Morgunblaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1968
i 8
Leifur Sveinsson lögfræðingur:
Alþingi og stór-
eignaskatturinn
ÞANN U. apríl 1957 var lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga
um skatt á stóreignir. Bar deild-
arforseta að aðgæta. hvort á-
kvæða 27. gr. þingskaparlag-
anna nr. 115/1936 væri gætt, þar
sem hér var auðsjáanlega um
frumvarp að ræða, sem fól m.a.
í sér tillögu til breytingar á 67.
gr. stjórnarskrárinnar, svo og
þeirri meginreglu hennar, að
lög megi ekki verka aftur fyrir
sig. Var frumvarp þetta síðan
tekið til umræðu, og brást deild-
arforseti þannig þeirri sjálfsögðu
lagaskyldu að vísa því frá.
Báðar þingdeildir samþykktu
síðan frumvarpið sem lög með
aliflestum atkvæðum þingmanna
stjórnarflokkanna, sem þó höfðu
unnið eiða og drengskaparheit
að halda í heiðri stjórnarskrá
landisins. Tveir þingmenn Al-
þýðuflokksins treystu sér þó
eigi til að rjúfa heit sín og
greiddu atkvæði gegn frumvarp
inu.
Eftir álagningu skattsins var
þegar hafizt handa um máls-
höfðanir af háífu skattgreiðenda,
og féll fyrsti dómur Hæstaréttar
þann 29. 11, 1958 á þá leið, að
eignamatsreglur 1. mgr. laga nr.
44/1957 færu í bág við 67. gr.
stjórnarskrárinnar og skyldi
meta hlutafbréf öll til sannvirðis.
Annar dómur Hæstaréttar féli
7. desember 1959 og var á þá leið,
að afturvirkni laga væri eigi
Iheimiluð í stjórnarskránni og
fyrirfram greiddur arfur é árinu
1956 yrði eigi skattlagður hjá
arfláta.
Var því með dómum þessum
Staðfest. að samþykkt frumvarps
ins hafði orðið með ólögmætum
hætti vegna ákvæða 27. gr. þing-
^kaparlaganna.
Nú mun það nokkuð umdeilt
Jneðal fræðimanna á sviði lög-
fræðinnar, hvernig með skuli
fara, þegar Hæstiréttur metur
löggjöf andstæða stjórnar-
skránni og breytir löggjöf með
þeim hætti, að slitur ein standa
eftir. Samt líta flestir fræði-
menn svo á, að ef löggjöf er
Bkert svo verulega af dómstól-
um, þá sé ríkisstjórn óheimilt að
fylgja eftir slíkum lagaslitrum,
enda mælir 40. gr. stjórnarskrár-
innar svo fyrir: „Engan skatt má
á leggja, né breyta, né af taka
nema með lögum".
Með hliðsjón af þessari grein
stjórnarskrárinnar yerður að á-
Xykta, að löggjöf um skattgjald,
sem breytist í meðferð dómstóla
úr 136,6 miUj. í ca. 63 millj.,
verði ekki með löglegum hætti
innheimt af fjármálaráðuneyt-
'in-u, fyrr en Alþingi hefur fjall-
að um málið að nýju, breytt lög-
unum í samræmi við dómsnið-
urstöðurnar, eða fellt þau nið-
ur, sem væri réttara.
Fyrrverandi fjármáiaráðherra
Gunnar Thoroddsen lýsti því yf-
ir á Alþingi í maí 1964, að sorg-
arsaga stóreignaskattsmálsins
ætti að verða til þess, að menn
drægju af henni nokkurn lær-
dóm, því málið hefði orðið elzta
löggjafarþingi veraldar til lítils
sóma. Taldi Gunnar rétt að bíða
úrslita dómsmála, en ta'ka þá
málið upp til nýrrar yfirvegun-
ar, ef einhver slitur kynnu þá
að vera eftir af lögunum.
Þann 23. jan. nk. verður tek-
ið fyrir í Hæstarétti stóreigna-
skattsmálið: Klappareignin h.f.
gegn fjármálaráðherra f.h. ríkis-
sjóðs og má ætla að úrslita þess
sé beðið með mikilli eftirvænt-
ingu, bæði af skattgreiðendum
sjálfum, svo og öðrum, sem annt
er um stjómarskrána og virð-
ingu Alþingis.
Fjármálaráðuneytið hefur eigi
haft biðlund til að láta Hæsta-
rétt skera endan'lega úr um
þessi mál, heldur hefur ráðu-
neytið nú gefið út fyrirmæli um
innheimtu skattsins, sem nú hef
ur legið niðri í sjö ár.
