðið mig að kalla sig — ljóm aði öll af gleði. Hún var í ísblá- um kjól og hárið var sett upp í kórónu á höfðinu á henni, svo að hún var næstum ung útlits, og áreiðanlega glöð. Líklega eru öll kvöldboð eitt- hvað svipuð. Og kannski hefur það stafað af sex ára útlegð minni frá samkvæmislífinu, að mér fannst þetta boð svo dásam- legt. En það mikilvægasta við þetta samkvæmi var það, að þarna voru samankomnar — með einni eða tveimur undantekningum — svo margar persónurnar, sem áttu að koma við sögu í sor-gar- leiknum okkar: Bill Sterling og Lydia, Julian Stoddard, sem var formaður Veiðiklúbbsins, og kona hans, Margery. Dwight El'liot, lögfræðingurinn hennar Maud, Jim Conway, vinsælasti piparsveinninn þarna um slóðir, sem hafði boðið sig fram til lög- reglustjóra, út af veðmáli og sigr aði í kosningunni — og svo meira að segja Audrey og Larry Hamilton. Audrey var glæsileg þetta kvöld, og vissi líka af því sjálf. Hún var í hvítum kniplinga- kjól og krínólínu, og hefði get- að verið klippt út úr tízkublaði. Tony dansaði við hana, hvenær sem hann komst að, og ég sá, að Maud var að gefa þeim auga. En ég var of önnum kafin til þes-s ;að taka eftir neinu. Það átti að hafa nokkur bridgeborð í kínverska salnum og bókastof- unni, en unga fólkið átti að vera í danssalnum þar sem ekki var alltof mikið af kampavíni, og einu sinni sýndi Roger, hundur- inn, þess merki, að hann þyrfti að fara út, og ekki var hægt að meina honum það, svo að ég varð að hleypa honum út sjálf. Ég hafði ekki áhyggjur af neinu nema Audrey. Hún var að dansa við Tony, þegar hún kom auga á mig, og svo kom hún til mín og rétti mér ailra náðarsam legast höndina. — Hvernig líður þér, Pat? sagði 'hún kuldalega. — Gott sam kvæmi, finnst þér ekki? En þú ættir bara að sjá um, að kampa- vínið væri kælt. Það er svo and- styggilegt volgt. — Ertu ekki fullung fyrir kampavín, Audrey? sagði ég, sem vissi vel, að kampavínið var alls ekki volgt, heldur var þetta bara merkilegheit í henni. — Það er púns frammi í forstofu og það er miklu .memlausara. Ég veit alveg, að Tony fannst þarna ástæða til að grípa fram í, því að nú kom hann til okk- ar og rétti fram höndina, glott- andi. — Ungfrú Abbott, er ekki svo? Ég er litli drengurinn hennar frú Wainwright. Höfum við ekki sézt áður? 6 — Kann að vera. Ég man það ekki almennilega. Það er alls staðar svo fullt af ungum mönn- um, sagði ég og sendi honum tví- rætt en þó vingjarnlegt bros. Skömmu seinna fann ég, að Maud var komin vil mín. Dans- fólkið var farið út í leikhúsið, þar sem bera átti fram kvöld- verð, og hljómsveitin var líka farin þangað. Mér brá dálítið við þessa snögglegu kyrrð, sem kom in var á. — Finnst þér þetta ekki ganga vel, Pat? sagði hún. — Þessi Morgan-telpa er yndisleg. Væri ég karlmaður, mundi ég verða bálskotin í henni. Og Tony virðist lítast vel á hana. — Hún andvarpaði og virtist hugsi. — Væri þér sama þó að þú færir út í leikhúsið. Mig langar ekki til, að neinn fari að synda í veizluklæðum. Svo fór, að þetta var orð í tíma talað og mátti engu muna, að ég kæmi of seint. Einn ung- lingur úr borginni hafði einmitt fengið þessa hugdettu og stóð uppi í stökkbrettinu yfir sund- pollinum, í kjólfotum og öl'lu saman, þegar ég kom þangað. En svo komst ég í nokkuð skrítið á leiðinni. Leiðin að leikhúsinu var hálf- gerður krákustígur. Byggingin stóð að baki aðalhúsinu, í um tvö hundruð metra fjarlægð í beina línu. Til þess að komaist þangað, er gengið eftir trjgöngum, að lind, sem er við endann á stígn- um, en síðan er beygt til hægri gegn um kjarrskóg. Þá eru ekki eftir nema nokkrir metrar að leikhúsinu. Gosibrunnurinn, sem var úr hvítum marmara, var flóðlýstur þetta kvöld, Oig leikhúsið var allt uppljómað og þaðan heyrðist tón list og margskonar hávaði ann- ar. Uti fyrir húsinu