Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR Réttarhöld sett í Kairó í máli 54 manna. Miklar öryggisráðstafanir Kairo, 22. jían. — NTB — UMFANGSMIKLAR örygffisráð- stafanir voru gerðar í Kairo í dag, er þar voru leiddir fyrir herrétt 54 menn, sem hafa ver- ið sakaðir um að reyna að steypa stjórn landsins í fyrrasumar, eft ir styrjöidina við ísrael. Meðal hinna ákærðu eru tveir ráðherr ar, fyrrverandi, þeir Shamos Bad ran, sem var hermálaráðherra og Abbas Radwan, sem var inn- anríkisráðherra. Ennfremur fyrr verandi yfirmaður egypzku leyniþjónustunnar, Salah Mo- hammed Nasr. Forseti réttarins, sem um mál- ið fjallar, Hussein E1 Shafei, varafonseti Egyptalands, sa.gði í setningarræðu, að leíðtogar sam særisins hefðu ætlað að steypa þjóðinni út í borgarastyrjöld í öngþveiti því, sem fylgdi „hin- um svörtu dögum“ í júní, er Egyptar biðu ósigur fyrir ísra- elsmönnum. Vopnaðir verðir voru við all- ar dyr byggingarinnar þar sem ! réttarhöldin verða haldin, en það er í einni af elnkahöllum ! Fa?x)uks fyrrverandi konungs, ' á bakka Nílar. Sprengjuflugvél af gerðinni B-52 Nasr, Badran og Radwan, eru ialdir meðal sjö leiðtoga sam- særisins og eru þeir sakaðir um ið hafa reynt að steypa stjórn- nni með valdi kvöldið 27. ágúst. Sækjand: skýrði svo frá, að þeir Nasr og Badran hefðu báðir lýst Framhald á bls. 20 Theodorakis getur farið fram á náðun - dómnum yfir honum breytt Avenu, 22. jan. AP-NTB. • GRÍSKA tónskáldið Nikis Theodorakis kom fyrir rétt í Aþenu í dag og var þar breytt úrskurði í dómum, sem áður lfcöfðu verið felldir yfir honum „in absentia". Hafði hann verið dæmdur fjórum sinnum en svo fór að einn dómanna var felldur niður, en tveimur breytt svo, að samtals kváðu þeir á um fanga- vist í innan við hálft ár. Eru því miklar líkur til að Theodor- akis geti farið fram á náðun á sömu forsendum og þeir menn, sem náðaðir voru og látnir laus- ir fyrir áramótin. Þá var hann ekki í þeirra hópi sökum þess, að fangelsisdómarnir, sem kveðn ir höfðu verið upp yfir honum, námu lengri tíma en hálfu ári. Ekki taldi Theodorakis sjálfur, að hann yrði látinn laus — taldi fremur líklegt, að yfirvöldin mundu flytja hann til einhverra fangabúðanna á grísku eyjunum, á þeirri forsendu, að hann væri hættulegur öryggi landsins. Bað hann konu sína að pakka niður sínum nauðsynlegustu hlutum, ef svo skyldi fara. Um 2.500 póli- tískir fangar eru ennþá á eyjun- um Leros og Jaros í Eyjahafi. Voru þeir allir handteknir eftir a'ð herst.jórnin tók völdin. Framhald á bls. 20 Bandarísk flugvél með kjarnorku- vopn um borð fórst á Grænlandi Engin hœtta at sprengingu eða geislun, segir bandaríska landvarnaráðuneytið Washington og Kaup- mannahöfn, 22. jan. NT, AP. • BANDARÍSK sprengju- flugvél, af gerðinni B-52, með kjarnorkuvopn innanborðs, fórst síðdegis á sunnudag, er reynt var að nauðlenda henni á ísnum í North Star- flóa í Grænlandi. Kom flug- vélin niður um 11 km. frá Thule. Bandaríska landvarna ráðuneytið hefur skýrt frá því, að hvorki sé hætta á kjarnorkusprengingu, þar sem flugvélin lenti, né geisl- un, þar sem svo hafi verið um sprengjurnar búið. Sjö menn voru um borð í flug- vélinni og tókst fimm þeirra að bjarga sér út í fallhlifum, áður en vélin hrapaði. Þeir sluppu allir ómeiddir. Einn maður beið bana, en ekki er vitað um örlög hins sjöunda úr hópnum. Flugvélin, sem kom frá SAC- flugstöðinni í Plattburg í New York, var á venjulegu æfinga- flugi, er hún bilaði og flugmenn- irnir neyddust til að nauðlenda. Utanríkisráðherra Danmerkur, Hans Tabor, sendi þegar orð- sendingu til Bandaríkjastjórnar, þar sem bent