Skattstofan mun nú hafa lokið
6. útreikningi sínum á stóreigna-
skattinum, og má fullyrða að
þessir sex útreikningar, svo og
allur annar kostnaður rákissjóðs
vegna málaferlanna, hafi kost-
að meira fé en tekizt hefur að
innheimta af skattinum til þessa.
Verður þessi fjársóun að teljast
hin vítaverðasta.
Baráttan gegn stóreignaskatt-
inum hefur nú staðið í rösk tíu
ár og hefur mikið áunnizt, en
fullnaðarsigur þó ekki rmnizt,
nema hjá skattgreiðendum á
Akranesi, Vestmannaeyjum og
hjá einu dánarbúi í Reykjavík,
en hjá þessum aði'lum er skatt-
gjaldið endanlega fyrnt.
Lögtök voru gerð til trygging-
ar stóreignasfcattinum árið 1961,
mest hér í Reykjavík, ýmist í
lausafé (bifreiðum, vélum og
tækjum) eða fasteignum.
Lögfræðingar Félags stór-
eignaskattsgjaldenda telja full-
víst, að lögtök séu fallin niður
fyrir fyrningu a.m.k. í lausafé,
og miklar líkur séu til þess, að
lögtök í fasteignum, sem nú eru
orðin sjö ára, séu vafasöm upp-
boðsheimild. Eru skattgreiðend-
ur því eindregið varaðir við að
greiða stóreignaskattinn, fyrr en
skorið hefur verið úr því með
prófmálum, hvort lögtökin haldi
lagagildi sínu ennþá.
Það er vón allra þeirra, sem
standa Vllja vörð um stjórnar-
skrá lýðveldisins, að eigi verði
látið þar við sitja að afnema
skattinn á Akranesi og Vest-
mannaeyjum, heldur bæta þar
við öðrum skattsvæðum öllum,
svo Aiþingi geti endurheimt
virðingu sína og sannfært þegna
landsins um, að enn gildi hin
forna reglu,:
— AÐ ALLIR SKULI VERA
JAFNIR FYRIR LÖGUNUM.
20. jan.ar 1968
Leifur Sveinsson.
LTSALA
karlmannafrökkum
Stórkostleg
verðlækkun
P. Eyfeld
Laugavegi 65.
16870
Til sölu ma.
2ja, 3ja og 4ra herb.
íbúðir í Breiðholtshverfi
seljast tilbúnar undir
tréverk. Teikningar á
skrifstofunni.
Einbýlishús í Garða-
hreppi, um 180 ferm.,
allt á einni hæð. Skipti
á minnj eign möguleg.
Einbýlishús, 136 ferm. á
fegursta stað í nágrenni
Reykjavíkur. Sem nýtt.
Allt á einni hæð. Bíl-
skúr. Stór eignarlóð.
6 herb. efri hæð skammt
frá Miðborginni, selst
fokheld. Sameign fullfrá
gengin. Tvöfalt gler í
gluggum. Fullfrágengið
að utan.
Parhús í sunnanverðum
Kópavogi. Lóð fullfrá-
gengin. Ágæt eign.
5 herb. efri hæð í Heim
unum. Tvennar svalir.
Sérlhiti. Sérinngangur.
4ra herb. hæð í þríbýlis-
húsi í Vogunum í ágætu
ástandi. Skipti á 2ja—
3ja herb. íbúð möguleg.
Lítil milligjöf.
1968 Cortina De Luxe,
4ra dyra. Ný og óskráð.
1967 Volkswagen 1200.
1967 Peugeot 404, ekinn 8
þ. km.
1966 Peugeot 404 ný inn-
fluttnr.
1967 Saab Monte Carlo.
1967 Fiat 1100, 14 þ. km.
1967 Moskvitch, 15 þ. km.
1965 Volkswagen. Skipti á
eldri V.W.
1966 Willy’s jeppi með EgUs-
húsi, ekinn 26 þ. km.
1966 Gipsy diesU.
1966 Bronco, 27 þ. km.
1966 Taunus 17 M, 2ja dyra,
nýinnfluttur.
1961 Mercedes Benz 180.
Bíll í sérgæðaflokki.
1959 Ford, góður einkabíll.
Mikið úrval bíla.
IMTMl
Sími 20925
2 ja herbergja íbúðir
™!l
Við Austurbrún
vönduð íbúð í háhýsi. Teppi.
Harðviður. Sérgeymsla á
hæð. Hlutdeild í samkomu-
sal o. fl.
I Vesturborginni
2ja herb. íbúð á hæð í sam-
býlishúsi. Sanngjörn útborg.
un.
í Smáíbúðarhverfi
2ja herb. risíbúð. Teppi.