stóð maður og var að gægjast inn um glugg- ann. Hann var ekki í samkvæmis- klæðum og fyrst hélt ég, að hann væri blaðamaður eða kannski ljósmyndari, sem væri að reyna að ná sér í mynd. En þar sem vörður var við hliðin, til þess að bægja frá aðskotadýrum, varð ég vægast sagt hissa. Hann vxrtist vera að horfa á eitthvað inni fyrir, með mikilli athygli, og hélt höndunum um giuggakistuna. Þar eð ég gekk á grasinu, heyrði hann ekki til mín fyrr en ég var komin rétt að honum. En þá gerði hann okkuð skrítið. Hann tók til fót- anna og hljóp, og nokkra stund gat ég heyrt til hans, þegar hann hljóp gegn um kjarrið, og í átt- ina að húsi golfklúbbsins, sem liggur næst landareign Klaust- ursins. Ég varð hissa, en hafði þó engar áhyggjur af þessu, og eins og áður er geiið, hafði ég líka nóg að hugsa, bæði um unglinginn, sem vildi fara að stinga sér til sunds, og svo einn leiguþjóninn úr borginni, sem hafði. skriðið inn i eitt gestaher- bergið og svaf þar, með tóma flösku við hlið sér. Þess vegna sagði ég ekki Maud frá þessum gesti, hvorki þá né síðar. Kannski hefði ég átt að gera það. En hvaða gagn hefði verið í því? Hún hefði ekki botnað í þessu fremur en ég. Það var næsta dag, sem hún nefndi það við mig að sleppa herberginu mínu hjá ungfrú Mattie og setjast að Klaustrinu. Hún var eins frískleg og hefði hún sofið alla nóttina, enda þótt hún hefði ekki komizt í rúmið fyrr en klukkan sex um morgun inn, eftir að hafa gefið öllum gestunum matarbita í morgun- sárið. — Ég hef gaman af þessu, sagði hún. Tony er í borginni allan daginn og oft á kvöldin líka, og ef ég ekki held boð öðru hverju, verð ég einmana. Ég var vön að setja orgelið í gang, en hvað er orgel samanborið við mannlegar raddir. Ég lét að lokum til leiðast og þennan dag sýndi hún mér alla eignina. Þá fyrst fékk ég hug- mynd um, hve stór hún var. Það var ekki einasta húsið sjálft með rúmlega fimmtíu herbérgjum, og yfir tuttugu vinnukindum. Þarna voru hundrað ekrur lands, og fjörutíu menn til að sjá um það. Þarna voru gróðurlhús og brönugrasahús, og meira að segja hesthús, þar sem Tony hafði veiðihestana sína og nokkra reiðhesta. Eg kynntist Andy McDonald, gömlum Skota, sem sá um jörðina, og Gus, sem var aðal bílstjórinn. AUs staðar viriist vera fullt af karknönnuim, enda þótt Maud segðiist hafa fækkað við sig þjónustuliði, bæði utan húss og innan. Við fóruon til baka gegn um vesturálmuna, og þar inni sýndi hún mér, hvar lykillinn að leikhúsinu var geymdur í skúffu í forstofunni, rétt við dyrnar. — Þú getur vitanlega synt, hvenær sem þú vilt, sagði hún, — en þú bara læsir á eftir þér þegar þú ferð út. Við höfðum það áður ólæst, þangað til Evans, næturvörðurinn, kom einu sinni á vakt að næturlagi. Þá fundum við, að strákarnir frá golfvell- inum höfðu gert sig þar heima- komna. Nokkrum vikum seinna varð þessi lykill mikilvægt atriði, og sjálft leikhúsið hryllingur. Ég þurfti að svara ótal spuirningum hvorutveggja viiðv'íkjaindi. — Var þessi lykill alltaf í skúflfunni? — Já, nema því aðeins að ver- ið væri að nota leikhúsið. — Þá gat hver sem var haft aðgang að leikhúsinu? — Já, allir heimamenn. — Og það mundu vera........... — Þjónustufólkið, sem gerði þar hreint, og svo húsbændurn- ir, auðvitað. Stundum synti ég þar sjá'llf. Og tvisvar í viku var sundlaugin tæmd og hreinsuð. EGGERT KRISTJANSSON & CO HF. HAFNARSTRÆTI 5 - SÍMI 11400 Hin nýja»lína«vindlanna Trygging á góðum vindli - er hinn nýi DIPIO BIPLOMAT SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY BY APPOINTMENT TO THE ROYAL DANISH COURT 380 A blaðbíírðarfölk # eftirtalin hverfi Laugavegur neðri — Vesturgata I Laugarásvegur — Aðalstræti — Bárugata — Granaskjól — Selás — llagamel. Talið v/ð afgreiðsluna i síma 10100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.