var á, að herflug- vélum, sem bæru kjarnorku- vopn, væri ekki leyfilegt að fljúga yfir Grænland né önnur dönsk landsvæði. Síðdegis í dag birti danska utanríkisráðuneytið svo yfirlýsingu, þar sem sagði að bandarísk yfirvöld hefðu gefið fullkomna skýringu á atviki þessu, og fullvissað dönsku Framhald á bls. 2 Almennar þingkosningar fara fram í Danmörku í dag Eiga vinstri borgaralegu flokkarnir að mynda stjórn? - aðalmál kosninganna Kaupmannahöfn, 2>1. janúar. NTB. Kosningabaráttunni fyrir kosningarnar til danska þjóð- þingsins, sem fram fara á þriðjudag, lauk á sunnudags- kvöld. Fóru þá fram þriggja klukkustunda umræður í út- ekki þessi mál, sem vekja mesta athygli. Það kemur glöggt í Ijós, að það er spurningin, hvor.t Dan- mörk eigi áfram ef.tir 23. janúax að hafa sósíaldemokratiskan for- sætisráðherra, eða hvort hið nýja þin.g muni skapa grundvöll fyrir samsteypustjórn er ekki verði skipuð sósíaldemókrötum, sem kosningarnar snúast fyrst og fremst um. Abendingarnar fyrirÆram voru ekki allar á einn veg á sunnudag, en samt hafa málin skýrzt að vissu leyti. í fyrsta sinn gaf leiðtogi frjálslynda flokksins, Radikale Venster, Hi'lmar Baunsgárd, skýrt til kynna, að hanm gæti vel hugsað sér að mynda ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum, íhalds- flokknum og Venstre. Skilyrði þess væri samt sem áður, að þess ir þrír -flokkar fengju sama.nl.agt óvefemgjanlegt umboð kjósenda í kosnin.gunum, þ.e.a.s. meiri hluta á hinu nýja Þjóðþingi. Ef það yrði ekki, var hann þeirr- ar skoðunar, að taka yrði til at- hugunar aðra kosti, svo sem að hafa samvinnu við sósíaldemó- krata á einhvern hátt. Almennt er talið hugsanlegt, að ofangreindur þingmeirihluti náist, þótt fæstir vilji spá því sem Extrabladet gefur í skyn. Það hefur skýrt frá skoðanakönn un, þar sem niðurstöðurnar voru þær, að þessir 3 framangr. borg- Framhald á bls. 20 Bretar taka senn upp sam- band við grísku stjórnina Skipin í Súezskurði komizt burt Kairo, 22. jan. NTB. EGYPTAR hafa í hyggju að byrja að hreinsa Súezskurð, þannig, að þau 15 erlend skip, siem lokuð hafa verið inni í skurð inum, geta komizt út. Þessi 15 skip eru frá 9 löndum, Bretlandi, Bandaríkjunum, Vestur-IÞýzka- landi, Frakklandi, Svíþjóð, Póllandi, Indlandi, Búlgaríu og Tékkóslóvakíu. varpi og sjónvarpi, þar sem Jens Otto Krag, forsætisráð- herra, talaði af hálfu ríkis- stjórnarinnar, en allir þeir 11 stjórnmálaflokkar, sem bjóða fram í kosningunum skipuðu fram fremstu mönnum sín- um. Það voru núverandi efnahags- vandamá'l Danmerkur, sem mest var rætt um — atvinnuleysið, skattaendurbætur og aðgerðirn- ar gegn verðhækkunum eftir gengislækkun dönsku krónunn- ar í haust, sem umræðumar snerust einkum um. En í blöð- um og á meðal Æólkg eru það London, 22. jan. NTB—AP. • HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í London, að brezka stjórnin muni innan tíðar taka upp fullt samband við grísku stjórnina undir forystu Georgs Fapadopoulosar. Fyrir helgina viðurkenndi stjórn Tyrklands grísku stjórnina á þeirri for- sendu, að annað væri ekki hægt ef þjóðirnar ættu að geta leitt til lykta deilur sínar út af Kýp- ur. Það fylgir fregninni um af- stöðu brezku stjórnarinnar, að hún hafi yfirvegáð málið ná- kvæmlega og rætt það óform- lega við fulltrúa grísku stjórnar- innar og stjórnarfulltrúa frá að- ildarríkjum Atlantshafsbanda- lagsins. Eftir að Konstantín konungur flýði til Rómaborgar í síðasta mánuði, sagði Harold Wilson, forsætisráðherra, að svo virtist sem viðurkenning Breta á grísku stjórninni væri ekki Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.