Höfum einnig 2ja herb. íbúð
ir víða í borginní með sann-
gjarni útb.
ra
□°D|
3ja herbergja íbúðir
Við Nýbýlaveg
jarðhæð með öllu sér. —
Vönduð íbúð.
Við Hagamel
og Oldugötu
ódýrar risíbúðir. Sanngjörn
útborgun.
Einnig 3ja herb. íbúðir við
Njálsgötu, Goðheima, Vita-
stíg, Þórsgötu og víðar.
Ingólfsstrætj 11.
Símar 15014 — 11981 —
11325
HUS 06 HYItYLI
HARALDUR MAGNÚSSON
TJARNARGÖTU 16
Símar 20925 - 20025
Til sölu
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í
smíðum.
5 herb. íbúð við Bogahlíð.
5 og 6 herb. íbúðarhæðir, selj-
ast fokheldar í Kópavogi.
Sérinng. og bílsbúrar.
Einbýlishús, 6 herb. 147 ferm.
við Smáraflöt, ásamt tvö-
földum bílskúr. Nýtt. og frá-
gengið.
FASTBIBBASAUB
HÚS&EIBNIR
BANKASTRÆTI «
Símar 16637 — 18828.
40863 — 40396.
Fiskiskip til siilu
Við höfum enn til sölumeð-
ferðar nofckur góð fiskiskip
af stærðunum 50—250 rúm-
lesta. Skip þessi eru til af-
hendingar nú á vetrarver-
tíð.
Vinsamlegast hafið samband
við okkur ef þér þurfið að
kaupa eða selja fiskiskip.
Upplýsingar í síma 18105 og
utan skrifstofutíma 36714.
Fasteignir & fiskiskip
Hafnarstræti 19.
Fasteignaviðskipti.
Björgvin Jónsson.
GLLGGAEFIMI
FVRIRLIGGJAINiDI
Öndvegi hf. Carðahreppi sími 52374
IMAR 21150 ■ 21370
Þurfum að útvega kaupend-
um 2ja 3ja og 4ra og 5 herb.
íbúðir. Ennfremur stóra hús
eign í borginni. I mörgum
tilfellum mjög góðar út-
borganir.
Til sölu
3ja herb. góð ibúð við Eski-
hlíð. Risherb. fylgir. Góð
kjör.
3ja herb. rishæð, um 90 ferm.
í Vesturbænum í Kópavogi.
Góð kjör.
4ra herb.
mjög glæsileg íbúð við Álf-
heima. Sérhitaveita,
ný og glæsileg endaíbúð við
Rofabæ. Teppalögð með fal-
legu útsýni,
vönduð íbúð við Gnoðavog,
góð rishæð við Sigtún. Vel
um gengin. Góð kjör.
5 herb.
hæð, um 120 ferm. við
Kirkjuteig með sérinngangi
og sérhitaveitu. Þarfnast
standsetningar.
Einbýlishús
við Skipasund með 3ja herb.
íbúð á hæð og lítið niður-
gröfnum kjallara. Rúmir 70
ferm.
í smíðum
6 herb. glæsileg íbúð á hæð
efst í Fossvogi með sér-
þvottahúsi. Nú fokhelt með
miðstöð.
5—6 herb. glæsileg hæð á
fögrum stað í Hafnarfirði.
Sérstaklega góð kjör.
Ödýrar íbúðir
Nokkrar ódýrar íbúðir, 2ja
til 3ja herb., meðal annars
við Laugaveg, Frakkastíg,
óðinsgötu, öldugötu. Úrb.
frá 150—200 þús.
AIMENNA
FASTEIGNASALAN
LINDARGATA 9 SÍMAR 21150-21370
AÐAL-
fasteignasalan
Laugavegi 96 - Sími 20780
Hiifum kaupendur
Höfum kaupendur að 3ja herb.
íbúðum í Laugarneshverfi
og Langholtshverfi.
Höfum kaupanda að fallegri
risíbúð á góðum stað í bæn-
um.
Til sölu ma
Við Rauðarárstíg, 2ja herb.
íbúð á 1. hæð. íbúðin er í
góðu standi, teppi á gólfum.
Við Mávahlíð, 3ja herb. mjög
góð kjallaraíbúð.
Við Eskilhlíð, 3ja herb. íbúð á
3. hæð, endaíbúð.
Við Brekkulæk, 3ja—4ra herb.
íbúð á 2. hæð.
Við Þinghólsbraut, 5—6 herb.
ný íbúð um 147 ferm.
Við Álfheima, 6 herb. mjög
stór og falleg íbúð.
Við Nýbýlaveg, 6 herb. stór
og nýtízkuleg íbúð.
AÐAL-
fasteignasalan
Laugavegi 96 - Sími 20780
Kvöldsími 38291 og 83141.